Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 9
R TÖKiN * Stjórn Francos hefur sam- þykkt lög, sem kveða á um endurreisn Þjóðarhreyfíngar- innar svokölluðu, en hún tulk- ar hugmyndakerfi Franco- stjórnarinnar. Grundvöllur stefnu hreyfingarinnar er fal- angismi, og almennt hafði ver ið við því búizt, að hreyfing- in mundi smám saman hverfa af sjónarsviðinu. Nú er hún aftur komin til sögunnar í samræmi við hina nýju stjórn- arskrá, og hlutverk hennar er að treysta stjórnina í sessi og tryggja það að stefna henn- ar haldi áfram að móta spönsk stjórnmál, jafnvel eftir að Franco fellur frá. • ÓFKJÁLSAR KOSNINGAR. Bæjar- og sveitarstjórnir og verkalýðsfélógin, sem eru und- ir stjórn ríkisins, hafa nákvæmt eftirlit með því hverjir fá sæti á þinginu, Cortes. Samkvæmt' nýju stjórnarskránni, sem stað- fest var í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni í desember, skal fimmti hver þingmaður kosinn beinni kosningu „með þeim hætti sem lög kveða á um." En í lagafrum- varpi, sem lýsir í einstökum at- riðum hvernig kjör frambjóð- enda fer fram, kemur í ljós, að þessar svokölluðu beinu kosn- ingar geta tæplega talizt frjáls- ar nema að takmörkuðu leyti. Samkvæmt lagafrumvarpinu skal frambjóðandi fyrst gefa skriflega yfirlýsingu, þar sem hann lýsir yfir stuðningi við meginreglur Þjóðarhreyfingar- innar. Ef hann nær kosningu, hefur hann því hvór.ki lagalega né siðferðilega frelsi til að víkja frá meginreglum falangista- stjórnarinnar og stefnu hennar, og hann getur ekki gagnrýnt stjórnina. Enn fremur er þess krafizt í lagafrumvarpinu, að frambjóð- andi skuli vera meðlimur eða fyrr verandi meðlimur þingsins eða að öðrum kosti hljóta meðmæli fimm þingmanna eða meðmæli 7 embættismanna viðkomandi kjör- dæmis. Ella verði hann að safna 2.000 gildum undirskriftum eða jafnmórgum undirskriftum og sem svarar einum af hverjum hundrað kjósenda í kjördæmi hans. • Þessar kröfur tákna, að þeir frambjóðendur, sem eru að hafa verið í þjónustu stjórnarinnar eða njóta stuðnings embættis- manna ríkisins, standa langtum betur að vígi en þeir frambjóð- endur, sem safna verða 2.000 undirskriftum án opinbers stuðn- ings. Á síðari árum hefur stjórnin sýnt verkamönnum aukið um- burðarlyndi. Áður fyrr voru verk föll ólögleg," en nú eru þau það ekki lengur, ef yfirvöldin líta svo r á, að þau séu „efnahagsleg" en ekki „pólitísk" verkföll. Verka- mönnum var leyft að koma á fót verkamannaiiefndum í verk-' smiðjum og iðnfyrirtækjum víðs vegar um landið, og voru þess- 'ar nefndir með öllu óháðar hin- um opinberu verkalýðsfélögum, sem eru undir eftirliti stjórn- valda. Nú hefur því verið lýst yfir, að verkamannanefndirnar, sem kommúnistum hefur tekizt að þrengja sér inn í að einhverju leyti, séu ólöglegar, og vinnu- veitendur eru neyddir til að segja upp verkamönnum, sem stofna til óleyfilegra funda. • TAKMARKAÐ TRÚFRELSI . Rómversk-kaþólska kirkjan á Spáni, sem er ein af máttar- stoðum Francos, hefur hert' á aga í röðum sínum og nokkrum prestum hefur verið refsað fyrir agabrot. Sjálf yfirstjórn kirkj- unnar er stjórninni trú, en nokkr- ir prestar, sem engin völd hafa, eru það ekki. Prestar þeir, sem gagnrýna stjórnina, eru sendir úr landi eða fluttir til annarra landshluta. Fyrir skömmu beittu biskup- arnir völdum sínum gegn sam- ' tökum leikra, er kallast ,,Kaþ- ólsk barátta," og frestuðu lands- • fundi samtakanna um óákveðinn tíma. Leiðtogar samtakanna höfðu látið opinberlega uppi frjálslyndar skoðanir í stjórn- málum og töldu að samþykktir, sem gerðar hefðu verið í Páfa- garði, yrðu einnig að ná til Spánar. Páfinn hefur lýst yfir stuðningi við hugmyndirnar um að starfsemi margra stjórnmála- flokka verði leyfð og leyft verði að halda opinbera fundi og hef- ur kallað stofnun frjálsra verka- Frh. á bls. 15. jafnvel ekki ráð á því að eignast biblíuna. Vafalaust hefur Jóni Þor- kelssyni, þeim ágæta fræði- manni, runnið til rifja hið bága ástand í menningarmálum al- mennings og lestrarkunnátta barna. Var það svo í sumum sveitum og landshlutum, að að- eins einn af hverjum þremur mátti kallast læs á bók og flest- ir illa skrifandi, enda var land- ið; þá barnaskólalaust. ¦ SumS' staðar voru munaðarlaus börn jafnvel á vergangi. — Jón Þor- kelsson var vel efnum búinn og skömmu fyrir andlát sitt ákvað hann að gefa allar eigur sínar fátækum og munaðarlausum í Kjalarnesþingi til uppeldis og menningar og fékk hann stað- festingu konungs á þeirri erfða- skrá. Eignir þær, er runnu í þennan sjóð voru tíu jarðir og jarðarhlutar á íslandi og rífleg f járhæð á vöxtum í banka í Kaup mannahöfn. — Bókasafn Jóns var einnig með í gjöfinni og átti það fyrst um sinn að geym- ast í.kirkjunni í Njarðvík, en þar var æskuheimili gefandans. — Koma átti á fót skóla eða stofna fyrir ágóða af eignum sjóðsins, og áttu bækurnar þá að flytjást þangað. I stofnun þessari „áttu börnin að njóta fæðis og klæða Framhald á 15. síðu. SOKKARN9R sem sameina alla góða kosti með langri end- ingu, hóflegu verði og nýjustu tízkulitum. 30 * DEMIÍR M ¦1 1 PLAIHNESH Kostakjor 4 Enn á ný hafa hinar miklu sokkaverksmiðj- ur í Tekkóslóvakíu lækkað verðið á fram^ leiðslu sinni. Hinir viðurkenndu, fallegu og óslítandi 30 DENIER ÍSABELLA-REGINA sokkar kosta nú í smásölu um kr. 34,00 (í stað kr. 42,00 áður) og ÍSABELLA 20 den um kr. 27,00 (í stað kr. 35,00 áður). Vörugæðin ætíð hin sömu. Fallegir sokkar, sem fara vel ög end- ast lengi. Notið þessi kjarakaup. Heildsala. Þdrðiir Sveírssson & Co. 'hf. OKUMENN - OKUMENN Gatnamálastjórinn beinir þeim tilmælum til ökumanna, að aka ekki Iengrur á negldum hjólbör'ö'um og stuðla með því að minni gatnaskemmdum í borginni. j GATNAMÁLASTJÓRINN í REYKJAVÍK. "a ^f 3. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.