Alþýðublaðið - 03.05.1967, Page 2

Alþýðublaðið - 03.05.1967, Page 2
Fjölmenni við, er Brandur kom Rvík — KB. Mikið fjölmenni var saman- komið við Reykjavikurhöfn á laugardagskvöldið, þegar varð- skipið Óðinn kom þangað með togarann Brand frá Grimsby, sem hafði strokið nóttina áð- ur. Fréttamenn blaða, útvarps og sjónvarps voru þar fjöl- mennir, en megin þorri við- staddrra voru þó forvitnir á- horfendur, sem komu til að sjá þetta ævintýraskip og stjórnanda þess, Bernard New- ton. Stundarfjórðungi eftir ,kl. 9 komu skipin inn um hafnar- minnið, togarinn nokkuð á undan varðskipinu. Togarinn hélt rakleitt að togarabryggj- unni Faxagarði og lagðist þar utan á ísborgina, en Óðinn lagðist í varðskipalagið við Ingólfsgarð. Fréttamenn voru staddir á báðum bryggjunum og fóru þeir um borð í skipin. Á Ingólfsgarði beið lögreglu- bíll og nokkur sveit' lögreglu- manna, fulltrúar frá brezka sendiráðinu og umboðsmaður brezkra togara hér við land, ennfremur Benedikt Blöndal, verjandi skipstjórans á togar- anum, en hann hafði verið fluttur yfir í varðskipið, er togarinn var tekinn um hádeg- isbilið. Reyndu fréttamenn að ná tali af Newton skipstjóra, en fengu lítil tækifæri til þess, áður en Bjarki Elíasson yfir- lögregluþjónn gekk til hans og lýsti hann handtekinn. Virtist það ekki koma skipstjóranum á óvart' og gekk hann með lög- reglumönnum mótþróalaust að lögreglubílnum, sem flutti hann upp í hegningarhús. í togaranum voriTauk áhafn arinnar, sem aðallega virtist samanstanda af unglingum, þrír varðskipsmenn og lög- regluþjónarnir tveir, Þorkell Pálsson, og Hilmar Þorbjörnss. sem numdir voru á brott með skipinu. Þeir neituðu að ræða við fréttamenn fyrr en þeir hefðu gefið yfirboðurum sín- um skýrslu um málið, en síð- ar um kvöldið sögðu þeir frá Frh 11. síðu. Lögregluþjónarnir í brú togarans við komuna ti. iieykjavíkur. Newton skipstjóri kominn upp í lögregiubílinn. VAR SKIPSHÖFNINNI MÚTAÐ MEÐ ÁFEN'117 Rvík, SJÓ. Rannsókn í máli Newtons skipstjórans á togaranum Brandi, hélt áfram í gærdag. Yfirheyrslur stóðu yfir frá kl. 13 og fram til kl. 17. Voru lögregluþjónarnir báðir leiddir fyrir réttinn ásamt hluta af áhöfn togarans og skipstjóra og stýrimanni á Óðni. Var framburður vitnanna mjög á svipaða lund. Þorkell Pálsson, annar lög- regluþjónanna er voru á vakt í skipinu umrædda nótt skýrði svo frá fyrir réttinum í gær, þeir hefðu verið læstir inni í klefa skipstjórans. Tók hann eft'ir því, að togvinda var far- in í gang og skipið að halda úr höfn. Hefði Hilmar þá brot- ið upp hurðina að klefanum. í brúnni hittu þeir fyrir skip- stjórann ásamt nokkrum skip- verjum. Höfðu ljósin í brúnni verið slökkt. Þorkéll gekk að skipstjóra og spurði hverju þetta sætti, en hann bar það fyrir sig, að eldur væri í lest- um skipsins. Kváðust lögreglu þjónarnir hafa bent honum á, Fjölmenni var samankomið til að sjá Brand sigla inn höfnina. að öruggara væri að leita til slökkviliðsins í Reykjavík, en skipstjóri vékst undan því og kvaðst ætla að fara út fyrir Engey til að varna herskipun- um allri hættu, en þau voru þá á ytri höfninni. Þorkell bað skipstjórann að snúa aftur, en hann sinnti því ekki og sló Þorkell þá vélsímann á stopp og kom þá svar frá vélarrúmi skipsins, en skipstjóri aftur- kallaði það og skipaði fulla ferð áfram. Einnig kvaðst Þor- kell hafa reynt að ná til skips, er statt var út frá Engey, en skipverjar komu í veg fyrir það með hrópum og köllum. Að sögn Þorkels, átti skip- stjóri að hafa sagt, að hann vildi fremur láta skjóta niður skipið en taka það, og enn- fremur, að skipstjóri hefði lof- að áhöfninni aukaskammt af rommi, ef hún aðstoðaði sig við flóttann. Þá sagði hann, að talstöð hefði verið tekin úr sambandi og lokað fyrir út- varp. Eftir yfirheyrsluna kvaðst Þorkell vilja leggja fram bóta- kröfu vegna áverka, er hann hafði hlotið. Þá kom Hilmar Þorbjörns- son, lögregluþjónn, fyrri rétt- inn og var framburður hans að öllu leyti sami og Þorkels. Þórarinn Björnsson, skipherra á Óðni, sagði réttinum, að eina stöðvunarmerkið, sem þeir hefðu gefið togaranum væri stöðvunarmerki K með flaggi. Einnig viðurkenndi hann, að tekið hefði verið ofan af fall- byssu varðskipsins, en hún hefði ekki verið notuð. Jón Wium, 2. stýrimaður á Óðni, fór um borð í .togarann ásamt tveim öðrum og sagðist hann hafa verið vopnaður Framhald á 13. síðu. 2 3. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.