Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 33 Meiming Háskólabíó: Græögi: ★★ Skröggur frændi Að baki Græðgi liggur nokkuð sniðug hugmynd þar sem ættingjar moldríks skröggs (Kirk Douglas) skríða fyrir honum og baktala hveijir aðra í von um að verða sá útvaldi sem fær arfmn. Áhyggjur þeirra aukast veruiega þegar sá gamh er kominn með unga mey (Olivia D’Abo) upp á arminn og í örvæntingu sinni kalla þau til Michael J. Fox, sem var eitt sinn uppáhaldsfrændi skröggs en hefur ekki séð hann árum saman. Hann er heiðarlegri en hin öll til samans en hann sogast líka inn í þennan hviríilbyl hamstola grægöi og er brátt kominn í keppni við meyjuna um hylh frænda gamla. Sá gamli lítur hins vegar Kvikmyndir Gísli Einarsson á þetta sem skemmtiiegan leik, hefur alltaf fengið mikið út úr því að pína ættingjana. Handritið er eftir þá Lowell Ganz og Babaloo Mandeli, eitt besta og lang- lífasta gamanteymi iðnaðarins. Þeir hafa nú ekkert ofreynt sig á þessu handriti en þeir hafa haft hugann við verkið þannig að myndin hangir a.m.k. saman. Fyrir utan það að vera gamanmynd er myndin líka um það hvað pening- ar og löngunin í þá getur farið illa meö fólk, jafnvel fólk sem hélt sig haíið yfir shkt. Ég veit ekki með aðra, en mér finnst það fullgróft að predika gegn pen- ingagræðgi í Hohywoodmynd enda kemur á daginn að myndin þorir ekki að stíga skrefið til fulls. Áður en til þess kemur má hafa lúmskt gaman af refskákinni mhli ættingjanna og skröggsins og sinnaskiptum Fox. Leikararnir standa sig ágætlega en eru tæpast neinir gamanleikarar. Michael J. Fox ofleikur fullmikið og Nancy Travis er enn einu sinni vannýtt í enn einu kærustu- hiutverkinu. Hinn sjaldséði Kirk Douglas er ansi hress þótt hann sé far- inn að nálgast níræðisaldurinn. Leikstjórinn Lynn, sem er breskur, leik- ur sjálfur hlutverk langlynda einkaþjónsins. Greed (Band. 1994) Handrit: Lowell Ganz, Babaloo Mandel (City Slickers, Mr. Saturday Night). Leikstjóri: Jonathan Lynn (Distingushed Gentleman, My Cousin Vinny). Leikarar: Michael J. Fox, Kirk Douglas (Oscar), Nancy Travis, Olivia D’Abo (Way- ne’s World 2). Tilkyimingar Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt verður af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað molakaffi. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágr. Göngu-Hrólfar, munið Akranesferðina á morgun. Félag eldri borgara í Kópavogi Spiluö verður félagsvist að Fannborg 8 (Gjábakka), Kópavogi, í kvöld kl. 20.30. Húsið er öllum opið. Reykjavík við stýrið Yfir sjö þúsund gestir hafa komið í Geys- ishús fram til þessa til að sjá samgöngu- sýninguna „Reykjavík við stýrið”. í tengslun við sýninguna hafa verið gón- ferðir í elsta strætisvagni SVR á sunnu- dögum kl. 13 og 15. Á sunnudaginn kem- ur verður hins vegar komið við í Fjar- skiptastöðinni í Gufunesi og hún skoðuð undir leiðsögn heimamanna. Gönguferðir og barna- stundir á Þingvöllum Á laugardag og sunnudag verða göngu- ferðir og bamastundir á ÞingvöUum - þjóðgaröi. Dagskrá hefst kl. 13 á laugar- dag og kl. 11 á sunnudag. Upplýsingar og staðsetningar fást í Þjónustumiðstöð. Útdráttur í Aladdín- leiknum Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveð- ið að fresta útdrætti í Aladdín-leiknum. Skilafrestur er til 2. ágúst og dregið verð- ur 5. ágúst og verða nöfn vinningshafa birt í DV 6. ágúst. í Reykjavík og ná- grenni er hægt að fara með bókina í Sælgætis- og vídeohöllina í Garðabæ eða ísbjöminn, EddufeUi 6, Reykjavík. Þá er einnig hægt að senda bókina merkta: Valentína po. box 12178, 132 Reykjavík. Sri Chinmoy hlaup Á morgun, laugardag, stendur Sri Chinmoy maraþonUðið fyrir 5 km hlaupi. Það hefst við Hótel Loftleiðir kl. 14 og er hlaupið um nágrenni