Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 8. JÚLl 1994 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 25 fþróttir_____________________________________________ Þór-KR (3-0) 4-2 1-0 Bjami Sveinbjömsson (13.) vítaspyrna. 2- 0 Lárus Orri Sigurðsson (41.) gott skallamark. 3- 0 Dragan Vitorovic (44.) eftir stórgóða sókn. 4- 0 Ámi Þór Ámason (69.) eftir sendingu Vitorovic. 4-1 James Bett (78.) eftir sendingu Sigurðar Eyjólfssonar. 4-2 Hilmar Bjömsson (79.) gott skallamark. Lið Þórs: Ólafur Pétursson, - Birgir Þór Karlsson, Júlíus Tryggvason (Hlynur Birgisson 81.), Þórir Áskelsson, - Ámi Þór Ámason (Viðar Öm Amarson 88.), Dragan Vitorovic, Páll Gíslason, Lárus Orri Sigurðsson, Orm- arr Örlygsson, - Bjami Sveinbjömsson, Guðmundur Benediktsson. Lið KR: Kristján Finnbogason, - Þormóður Einarsson, Heimir Guðjóns- son, Izudin Daði Dervic, - Einar Þór Daníelsson, Salih Heimir Porca, Rúnar Kristinsson, James Bett, Óskar Þorvaldsson, - Tómas Tómasson (Sigurður Eyjólfsson 73.), Tryggvi Guðmundsson (Hilmar Bjömsson 73.). Þór: 7 skot, 5 hornspyrnur. KR: 12 skot, 13 hornspymur. Gul spjöld: Izudin Daði (KR), Þórir Áskelsson (Þór), Einar Þór (KR), Heim- ir (KR), Vitorovic (Þór). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Guðmundur Maríusson. Áhorfendur: Um 1500. Skilyrði: Mjög góð, hæg gola og góður völlur. '.V.', Birgir (Þór). ' ■ Á Ólafur (Þór), Guðmundur (Þór), Júlíus (Þór), Vitorovic (Þór), Izudin Daði (KR), Einar Þór (KR), Rúnar (KR). Maður leiksins: Birgir Þór Karlsson Þór. Klettur í vöminni allan tímann og bjargaði oft á síðustu stundu. Akranes - Keflavík (0-0) 0-2 0-1 Óli Þór Magnússon (75.) sem skoraði með skalla af stuttu færi. 0-2 Gunnar Oddsson (87.). Keflvíkingar brutu sókn Skagamanna á bak aftur en voru fáliðaðir í sókninni. Kjartan hélt knettinum vel um stund, hafði síðan betur í baráttu við vamarmann ÍA, sendi út í teiginn þar sem Gunnar þrumaði knettinum glæsilega upp í þaknetið. Lið iA: Þórður Þórðarson - Sturlaugur Haraldsson, Zoran Miljkovic, Ólaf- ur Adólfsson, Sigursteinn Gíslason - Pálmi Haraldsson (Kári S. Reynisson 72.), Alexander Högnason, Ólafur Þórðarson, Haraldur Ingólfsson - Mihajlo Bibercic, Bjarki Pétursson (Stefán Þórðarson 70.) Lið ÍBK: Ólafur Gottskálksson - Jóhann B. Magnússon, Ragnar Steinars- son, Kristinn Guðbrandsson, Karl Finnbogason- Gestur Gylfason. Marko Tanasic, Gunnar Oddsson (Róbert Sigurðsson 87.), Ragnar Margeirsson - Kjartan Einarsson, Óli Þór Magnússon (Sverrir Sverrisson 85.) ÍA: 7 markskot, 11 horn. ÍBK: 9 markskot, 4 hom. Gul spjöld: Ragnar S (ÍBK), Karl (ÍBK), Gunnar (ÍBK), Bibercic (ÍA), Stur- laugur (IA), Róbert (ÍBK) Rautt spjald: Enginn. Dómari: Eyjólfur Ólafsson. Hafði ágæt tök á nokkuö hörðum leik. Áhorfendur: 808. Skilyrði: Andvari og 13 stiga hiti. Frábær grasvöllur. Sigursteinn (ÍA). Miljkovic (ÍA), Ólafur Þ (ÍA), Haraldur (ÍA), Ólafur G (ÍBK), Ragnar S (IBK), Kristinn (ÍBK), Gunnar (ÍBK), Ragnar M (ÍBK), Óli Þór (ÍBK). Maður leiksins: Sigursteinn Gislason (ÍA). Vann eins og hestur, skilaði vamarhlutverkinu vel og tók ríkan þátt í sókninni. Tók oft af skarið einn síns liðs en félck ckki nægilegan stuðning félaga sinna. Karen Sævarsdóttir setti vailarmet á öðmm keppnisdegi