Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 3
Fjögur slys í gærmorgun Rvík, SJÓ Fjögur slys urðu í gærmorgun og þar af eitt alvarlegs eðlis. Á Ægissíðunni varð drengur fyrir bíl, sem var á austurleið. Hafði drengurinn hlaupið fyrir bílinn. Var drengurinn fluttur á slysavarðstofuna, en meiðslin eru ekki talin alvarleg. ^ Rétt fyrir hádegið f'ór jeppa- bifreið á hliðina á horni Suður- landsbrautar og Grensársvegar. Var jeppinn á leið vestur Suður- landsbraut og ætlaði að beygja inn á Grensársveginn, en ökumað ur mun hafa misst vald á bifreið inni með þeim afleiðingum að hún hélt áfram og valt á hægri hliðina. í þann mund kom kona akandi á fólskbíl eftir Grensásveginum og lenti jeppabifreiðinn á fólksbíl- num. Ekki voru meiðsli ökumanns jeppabifreiðarinnar fullkönnuð, er síðast fréttist en konan handleggs brotnaði við áreksturinn. Alvarlegasta slysið varð á Lang- holtsveginum, rétt sunnan Holta- vegar. Þar var fólksbifreið á leið norður Langholtsveginn. Voru þar tvær telpur á leið meðfram ak- brautinni og er bíllin kom að þeim vildi svo óheppilega til, að önnur telpan fór í veg fyrir hann og lenti Framhald á 14. síðu Sjómannastofur verði í helztu fiskihöfnum Alþinigi samþykkti í gær ein- róma ályktunartillögu þpss efn is að stofnsettar verði sjómanna stofur á síldveiðihöfnum á Aus urlandi og stærri fiskihöfnum annars staðar. Tillöguna fluttu þeir Hilmar S. Hálfdánarson, Benedikt Grön dal og Sigurður Ingimundarson Allsherjarnefnd breyttti orða- lagi tillögunnar, en- aðalefni liennar var óbreytt. Var tillag an samþykkt á eftirfarandi hátt: Alþingi ályktar að fela ríkis stjórninni að vinna að því í sam ráði við samtök sjómanna tíg út vegsmanna og viðkomandi sveit arfélög, að stofnsettar verði og starfræktar sjómannastofur á síldveiðihöfnum á Austurlandi og á stærri fiskihöfnum annars staðar, þar sem þörfin er mest vegna aðkomusjómanna.“ Tónskáld flúði í bát til Hongkong PEKIN'G, 13. apríl (NTB-Reuterþ Kínverska tónskáldið Ma Azu- tzung', sem fékk hæli sem póli- tískur flóttamaður I Bandaríkjun um í gær. flúði frá meginlandi Kína til Ilongkong í litlum bát, samkvæmt fréttum blaða í Hong kong í dag. Báturinn. sem var skreyttur maovinsamlegum slag- orðum, fannst yfirgefinn á Lantao eyju 17. janúar. Samkvæmt fréttunum gengu Ma, kona hans og tvö börn þeirra og nokkrir aðrir sem þoldu ekki menningarbyltinguna, um borð í bátinn, sem er níu metra langur, í Kanton. Kínversk yfir- völd kröfðust þess síðar að bátn um yrði skilað, og var það gert. Ma sagði í dag að hann gæti eklci sagt frá flóttanum í einstök um atriöum vegna þeirra sem að Framhald á 14. síðu RÓMANSKA' AMERÍKA mm smmmzmmmi Punta del este 13. 4. (NTB-Reuter) Jöhnson Bandaríkjaforseti hét leiðtogum Suður-og Mið- Ameríku því í dag, að hann mundi fara Vonlítil barátta gegn olíu SAINT BRIEU C, 13. apríl (NTB-Réuter). Franska stjórnin sendi í dag 3.000 landgönguliða til Erma- sundsstrandarinnar til að taka þátt { starfi því sem unnið er til að hreinsa ströndina af olíu brák frá olíuskipinu „Torrey Can yon“. Christian Fouchet innanríkisráð hcrra hafnaði í dag þeirri gagn- rýni sem borin hefur verið fram gegn stjórninni að hún hafi ekk ert aðhafzt til að koma í veg fyrir tjónið af völdum olíunnar fyrr en það var orðið um seinan og sagði að ekkert sem i mannlegu valdi stæði hefði verið hægt að gera til að afstýra þv{ að olían bærist upp að ströndinni. Hann sagði að efnaupplausnir rnundu gera illt verra, hafa alvarleg á- hrif á dýralíf og valda ennþá meira efnahagslegu tjóni en olían sjálf. þess á leit við þjóðþingið að það veiti ríkulegt framlag í þeim til