flugvaUarins. Keppt er í fjórum aldursflokkum. Skrán- ing hefst kl. 12.30 við Hótel Loftleiðir. íslandsmeistaramót í Torfæru verður haldið í Jósefsdal á laugardag kl. 14. AUir helstu bílarnir mæta. Þetta er eina íslandsmeistarakeppnin sem haldin veröur í Jósefsdal í sumar. Tapaöfundid Dísa er týnd Dísa fór að heiman frá sér að Skelja- granda 4 þann 25. júní sl. Hún er brún- bröndótt, mjög grönn læða. Ef einhver getur gefið upplýsingar um hana er hann vinsamlegast beðinn aö hringja í síma 629765. Ævintýraferðir Áskriftarsíminn er í hverri viku 63«27»00 til heppinna áskrifenda Island DV! Sækjum þaö heim! Fréttii Sigríður Birna með stóra urriðann úr Þingvallavatni í gærdag en fiskurinn var 14 punda og tók killer túbu. DV-mynd G. Bendei Þingvallavatn: VekMi 14 ( punda urriða „Það var gaman að veiða þennan 14 punda urriða í Þingvallavatni, við höfum alltaf veitt bara smá silunga þarna í okkar sumarbústaðarlandi við vatnið," sagði Sigríður Birna en hún veiddi draumafiskinn í Þing- vallavatni í vikunni fyrir landi Skálabrekku. Þetta er með stærri sil- ungum sem hafa veiðst í veiðivötn- um landsins á þessu sumri og sá langstærsti á stöng í vatninu í mörg ár. „Það er tangi fyrir neðan sumarbú- staðinn okkar og við höfum oft veitt þar. Ég óð út í tangann sem þarna er og var búin að kasta nokkrum sinnum þegar þessi stóri tók. Ég var í 45 mínútur með fiskinn á. Það var gaman að sjá þegar þessi stóri urriði kom upp úr vatninu," sagði Sigríöur ennfremur. DV ræddi við mann sem hefur stoppað upp fiska í mörg ár og svona vænn fiskur úr Þingvallavatni eru tímamót. 8-9 punda fiskar hafa sést hin seinni árin. Maðkurinn ekki gefinn: SverrirogJúlíus: Veiddu 13 punda lax í Elliðaánum „Laxinn er alvega hrikalega tregur í Elhðaánum, maður hefur sjaldan séð fiskinn svona tregan," sagði Júl- íus Þór Jónsson en hann var að koma úr Elliðaánum í gærmorgun. Með honum á stönginni var Sverrir Krist- insson, „Sveddi". „Við fengum fjóra laxa og það var hörkuvinna að veiða þessa fiska. Maður tannburstaði laxinn en hann tók bara í mjög fáum tilfellum. Við fengum þennan 13 punda í Teljara- strengnum og þetta var hálftímabar- átta. Þetta var nýgenginn og mjög sprækur fiskur. Það veiddust held ég 6 laxar í morgun sem er ekki mik- ið. En það er kannski ekki skrítið þegar áin er 16-18 gráöur,“ sagði Júlíus í lokin. 22 punda í Hítará á Mýrum „Þetta er kannski ekki beint veiði- veður eins og staöan er núna þessa dagana. Ég ræddi við veiðimann í Vopnafirði í morgun og það var 26 gráða hiti,“ sagði Jón Gunnar Borg- Frímann Ólafsson með 13 punda lax úr Rangánum fyrir fáum dögum. DV-mynd ÞE þórsson, framkvæmdastjóri Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, í gærkvöldi. „Veiöin hefur verið best í Ásgarði í Sogi en þar eru komnir 22 laxar á land enda er best selt þar núna. Hít- árá á Mýrum hefur gefið 12 laxa og hann er 22 punda sá stærsti. Það var Ameríkani sem veiddi fiskinn og hann heitir Cornell," sagði Jón Gunnar ennfremur. 75 til 100 krónur stykkið „Ég ætlaði að fá mér nokkra maðka fyrir veiðitúr í Krossá á Skarðsströnd' og hringdi í maðka- sala. Jú, ég gat fengiö maðk en verð- ið var 75 krónur stykkið," sagði veiðimaður, sem blöskraöi þetta háa verð á maðkinum, í gærkvöldi. Mjög erfitt hefur verið að fá maðk síðustu daga enda miklir þurrkar. Verðið er þessa dagana frá 75 upp í 100 krónur fyrir stykkið og fá færri en vilja. Fleiri og fleiri veiðimenn hafa bara lagt maðkastönginni og kasta flugu í gríð og erg. Að minnsta kosti þangað til hann rignir næst. FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM Flottúpur, fits over veiðigleraugu, vöðlujakkar með öndun á kr. 5.400. LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.