Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 8
SVIÐS LJÓS Dave Dee til íslands? Það e.r eins og Cliff Richard trúi ekfci sinum eigin augum. Kannski er hann að skoða vinsældalistann í Bretlandi. Sandie Shaw sló út Sinatra feðginin EF VIÐ lítum á vinsældalist- ann í Bretlandi um þessar mund- ir sjáum við, að vinkona okkar, hún Sandie Shaw, hefur hrakið Nancy og Frank Sinatra úr efsta sætinu og skartar þar nú einvöld með „Puppet on a streng." Það er orðið all langt síðan hún hef- ur náð efsta sætinu og er því þessi sigur fyrir hana enn sætari. Sin- atra feðginin verða að láta sér nægja annað sætið eftir að hafa setið í því efsta í tvær vikur, en hins vegar eru þau enn nr. 1 á Framhald á 13. síðu. ÞAÐ hefur stað'ið til um all langt skeið, að þeir félagar Dave Dee, Dozy, Beaky, Mick and Tich kæmu hingað til hljómleika- halds. Enn sem komið er, hefur ekkert orðið úr þessu. Hvort að þeir hafi fengið snert af þeirri „pest", sem herjaði skyndilega á Kinks, er þeim stóð til boða að halda hér hljómleika, liggur ekki ljóst fyrir. Um þessar mundir eru þeir fé- lagar í hnattferð ásamt Hollies og er ekki fjarri því að álíta, að e.t.v. komi þeir við á eldfjalla- landinu til að seðja hina inn- fæddu tilbiðjendur og lífa á kölskapottinn (Surt). Trommuleikari Hollies, Bobby Eliot, hefur legið sjúkur um tíma og er hann því ekki með í þess- ari ferð. Dave Dee & Co. munu ekki væntanlegir heim fyrr en í maí- lok. Um ferðina sagði hann m. a. áður en hann lagði af stað: Þetfa verður stórkostlegt. — Hingað til höfum við látið \okkur nægja að ferðast um Bretland, en nú fáum við tækifæri til að kynn- ast aðdáendum okkar í Evrópu og viðar. Við lékum inn' á tvær 2ja laga hljómplötur nú fyrir skömmu og verður ónnur þeirra gefin út á meðan við erum í þessari ferð, en hin strax og við komum heim. Hollies dvöldust líka við plötu- upptöku, áður en lagt var af stað. Að öllum líkindum verður titil- lagið á þeirri plötu „Step right in." Hermits og WHO í reisu Nei, þetta er ekki atriði úr hinni væntanlegu kvikmynd um Her- mari*Hermit's. Engu að síður er það hann, sem liggur þarna ósjálf- bjarga eftir að íslenzkir aðdáendur höfðu „stolið" honum af sviðinu í Austurbæjarbíó. HERMAN HERMIT'S og Who fara í níu mánaða reisu um þver og endilöng Bandaríkin í júlí næstk. „Happy .lack" flutt af Who er einmitt um þessar mundir að fikra sig upp vinsældalistann í USA, e.n nýjasta platan þeirra ber yfirskriftina „Pictures of Lily." í maí mun verða farið að vinna við kvikmynd um Herman Hermit's og félaga, en hún á að bera sama nafn og eitt vinssel- asta lag þeirra fyrr og síðar, Mrs. Framhald á 13. síðu. Bobby Eliot, trommuleikari Hol- lies, hefur efcfci komið jram í sviðsljósið í alllangan tíma vegna veikinda. ick á íslenzka hljómplötu í MARZ kom brezk hljómsveit fram á hljómleikum í Austur- bæjarbíó. Þetta voru Quick. Þeir gei-ðu geysilukku og unga fólkið komst í sína alkunnu „konsert-' stemningu," en henni fylgír all mikill bægslagangur. Undir lokin þótti bíóstjóranum þetta g'anga of langt, er ungmennin gerðu harð- skeyttar tilraunir til að komast upp á sviðið og varð kynnirinn að hóta því að taka rafmagnið af og vitnaði til Swinging Blue Je- ans hljómleikanna, til sönnunar því, að'þetta hefði verið gert áð- ur. En til þess kom þó ekki. Það hefur komið til tals að gefa út hljómplötu með Quick fyrir íslenzkan markað og er U. F. útgáfan framkvæmdaaðilinn, en Jón Lýðsson, forsvarsmaður henn- ar, stóð fyrir hingað komu Quick. Þá hefur þessi sama útgáfa á- kveðið að gefa út plötu með LÖG- UM frá Vestmannaeyjum. KASTUÓS FRANCO HERDIS FYRIR fimm árum tók Fran- co, einræðisherra á Spáni, upp breytta stefnu, sem smátt og smátt átti að færa ástandið í landinu í frjálsara horf. Nýir, í'ramfarasinnaðir menn voru' teknir í