Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Óskhyggja Ólafs Ragnars Ólafur Ragnar Grímsson verður áreiðanlega nefndur til bjartsýnisverðlauna Bröstes takist honum að fá vinstri flokkana til að bjóða fram sameiginlega eða gera með sér bandalag um myndun ríkisstjórnar fyrir næstu þing- kosningar. Um það hefur hann uppi stór áform í nýlegu tímaritsviðtali. Því miður eru engar líkur á að hann hljóti þessa til- nefningu. Flokkarnir, sem sameinuðust um R-hstann í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor, munu ekki ná saman um shkt framboð í einstökum kjördæmum eða á landinu öhu fyrir næstu alþingiskosningar. Skiptir þá engu hvort kosið verður í haust eða næsta vor. Flokk- amir munu ekki heldur ná samkomulagi sín á milli um að bjóða kjósendum upp á ríkisstjóm sem kosið yrði um. í þessu efni ræður óskhyggjan ferðinni hjá formanni Alþýðubandalagsins. Það er svo annar handleggur að viðleitni Ólafs Ragn- ars til að brjóta upp flokkakerfið er virðingarverð. Þótt margt gott megi segja um flokkaskipan hér á landi er því ekki að neita að hún er upprunnin við allt aðrar þjóð- félagsaðstæður en ríkjandi em og að ýmsu leyti ekki í takt við nútímann. Ef hér kæmist á tveggja flokka kerfi myndu línur skýrast um málefni og hugmyndir. Við núverandi flokkaskipulag nær vilji og afstaða kjós- enda oft ekki fram að ganga nema með óljósum og tilvilj- unarkenndum hætti. Tveggja flokka keríi myndi einfalda kostina sem kjósendur stæðu frammi fyrir og auka líkur á því að mál sem kosið er um fengju raunverulega úr- lausn. En tveggja flokka keríi er ekki í augsýn. Vilji stjóm- málamenn raunverulega koma því á ættu þeir fyrst að huga að undirstöðunni, sem er kjördæmaskipan og kosn- ingatilhögun. Bandalög stjómmálaflokka í kosningum em fahvölt og ahs ekki næghega traustur grundvöhur til að tryggja kerfisbreytingu. Ástæðumar fyrir því að einn hsti vinstri flokka verð- ur ekki boðinn fram fyrir næstu þingkosningar em marg- ar og margþættar. Ágreiningur Alþýðubandalags, AI- þýðuflokks, Framsóknarflokks og Kvennahsta um lands- mál er verulegur. Segja má að hafsjór sé á milli þeirra í ýmsum mikilvægustu viðfangsefnum stjórnmálanna, svo sem afstöðu til Evrópusambandsins, uppbyggingar atvinnuhfs og fyrirkomulags í sjávarútvegi og landbún- aði. Ekki skyldi heldur gert lítið úr margvíslegum per- sónulegum þáttum, s.s. framtíð smákónganna í flokkun- um. Og ekki má líta framhjá mikhvægi heföarinnar sem ræður einatt úrshtum um fylgi fólks við flokka. Það væri t.d. engan veginn sjálfgefið að kjósendur einstakra vinstri flokka styddu kosningabandalag þeirra. Kvennalistinn hefur nýlega ályktað að samvinnan um R-hstann í Reykjavík leiði ekki th slíks samstarfs í lands- málum. Innan flokksins er augljóslega ótti við það að í vitund kjósenda sé sérstaða Kvennahstans að hverfa. Alþýðuflokkurinn er um þessar mundir eins og tveir flokkar sem fátt eiga sameiginlegt. Við hvom þeirra ætl- ar Ólafur Ragnar að semja? Nýr formaður Framsóknar- flokksins talar um þjóðmálin af slíkum ábyrgðarþunga að halda mætti að þar færi varfærinn verðbréfasah. Ólík- legt er að slíkur maður setji öh eggin sín í eina ótrygga körfu. Og óvissa ríkir um framtíð Ólafs Ragnars sjálfs í forystusveit Alþýðubandalagsins. Eðhlegt er að þeir sem hann vhl semja við spyrji um umboð hans og styrk í eigin flokki. Guðmundur Magnússon „ ... brýnni þörf en nokkru sinni fyrr að skilgreina nákvæmlega íslenska hagsmuni þjóðanna er ekki endilega besti leiðarvísirinn." Stofnskrá Sameinuðu S.