Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 7
Björgvin Guðmundsson: Hagsmunir þjóðarheildarinnar settir ofar einkahagsmunum Hver er skýringin á því, að hér á landi er meiri opinber atvinnu rekstur en í nokkru öðru landi V- Evrópu. Hér rekur ríkið banka, síldar verksmiðjur, tunnuverksmiðju, sementsverksmiðju, skipaútgerð, stóra vélismiðju, ferðaskrifstofli og innkaupastofnun, svo að það helzta sé nefnt og bæjarfélögin reka fiskvinnslustöðvar, togara og báta. Hvaða jafnaðarmannastjórn sem væri í V-Evrópu mundi vera stolt af þessum mikla opinbera atvinnurekstri. En hver er ’ástæða þessa mikla opinbera atvinnurekst urs hér á landi? Ekki hafa jafn aðarmenn haft hér meirihluta aðstöðu. Nei, þvert á móti. Sjálf stæðisflokkurinn, flokkur hins frjálsa framtlaks, flokkur einka rekstursins, hefur verið hér stærsti flokkurinn á sama 'tíma og opinber rekstur hefur þróazt og dafnað. Slíkt hefði ekki getað gerzt nema Sjálfstæðisflokkurinn væri samþykkur þessari þróun. Og það er einmitt kjarni málsins. Sjálf stæðisflokkurinn hefur fallizt á sjónarmið jafnaðarmanna varð- andi nauðsyn á margvíslegum op inberum rekstri. Þess vegna er hér jafnmikill opinber atvinnu- rekstur og raun ber vitni. Sjálfstæðismenn segja að Alþýðufiokkurinn sé þjóðnýtingar flokkur. Látum svo vera. En er ekki Sjálfstæðisflokkurinn einnig þjóðnýtingarflokkur? Krefst ekki ráðherra Sjálfstæðisflokksins, þess nú að Áburðarverksmiðjan verði þjóðnýtt? Og hafa ekki ráðherrar Sjálfstæðisfiokksins, barizt ötul- lega fyrir því, að ríkið ætti all an hinn íslenzka hluta Kísilgúr- verksmiðjunnar nýju? Ég veit ekki betur. Og Jóhann Hafstein hefur sem iðnaðarmálaráðherra slegið sikjaldborg um Ihiraa rilkisreknu sementsverksmiðju. Hann hefur barizt fyrir því innan ríkisstjórn arinnar, að allur innflutningur sements væri bannaður til þess að vernda Sementsverksmiðjuna enda þótt Sementsverksmiðjan njóti mikillar tollverndar. Og þannig mætti áfram telja. Hér í Reykjavík blasir einnig við stórfelldur borgarrekstur fyrir- tækja. Eitt sinn var ísafjörður nefndur rauði'bærinn, vegna þess að jafnaðarmenn höfðu þar meiri hlutaaðstöðu og komu á margvís- legum bæjarrekstri. En ef nefna á þá bæi rauða, þar sem bæjarrekst ur er mikill verðskuldar Reykjavik svo sannarlega það viðurnefni. Undir stjórn Sjálfstæðismanna í Reykjavík var hafinn hér stórfelld ur bæjarrpkstur á togurum, síðar keypti borgin einnig frystihús og í dag rekur Reykjavíkurborg auk þess strætisvagna, pípugerð, grjót nám, þvottahús og áhaldahús og stendur fyrir umfangsmiklum í- búðabyggingum svo að það helzta sé ekki betur. Og geri alls ekki dellingar góðir, Reykjavík vera bærilega rauð í þessu tilliti? Ég sé nefnt. Finnst ykkur ekki Heim- ráð fyrir, að borgarrekstur hefði hefði orðið meiri í Reykjavík þó jafnaðarmenn hefðu fariti með stjórn borgai-innar. En er þá ef til vill enginn mun ur á stefnu Alþýðuflokksins og LÍjáliJK.æöSiSÍiok'ksins? munu ein hverjir spyrja. Og það er eðli iegt að sú spurning komi fram. Jú, vissulega er mikill munur á flokkunum, enda þótt sá munur sé ekki eins mikiil og áður var með an Sjálfstæðisflokkurinn mátti ekki heyra neíndan neinn opinber an rekstur og barðist raunar einn ig gegn tryggingum og hvers kon ar félaigslegum umbótum. En mun urinn í stefnu Alþýðuflokksin og öjáifstæðisflokksins er ekki í dag mestur í sambandi við afstöðuna til þjóðnýtingar og opinbers rekst urs. Aiþýðufiokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn eru í dag álíka miklir — eða litlir þjóðnýtingar flokkar. Nei, munurinn á stefnu flokkanna kemur betur fram á öðr um sviðum. Og þá fyrst og fremst í sambandi við afstöðuna til op- inberrar íhlutunar og opinbers eft irlits með atvinnurekstri og verð lagi yfirleitt. Alþýðuflokkurinn tel ur ekki eins nauðsynlegt nú og áð ur, að ríkið eigi atvinnufyrirtækin en flokkurinn