stjórnina, losað var um tökin og Spánn virtist stefna í átt til aukins lýðræðis og frelsis. Nú er þetta breytt. Tilraunir Francos til að koma á frjáls- lyndara stjórnarfari hafa farið út um þúfur. Hert hefur verið á tijkunum á nýjan leik, fram- farasinnarnir í stjórninni hafa orðið að víkja og öfgafullir hægrisinnar ráða nú mestu uhi stjórn landsins. Afturhaldssinnar á Spáni hafa haft miklar áhyggjur af þróun mála á undanförnum árum. — Þjóðin hefur verið að reyna að brjótast undan fargi kúgunar og áþjánar. Stúdentar hafa haft sig mikið í frammi, efnt' til mót- mælaaðgerða og staðið fyrir ó- eirðum. Mikil ólga hefur ríkt meðal verkamanna. Nú eru afturhaldssinnar aft- ur traustir í sessi og þeir reyna að stöðva þróun, sem þeir ótt- ast að endað geti með ósköpum. * ÞJÓÐARATKVÆÐI. Hin auknu áhrif íhaldsmanna komu fyrst í ljós í desember í fyrra, þegar þeir féllust á þjóð- aratkvæðagreiðslu þá, sem hald- in var um hina nýju stjórnar- skrá Francos. Gerf hafði verið ráð fyrir, að 70% kjósenda mundu greiða atkvæði, eða mun færri en í siðustu þjóðaratkvæða greiðslu fyrir 19 árum, en þá var kosningahluttakan 88.8%. Framfarasinnar töldu, að minni kosningaþátttaka mundi sannfæra útlertdinga um, að lýð- ræðislegri aðferðir en áður hefðu þekkzt hefðu verið tekn- ar upp á Spáni. En afturhalds- sinnar litu öðru vísi á málið. — Þeir töldu, að ef kosningaþátt- takan yrði innan við 88.8% og færri greiddu atkvæði með stjórnarskránni en þau 92.2%, sem það gerðu 1947, mundi það bera vott um minnkandi vin- sældir Francos. „Hörðu" öflin í stjórninni gerðu því allt sem í þeirra valdi stóð til að gera þjóðaratkvæða- gréiðsluna að sigri fyrir Fran- co, og árangurinn varð sá, að kosningaþátttakan varð 88.8% og 95.9% greiddu atkvæði með hinni nýju stjórnarskrá. Niður- staðan varð því mjög svipuð og 1947. • AUKIÐ EINRÆÐI. Stjórnin hefur aftur hert tök in á eftirtöldum sviðum: * Prentfrelsislögunum frá í fyrra, sem kváðu á um að rit- skoðun yrði afnumin og leyfðu aukið skoðanalrelsi, hefur verið breytt, og blaðamenn, sem brjóta lögin, eru dæmdir þungri refsingu. Blaðamenn eiga nú það á hættu að vera dæmdir í allt að sex ára fang- elsi, ef þeir birta fréttir, sem yfirvöldin geta kallað „rang- ar" eða „hættulegar." * Hegningarlögunum hefur einn- ig nýlega verið breytt, — og þeir, sem gagnrýna stjórnar- farið og sýna þar með „stofn- unum eða mönnum lítilsvirð- ingu", hljóta eirinig þunga dóma. * Háskólastúdentar, sem sýna ríkislögreglunni, Politica Ar- mada, mótþróa, verða fram- * vegis leiddir fyrir herrétt. í hverjum einasta háskóla Spán ar hafa stúdentar þrjózkast gegn stjórninni og stofnað frjáls félög. Nú er fyrirsjáan- legt, að afskipti lögreglunnar af málefnum þeirra munu auk- ast. ^< HINN 3. maí 1959 komu út 2 frímerki til minningar um það, að þann dag voru 200 ár lið- in frá andláti Jóns Þorkelssonar, fyrrverandi Skálholtsrektors. Myndin á merkjunum sýnir Jón sitja á tali við tvö börn, en að ofan er nafn hans ásamt. ártöl- unum 1759—1959. — Verðgildin voru 2 kr. grænt og 3 kr. brún- fjólublátt. Upplag þessara merkja er hálf milljón af lægra verðgildinu, en 400 þús. af því bærra. Tökkunin er YiVz — W. Jón Þorkelsson, fyrrum rekt- or í Skálholti, var hinn mesti var samstarfsmaður Harboes biskups á íslandi árin 1741 — 1745. Þeir félagar, Jón og Har- boe ferðuðust víða um landið þessi fjögur ár og kynntu sér ástandið í menningarmálum presta og almennings. Yfirleitt fengu prestar heldur lélega eink- unn hjá þeim og reyndist sitt að hver.jum, þótt nokkrir fengju hrós. Drykkjuskapur, vankunn- átta og slæleg barnafræðsla voru hlutir, sem víða böguðu prest- ana, einnig var fátæktin mikil hjá þeim mörgum, svo sem sjá má af því, að sumir þeirra höfðu 3. maí 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.