í meistara- móti Golfklúbbs Suðurnesja í gær. Karen lék á 72 höggum og er með örugga forystu í mfl. kvenna á 150 höggum. Önnur er Rut Þorsteinsdóttir á 165 höggum. I mfl. karla er Sigurður Sigurðsson efstur á 147 höggum eftir 79 högg í gær. Páll Ketilsson kemur næstur með 151 högg. Stórleikur 8. umferðar 2. deildar laugardaginn 9. júlí kl. 14.00. ÞRÓTTARVÖLLUR ÞRÓTTUR-LEIFTUR Knattspyrnuskóli Þróttar Næstu námskeið eru: IV. 11. júlí - 22. júlí V. 25. júlí - 29. júlí VI. 15. ágúst - 26. ágúst Knattspyrnudeild Þróttar þakkar eftirtöldum fyrirtækj- um samstarfið á árinu 1994: Björn og Þórdís besthjá GK Björn Knútsson er efstur í meistaraflokki karla á meistara- móti Golfklúbbsins Keihs í Hafn- aríirði eftir 2 daga á 138 höggum. Næstur kemur Björgvín Sigur- bergsson á 141 höggi og Krístján Hansson er þriðji á 142 höggum. í meistaraflokki kvemia er Þór- dis Geirsdóttir best á 151 höggi, Ólöf María Jónsdóttir næst á 153 höggum og Anna J. Sigurbergs- dóttir þriöja á 160 höggum. Sigurjónerá bestaskorihjáGR Sigurjón Arnarsson er á bestu skori í mfl. karla á meistaramóti Golfklúbbs Reykjavíkur eftir tvo daga, 146 höggum. Sæmundur Pálsson er á 148 höggum og Hjalti Pálmason á 151 höggi. í mfl. kvenna er Ragnhildur Sigurðardóttir best eftir tvo daga og hefur notað 154 högg. f öðru sæti er Herborg Arnarsdóttir á 164 höggum og í þriöja sæti er Svala Oskarsdóttir á 169 höggum. Gylfi Knstjarsaon, DV, Akuieyn: Hlynur Birgisson, Jandsliðsmaður Þórs, kom inn á í leiknum gegn KR í gær- kvöldi fyrir Júlíus Tryggvason en Hiynur fótbrotnaði í 2. umferð íslandsmótsins. Hlynur er því að komast í gang en Þórsarar munu að öllum líkindum sjá á eft- ir Júlíusi í staöinn því haim þarf að fara í aðgerð. „Það grefur stanslaust í einni tánni á mér og ég verð hreiniega að láta skera hluta af henni í burt. Mér er sagt að það þýði að ég missi úr um einn mánuð,“ sagöi Júlíus sem hefurverið kjölfestan í vöm Þórsara. Baráttuglaðir Þórsarar of stór biti fyrir KR-inga - KR-ingar meira með boltann en Þórsarar nýttu færin og sigruðu, 4-2 Gylfi Kristjáusson, DV, Akureyri: „Þetta er það sem koma skal og það sýndi sig að það má fara langt á baráttu og góðri vörn. Þegar vömin er sterk eins og hjá okkur þá kemur hitt á eftir, og það var kominn tími til þess að við færum að fá góða nýtingu á færin okk- ar,“ sagði Júlíus Tryggvason Þórsari eftir 4-2 sigur á KR-ingum á Akureyri í gærkvöldi. Þrátt fyrir að KR-ingar væru lengst af með boltann komust Þórsarar í 4:0 en KR tókst aö laga stöð- una undir lok leiksins. KR-ingar eiga við vandamál að stríða sem er að skora mörk, og þau orð sem höfð voru eftir Guðjóni Þórðarsyni þjálfara í leikskrá hefðu alveg eins get- að verið sögð í leikslok. KR-ingar voru nefnilega betra hðið úti á vellinum nær allan tímann, en síðan varð ekki neitt úr neinu þegar upp að markinu kom. Að vísu sköpuðu þeir sér tækifæri í fyrri hálfleik en þá sá Ólafur Pétursson í Þórsmarkinu við þeim. Það var því gegn gangi leiksins að Þórsarar komust í 3-0 fyrir leikhlé, en það var uppskera baráttu og harð- fylgni. Þórsarar náðu að keyra snöggar sóknir og það var meira en þungir KR- ingarnir réðu við. Bjarni skoraði fyrst úr vítaspyrnu, þá Lárus Orri með góð- um skalla í