Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 13 _______________________Menning í heimi þar sem ekkert eráhreinu... Brýrnar í Madiosonsýslu, sem er nýkomin út í þýðingu Péturs Gunnarssonar, var valin bók árs- ins 1993 í Bandaríkjunum og skyldi engan undra. Þessi stutta frásögn er bæði mögnuð og undurfogur ástarsaga sem getur vart annað en komið róti á tilfinningar, jafnvel gallhörðustu töffara. Sagan hefst á því að systkinin Mikael og Karólína koma til sögu- manns með dagbækur og minnis- punkta látinnar móður sinnar og biðja hann að koma þeim fyrir al- menningssjónir. Sögumaður tekur verkið að sér og útkoman verður saga tveggja elskenda sem er ekki skapað nema að skilja, þeirra Ró- berts og Fransisku sem eru sprott- in úr gjörólíkum jarðvegi. Róbert er rótlaus heimshornaflakkari sem ferðast um og tekur ljósmyndir fyr- ir tímarit og blöð, Fransiska er fædd á Ítalíu en giftist til Banda- ríkjanna og gerist bóndakona á af- skekktum stað í lowa. Leiðir Ró- berts og Fransisku liggja saman af tiiviljun þegar Róbert rennir heim í hlað hjá henni til að spyrja til vegar. Fjölskyldan er fjarri í Bókmeiuitir Sigríður Albertsdóttir nokkra daga, Fransiska er ein og býðst til að fara með honum og vísa honum leið. Þetta verður upphaflð af eldheitri ást sem endist þeim út lífið þó þeim séu ekki gefnir nema nokkrir dagar til að njóta hvort annars. Og þvílíkir dagar! Frans- isku sem hefur aðlagast hinu kyrra, þögla og einhæfa lífi sveitar- innar finnst sem hún lifni við að nýju, fmnst sem hún öðhst nýjan kraft í samskiptum sínum við Ró- bert. Hann sýnir henni athygli sem hún er löngu hætt að búast við af manni sínum, dáist að hkama hennar og ræðir við hana um hluti sem aldrei er bryddað upp á í sveit- inni. Og Róbert finnst sem hann sé nú loksins kominn „heim“, Frans- iska er konan sem hann hefur allt- af leitað að og þegar kemur að kveðjustund er hann ekki í nokkr- um vafa: hann biður hana að fylgja sér. Hann er frjáls og engum háð- ur, það er Fransiska sem þarf að velja á milh ástar og skyldu, stöðn- unar og „ævintýra", öryggis og óvissu og það reynist henni erfitt val. Andrúmsloft sögunnar, hitinn, kyrrðin og stigvaxandi spennan í samskiptum persónanna skilar sér fuhkomlega tU lesandans í fallegri og fágaðri íslenskun Péturs Gunn- arssonar. Hún er t.a.m. yndislega rómantísk senan sem á sér stað í hversdagslega eldhúsinu hennar Fransisku kvöldið sem þau elskast í fyrsta sinn. Áherslan er lögð á smáatriðin sem magna upp eró- tíska spennu: hita, raka, tónhst, augnagotur, létta snertingu, kerta- ljós og loks: „Þau hættu að þykjast vera að dansa og hún vafði hand- leggjunum um hálsinn á honum. Vinstri hönd hans var um mittið á henni, með hinni strauk hann henni um háls, kinnar og hár. Thomas Wolfe talaði um „aftur- göngu gamla ákafans". Sú kennd hafði gengið aftur í Fransisku Johnson. í þeim báðum.“ (122-123) Dóttir dæmd Dóttir Peter Sehers og Britt Ek- land, Victoria, er heldur betur komin í vandræði eftir að hún var dæmd í eins árs fangavist fyrir skömmu. Victoria var dæmd fyrir að versla með stolna muni og eru litlar líkur á því að hún sleppi við að dúsa í fang- elsi næsta árið. Móðirin, Britt Ekland, neitar að láta dóttur sína fá peninga og segir að hún geti sjálf bjargað sér úr þess- um vandræðum enda er hún búin að fá nóg af glapræðum dóttur sinn- ar. Victoria hefur látið sér detta í hug að selja klámmyndir af sjáifri sér til þess að fjármagna málareksturinn og er þá líklegt faðir hennar muni endanlega snúa sér við í gröfmni. Sviðsljós Victoria hefur áður komist i kast við lögin og fékk hún þá þriggja ára skil- orðsbundinn dóm. S j álfstæðisflokkurinn taldi sig eiga Reykjavík. Annað kom í ljós. Morgunblaðið á ekki lesendur. Kaupið Tímann. mmn - félagshyggjublaðið. Sími 631-600 Saga Fransisku og Róberts er lát- laus en um leið óumræðilega flókin eins og allar sannar ástarsögur og það er einmitt það sem gerir hana svo heillandi. Það er ekkert flókið við það hvernig þau dragast hvort að öðru eins og flugur að ljósi, ást þeirra er eðlileg og áreynslulaus. Það er hins vegar fortíðin sem þau loka úti þessa örfáu, eldheitu daga og tengsl þeirra við tvo óhka heima sem flækja máhn. Þess vegna er lokauppgjörið nokkuð fyrirsjáan- legt og ahs ekki í anda formúlu- sagna með allt er gott sem endar vel kossi á síöustu síðu. Elskend- anna bíður sársaukafull niður- staða sem þeir velja að sætta sig viö. En hjörtunum blæðir því „í heimi þar sem ekkert er á hreinu, hendir áhka vissa aðeins einu sinni, og aldrei aftur, sama hve oft þú lifir." (149) Brýrnar i Madisonsýslu Robert James Waller Vaka-Helgafell hf. 1994 eykur orku og úthald Sala á þessu vinsæla fæðubótarefni hefur nú verið leyfð á íslandi Fæst í apótekum KEMIKALÍA Kvöldverðartilboð vikuna 8/7 - 15/7 Frönsk lauksúpa * Döðlufyllt grísasneið með grænmeti og apríkósusósu * Ostakaka með völdum berjum * Kr. 1.950 Borðapantanir í síma 88 99 67 HM-TILBOÐ Eldsmiðjunnar að Bragagötu 38A 16" eldbökuð pizza með 3 áleggstegundum og 2 lítr- ar af kók f ylgja f rítt með. Frí heimsending sími 62 38 38 Eldsmiðjan er einungis að Bragagötu 38A og hvergi annars staðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.