Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 5
 Dr. Gunnlaugur Þórbarson hrl.: ANDFL í Alþýðublaðinu 9. marz sl. birt ist erindi sem undirritaður hafði samið til flutnings fyrir útvarps þáttinn „Þjóðlíf"_ sem ekki fékkst fluttur, sem frægt er orðið. í er indi þessu var m.a. vikið að land- flótta lækna og með nokkrum orð um reynt aö gera grein fyrir á- stæðum hans, en að sjálfsögðu var ekki hægt að gera málinu svo ýtarleg skil, sem skyldi. Nú hefur einn af þeim hundrað íslenzku læknum, sem dveljast í Svíþjóð, Kristján Baldvinsson ungur læknir, fundið köllun hjá sér til þess að véfengja ábend- ingar mínar og gera athugasemd við þær. Ekki mátti minna duga en að senda öllum dagblöðunum þessa athugasemd eins og hún væri einhver gullvægur vísdómur, sem ekki mætti fara framhjá neinum. Það sem sérstaklega virðist hafa farið í taugarnar á hinum unga lækni, var það að í erindinu var bent á, að lauuakjör og lífsþæg- indasókn ylli nokkru um brott flutning lækna af landinu. Margt mætti benda á sem sýn ir að ég er ekki einn um þessa skoðun, en mér er nærtækast að vitna til hinnar ágætu fullveldis ræðu Sigurðar Líndal 1. des. 1965 sem ekki var myrkur í máli, en hann gerðl það sérstaklega að um talsefni í ræðu sinni. Þar segir ' svo ' m.a.: iLífsþægindaþráhyggjan hefur einkum áhrif á viðhorf til þjóð menningar með tvennum hætti" . . .„ Meðal þeirra, sem gengið hafa lífsþægindasjónarmiöinu á hönd, gilda eiufaldar viffskipta- réglur. PjóMélagW hefur ekki ann að' hlutverk, en fullnægja efnaleg um kröfam og afstaða til þess fer eftir Því, hvort það gerir það eða ekki". . . . ,Víðkunn eru við brögðin, þegar þjófffélagið bregzt þessum vonum. Þá eru hafðar uppi hótanir og svigurmæli, gerð verkföll eða hlaupizt af landi brott og eru þá einkum að verki meim, sem kalla má hátekjumenn á íslenækan mælikvarða. . . . Sérstaklega eru athyglisverð sjón armið hinna brotthlaupnu. Þegar þeir láta til sín heyra, er þeim mest í mun að lýsa ævintýralegum tekjum sínum, bifreiða- og heimil isvélaeign og þægilegu lífi. . . . „Læknir einn brotthlaupinn lýsti því yfir fyrir nokkru að mánaðar laun sín séu næstum eins og árs la«n íslenzkra lækna. . . hafði við orð að þá fyrst kæmi hann til ÍsIotiík aftur, ef sett yrði í Banda ríkjunum heilbrigðislöggjöf sú sem raiðaði að því að gera auð veldara hinum efnaminnstu greiðslu sjúkrakostnaffar, en hún mun f.etja einhverjar skorður við hófl<n;sum töxtum Iækna þar í Jan«?i". . . , Ræða Sigurðar birtist óstytt í Morgunblaðinu 3. des. 1965 án þess að nokkur læknir hreyfði andmælum. Að sjálfsögðu ber að hafa það í huga, að þess mun langt að bíða að við verðum sjálfir megnugir nð ' út.skrifa sérfræðinga í lækn isfræði. Á sínum tíma benti und irritaður á, að Borgarsjúkrahúsið yæri, eins og það væri, hugsað, ekki það, sem kallað er á þýzku „Voll-anstalt" heldur „Kranken havis". Á stúdentafundinum um dnginn. um heilbrigðismál var þessi skoðun staðfest, og það kom emnig fram, að sama máli gegndi um Landsspítalann. Hugsanlegt væri þó með samstarfi þessati> sjúkráhúsa, að útskrifa sérfræð- inga. Nú mun hins vegar vera efst í huga iþeirra, sem um