bláhornið og loks Vitorovic eftir glæsilega skyndisókn. KR-ingar hertu enn sóknina í síðari hálfleik en þrátt fyrir það skoruðu Þórs- arar fjórða mark sitt, Árni Þór Árnason sem lék sinn fyrsta leik í sumar skoraði eftir góðan undirbúning Vitorovic. Þegar KR-ingar höfðu skipt um menn í fremstu röð komu tvö mörk hjá þeim. James Bett skoraði það fyrra eftir send- ingu Sigurðar Eyjólfssonar og Hilmar Björnsson það síöara með góðum skalla. En úrshtunum varð ekki haggað og Þórsarar og vallargestir fognuðu mjög. „Við fengum ótal færi í fyrri hálfleik sem við nýttum ekki og þeir refsuðu okkur með skyndisóknum og mörkum. Okkur vantaði alla baráttu, vorum seinir aftur og einfaldlega ekki tilbúnir í leikinn," sagði Rúnar Kristinsson, fyr- irliði KR, í leikslok. Úrslitin voru gegn gangi leiksins en þau gömlu sannindi að það eru mörkin sem telja eru í fullu gildi. Barátta Þórs- ara var lofsverð, þeir ætluðu sér greini- lega sigur og mótspyrna þeirra fór í taugar KR-inga sem þoldu ekki mótlæt- ið. Snorri Rútsson, þjáifari IBV, öskraði vel og duglega á sína menn í Laugardalnum i gærkvöldi. Sigur í elleftu tilraun - Pétur Pétursson hóf þjálfaraferllinn hjá IBK meö sigri á IA, 0-2 Sigurður Sverrissan, DV, Akranesi: „Þetta var sætt og þaö skemmir ekki fyrir aö þetta var í fyrsta sinn í ellefu tilraunum sem Ketlavík vinnur Akra- nes,“ sagði Pétur Pétursson, nýráðinn þjálfari Keflvíkinga, eftir að menn hans höfðu lagt Skagamenn að velh á Akranesi 1 gærkvöldi. Þetta var fyrsta tap íslandsmeistaranna í 22 leikjum í deildinni. „Ég var búinn að sjá til Skagamanna og lagði leikaðferð okkar upp út frá því sem ég hafði séö. Dæm- ið gekk uþp,“ bætti Pétur við. Þrátt fyrir að Skagamenn væru lengstum meira með knöttinn gekk þeim illa að skapa sér færi ef upphafs- kafli leiksins er undanskilinn. Þeir fengu þá tvö dauðafæri, bæöi eftir sendingar frá Haraldi Ingólfssyni, sem ekki nýttust. í því fyrra skaut Bibercic fram hja úr góðu færi en i því síðara sýndi Olafur Gottskálksson snilldar- tilþrif en hann varði skot Bjarka Pét- urssonar af markteig í þverslá og yfir. Um miðjan fyrri hálfleik komu gest- irnir meira inn í leikinn og voru óheppnir að skora ekki tvígegis. Fyrst átti Oli Þór óvænt skot sem small í stönginni og síðan bjargaði Miljokovic á línu. Skagamenn hófu seinni hálfeikinn með látum en gekk illa að skapa sér færi. Þó var Miljokovic hársbreidd frá því að skora en hitti ekki knöttinn fyrir opnu marki. Keflvíkingar vörð- ust vel og þegar á leikinn leið fóru skyndisóknir þeirra að verða æ hættu- legri. Bæði mörkin komu einmitt eftir slíkar sóknir og það síðara var sérlega glæsilegt. Það má heita með ólíkindum að lið Keflavíkur skuli ekki hafa fleiri stig í deildinni en raun ber vitni. Liðið lék allt vel í gær og hafði þann sigurneista sem þurfti til að gera út um leikinn. Þrátt fyrir stórleik Sigursteins Gíslasonar voru Skagamenn ekki nógu sannfærandi. Liðiö lék oft ágæt- lega úti á vellinum en þegar kom að því að sækja varð spilið fálmkennt. Pétur Pétursson stýrði Keflvíkingum til sigurs gegn Skagamönnum i sínum fyrsta leik sem þjalfari í 1. deild. Stjaman-FH (1-0) 1-1 1-0 Bjami G. Sigurðsson (45.) Sigurður Guðmundsson, markvörður Stjöm- unnar, spymti frá marki sínu, Leifur Geir skallað áfram á Bjarna sem var á auðum sjó. Hann lék áfram og skoraði framhjá Stefáni Amarssyni mark- verði FH sem reyndi að bjarga með úthlaupi. 