gangi að koma á sameiginlegum markaði. Rómönsku Ameríku. Forsetinn sagði að hann mundi einnig fara þess á leit við Import- Export-bankann í Bandai'íkjunum að veitt yrði lán í þeim tilgangi að koma á fjarskiptasambandi við Rómönsku Ameríku um gervi- hnetti. Hann sagði að Bandaríkin væru fús til að þess ásamt öðrum iðnaðarlöndum að kanna mögu- leika á tollabreytingum vegna út flutnings frá þróunarlöndunum. Johnson bætti því við, að stjórn lians væri fús til að veita aðstoð í því skyni að færa landbúnað í Rómönsku Ameríku í nýtízku liorf til að efla vísindi og tækni, bæta heilbrigðisþjónustu og gera stúd entum kleift að stunda nám í bandarískum háskólum. Raul Leon Venúzúelaforseti sagði að stjórn hans mundi fara þess á leit að „árásarstefna og í- hlutun Kúbumanna" í Venúsúela yrði tekin fyrir á sameiginlegri ráðstefnu ameríkuríkjanna. Hann hefur ’áður sakað Kúbumenn um að standa á bak við hryðjuverka starfsemi í Venúzúela. Forseti Ecuador, Otto Arosem ena gagnrýndi Johnson og var klappað lof í lófa þegar hann sagði að ílestir Suður-Ameríkumenn ættu erfitt með að skilja hvers vegna Bandaríkjamenn eyddu millj ónum dollara til styrjaldarinnar í Vietnam þegar þessu fé væri bet ur varið til baráttunnar fyrir lýð- ræði í Rómöínsku Ameríku. Jchnson forseti sagði í kvöld, að loknum fundi með Morcos Robles forseta Panama, að Bandaríkin o(g: Panama mundu sennilega komast að samkomulagi um gei'ð nýs skurð ar milli Atlantshafs og Kyrrahafs innan nokkurra mánaða. Þessa mynd tók ljósmyndari blaðsins af höfninni í gær. í góð- viðrinu mátti greinilcga sjá að bátaeigendur er nú farnir að liuga að bátum sínum — því nú fer veiðitími smábátanna að liefjast. Enn deilt um trúnað utanríksmálanefndar TILLAGA framsóknarmanna um að Alþingi skipi sérstaka rannsókn arnefnd samkvæmt stjórnarskránni vegna ummæla Guðmundar i Guð mundssonar um trúnaðarbrot ut anríkismálanefndar kom itil um ræðu í Neðri deild í gær. Flutti Emil Jónsson þar skýrslu frá Guð mundi, þar sem rakin eru af skipti 'hans við nefndina og til greind eintök af Þjóðviljanum, þar sem sagt var frá fundum nefndar innar, svo og ummæli Finnboga R. Valdimarssonar, þar er hann tók sér nánast sjálfdæmi um, hvað hann teldi trúnaðarmál af umræð um nefndarinnár. Frásögn Guðmundar tók af tví mæli um, að lítið trúnaðartraust hefði verið að finna í utanríkis málanefnd, sérstaklega af hálfu Al- þýðubandalagsmanna. Þá segir frá því,- að í tíð vinstri stjórnarinnar hefðu Guðmundur og forsætisráð herra, Hermann Jónasson, fjall- að um mikilvæg utanríkismál án þess að bera þau undir stjórnar fund — og þar með Alþýðubanda lagið. Þeir Þórarinn Þórarinsson, og Einar Olgeirsson deildu við Émil um þetta mál. Greindi þar á efnis lega, að Guðmundur í, ihefur talið nefndina vera í eðli sínu lokaða nefnd, en hinir töldu liana ekki vera það, lieldur venjulega, opna þingnefnd, nema sérstaklega sé óskað trúnaðar. Emil svaraði með því að lesa upp úr Tímanum grein þar sem sagt var, að málefni utan ríkismálanefndar kæmu ekki fram í dagsljós, fyrr en nefndin skilaði af sér máli, og var harmað að aðrir hefðu opinberað tillögugerð í nefndinni. Studdi tilvitnunin í Tímanum mjög mál Emils og stang aðist á við það sem Þórarinn seg ir nú. Emil lagði til að tillagan um rannsóknarnefnd yrði felld. At- kvæðagreiðslu var frestað. Hættír 1. júlí í fréttatilkynningu frá ráðu- neytinu um lausn Kristjáns Kristj ánssonar, yfirborgarfógeta, frá em bætti, féll niður að geta þess að honum er veitt lausn frá störfuin 1. júlí nk. og gegnir hann því em bættinu til þess tíma. 14. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.