Þ. - skrítin skepna Hið svokallaða alþjóðlega samfé- lag þjóðanna er skrítin skepna sem mótast í 170 myndum eða fleiri. Þegar að er gáð eru aðeins þrjú ríki með fast sæti í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna, sem skipta máli í þróun heimsmála, Bandaríkin Rússland og Kína, og um sinn má sleppa Rússlandi. Frakkland er heiðursfélagi frá fyrri tíð en skiptir samt máh gagnvart Miðaustur- löndum og Vestur-Afríku. Þessi skipan mála endurspeglar ekki lengur þann raunveruleika sem var 1945 þegar Sameinuðu þjóðimar, með Bretland í fyrir- rúmi, vora stofnaðar. Samt sem áður er það vestrænn hugmynda- heimur sem ræður því hvað telst gjaldgengt siðferðislega í heims- málum og hvað ekki. Fyrri tíð Eitt af þeim grundvallaratriðum sem Sameinuðu þjóðimar gengu út frá sem gefnu árið 1945, var að leiðtogar ríkja væra fulltrúar fólks í viðkomandi landi. Það er ameríski draumurinn sem er víðsfjarri öll- um raunveruleika utan þeirra 35 ríkja sem teljast fullgild lýðræðis- ríki nú á dögum. En engu að síður er mælikvarðinn frá 1945 notaður í krafti neitunarvalds forðum stór- velda til yfirdrottnunar á fyrrum áhrifasvæðum allt frá Rúanda til Kóreu, sem era nær undantekn- ingalaust einræðisríki. Einræði og alræði era frasar kalda stríðsins. Nú er svo komið að þessi hugtök verður að hugsa Kja]]axiim Gunnar Eyþórsson blaðamaður upp á nýtt. Fjórir fimmtu mann- kyns búa við alræði eða einræði, sem merkir með öðrum orðum annan hugsunarhátt en vestur- evrópskan. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki vikist að sú heimsmynd sem menn af minni kynslóð hafa alist upp við er ekki lengur ríkjandi, annar heimurinn (kommúnism- inn) er horfinn, þriðji heimurinn er kominn í staðinn. Því fyrr sem menn átta sig á því, því betra. Seinni tíð Menn hér á íslandi sem annars staðar láta sem ekkert sé, enda þótt grundvallaratriði í heimspóli- tík hafi gjörbreysts, rétt eins og okkur komi það ekki við. Þó er tæpast til önnur þjóö, sem á meira undir stórveldin að sækja, þótt það vilji gleymast í okkar eigin stór- læti. - En stórveldin era ekki endi- lega þau sömu og fyrrum. Nú er brýnni þörf en nokkru sinni fyrr að skilgreina nákvæm- lega íslenska hagsmuni og taka ákvarðanir um hvemig þeim sé best borgið. Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna er ekki endilega besti leiðarvísirinn. Sá gamli sannleikur hlýtur að gilda að ríki eigi enga vini: Þau eigi aðeins hagsmuna að gæta. Gunnar Eyþórsson „Sú heimsmynd sem menn af minni kynslóð hafa alist upp við er ekki leng- ur ríkjandi, annar heimurinn (komm- únisminn) er horfinn, þriðji heimurinn er kominn í staðinn.“ Skoðanir aimarra Ekki velferð til f ramtíðar „Hefði tillögum Alþýðuflokksins í ríkisfjármál- um verið fylgt eftir að fullu, er víst að fjárlagahalli næsta árs sýndi ekki jafn ógnvænlegar tölur og nú. Þaö er ekki velferð til framtíðar að opna fyrir ríkisút- gjöld þegar sjóðurinn er löngu tæmdur. ... Núver- andi ríkisstjóm hefur lýst því yfir aö hún myndi samhent takast á við efnahagsvandann, koma á jafn- vægi á ríkisfjármálin og leiða íslensku þjóðina gegn- um eitt mesta samdráttarskeið eftirstríðsáranna.“ Úr forystugrein Alþbl. 6. júlí. Kosið um ríkisstjórn? ...hins vegar er það spennandi möguleiki, sem ég er tilbúinn aö beita mér fyrir, að gefa kjósendum kost á að kjósa um næstu ríkisstjórn. Til þess era ýmis form en aðalatriðið væra efnislegir samningar. ... Þeir sem vilja skoða íslensk stjórnmál með opn- um augum hljóta að sjá að tími breytinga og sköpim- ar fer í hönd. Spurningin er aðeins hve hratt málin þróast.“ Ólafur Ragnar Grímsson, form. Alþbl., í júlihefti Mannlífs Flokkakerf i í upplausn „Sú staðreynd, sem stendur upp úr þessum (borg- arstjórnar) kosningum, er að helmingur flokkakerf- isins íslenska er í upplausn. Vinstri flokkamir töldu stöðuna þannig að þeir gætu ekki feflt Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjavík nema með því að bjóða ekki fram sjálfir, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í stjóm, lífskjör hafi versnað og talsvert atvinnu- leysi sé í landinu. Flokksböndin eru greinilega ekki mjög sterk á vinstri vængnum; hollusta og fylgi við flokkana.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson dósent í júlíhefti Mannlifs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.