1-1 Jón Erling Ragnarsson (70.) Ólafur Kristjánsson gaf knöttinn á Jón við vítateigshornið vinstra megin. Jón lagöi boltann fyrir sig og sendi hann efst í markhomið fjær með hnitmiðuðu skoti, stórglæsilegt mark. Lið Stjörnunnar: Sigurður Guðmundsson - Birgir Sigfússon, Lúðvík Jón- asson, Goran Micic - Heimir Erlingsson, Hermann Arason, Ottó K. Ottós- son, Ragnar Gíslason, Baldur Bjamason - Bjami Gaukur Sigurðsson, Leifur Geir Hafsteinsson. Lið FH: Stefán Amarsson - Auðun Helgason, Petr Mrazek, Ólafur H. Kristjánsson - Þórhallur Víkingsson, Þorsteinn Jónsson, Þorsteinn Halldórs- son, Drazen Podunavac, Andri Marteinson - Jón Erling Ragnarsson, Hörður Magnússon (Atli Einarsson 80). Stjarnan: 8 markskot, 2 hom. FH: 19 markskot, 7 hom. Gul spjöld: Ottó (Stjömunni), Leifur Geir (Stjörnunni). Podunavac (FH) Rautt spjald: Enginn. Dómari: Gísli Guðmundsson sem var slakur. Áhorfendur: 210 sem borguðu sig inn. Skilyrði: Hlýtt og stillt veður, lengst af sólarlaust og völlur nokkuð góöur. Lúðvík (Stjömunni) ® Ragnar (Stjörnunni), Leifur (Stjömunni), Bjami (Stjömunni). Þor- steinn J (FH), Ólafur (FH), Podunavac (FH) Maður leiksins: Luðvík Jónasson (Stjörnunni). Var mjög yflrvegaður í vörn Stjörnunnar og stöðvaði margar sóknir FH. Kom tvlvegis í veg fyrir mark og skilaði bolta vel frá sér. FH-ingar misstu aftoppsætinu - Stjaman enn án sigurs í Trópí-deildinni Bjöm Leósson skrifar: „Þetta var mjög erfiður leikur og eins og hann þróaðist veröa úrshtin að teljast sanngjörn. Við hefðum ef til viU átt að gera fleiri mörk í fyrri hálfleik en í þeim síðari var pressan mikii á okkur. Við bökkuðum of mikið eftir markið eins og við höfum gert í undanfórnum leikjum og við skorum ekki á meðan við erum í vörn. Þetta er hlutur sem við verðum að laga í næstu leikjum," sagði Ragnar Gíslason, fyrirhði Stjömunnar, við DV eftir 1-1 jafn- tefli viö FH í Garðabæ í gærkvöldi. Stjarnan situr enn á botni deildarinnar með flmm stig úr 5 jafnteflisleikjum og er liðið það eina í deildinni án sigurs. Stjarn- an var sterkari aðilinn framan af leiknum en þegar á leið óx FH-ingum ásmegin. í síðari hálfleik voru Stjömumenn heppnir að fá ekki á sig fleiri mörk en þeir björguðu í þrígang á markhnu skot- um FH-inga. Lúðvík Jónasson, vamar- maöurinn ungi, var þar í tvígang réttur maður á réttum stað og hann var einnig mættur við mark FH skömmu fyrir leiks- lok, ásamt Leifi Geir en FH-ingum tókst að bjarga á síðustu stundu. FH-ingar sluppu einnig byrlega í fymi hálfleik en þá átti Birgir Sigfússon skot í þverslá. Hafnfirðingar vildu fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik er Hörður Magnússon var khppt- ur niður en slakur dómari leiksins Gísli Guðmundsson lét brotið afskiptalaust. FH missti í gær af kjömu tækifæri til að hirða togpsætið í deildinni af íslands- meistumm ÍA og Stjömumenn sitja áfram á botninum. Það má því segja að bæði lið- in hafi tapað á jafnteflinu. DV-mynd GS í dúr við HM-dómarana - Fram og ÍBV gerðu jafntefll, 2-2, í Laugardal Guðmundur Hiimaisson skrifar: „Ég er ekki ánægður því hér ætlaði ég