telur því meiri þörf á því, að hið opinbera hafi örugga heildarstjórn á atvinnulífinu. A1 þýðuflokkurinn setur hagsmuni þjóðarheildarinnar ofar hagsmun um einkafyrirtækja og einstakl- inga. Sjálfstæðisflokkurinn metur hins vegar einkahagsmunina meira en hagsmuni heildarinnar. Þar skii ur á milli. En einnig á þessu sviði hefur stefna Alþýðuflokksins stöðugt ver ið að vinna á. Þegar núverandi rík isstjórn ákvað t.d. að semja fram kvæmdaáætlun náði mikilvægt hagsmunamál Alþýðuflokksins fram að ganga. Áætlunarbúskapur er og hefur ávallt verið á stefnu skrá Alþýðuflokksins. Mikilvægi þjóðnýtingar ihefur minnkað að áliti jafnaðarmanna en þýðing á- ætlunarbúskapar hefur aukizt að sama skapi. Þá hefur Alþýðuflokk urinn einnig barizt fyrir því í tíð núverandi stjórnar, að sett yrði löggjöf um ráðstafanir gegn ein okun og hringamyndun í viðskipta lífinu. Er Sjálfstæðisflokkurinn nú einnig á þessu sviði að láta und an fyrir ákveðinni baráttu Alþýðu- flokksins, vegna þess að sjálfstæð ismenn sjá, að sjónarmið Alþýðu flokksins eru rétt í þessu efni. í síðasta mánuði skýrði Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra frá því á aðalfundi Kaupmanna samtakanna, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að skipa nefnd til undir búnings löggjöf um einokun, hringamyndun og verðlagsmál. Þessi yfirlýsing viðskiptamálaráð herra vakti mikla athygli og mér er óhætt að segja, að henni hafi almennt verið fagnað. Jafnaðar- menn fögnuðu henni sérstaklega vegna þess að hún boðar það, að enn eitt baráttumál jafnaðarmanna komist í höfn. Alþýðuflokkurinn barizt fyrir því um langt Grein sú er hér birtist er hluti af ræðu Björgvins Guð- mundssonar sem hann flutti á kappræðufundi iungra jafnaðar manna og Heimdatlar um þjóð nýtingu og einkarekstur fyrir skemmstu. skeið, að sett yrði löggjöf um ein okun og fyrirtækjasamtök í við sÉiptalífinu. Unnar Stefánsson, varaþingmaður Alþýðuflokksins, hefur flutt tillögur um málið á þingi hvað eftir annað. Á síðasta þingi var slík þingsályktunartil laga samþykkt. Hefur hún síðan verið til athugunar í viðskipta ráðuneytinu og nú hefst sjálfur undirbúningur lagasetningarinnar. Mál þetta er táknrænt fyrir sam starf Alþýðufloksins og Sjálfstæð isflokksins í ríkisstjórn. Sjálfstæð isflokkurinn er sjálfsagt ekkert hrifinn af því, að sett sé löggjöf um einokun og hringastarfsemi. Þessi fyrirbrigði viðskiptalífsins eru meðal ávirðinga kapitalismans og þcgar Sjálfstæðisflokkurinn nú fellst á laigasetningu um þetta efni felst í því viðurkenning á því að gagnrýni Alþýðuflokksins á þes*” um ávirðingum kapitalismans hafi ávallt verið rétt. Og þannig hefur þetta verið á mörgum sviðum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fall izt á sjónarmið Alþýðuflokksins í tryggingamálum, húsnæðismálum og öðrum félagsmálum og meira að segja einnig á rök Alþýðuflokks ins fyrir nauðsyn opinbers rekst urs. Þegar jafnaðarmenn tóku að ga'gnrýna kapitalismann og móta kenningar sínar um jafnaðarstefn una, var það eitt af því fyrsta, er þeir bentu á, að frjáls samkeppni næði aldrei að þróast til lengdar í liagkerfi kapitalismans. Stórfyr- irtækin gætu ekki staðist þá freist ingu að stofna til samtaka sín á milli í því skyni að ná undir sig markaðnum og drepa smáfyrirtæk in. Þannig mynduðust samsteypur fyrirtækja, sem næðu einokunar aðstöðu og gætu algerlega ráðið verðinu á markaðnum. Algerlega frjáls samkeppni er aðeins slagorð. En í rauninni er hún ekki til í frjálsu hagkerfi í daig. Það er skoðun okkar jafnaðar manna og reynslan hefur sannað að þessi skoðun er rétt. í háborg kapitalismans, Banda rikjunum, hefur mest borið á sam tökum fyrirtækja. Þar liafa stór fyrirtækin keypt upp smáfyrirtæk in í stórum stil og heimsþekktir hringar hafa risið upp, hringar, sem teygt hafa arma sina um all an heim. Bandarikjamenn sííu, að fyrirtækjasamtökin