Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 6
148 réttindalausir barna- kennarar, þar af 20 í R.vík Á fum’i í Stéttarfélagi barnakenn ara í Keykjavík, sem haldinn var fyrir skömmu, var eftirfarandi á- Ráðstefna um á ætlanagerð Dagana 1. til 3. apríl var hald- ið í húsakynnum Iðnaðarmálastofn unar íslands í Reykjavík námskeið í CPM áatlunargerð, sem efnt var til í samvinnu milli Stjórnun- arfélags íslands og Sambands ís- lenztoa sveitarfélaga. Námskeið þetta sóttu, auk starfsmanna nokk urra sveitarfélaga utan Reykja- víkur, hagræðingarráðunautar þeir sem ráðnir hafa verið fil starfa hjá samtökum vinnumarkaðarins. Þetta cr 13. námskeiðið, sem hald ið er í CPM áætlunargerð og ann- að sérnámskeiðið, en í fyrra mán- uði var efnt til námskeiðs fyrir starfsmenn Reykjavíkurborigar. í ávarpi, sem Páll Líndal, sem gegnir formennsku í Sambandi ís- lenzkra sveitarfélaga, flutti, er námskeiðinu var slitið, gat hann þess, að Vil athugunar væri, að Stjórnunarfélag íslands og Sam- band íslénzkra sveitarfélaga efndu sameiginlega til námskeiða í CPM áætlunargerð í öðrum landshlut- um, sVo sem á Akureyri, Vest- fjörðum og á Austurlandi, ef þátt taka yrði næg. Samtals hafa liðlega 300 manns sótt námskeíð Stjórnunarfélagsins í CPM áætlunargerð. Aðferð þessi sem kölluð er CPM, er notuð við skipulagningu framkvæmda, hvort sem um er að ræða mannvirkja- gerð eða almenna stjórnun verka. lyktun samþykkt: „Þróunin í þjóðfélaginu er sú, að skólarnir þurfa sífellt að annast meiri þátt í uppeldis- og fræðslu- málum þjóðarinnar. Menntun kennara hlýtur því að vera ein af máttarstoðum menningarinnar og verður að aukast með vaxandi fjölbreytni í þjóðlífinu, svo að við drögumst ekki aftur úr öðrum menningarþjóðum meira en nú er, Það er staðreynd, að hjá öll- um þjóðum haldast í hendur, al- menn og góð menntun og góður efnahagur. Enda almennt viður- kennt af forystumönnum fræðslu- og fjármála, að engin fjárfe.sting sé hagkvæmari en sú, sem fer til uppeldis- og skólamála. Laun íslenzkra barnakennara eru óviðunandi og í engu sam- ræmi við laun, sem menn með kennaramenntun geta fengið á frjálsum vinnumarkaði. Afleiðing- in er geigvænlegur kennaraskort- ur. Á þessu skólaári eru 148 barna kennarar réttindalausir eða 15% %. Þar af eru 20 í kaupstöðum landsins. Þess er lítil von, að bót verði ráðin á kennaraskortium, meðan launamálum kennara er svo háttað, sem nú er. Fundurinn lítur þessi mál mjög alvarlegum augum og heitir á alla, sem hlut eiga að máli, að hefjast þegar handa um raunhæfar úrbæt ur. Góður árangur í fræðslumálum er öðru fremur undir því kominn, að skólarnir hafi úrvals kennur- um á að skipa, en það má því að- eins verða, að stéttin sé vel mennt uð, búi við góð starfsskilyrði og góð launakjör.“ Hjalmar Olafsson endur- kjörinn formaður SASIR Laugardaginn 1. apríl sl. var aðalfundur SASIR haldinn í sam- komuhúsinu á Garðaholti í Garða hreppi. Mættir voru fulltrúár frá 13 sveitarfélögum í umdæminu. Fundarstjóri var kjörinn Stef- án Jónsson bæjarráðsmaður í Hafnarfirði. Formaður samtakanna, Hjálm- ar Ólafsson bæjarstjóri í Kópa- vogi, flutti skýrslu stjórnarinnar og kom þar m.a. fram, að samtök- in hafa hug á að ráða sérfræðinga til athugunar á hagfræðilegri og atvihnulegri stöðu 'sveit)arfélag-| anna í umdæminu. Þá hafa sam- tökin beitt sér fyrir að koma fram breytingum á tekjust/ofnalögun- um, auknu framlagi til jarðhita- rannsókna og breytingum á skipu lagslögum. Ennfremur er í athug- un sameiginleg innheimta barns- meðlaga og endurskoðun á afstöðu sveitarfélaganna til sjúkrasamlag- anna. Þá hefur fengizt framlag til skólans í Krísuvík frá ríkissjóði Frh. 10. síðu. Myndin er tekin af hinu nýja fiskiskipi, Hafdísi, sem hleypt var af stokkunum í skipasmíðastöðinni Stálvík í Arnarvog fyrr í vik- xmni. Aððlfundi Sam- vinnubankans nýlokið Aðalfundur Samvinnubankans var haldinn laugardaginn 8. apríl sl. Fundarstjóri var kjörinn Ing- ólfur Ólafsson, kaupfélagsstjóri en fundarritari Agnar Tryggva- son framkvæmdastjóri. Erlendur Einarsson, formaður bankaráðs, flutti skýrslu um starf- semi bankans, hag hans og afkomu á sl. ári og kom þar fram að veru legur vöxtur er í allri starfsemi bankans, og að innstæðuaukning á sl. ári nam 50,9 miiljónum. Einar Ágústsson, bankastjóri, lagði fram endurskoðaða reikn- inga bankans fyrir árið 1966 og skýrði þá. Heildarinnstæður í Samvinnubankanum námu í árs Frh. á 10. síðu. HAGASKÚUNN SIGRAÐI Dagana 4., 11. og 12. marz fór fram sveitakeppni í skák milli gagn- fræðaskóla í Reykjavík og Kópa- vogi á vegum Æskulýðsráðs Rvík- ur og Taflfélags Reykjavíkur. Tíu 6 manna sveitir tóku þátt í keppninni. Tefldar voru 9 um- ferðir. Úrslit urðu þau, að Gagn- fræðaskólinn í Kópavogi sigraði, hlaut 41% vinning. Önnur úr- slit urðu sem hér segir: Sigursveitin (Ljósm. Haukur Sig- tryggsson). 2. Hagaskóli 39% vinning. 3. Réttarholtsskóli 38 vinninga, 4. Hlíðaskóli, 36% vinning, 5. Lindargötuskóli, 25% vinning, 7. Gagnfræðask Austurb. 21% v., 8. Laugalækjarskóli, 18 vimiinga, 9. Laugarnesskóli, 16 vinninga. 10. Álftamýrarskóli, 6% vinning. Afhending verðlauna fór fram að Fríkirkjuvegi 11 þriöjudaginn 21. 3. sl. Kópavogsskóli hlaut Morg unbl^ðsbikarinn, en þrjár sigur- Framhald á 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.