þessi mál fjalla, að bæði sjúkrahúsin geti orðið „Voll-anstalt", þ.e. geti út skrifað sérfræðinga, hversu sem okkur má takast það í fámenni okkar. Af fyrrgreindum ástæðum verða íslenzkir læknar að fara ut an til framhaldsnáms og vafalaust hafa fæstir það í huga að fara alfarnir, en reyndin hefur hins vegar orðið sú um allt of marga. Hinn- ungi læknir fullyrðir að allir vilja læknarnir koma heim, ef þeir hefðu aðstöðu til þess að geta stundað sérgrein sína. Hann virð ist þó ekki vita, að margir lækn ar sem komið hafa heim að loknu sérnámi, hafa ekki getað unað hag sínum hér, þótt þeir hefðu góða aðstöðu til að stunda sérgrein sína. _ Sumir hafa jafnvel farið, eftir að hafa starfað hér í nokk úr ár. Nýjasta dæmið er læknir sem fór af landi brott fyrir skömmu en hafði skapað sér á_ gæta aðstöðu til starfs í sérgrein sinni, hafði t.d. 430.000 krónur ár ið 1963 frá Sjúkrasamlagi Reykja vikur einu saman og naut mikilla vinsælda hjá sjúklingum sínum. Þegar hann var spurður, hvað ylli brottför hans, varð 'það helzt að skilja að það væri „erfið aðstaða" En þessi „erfiða aðstaða" virðist hálfgert feimnismál. Yngri læknar vita þó, hvað við er átt, en hafa samt e.t.v. ekki einurð í sér til þess að segja það berum orðum, sem sé að þeir telja suma yfir lækna full einráða eða gripna af hinu svokallaða „pýramíta- kerfi", sem læknar og áhugamenn vita hvað merkir. Vafalaust eru Iþeir margir, sem heyrt hafa, hyernig sumir íslenzkir læknar, sem snúið hafa heim aftur, virðast hafa allt á hornum sér og virð Gunnlaugur Þórðarson ast bíða fyrstu átyllu til þess að geta horfið aftur héðan af landi burt. Engin nöfn skulu hér þá til færð. Aðrir læknar hafa farið af landi burt aftur af því að þeir voru kvæntir erlendum konum, sem ekki gátu unað hag sinum hér. Mér væri unnt að nafngreina í fljótu bragði fjölda íslenzkra lækna, sem komið hafa heim aft ur, en ekki tollað hér, jafnvel þó þeir hafi að því er virðist haft ágæta aðstöðu til starfs í sérgrein sinni. Sé svo, að hinn ungi læknir viti ekki, að þetta er hið sanna í mál inu, skulu ef hann óskar þess síðar talin upp nöfn ýmissa lækna, sem komið hafa og starf að hér lengri eða skemmri tíma, en farið af landi brott aftur. En það verður ekki gert nema af gefnu tilefni 'frá honum sjálfum. Alþjóð er minnisstætt, er fluttur Var í útVarpsfréttaauka, viðtal við íslenzkan lækni, sem starfað hafði heima, en er nú í amer íska hernum í Viet-Nam. Því miður er það svo hjá okk ur, að algjört skipulagsleysi ríkir í því í hvaða sérgrein læknar fara. í sumar sérgreinar vantar lækna í aðrar fara of margir. Væri það ekki verkefni landlæknisembættis eða læknafélagsins að vera til leið beiningar. Nokkru eftir að reglugerðin um veitingu sérfræðileyfa var sett ár ið 1961 (StjórnartíSindi 1961 B- deild nr. 136), átti undirritaður tal um það við landlækni hvort ýmis ákvæði reglugerðarinnar myndu ekki torvelda Iþað, að ís lenzkir læknar hyrfu heim aftur og fengju sérfræðingsviðurkenn- ingu. Landlæknir taldi þenna ótta minn ástæðulausan. Nú upplýsir þessi ungi læknir, að þessi reglu gerð sé þrándur í götu, en bend ir hins vegar ekki á, hvaða atriði