að fá þrjú stig. Við eigum að vinna þetta hð enda með sterkari mann- skap. Um leikinn er það að segja að kannski voru þetta sanngjöm úrsht en égvar mjög óhress með dómgæsl- una. Öll vafaatriði voru Fram í hag og vítaspyrnudómurinn var alveg út í hött. Þetta er kannski í dúr við þá dómara sem maður er að horfa á í HM,“ sagði Friðrik Friðriksson, markvörður og fyrirliði Eyjamanna, eftir 2-2 jafntefli gegn Fram á Val- bjarnarvelh í gærkvöldi. Eyjmenn geta í heild verið mjög sáttir við að fá eitt stig í þessum leik. Framarar vom lengst af leikins mun betri aðilinn. Þeir sköpuðu sér fleiri hættuleg tækifæri og réðu gangi leiksins en eins og oft áður í sumar vora mörkin sem þeir fengu á sig af ódýrari gerðinni. Eyjamenn léku aftarlega á vellin- um og börðust að vanda grimmt. Skyndisóknir þeirra voru oft á tíðum vel útfærðar og hættulegar og ekki mátti miklu muna að þeir færu með öll stigin þegar Steingrímur Jóhann- esson lét Birki veija frá sér fyrir opnu marki. „Við emm mjög vonsviknir. Við komum í leikinn til að vinna en eins og oft áöur í sumar náðum viö ekki að nýta það að vera mun sterkari aðilinn. Við ætlum þó ekkert að leggjast í neitt volæði. Þetta var fimmta jafnteflið í átta leikjum og það gengur ekki ef viö ætlum að rífa okkur upp úr botnbaráttunni," sagði Helgi Sigurðsson, framherjinn öflugi í Fram, við DV eftir leikinn. Um víta- spyrnudóminn sagði Helgi: „Þetta var púravíti og ekkert annað og ég skil ekki hvernig Eyjamenn nenna að röfla yfir þessum dómi.“ Akranes..... 8 5 2 1 14-4 17 FH........... 8 5 2 1 7-3 17 KR.......... 8 3 2 3 13-7 11 Keflavík.... 8 2 5 1 14-9 11 Þór.......... 8 2 4 2 14-10 10 Fram........ 8 15 2 13-14 8 ÍBV.......... 8 1 5 2 6-8 8 Valur....... 8 2 2 4 8-16 8 UBK.......... 8 2 2 4 8-20 8 Stjaman..... 8 0 5 3 6-12 5 Markahæstir:; Mihajlo Bibercic, ÍA.................... 6 Bjami Sveinbjörnsson, Þór......6 Heigj Sigurðsson, Fram.........5 Óli Þór Magnússon, ÍBK........5 Tómas Ingi Tómasson, KR........4 Ríkharður Daðason, Fram........4 Bjarki Pétursson, ÍA............3 Guðmundur Benediktsson, Þór... 3 Jón Eriing Ragnarsson, FH......3 JamesBett.KR...................3 • Næsiu leikh- eru á mánudag. Þá ieika UBK og Stjarnan í Kópavogi, ÍBV og ÍA í Eyjum, ÍBK og Þor í Ketlavík og KR og Valur á KR- veili. Á þriðjudag leika FH og Fram í Kaplakrika. Aliir leikimir hefjast kl. átta. Fram-ÍBV (1-1) 2-2 0-1 Sumarliði Ámason (7.). Magnús Sigurðsson átti fallega sendingu fyrir mark Fram. Vamarmanni Fram mistókst að hreinsa og Sumarliði var óvald- aður á markteig um þmmaði boltanum í netið. 1-1 Ríkharður Sigurðsson (42.) Skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var þeg- ar Helgi féll í teignum eftir viðskipti við vamarmann ÍBV. 1- 2 Þórir Ólafsson (50.). Hugðist senda knöttinn fyrir mark Fram frá vinstri kanti en öllum á óvart skoppaði boltinn fram hjá vamarmönnum Fram og Birki og í netið. 