Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 1
MiSvikudagur 3. maí 1967 - 48. árg. 97. tbl. - VERÐ 7 KR. Tíu skipverjar seiiir í Síðutnúla Rvik, SJO. Laust ryrir kl. 6 í gærdag kom upp mikill eldur í brezka togaran- uni Brandi frá Grimsby, þar sem hann- lá víff Faxagarð. Átti eldurinn upptök sía í lýsisbræðslu kiefa og niyiidað'iet mikill reyk- ur. Um bmrö í togaranum voru 11 af áhöín skipsins, auk tve;jgja lögregiubjona, er voru á vakt. Voru skipverjar allir ölvaðir mjög að undanteknum vélstjóra, og varð' að flytja þá í Síðumúlann. Kl. 17.52 fékk slökkviliðið til- kynningu um, að mikill eldur væri laus í togaranum Brandi. Voru 3 elttekjliliösbilar þajgar sendijr á vettvang ásamt sjúkrabíl. Allt slökkviliðið var að störfum við að ráöa niöurlögum eldsins. Hafði myndazt nokkur eldur í afturhluta skipsins og mjög mikill reykur. Lá Brandur utan á tveim ur togurum, en utan á Brandi lá vitabáturinn Árvakur. Vegna reyks var mjög ertitt að komast að eldinum. Var loks hægt að sjá, hvar eldurinn var, er járnklæðn- ingin tók að þrútna. Reyndist eld- urinn ciga upptök sín í lýsis- bræðsluklefa og var farið þar nið- ur með grímur og sprautað vatni. Brann állt sem hrunnið gat í þess ari geymslu, en Mn var full af drasli. Einnig brunnu tvær káet- ur, er voru hinum megin við gang- inn niðri. Um tíma var álitið, að eldurinn kynni einnig að læsa sig í olíu, er geymd var í klefa við hliðina og óttazt að ketilspreng- ing yrði, en sá ótti reyndist ástæðu laus, því járnþil var á milli. Tókst einnig að loka fyrir vélarrúmið, þannig að eldurinn barst ekki fram með skipinu. Skemmdir urðu þó talsverðar. 1. vélstjóri á togaranum aðstoð- aði slökkviliSið oig gekk fram með oddi og egg við að ráða niður- lögum eldsins. Lagði vélstjóri svo hart að sér, að hann mun hafa fengið snert af reykeitrun og var hann fluttur á slysavarðstofuna. Varð að gefa honum súrefni á leiðinni. 1. stýrimaður kom að tog- togaranum meðan eldur var laus og aðstoðaði hann sl^iíkviliðiíf einnig. Eins og fyrr greinir voru skips- menn ölvaðir mjög og tók lög- reglan þá alla höndum, alls 10 manns, og voru þeir fluttir í fang geymsluna að Síðumúla. Voru skipsmenn ýmist teknir á bryggj Framhald á 13. síðu. BRETAR GANGA FYRIR Þessa mynd af Newton skipstjóra á Brandi tók brezkur blaðam. í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á sunnudag. ís- lenzkir fréttamenn höfðu margir farið þess á leit við rétt yfir- völd að fá að ræða við skipstjórann í varðhayiinu og taka myndir af honum í því sambandi, en því var ætíð synjað. Hins vegar virðast þar allar dyr hafa upplokizt, þegar Bretinn kom á vettvang og er það ekki í fyrsta skipti, sem erlendir frétta menn fá hér á landi aðra og betri fyrirgreiðslu en stéttar- bræður þeirra innlendir. retar sæ LONDON, 2. maí (NTB-Reuter). Harold Wilson forsætisráðherra skýrði frá því í Neðri málstofunni í dag, að brezka stjórnin hefði á- kveðið að sækja á ný um aðild að Efnahagsbandalaginu og keppa markvisst að því að fá aðild að bandalaginu. Þetta er söguleg á- kvörðun, sem getur reynzt afdrifa Lögreglan að fara með skipverja af Brandi í land. rík fyrir framtíð' Bretlands, Ev- rópu og heimsins sagði forsætis- ráðherrann, sem var fagnað með áköfu Iófataki. Umsókn brezku stjórnarinnar verður lögð fram fljótlega eftir að þriggja daga umræðum Neðri málstofilnnar um málið lýkur í næstu viku, áS því er Wilson sagði í ræ<5u sinni. Hann tók fram, að hann vildi ekki ræða í einstökum atriðum þau vandamál, sem umsóknin hefði í för með sér, og vildi engu spá um árang- ur. Jafnaðarmaðurinn Miehael Foot sem er andvígur brezkri aðild að EBE, reyndi árangurslaust að fá Wilson til að láta uppi hvort hann teldi að Frakkar væru samvinnu þýðari nú en fyrir fjórum árum, þegar þeir beittu neitunarvaldi gegn inngöngu Breta, en forsætis ráðherrann sagði að Bretar ætluðu ekki að fara skríðandi á hnjánum inn í Efnahagsbandalagið. Að_ spurður sagði Wilson að ekki hef ði verið rætt um varnar- og kjarn- orkumál á fundum hans og leið- toga Efnahagsbandalagsins fyrr á þessu ári og sér vitanlega lægju ekki fyrir tillögur um samræm- ingu þessara mála milli EBÉ-land anna og Breta nema innan NATO. ? PÓLITÍSK VANÐAMÁL. í Brussel sat ráðherranefnd EBE á fundi þegar fréttin barst uih yfirlýsingu Wilsons, en engar Framhald á 13. siðu. HRAPAÐI í KLETTUi Það slys varð að morgni 1. maí, að 16 ára piltur frá Stöðvarfirði Hannes Pálsson, hrapaði í klett- um og beið bana. Hannes var á lcið heimleiðis frá dansleik á Fáskrúðsfirði, og mun hafa farið fram af um 30 metra háu hengi- flugi í fjalllendinu milli fjarð- anna. Mikill mannfjöldi tók þátt í leit að Hannesi í fyrradag og 2 flugvélar, en lík hans fannst um kl. 19 í fyrrakvöld. Læknir, sem kom á vettvang, taldi að hann hefði látizt samstundis vi'ð' fallið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.