Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 7
Ræba Jóns Sigurbssonar á útifundi 7. maí: í VITUND þjóðarinnar er 1. maí ,orðinn einn af hinum föstu hátíðisdögum ársins. í dag eru fjörutíu og fjögur ár síðan reykvísk alþýða fyrst fylkti liði til kröfugöngu og úti- fundar 1. maí. Það er ekki aðeins hér í höf- uðborginni, sem dagsins er minnzt heldur og alls staðar þar úti á landi, sem verkalýðsfélög eru staðsett og þéttbýlt er, enda væri annað óviðurkvæmilegt, þar sem verkalýðssamtökin hafa helgað sér þennan dag, og hann nú fengið slíka viðurkenningu, að vera einn af hinum löghelg- uðu hátíðisdögum þjóðarinnar. Fyrsti maí, er þó ekki aðeins frídagur og hátíðisdagur verka- lýðsins, heldur og einnig upp- gjörs- og baráttudagur verka- lýðssamtakanna. Þennan dag, lít- um við til baka yfir farinn veg, fögnum því sem vel hefur tekizt en færum okkur jafnframt í nyt reýnsluna af því sem miður hef- ur farið og heitum því að gera betur næst. Ég fagna því að samkomulag skyldi enn á ný nást um hátíða- höld dagsins og vil ég þakka þeim er hlut áttu að þvi, að svo skyldi verða. Við þurfum á einingu, sam hug og samstarfi að halda, við skipulagsbreytingu, sem óumflýj anlegt er, að við gerum á okkar samtökum og nú er unnið að. Eining og það afl, er hún gefur, er okkur einnig nauðsyn- leg í þeirri kjarabaráttu og rétt- indabaráttu, sem fram undan er, og alltaf er til staðar. í dag minnumst við þeirra hugrökku og framsýnu manna er brautina ruddu, með stofnun verkalýðsfélaga um og eftir síð- ustu aldamót. Þeim mönnum get- ur íslenzk alþýða aldrei fullþakk að, en bezt minnumst við þeirra, með því að láta aldrei falla það merki sem þeir hófu og varðveita vel og ávaxta þá arfleifð er þeir létu okkur eftir. Við minnumst einnig þeirra félaga okkar, kvenna og karla, er fallið hafa írá síðan 1. maí á sl. ári. Við þökkum þeim gott samstarf og samfylgd og vottum aðstandend um þeirra samúð. Víðast hvar um hinn frjálsa heim er dagurinn i dag haldinn hátiðlegur á líkan hátt og við gerum nú, og þá í sama tilefni en markmiðin eru þau sömu. __ Með sanni má því segja, að 1. mal sé alþjóðlegur hátíðisdagur. Okkar samtök eru hlekkur í hinni alþjóðlegu verkalýöshreyfingu, Alþýðusambandið er í Alþjóða- sambandi frjálsra verkalýðsfé- laga, Sjómannafélag Reykjavík- ur í Alþjóðasambandi flutninga- verkamanna og ýmiss önnur ís- lenzk verkalýðssambönd og fé- lög eru í alþjóðlegum sérgreina- samböndum. Vandamál erlendra stéttarsystkina eru því jafnframt okkar vandamál, sem okkur er skylt að minnast. Þrátt fyrir mikla möguleika vegna tilkomu nýrrar og auk- innar tækni er það svo í dag, að meira en helnv ingur íbúa jarðarinnar býr við skort, og er þá vægt til orða tekið, varðandi ýmsar vanþró- aðar þjóðir, Þrátt fyrir það, að á undan- förnum árum hafi ýmsar þjóðir öðlazt sjálfstæði og sjálfstjórn, er það samt svo í dag, að marg- ar þjóðir búa enn við íhlutun á stjórh og jafnvel harðræði annarra þjóða, og má þar m. a. minna á nýlendur Portúgals. — Enn er til kynþáttamisrétti og jafnvel kúgun og má þar minna á Rhodesíu og Suður-Afríku. Enn eru háðar styrjaldir og má þar sérstaklega minna á Vi- etnam. Um leið og við hörmum og mótmælum valdatöku og einræði hersins í Grikklandi og hljótum að vera slegin ugg vegna auk- ins fylgis nýnazista í Þýzkalandi, samfögnum við þeim þjóðum sem fengið hafa sjálfstæði. Við íkrefjumst þess að allri nýlendu- kúgun verði aflétt. Við fordæm- um kynþáttakúgun og tökum- undir kröfur stéttarsystkina okk ar víða um heim, að komið verði á friði í Vietnam og þar annars staðar sem styrjaldir eru háðar. Við fordæmum styrjaldir og teljum að ágreiningsmálin beri að leysa við samningaborðið. Eitt er þó það stríð, sem við erum reiðubúin að taka þ'átt í, en það er herferð gegn hungri, gegn sjúkdómum, fáfræði og hvers konar misrétti. Ég sagði áðan að dagurhin í dag væri ekki aðeins hátíðisdag- ur, heldur og einnig dagur upp- gjörs, og því sjálfsagt að geta þess sem vel hefur verið gert, eins og þess sem miður hefur farið. Verkalýðssamtökin fagna því, að um sl. áramót komst á, skv. lögum, fullt launajafnrétti kvenna, og var þá langþráðum áfanga náð. Nokkur kauphækk- un fékkst á sl. sumri fyrir marg- ar atvinnustéttir, auk ýmissa at- riða