megi telja erfiðasta þröskuldinn, sem honum var þó skylt. Eitt af skilyrðum, sem sett eru í reglugerðinni skv. 2. gr. er: „atS hafa samið ritgerð um efni sér- sreinar sinnar, er aS verulegvi leyti sé byggð á eigin athugun um og rannsókn, og hafa fengið hana birta í viðurkenndu sérfræði riti tilheyrandi sérgreinar." Þetta ákvæði var eitt af nýmælunum og er aS mínum dómi afar torvelt að fiillnægja því fyrir flesta lækna, eins og allir hljóta að sjá sem málum þessum eru kunnugir. Fyndist mér, að hinn ungi lækn ir hefði getað vikið nánar áð þeim atriðum í fyrrnefndri reglu gerð í grein sinni og beint spjót um sínum aS öðrum en þeim, sem með rökum hafa gagnrýnt skipu laffsleysi, bruðl og fyrirhyggju- leysi í s.iúkrahúsabyggingar- og héilbrigðismálum okkar, því þau «krif hafa ekki orðiS til þess að snilla fvrir málinu. jafnvel átt ein hvern þátt í að reka á eftir fram kvæmdum. Því miður virðist svo, sem sú hugsun sé í vaxandi mæli að grípa suma lækna, að þeir séu „helgar kvr" þessa iþjóðfélags og að aðr ir megi ekki ræða um heilbrigð Framhald á 15. síðu. Jón Þorsfeinsson: ALÞYÐUFLOKKURINN lítur á niðurgreiðslur vöruverðs sem áhrifaríka aðferð til "að hafa hemil á verðbólgu, enda þótt hún sé ekki einhlít og kosti sannarlega mikil fjárút lát. Kostirnir við niðurgreiðslu vöruverðs eru þessir: 1 Niöurgreiðslurnar draga úr vexti verðbólgunnar og geta jafnvel stöðvað hana um lengri eða skemmri tíma. reiöslur og veröbólga 2. Niðurgreiðslurnar spara rík issjóði útgjöld á öðrum svið um. 3. Niðurgreiðslurnar eru stuðn ingur við ' útflutningsat- vinnuvegina sem ekki þurfa að taka á sig verðlags- hækkanir innanlands eins og nú standa sakir. 4. Niðurgreiðslur á landbún- aðarafurðum, auka innan- landsneyzluna og draga úr því afurðamagni,sem bænd ur yrðu ella að selja úr landi fyrir mjög lágt verð. 5. Niðurgreiðslur á mjólk og óðrum nauðsynjavör- um eru sérstök kjarabót fyrir láglaunafólk og barn margar fjölskyldur, þar sem þetta fólk verður að . verja stærri hluta af tekj- um sínum en aðrar stétt- ir til kaupa á lífsnauðsynj- um. Á hinn bóginn kosta niður greiðslur mikla peninga. For- sendan fyrir því að unnt sé að fara þessa leið er því sú að fjárhagsafkoma ríkissjóðs sé goð. Að því leyti sem góð fjárhagsafkoma byggist á aukn um innflutningi og meiri toll tekjum.verður traust gjaldeyr- isstaða einnig að vera fyrir hendi. En það var einmitt þessi hlekkur er varð sífellt veikari og veikari á vinstri stjórnarárunum, sem brast al- veg í árs-lok 1959 og olli því að byrja varð á stöSvunarstefn unni á þeim tíma. Nú horfir Iþetta betur. Undir viðreisnar stjórn hefír gjaldeyrisstaðan batnað og er enn traust þrátt fyrir lækkandi verð á útflutn- ingsafurðum okkar. Niður- greiðsluleiðin er því færari nú en áður, ef sérstðk áföll henda ekki. En það eru ekki allir jafn hrifnir af þessari leið. Ey- steinn Jónsson kallar þetta ein faldlega að moka peningum í niðurgreiðsluhítina. Hann hef ur líklega önnur og hetri ráð á takteinum til þess að vinna bug á verðbólgunni. 3. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIB C I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.