Alþýðublaðið - 03.05.1967, Side 4

Alþýðublaðið - 03.05.1967, Side 4
Ritstjóri: Bencdikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasfml: 14906. — Aðsetur: Alþýöuhúsið við Hveríisgötu, Evík. — Prentsmiðja AlþýðublaSsins. Sími 14905. — Áskriltargjald kr. 105.00. — í lausa* sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Gegn einræðissfjórn ÞAÐ VAR ATHYGLISVERT, að hétíðahöldin 1. maí í vestanverðri Evrópu mótuðust af mótmælum gegn valdatöku herforingjaklíkunnar og hinu nýja einræði í Grikklandi. Þessi mótmæli bar jafnvel hærra en kröfuna um frið í Vietnam. Menn eins og Tage Erland er, Einar Gerhardsen og Jens Otto Krag tóku allir sterklega í þennan streng. Það hefur verið áberandi á síðustu árum hve áhugi verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndum, ekki sízt yngra fólksins, er mikill á utanríkismálum. Er á- stæða til að fagna því, að fólk í hinum frjálsu vel- ferðarríkjum beiti áhrifum sínum til að auka velmeg- un og frelsi í öðrum hlutum heims, þar sem skortur og ófrelsi ríkja. Þessum öflum eru það sérstök von- brigði, er valdarán og einræði viðgangast jafnvel í Evrópu, sem ætti að vera vaxin upp úr slíkum stjórn- háttum. Mun leit að nokkrum stjórnmálaviðburði, sem hefur vakið jafn almenn mótmæli á Norðurlönd- um sem byltingin í Grikklandi. Alþýða Spánar reis einnig upp á hátíðisdegi verka lýðsins — í ríkari mæli en hún hefur þorað að gera um langt árabil. En hnefi ei'nræðisins var jafnskjótt á lofti. Her og lögregla hröktu mannfjölda á brott í mörgum borgum og skaut jafnvel til bana. Fasista- stjórn Frankós, sem hefur sýnt ýms merki frjálsari stjórnarhátta undanfarin misseri, ætlar sér ekki að sleppa takinu. Sjálfur hefur Frankó lýst yfir, að Spánn hafi ekkert við stjórnmálaflokka að gera. í ríkjum kommúnista var 1. maí með svipuðu móti og áður, nema hvað minna var um vopnasýningar á Rauða torginu í Moskvu en venja hefur verið. Þetta er dagur til dýrðar Stjórnvöldunum, þegar menn fá að geta sér til um eftir röð tignargesta á grafhýsi Lenins, hvort breytingar hafi orðið á raunverulegum valdahlutföllum innan múra Kreml. Um frjálsan bar- áttudag er þar að sjálfsögðu ekki að ræða. Skipulagsmálin ÍSLENZK VERKALÝÐSHREYFING hefur um ára- bil unnið að víðtækum skipulagsbreytingum til þess að tryggja, að samtökin séu jafnan í samræmi við tím- ann og nái sem mestum og beztum árangri. Er fátt hættulegra en að halda um of í úrelt skipulag, þegar svo miklar breytingar verða á öllum sviðum þjóðfé- lagsvns. sem orðið hafa síðustu árin. í ávarpi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík 1. maí segir svo um þetta atriði: „Þetta ár vinnur verkalýðshreyfingin á íslandi að breytingum á skipu- lagi sínu, og veltur á miklu hvort með því tekst að gera verkalvðshreyfinguna að öflugra baráttutæki ís- lenzkrar alþýðu til sóknar og varnar. Þar um ræður mestu, að takist að gæða samtökin eldmóði þeim og fómfýs’ b’artsvni og hugsjónatryggð, sem einkenndu störf brautryðjenda verkalýðshreyfingarinnar og beztu manna hennar ævinlega.“ 4 3. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Berufjarðar, Djúpavogi, er laust til umsóknar og veitist frá 1. júní nk. Umsóknir ásamt nauðsynlegum upplýsingum send- ist Gunnari Grímssyni, starfsmannastjóra S.Í.S. eða Elías Þórarinssyni, stjómarformanni félagsins. Glæsilget úrval í VÖNDUÐUM ENSKUM HERRASKÓM NÝKOMIÐ. Skóverzlun Péturs Andréssonar, Laugavegi 17 — Framnesvegi 2. rmmw ■ 9 VANTAR BLAÐBURÐAR- FÓLK S EFTIRTALIN HVERFI: MIÐBÆ I og II HVEBFISGÖTU EFRI HVEBFFSGÖTU NEÐRI LAUGAVEG NEÐRI GNOÐARVOG RAUBARARHOLT BRÆÐRABORGARSTÍG LAUGARÁS FRAMNESVEG ★ ÍBÚÐAVERÐIÐ. „Það eru sannarlega athyglis- verðar upplýsingar, sem fram hafa komið í blöð- unum undanfarið um hinn raunverulega bygging- arkostnað," segir í bréfi, sem okkur liefur borizt frá „einum, sem er nýbúinn að byggja.” Hann segir síðan: „Vafalaust hefur margan grunað, að ekki væri allt með íelldu með hið gífurlega háa íbúðaverð hér í Reykjavík og grennd. Hafa sumir meira að segja gengið svo langt, að fullyrða að gróði byggingameistaranna af meðal íbúð í f jölbýlishúsi, næmi að öllum líkindum svipaðri upp- hæð og lánið frá Húsnæðismálastjóm. Enginn dómur skal hér lagður á réttmæti þessarar full- yrðingar, en víst er að margir byggingameistarar hafa auðgast bærilega á braski sínu og húsnæðis- ástandinu hér í höfuðborginni. Það er þess vegna vel, að lireyfing skuli nú vera að komast á þessi mál og hefði þó sannarlega mátt vera fyrr. Það hefur nú verið sýnt' svart á hvítu að mikill mun- ur er á markaðsverði íbúða og raunverulegum bygg ingakostnaði. Hlýtur þetta óhjákvæmilega að leiða til þess að á næstunni fari íbúðaverðið ívið lækk- andi. Ber sérstaklega að fagna þeirri tilraun, sem framkvæmdanefnd byggingaáætlunar er að gera. Ég vildi bara, að ég hefði getað fengið jafn ódýra eldhúsinnréttingu í mitt hús, eins og þeir fá sam* kvæmt tilboðunum í fjölbýlishúsin, sem þeir eru að byggja. ★ HRAÐINN EYKST. Fyrst farið er að ræða þessi mál, er ekki úr vegi að víkja, að þeirri staðreynd, að byggingarhraðinn er að aukast, eða með öðrum orð um byggingartíminn er að styttast. Alla rak f rogastanz, þegar Loftleiðahótelið reis á sluttum tíma, en þar fór það saman að skipulagning var framúrskarandi og allt hugsað fyrirfram, en ekki látið ráðast dag frá degi og, að líkindum hefur þar aldrei þurft að stöðva vinnu eða segja mönnum upp vegna þess að fé var ekki fyrir hendi. Hinn langi byggingartími hefur átt nokkurn þátt í hin- um háa byggingarkostnaði hér og- er vel að menn skuli nú hafa gert sér grein fyrir því. Læt ég nú útrætt um þessi mál, að sinni, en vona að eitthvað sé að rofa til í þessum efnum, þar sem allt' of lengi liefur ríkt svartnætti.” —

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.