arinarra, svo sem 0,25% á kaup, sem renna skal í orlofs- Jón Sigurðsson flytur ræðu sína 1. maí. sjóði verkalýðsfélaganna og einn- ig fékkst með samningum aukin aðstoð við efnalítið fólk í verka- lýðsfélögunum, til að eignast í- búð, og á ég þar við 75 þús. kr. aukalánin. Ýmislegt hefur náðst fram af réttindamálum sjómanna, ýmist með löggjöf eða á annan hátt. Fæst af því telst til beinna kjarabóta, en eru þó mál er sam- tökin hafa barizt fyrir og varða miklu fyrir sjómenn og sam- tök þeirra. Eitt er það mál, sem við fögn- um öll, að ákveðið hefur verið, að til landsins verði keyptir a. m. k. 4 skuttogarar og er það fagnaðarefni, því ábyggilegt er, að það er skoðun mikils meiri- hluta í verkalýðssamtökunum í Reykjavík og víðar, að án tog- araútgerðar getum við ekki ver- ið að minnsta kosti ekki á næstu árum. • Um þýðingu þessa vil ég nefna sem dæmi, að ef togaraaflans nyti ekki við, mætti loka þrem- ur af sex frystihúsum, er starf- rækt hafa verið hér í Reykjavík, og geri ég ráð fyrir að margar verkamannafjölskyldur hér finndu fýrir því, ef svo yrði gert. . S.l. laugardag var Sparisjóð- ur Alþýðu opnaður og mátti sjá strax á fyrsta degi, að reykvísk alþýða er ákveðin í því að gera Sparisjóðinn fljótlega að stór- um banka, er síðar geti orðið henni til halds og trausts, þegar erfiðleikar steðjuðu að, og á þyrfti að halda. Öllu þessu ber að fagna og verkalýðssamtökin meta það sem vel er gert. Samtökin hafa lengst af náð sinu fram í á- föngum og svo mun enn verða. Það, sem miður hefur farið og nærtækast er, vil ég segja að sé það, að til eru starfsstéttir sem ekki hafa enn þá fengið þá kaup hækkun og lagfæringu sem sam- ið var um á sl. sumri, og má þar helzt nefna farmenn, járn iðnaðarmenn og fleiri starfsstétt ir. Að sjálfsögðu gerum við kröf ur til að þessu verði nú þegar kippt í lag og tel ég að það sé ekkert brot á verðstöðvunarlög unum þótt svo yrði gert. Ekki er því að leyna að hú þegar er farið að brydda á atvinnuleysi eða í það minnsta að atvinna er ekki eins mikil nú og hún hef ur verið um nokkur undanfarin ár. Enginn vágestur er verkafólki verri en, atvinnuleysi, og því hljótum við að taka upp okkar fyrri kröfur: Aldrei framar at vinnuleysi. Fyrir ári síðan, á þessum sama stað, lét ég í Ijós nokkurn ótta vegna þess, hvernig bruðl að væri með okkar dýrmæta gjaldeyri og taldi gjaldeyrissjóð okkar alltof lítinn, sem þó var þá talinn vera um 2000 milljónir. Ég taldi þá, að svo gæti farið að verri ár gætu komið, en við höf um búið við um skeið. Sjávarafli gæti minnkað, eða verð sjávaraf urða lækkað en fyrir sjávaraf urðir hefur okkar gjaldeyrir fengizt að lang mestu leyti, og mun verða svo um næstu ár eða áratugi. Því miður var þessi uggur ekki ástæðulaus, og er nú þegar orðið svo, sem ég óttaðist. Verð fall varð það mikið á erlendum markaði á bræðslusíldarafurðum mjöli og lýsi, að þó nokkrar síld arverksmiðjur, er hefðu átt að skila nokkrum hagnáði á sl. ári, vegna meira magns er þær fengu, en reiknað var með í verð grundvellinum, munu hafa frek ar tapað á rekstri en hitt. Það má segja að það sem af er yfirstandandi vertíð, hafi ver ið frekar lélegur afli vegna yfir- tak slæmra gæfta. Uggvænlega horfir um verð á bræðslusíldarafurðum á þessu ári. og eins og er lítur helzt út fyr ir að mjög erfitt reynist að ná samkomulagi um verð á síld í bræðslu og gæti svo farið að fá ir bátar fari á síld fyrr en í júní. Eins og nú er ástatt um verð á lýsi og mjöli mundum við fá um 350—400 millj. .krónum minna en fékkst á sl. ári fyrir afurðirnar úr jafnmiklu magni og þá veiddist, en það eigum við hvergi nærri víst, að jafnmikil veiði vérði og ef svo færi verð ur minnkunin enn meiri. í þeirri síldarverðlagningu er nú stendur yfir hljóta samtök sjómanna og útvegsmanna að mót mæla þvi harðlega, að 5 eða jafn vel 6 síldarverksmiðjur, sem lítið eða ekkert fengu af síld sl. ár verði teknar inn í verðgrundvöll inn nú, en það mundi leiða til ehn meiri verðlækkunar á^ síld en þörf er á. Nú þegar er um ofbyggingu á síldai-verksmiðjum að ræða,- þótj; það sé hvergi nærri um jafn mikla yfirbyggingu að ræða: eins og varðandi frystihúsin og áðrar Frh. á bls. lö'; 3. raaí 1967 ALp^ÐUBLAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.