Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 9
ÖLD SEM“ rUAÐFERÐ FRÉTTARITARI „Arbeiterblad- ets“ norska, Gidske Anderson, finnur í eftirfarandi grein margra vankanta á svokölluóum „réttar- höldum‘“, sem andstæðingrar Bandaríkjamanna hygrgjast setja á sviff í París á næstunni. ekki er hægt að verjast þeim grun, að allt sé þetta sett á svið í ákveðnum tilgangi. Eitt verða menn að gera sér ljóst, nú, þegar: Þetta eru engin raunveruleg „réttarhöld” í eig- inlegri merkingu þess orðs. í bezta falli verður hér um að ræða sjálfskipaðan, siðfei'ðileg- an dómstól, í versta falli ein- hliða fordæmingu á styrjöld, þar sem báðir aðilar gerast sekir um glæpi. Réttast væri að kalla þetta pólitískt „happening”. Hér er á ferðinni ný pólitísk baráttuað- ferð. En ekki má rugla henni saman við eiginleg réttarhöld. VERT er að hafa í huga, að slíkar nýjar tegundir beinna pólitiskra aðgerða skjóta nú ífföiW i nýlega fram á blaffamannafundi Irúffu. Fanginn hneigffi sig þögull nælum fangavarða. Um þaff virðist gi og ef til vill fleiri hafi veriff um „stríðsglæpi" voru leiknar af Vesturlandamenn hafa fengiff aff ifanga affrir en fulltrúar „stríffs- einu sinni fulltrúar Rauffa kross- Sovézka fréttastofan Tass hefur birt þessa mynd af bandarískum flugmanni, Robert Shoemaker, sem tekin var til fanga í Norffur-Viet- nam. Aff minnsta kosti 130 stríffsfangar eru í haldi í Norffur-Vietnam. upp kollinum víðs vegar í heim- inum. Byrjunin voru hin frægu „teach-in” í Bandaríkjunum, er breiddust út til Evrópu. Og í Bandaríkjunum, þar sem Viet- namstríðið hefur vakið mikinn ugg, er stöðugt reynt að finna nýjar baráttuaðferðir. Nýjasta uppfinningin er svo- kallað „judge-in”, sem fram fer í New York um þessar mundir. í sambandi við hið pólitíska „happening” sem Sartre og Ste- ler fyrirhuga í París, hafa verið sett á svið svipuð „réttarhöld”, sem kallast „Glæpur og sam- vizka í Vietnam.” Einnig í þessu tilviki er bandaríska st-jórnin sett á ákærendabekk, táknrænt séð. Fulltrúa bandaríska utan- ríkisráðuneytisins hefur verið boðið að svara ákærunni, sem er á þá leið að stjórnin hafi brotið stjórnarskrána, gerzt sek um stríðsglæpi og gerzt brotleg við þjóðarrétt vegna styrjaldar- innar í Vietnam. Sá hinn sami Russel Stetler og sér um „réttarhöldin” í Par- ís á að leggja „sönnunargögn- in” fram, en það eru kvik- myndir og segulbandsupptökur, og frá Sartre berst ræða á seg- ulbandi. Allt fer þetta fram í Hunter College í New York. Rétt er, að bæði í New York og París fá menn að heyra „vitn- isburð“ fólks, sem hefur verið sent til Norður-Vietnam til að virða fyrir sér eyðileggingarnar þar. Og ekki er ósennilegt, að þeir geti sagt frá miklum hörm- ungum óbreyttra borgara. Nokkr ir sendimannanna hafa greini- lega einnig féngið að ræða við bandaríska stríðsfanga, sem ber sýnilega hafa gagnrýnt stríðsað- gerðir Bandarikjamanna. En minnast má þess, að frétta ritari „New York Times“, sem heimsótti Norður-Vietnam fyrir hálfu ári, fékk aldrei tækifæri til að heimsækja einn einasta bandarískan stríðsfanga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Einnig má minnast þess, að stjómin í Hanoi hefur synjað fulltrúum Alþjóða Rauða Krossins um leyfi til að heimsækja þá. ÞAÐ er meira en lítið ógeð- fellt, að stjórnin í Hanoi skuli nú allt í einu leyfa fulltrúum „réttarhaldanna" að heimsækja stríðsfangana. Og það er ennþá ógeðfelldara þegar vitað er að það sem þeir hafa sagt verður notað gegn stjórn þeirra, l sjálfu sér er ekkert út á það að setja að gripið sé til pólitískra aðgerða gegn stefnu Bandaríkjamanna í Vietnam, en það er meira en lítið ógeðfellt þegar reynt er að láta líta svo út sem hér sé um hlutlaus „rétt- arhöld“ að ræða. En vonandi verða andstæðingar Bandaríkja- manna ekki svo ofstækisfullir að þeir gleymi grundvallarleik- reglum og hafi lifandi menn, sem sitja í fangabúðum, að leik- soppi. .■úinX VERÐTRYGGÐAR- ý-'U LÍFTRYGGINGAR VERÐTRYGGÐ TÍMABUNDIN LÍFTRYGGING Dæmi: Hcföi'25 ára maöur tekið verðtryggða tímabundna líftrygg- ingu árið 1965 til 15 á ra, að grunnupphæð kr. 500.000 gcgn grunn- iögialdi kr. 2.550, hefðu trýggingárupphæð og iðgjald orðið sem hér segir: Ár Aldur Vísitala Ársiðgjald Tryggingar kr. úpphæð kr. 1965 25 163 2.550.00 500.000,00 1966 26 175 2.738.00 537.000,00 1967 27 188 2.941.00 577.000.00 VERDTRYGGÐ STÓRTRYGGING Diemi: Hefði 25 ár< ’inaðu'r tekið verðtrvggða stórtr vggingii árið 1965, gcgn Rrunniðcialdi kr. 2,000, hcfðu tryggingarupphacð og iðciald orðið sem hér segir: Áé Aldui* Vísitala Ársiðgjald Tryggingar kr. upphæð kr. 1965 25 163 2.000,00 488.000.00 1966 26 175 2.147.00 515.000,00 1967 • 27 188 2.307,00 542.000,00 Matsveina- og veitingaþjénaskóHnn. SÝNING á sveinsprófsverkum matreiðslu- og fram* reiðslunema verður haldin í dag, þriðjud. 18. apríl 1967, frá kl. 2-3 e. h. í húsakynnum skól- ans í Sjómannaskólahúsinu. Reykjávík, 18. apríl 1967. PRÓFNEFNDIRNAR. Blómafræ - matjurtafræ PÓSTSENDUM f\ t /\U//\ / t f f \ # f'4 / -i ■ l' * | | * / - 18. apríl 1967 ALÞVÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.