Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 11
Jafntefli Breiðabliks og Akurnesinga 2:2 KNATTSPYRNUMÓT sumarsins hófust í gær, með leik Breiða- Ibliks og Akurnesinga í Litlu bik- arkeppninni, er fram fór í Kópa- vogi. Leika átti einnig í Keflavík, en þeim leik var frestað þar til í gærkvöldi. HeJdur leiðinlegt veður og slæmur völlur settu svip sinn á Hrafnhildur Guðmundsdóttir, IR > leikinn í Kópavogi, svo lítt er hægt að geta sér til um getu lið- anna eða einstakra leikmanna. Þó er ljóst, að Skagamenn verða að taka á sinum stóra, þegar að á- tökunum í I. deild kemur. ' Breiðablik tók forystuna fljót- lega í leiknum, enda léku þeir undan vindinum, með góðu marki neðst í markhornið. Þannig var staðan í hálfleik. Matthías jafnar fyrir Akranes um miðjan síðari hálfleik og skömmu síðar nær Breiðablik forystunni, eftir mis- tök hjá vörn Akurnesinga. Þegar mínúta er til leiksloka dæmir Einar Hjartarson víta- spyrnu á Kópavosg og Guðjón skor ar úr henni. Leiknum lauk þannig með jafn- tefli og má segja, að eftir atvik- um hafi það verið sanngjörn úr- slit, þó Skagamenn hafi verið betri aðilinn. Næstu ieikir í Litlu bikarkeppn inni fara fram á sumardaginn fyrsta og leika Hafnfirðingar og Akurnesingar í Hafnarfirði og Keflvíkingar og Breiðablik í Kefla vík. Báðir leikirnir hefjast kl. 14. Frá leik Breiðabliks og IA á sunnudag, SUNDMÓT KR FER FR SUNDHÖLLINNI í KVÖLD HIÐ ÁRLEGA sundmót KR verð- ur haldið í Sundhöll Reykjavík- ur í kvöld kl. 20.30. Keppendur verða frá 8 félögum og íþrótta- samböndum, fjórum Reykjavíkur og fjórum utan af landi. Fjöldi keppenda er um 120 og eru þá meðtaldir þátttakendur í undan- rlásum, sem fram fóru í gær- kvöldi. Keppt vérður í 10 sund- greinum og má búast. yið mjög spennandi keppni í mörgum þeirra. í 100 m brin'gusundi karla verð- ur eflaust um æsispeftnandi keppni að ræða, en í því sundi keppa meðal annars þeir Guð- mundur Gíslason, Leikir Jóns- son og Fylkir Ágústsson um Sindra ibikarlnn , núverandi handhafi hans er Gestur Jónsson SH. í 100 m skriðsundi er keppt um Flugfreyjubikarinn og mun Hrafn hildur Kristjánsdóttir, A, að öll- um' líkindum veita nöfnu sinni Guðmundsdóttur ÍR, afar hressi- lega keppni. Handhafi Flugfreyju Ibikarsins er nú Hrafnhildur Guð- mundslóttir. Afreksbikar SSÍ verður vejttur að venju, þeim keppanda, sem Ibezta afrekið vinnur á mótinu, samkvæmt núgildandi stigatöflu. Til gamans verður efnt til tveggja boðsunda og munu áhorf- endur eflaust hafa gaman af. Mótið hefst eins og áður er sagt í kvöld kl. 20.30 og væntir Sund- deild KR þess að unnendur sund-. íþróttarinnar fjölmenni í höllina í kvöld. VALUR ÍSLANDSMEISTARI í HANDBOLTA KVENNA VALUR og FH léku til úrslita í I. deild kvenna á sunnudag. Leikn- um lauk með yfirburðasigri Vals, sem skoraði 12 mörk gegn 4. Eins og mörkin gefa til kynna voru yf- irburðír Vals ótvíræðir og stúlk- ur Vals eru í algerum sérflokki. KR féll niður í II. deild að þessu sinni, en Breiðablik flyzt upp í I. deild. Þá léku Valur og Fram til úr- slita í 2. flokki karla og leiknum lauk með sigri Vals 8:7 eftir fram- lengdan leik. í öðrum flokki urðu úrslit þau, að Fram si^raði í I. og 3. flokki karla og KR í 2. flokki kvenna. Áður hefur verið skýrt frá sigri KR í 2. deild karla. HAUKARSÍGRUÐU ÁRMANN 34:17 Haukar sigruðu Ármann í I. deild karla á sunnudag með 34 mörkum gegn 17, en í hléi var staðan 13:6. Haukar höfðu mikla yfirburði. LOKASTAÐAN: -^- Haukar—Ármann 34:17 -^- Fram—FH 15:15. Fram 10 7 1 2 223:153 1« FH 10 7 1 2 223:163 15 Haukar 10 6 0 4 217:201 12 Valur 10 5 0 5 199:189 19 Víkingur 10 4 0 6 174:195 8 Ármann 10 0 0 10 152:288 0 Skotar sigruðu Engrlendinga i knattspyrnu á Wembley með 3:2. Englendingar höfðu sigrað Skota í 20. skipti í röð fyrir þennan leik og úrslitin komu svo sannar Iega á óvart. Sigur Skoptlands var samt í alla staði verðskuld- aður. Drengjahlaup Armanns Drengjahlaup Ármanns mun aS venju fara fram fyrsta sunnudag í sumri og mun hlaupið fara fram sunnudaginn 23. apríl. Keppt mun í þriggia og fimm manna sveit- um. Síðast er hlaupið var háð," unnu KR-drengirnir báða bikar- ana til eignar. Að þessu sinni mun keppt íim nýja bikara sem þeir hafa gefið Gunnar Eggertsson for- maður Ármanns og Jens Guð- björnsson fyrrverandi formað'ur félagsins. Einnig munu þrír fyrstu menn hljóta verðlaun svo sem venja er. Þátttökutilkynningar skulu berast til formanns frjáls- íþróttadeildar Ármanns, Jóhanns Jóhannessonar, Blönduhlíð 12, s. 19171 fyrir föstudagskvöld 21. apr- íl 1967. Öllum félögum innan ÍSÍ er heimil þátttaka í hlaupinu. Hlaupið hefst kl. 2 e.h. og rana hefjast og ljúka í Hljómskálagarð- inum. Keppendur og starfsmenn mæti kl. 1.15 á Melavellinum. SKÚLIJÓHANNS- SON, I.R. nemi, 186 cm á hæð. Hann( byrjaði að æfa körfuknattleik( > hjá ÍR 1958 og varð brátt mjög l 'i ef nilegur Ieikmaffur. Árið 1964',' Jlék hann fyrst með meistara-, J (iflokki ÍR sem miðherji og hef j j $ur síðan tryggt sér þá stöða' ¦ í liðinu með ágætri frammi-,/ stöðu. Hann lék sinn fyrsta i; landsleik gegn Dönum fyrir* Í stuttu. íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna 1967. 18. apríl 1967 ¦•• ALÞÝÐUBLAÐIÐ JJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.