2- 2 Helgi Sigurðsson (60.) Kristinn Hafliðason átti allan heiður af mark- inu. Hann fékk boltann aftan við miðju. Brunaði upp allan kantinn lék á tvo vamarmenn og skaut þrumuskoti. Friðrik hélt ekki boltanum og Helgi var réttur maður á réttum stað. Lið Fram: Birkir Kristirsson - Helgi Björgvinsson, Pétur Marteinsson, Ómar Sigtryggsson (Guðmundur Steinsson 76.) - Ágúst Ólafsson, Gauti Laxdal (Valur Gíslason 89.), Steinar Guðgeirsson, Kristinn Hafliöason, Hólm- steinn Jónasson - Ríkharður Daðason, Helgi Sigurðsson. Lið ÍBV: Friðrik Friðriksson - Dragan Manoljovic, Heimir Hallgrímsson, Friðrik Sæbjömsson (Steingrímur Jóhannesson 65.) - Jón Bragi Arnarsson, Nökkvi Sveinsson, Magnús Sigurðsson, Zoran Ljubicic (Bjarnólfur Lárusson 82.), Þórir Ólafsson, Hermann Hreiðarsson - Sumarliði Ámason. Fram: 10 markskot, 14 hom. ÍBV: 5 markskot, 2 hom. Gul spjöld: Manoljovic, Nökkvi og Þórir allir í ÍBV. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Ólafur Ragnarsson og var ekki líkur sjálfum sér. Áhorfendur: 540. Skilyrði: Hægviðri, skýjað og 14 stiga hiti. Valbjarnarvöliur ágætur. ® Pétur (Fram), Hólmsteinn (Fram), Kristinn (Fram), Helgi (Fram), _______Manojlovic (ÍBV), Heimir (ÍBV), Þórir (ÍBV).____________ Maður leiksins: Kristinn Hafliðason (Fram). Vann geysilega vel í liði Fram og þegar hann fékk knöttinn skapaðist allaf hætta. Íþróttír EMíkörfii; Grindavík á móti M-7 Dregið hefur verið í Evrópu- keppninm i körfúbolta. Grinda- vík tekur eitt íslenskra félaga þátt í keppninni og keppir í Evr- ópukeppni félagsliða. Grindavík drógst gegn M-7 Basket frá Svíþjóö og fer fyrri leikurinn fram í Grindavík þann 7. september og sá síðari ytra viku síðar nema um annað verði samið. Góðursigur Fylkis í Vík Svanur Vaigeirsson skrifer: 0:1 Kristinn Tómasson á 44. mín. 0:2 Aðalsteinn Víglundsson á 74. mín. 0:3 Kristinn Tómasson á 83. mín. „Þetta er allt að koma hjá okk- ur. Það er erfitt að spila á móti Vikingum, þeir liggja svo aftar- lega. Strákarnir leystu þetta vel frammi og það var gott að fá þrjú mörk í þetta,“ sagði Aðalsteinn ■ Víglundsson, fyrirhði Fylkis. Fylkir byrjaði betur gegn Vík- ingi á heimavelli þeirra síðar- nefndu í gærkvöldi og fékk mun fleiri færi framan af. Fyrsta mark þeirra hleypti smáblóði í heima- menn og þeir gerðu sig líklega til þess að jafna. Vitaspyma, rétti- lega dæmd á Víking, slökkti þó vonir þeirra, Fylkir tók völdin að nýju og bætti við þriðja markinu undir lokin. Ómartil Fylkis Ómar Bendtsen knattspyrnu- maður hefur gengið frá félaga- skiptum frá KR yfir í 2. deildar Fylkis. Ómar er framlínumaður sem Iék alla 18 leiki KR-inga í 1. deíldinni á síöasta keppnistíma- bili og skoraði 7 mörk. Ómar var ekki löglegur með Fylkismönn- um þegar þeir léku gegn Víking- um 1 gær en verður löglegur þeg- ar Fylkir mætir Þrótti R raánu- daginn 18. júlí. Vésteinnannar með 63,92 metra Vésteinn Hafsteinsson hafnaði í ööru sæti í kringlukasti á móti í Svíþjóð í fyrrakvöld. Vésteinn kastaði 63,92 metra en sigurveg- ari varð írinn Nick Sweeney á nýju írsku meti 64,74 metra. Kastsería Vésteins var mjög góð og leit þannig út: 62,46, 63,92, 61,18, 62,84, 60,80 og 61,76 metrar. Vésteinn keppir næst á Eyrar- sundsieikunum sem haldnir verða í Helsingborg 8.-10. júlí og þar mun Sigurður Einarsson spjótkastari einnig keppa. ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD KVENNA MIZUNO-DEILDIN Laugardag 9. júlí kl. 14.00. KR-völlur KR-HAUKAR Garðabær Stjarnan-UBK Akranes ÍA-Valur Egilsstaðir Höttur-Dalvík ^IZUID

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.