Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 16
^mm&ímmm YFARAR KILEGLEIKANS Það gerast víðar ævintýri en í ibókum. Þetta var sagt iá meðan ævintýri voru uppáhaldslesning mannfólksins, en ævintýrí nútím- ans eru reyfarar af allslags tagi, <og þetta gamla spakmæli á ekki síður við um þá; það gerast reyf- arar víðar en í bókum. Og þeir reyfarar, sem gerast í virkileikan- nm eru oft og tíðum miklu stór- kostlegri en hinir, sem reyfara- höfundar færa í letur. Það eru nefnilega takmörk fyrir því hverju ibókarhöfundar geta fengið lesend- vir til að 'trúa, eða telja sig geta fengið þá til að t-rúa, og góðir reyf arahöfundar halda sig réttu megin við þau takmörk. En í virkileikan- um eru engin slík takmörk; þar gerast stundum reyfarar, sem eru svo ótrúlegir að enginn bókarhöf- undur þyrði að láta þá frá sér fara. Það er til dæmis hætt við því að sá hefði fengið aldeilis á bauk- inn hjá krítikinni, sem hefði 'lát- ið sér detta í hug að semja sögu þar sem fangelsað skip væri lát- ið sleppa»úr haldi á þann einf alda Jbtátt að leysa landfestar og -sigla burt í augsýn allra og hafa þó í krinijum sig iher gæzlumanna, foæði innan borðs og utan. Slikt liefði líka naumast getað komið fyrir hjá þjóð sem tekur fangels- anir og sakamáJarekstur alvarlega, en hér hjá okkur gerðist þetta nú fyrir fáum dögum, eins og frægt er orðið. Enda kannski von, því að auðvitað lítum við á sakamál *>g dómsvald eins og part úr óper- ettunni, sem víð erum öll þátt- takendur í og tökum eina alvar- lega allra hluta. (Þetta mætti líka orða á þann veg að það eina sem við tökum alvarlega sé ¦ að taka ekkert alvarlega, og er það sjón- armið álveg í anda Baksíðunnar, svo líklega er rétt ,að varpa nafn- inu óperettuþjóð fyrir róða, þótt það sé réttnefni, en taka upp heit- ið baksíðuþjóð í staðinn.) En svo að aftur sé vikið að reyfaranum, þá hefði það líka þótt bíræfið hjá feyfarahöfundi að láta söguhetjuna stefna Iheim til sín með því að stefna í þveröfuga látt, og þó er enginn kominn til með að segja nema það geti síðar orðið hin rétta átt, „því þið vitið að jörðin er líkt og hnöttur í lag- inu", segir Steinn Steinarr ein- hvers staðar. En varia er jþó í þessu tilviki um að ræða áhrif frá því ágæta skáldi, þar sem harla ólíklegt verður að teljast að brezkir sjósóknarar séu mjög vers eraðir í Ijóðum hans. Og þó er aldrei að vita, nema svo kynni að vera. Raunar getur verið að fleiri á- hrifa gæti frá íslenzkum Ijóð- mælum í þessum reyfara ölium ]samarj, Eii^hvers staðar er til kvæði um Skarphéðinn í brenn- unni og þar er eldstun'gum og reyka og öllu því hafurtaski lýst með mestu ágætum. Og ihvað ger- ist ekki í ævintýraskipnu Brandi eftir að það hefur verið fangað öðru sinni; það kemur upp í því TE Adam lét af eplinu forðum ginnast, sem ýmsum er gjarnt um að tala, afsökun mætti þó einhverja kannski finna í Evu fagurgala. Miklu er þó verra að láta tælast af tei, sem tjáir oss lögreglusaga, þvilíku sulli. Og sjálfsagt kvenmannslausu. Svei því alla daga. TSordm's eldur, svo að við lá að gjörvöll skipshöfnin fengi tilefni til að leika þá Njálssyni í toaráttu við logana. Raunar munu skipverjar ekki hafa verið líklegir til stór- ræða og í þeim eldfimari vökvi en góðu hófu gegnir, — en þó hefði nú líklega verið rétt, svona til öryggis, hjá Kósinkranz að fara með kvikmyndavélar niður að skip inu, því að ekki er vist að liann hefði aftur fengið annað jafn- gott tækifæri tii að filma Njáls- brennu. spaug Ef þér talið ekki kurteislega við mip„ gcf ég yftur enn einu sinni vitlaust númer. Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna fengu í dagr aiS ræða við Georg-e Papandreou fyrrverandi forsætisráðherra, í fyrsta sinn síðan byltingin var gerð . . . Tíminn. ; Mér fannst dálítið athyglis- vert hvaða myndir blöðin birtu um daginw, þegar bau sögðu frá opnun Náttúru- gripasafnsins, og sjálfsagt gætu sálfræffingar lesið eitt- hvað út úr því. Alþýffiublaði* birti myndir af öndum og gæs uni, Þjóffviljinn kom auffvitaff mc'ð ránfuglana, íhaldsblaðia Mogginn kom ir ð igeirfugl- inn og Tímínn I rti myndir af apaköttum . . Oict/mA^if^vm^ Nú Iengjum við . itafnið á Brandi og köllum hanii Eldi- brand . . . Mikið er ég hissa á honunt Hannibal iníiuun þessa dag„ ana. Þaff er eins og hann viti ekki í hvorn fóíimi hann á að stiga. Og hann sem var svo ákveðinn í pólitíkimti í gamla daga. . , .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.