gátu skað að hagsmuni almennings og þvi settu þeir löggjöf, hin svonefndu ,,anti-trust“ lög sem banna þau fyrirtækjasamtök, er brjóta í bága við almenningsheill. Eru Banda ríkjamenn í þessari löggjöf komn ir mun lenigra en við íslendingar sem enn eiigum engin slík lög. íslenzkt þjóðfélag er svo smátt að ekki hafa myndazt hér á landi nein sambærileg fyrirtækjasam- tök og erlendis. Þó eru hér dæmi um hringa og einokun á viðskipta sviðinu. Eru fyrirtækjasamtökin hér einkum í útflutningsverzlun- inni og hafa sum þeirra haft þar algera einokunaraðstöðu. Gott dæmi um íslenzkt fyrir- tækjasamband er Sölumiðstöð hrað frystihúsanna, sem er sölusamband frystihúsa. Lengi vel var það svo að einungis Sölumiðstöðin og Sam band ísl. samvinnufélaga fengu leyfi til þess að flytja út freðfisk. Höfðu þessi sterku fyrirtækjasam bönd þá algera einokun á sölu freðfisks oig raunar hafa þessi tvö voldugu fyrirtæki á margan hátt hagað sér eins og erlcndir einok unarhringar. Einokunaraðstöðu þessara stórfyrirtækja í freðfisk sölu var hnekkt er fleiri fyrirtæki fengu leyfi til þess að flytja út frcðfisk. En það eru ekki allir sjálf stæðismenn ánægðir með það, að svo skyldi skipast. Þeir voru fleiri sjálfstæðismennirnir, sem vildu að SH og SÍS hefðu áfram einokunar aðstöðu á þessu sviði. Og þegar það var á döfinni að veita fleiri fyrirtækjum leyfi til þess að flytja út freðfisk mótmælti SH því harð lega og óskaði beinlínis eftir því að SH og SIS fengju löggilta ein okunaraðstöðu í þessari grein. Slíkur var þá áhugi sjálístæðis manna á frjálsri samkeppni. En það vár ráðherra Alþýðuflokksins er neitaði að löggilda einokunar aðstoðu hringanna. Hann braut ein okun þeirra á bak aftur. Sömu sögu er að segja um salt fiskútflutninginn. í þeirri grein hafði SIF, Sölusamband ísl. fisk- framleiðanda lengi algera einok unaraðstöðu. Enginn annar fékk leyfi til að flytja út saltfisk. Ráð herra Alþýðuflokksins hnekkti einnig einokunaraðstöðu SÍF og leyfði öðrum útflutning á saltfiski SIF heíur unað því illa og svo virðist sem Sjálfstæðismenn hafi yfirleitt verið á þvi að vernda ein okun á þessu sviði. Slíkur er á- hugi Sjáifstæðismanna fyrir frjáJs ri samkeppni í þessari grein. Og þannig er unnt að lialda á- fram og nefna fleiri dæmi. Áhugi Sjáll'stæðismanna fyrir frjálsri sam keppni er i'yrst og fremst á papp írnum — í fallegum stefnuskrám en þegar kemur að raunveruleik. anum hverfur þ.essi áhugi, ef hann brýtur í bága við hagsmuni fyrir tækja sem sjálfstæðismenn ráða. Það er sem betur fer ekki mik. ið um fyrirtækjasamtök eða ein okun á sviði framleiðslu og við iskipta hér innanlands. Þó má nefna hér dæmi slíks. Nærtæk asta dæmið er samstaða olíufélag anna þriggja. Þessi stóru fyrirtæki hafa svo mikla samstöðu um verð og viðskiplahætti, að þau koma ,í mörgum málum fram sem einn að ili. Samkeppni er engin á milli þeirra. Verðið er ávallt eitt og liið sama hjá þeim öllum. Þegar Innkaupastofnun Rvíkur bauð út olíu og benzín fyrir nokkrum ár um b'árust samhljóða tilboð frá öllum olíufélögunum upp á eyri. Og mönnum er í fersku minni, er olíufélögin tilkynntu nýja söluskil mála sl. haust og lögðu að veru legu leyti niður mánaðarviðskipti Um hið nýja fyrirkomulag var þá birt sameiginleg tilkynning frá öllum olíufélögunum. en olíufó- lögin gemgu lengra en það. Þau gerðu með sér samkomulag þess efnis, að í ákveðinn tíma frá því að hinir nýju söluskilmálar tóku gildi mætti enginn viðskiptavinur færa siig á milli olíufélaga. Þótti það fá heyrt,, er fulltrúi eins gróins iðp fyrirtækis hér í borg skýrði frá þessu á fundi í Verzlunarráði íg- lands. Umrætt iðnfyrirtæki hugðk ist hætta viðskiptum við það olíu- félag, er það hafði áður skipt við, Framhald á 15. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ J 18. apríl 1967 --

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.