Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 3
Mikið fjölmenni tók þátt í 1. maí hátíðahöldunum í Reykja- vík, enda var veður hið fegursta, þótt raunar væri nokkuð kalt. Kröfuganga fór um bæinn undir margs konar spjöld. um og fánum verkalýðsfélaganna, og á útifundi á Lækjar- torgi að lokinni göngunni fluttu ræður þeir Jón Sigurðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, og Jón Snorri Þor- leifsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur. Er ræða Jóns Sigurðssonar birt á öðrum stað hér í blaðinu. Mæðradagurinn er á morgun Hinn lárlegi mæðradagur verður að þessu sinni á uppstigningardag, n.k. fimmtudag og verður þá selt niæiSjrablómið, sem alltaf isetur svip sinn á mæðradaginn. Allur á- góði af sölu blómanna rennur eins Fundur hjá B.Í. Blaðamannafélag íslands heldur félagsfund í dag, mið vikudag, kL 3.30 síðdegis í Tjarnarbúð nppi. Dagskrá: Samningarnir. Stjórnin. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiinii iniiiiiiiiiii og undanfarin ár til Hlaðgerðar- kots í Mosfellssveit, en þar rekur Mæðrastyrksnefnd sumardvalar- heimili fyrir mæður og börn, einn- ig einstæðar aldraðar konur. í haust var byrjað að byggja nýja álmu við Hlaðgerðarkot og verður hún tilbúin hú í sumar. Þar verða íbúðir fyrir 6 mæður með foörn, leikstofa, og einnig er fyrirhugað að byggja leikskúr úti fyrir börn in. Áætlaður kostnaður við þess- ar byggingar, sagði frú Jónína Guð mutndsdóttir, formaður Mlœtf.'a- styrksnefndar, á fundi með blaða- mönnum í gær, að væri um 2 millj. króna. Alls geta nú dvalizt í Hlað- Framhald af 13. síðu. ......iiiiiMiMiii; Skemmtun fyrir aldrab fólk KVENFÉLAG ALÞÝÐUFLOKKSINS í REYKJAVÍK heldur sína árlegu skemmtisamkomu fyrir aldrað fólk næst- komandi mánudagskvöld 8. maí í Iðnó. Skemmtiatriði verða auglýst síðar. Allar upplýsingar eru veittar í einhverjum eftirtalinna númera: Aldís Kristjánsdóttir, síma 10488. Kristbjörg Eggcrtsdóttir. síma 12496. Kristín Guðmundsdóttir, síma 16724. iiiiiiiniiiiiiii Fundur vegna Grikklands Samband ungra jafnaðarmanna efnir til almenns fundar á fimmtudagsmorgun, klukkan 11, í mótmælaskyni við valda- töku hersins í Grikklandi og þá frelsisskerðingu grísku þjóðar- innar, sem henni fylgir. Fundur þessi er þáttur í mótmælaað- gerðum ungra jafnaðarmanna um alla Vestur.Evrópu, sem þeir efna allir til á sama tíma, klukkan 11 f. h. fimmtudaginn 4. maí. Framsögumenn á fundi Sambands ungra jafnaðarmanna verða Sigurður A. Magnússon, rithöfundur og Kristján Bersi Ólafsson, blaðamaður. Gunnar Eyjólfsson, leikari, les upp grísk frelsisljóð. Fundarstjóri á fundinum verður Sigurður Guð- mundsson, formaður S.U.J., en, fundarritari verður Hólmfríður Gunnarsdóttir, kennari. Hvetja konur til bera þjóðbúning A 5. þingi Æskulýðssambands Islands, sem haldið var um helgina, var samþykkt sérstakt ávarp til íslenzku þjóðarinnar, þar sem farið er fram á endurskipulagningu þjóðhátíðarhalds á íslandi og leitað eftir hugmyndum um nýjan íslenzkan þjóð- búning við hæfi nútímakvenna, þannig að komið verði í veg fyrir „að íslenzkur þjóðbúningur hverfi af sjónarsviðinu og verði eingöngu safngripur. Ávarpið er á þessa leið: Fulltrúar landssamtaka æskunn ar á sameiginlegum vettvangi þeirra, þingi Æskulýðssambands íslands, vekja athygli íslenzku þjóð arinnar á því að í heimi síminnk- andi fjarlægða , aukinnar sam- vinnu og heillavænlegrar sam- hjálpar eiga sérkenni þjóða stöð- ugt erfiðara uppdráttar, sé ekki að gætt og á mótLspyrnt. ísland hefur nú í rúman, aldar- fjórðung verið í alfaraleið og ein- angrun þjóðarinnar er liðin tíð. Bendir 'þróun undanfarinna ára á- kveðið til þess að samstarf þjóð- anna muni aukast stórlega á kom- andi árum. Þessari þróun fagna fulltrúar landssamtaka æskunnar og hvetja ákveðið til aukinnar þátttöku íslands í alþjóðlegri sam vinnu og samhjálp þjóðanna. Sam hliða því er hvatt til eflingar þjóð- larvttundar ag varðvaizlu þjóð- legra sérkenna, eða aðlögunar þar sem svo á við. Á þessari stund skal minnzt á tvö atriði: í fyrsta lagi að íslenzkt þjóðhá- tíðarhald hefur ekki þá reisn né þann þokka, sem vera skyldi. í öðru lagi að íslenzki þjóðbún- ingurinn er að hverfa af sjónar- sviðinnu og mun innan fárra ára, ef ekki verður að gáð, verða lítið annað en safn- og kistugripur. Fulltrúar íslenzku æskulýðssam takanna hvetja þjóðhátíðarnefndir til að vanda undirbúning þjóðhátiðar- haldsins og þær stefni jafnframt að því að þjóðhátíðin verði fjöl- toreytt, þannig að hún beri ekki sama svip árum saman. hvetja almenning til «ð leggja sitt af mörkum á komandi ár- Framhald af 13. síðu. STJÓRNMÁLAKYNNINi Á LAUGARDAGINN Stjórnmálakynning Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjavík, verður laugardaginn 6. maí kl. 3 í Ingólfskaffi. Fulltrúaráðið skipaði nefnd til að undirbúa fundinn, og fjall ar nefndin um fjármál. (Hagstjórn, þjóðhags- og framkvæmdar- áætlanir skattar og tollar.) Sigurður Ingimundarson alþingismaður er framsögumaður ncfndarinnar. — Flokksfólk er hvatt til að sækja fundinn, og taka virkann þátt í umræðum. Nefndin^ sem undirbjó fundinn. Sitjandi frá vinstri: Lúðvik Gizurarson, Guðjón B. Baldvinsson, Bjorg- vin Guðmundsson, Arnbjörn Kristinsson og Páll H. Pálsson, standandi: Þormóður Ögmundsson, Pét- ur Eiríksson og Sigurður Ingimundarson. 3. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.