Alþýðublaðið - 03.05.1967, Side 16

Alþýðublaðið - 03.05.1967, Side 16
 mmM) REYFARAR VIRKILEGLEIKANS 19 Það gerast víðar ævintýri en í Ibókum. Þetta var sagt ‘á meðan ævintýri voru uppáhaldslesning mannfólksins, en ævintýri nútím- ans eru reyfarar af allslags tagi, og þetta gamla spakmæli á ekki síður við um þá; það gerast reyf- arar víðar en í bókum, Og þeir reyfarar, sem gerast í virkileikan- xim eru oft og tíðum miklu stór- kostlegri en hinir, sem reyfara- liöfundar færa í letur. Það eru nefnilega takmörk fyrir því hverju íbókariiöfundar geta fengið lesend- ur til að trúa, eða telja sig geta fengið þá til að trúa, og góðir reyf arahöfundar halda sig réttu megin við þau takmörk. En í virkileikan- um eru engin slík takmörk; þar gerast stundum reyfarar, sem eru svo ótrúle'gir að enginn bókarhöf- undur þyrði að láta þá frá sér fara. Það er til dæmis hætt við því að sá hefði fengið aldeilis á bauk- inn hjá krítikinni, sem hefði lát- ið sér detta í hug að semja sögu þar sem fangelsað skip væri lát- ið sleppamr haldi á þann einfalda lfátt að leysa landfestar og sigla burt í augsýn allra og liafa þó í kringum sig hcr gæzlumanna, bæði innan borðs og utan. Slíkt liefði líka naumast getað komið fyrir hjá þjóð sem tekur fangels- anir og sakamálarekstur alvarlega, en 'hér hjá okkur gerðist þetta nú fyrir fáum dögum, eins og frægt er orðið. Enda kannski von, því að auðvitað lítum við á sakamál og dómsvald eins og part úr óper- ettunni, sem við erum öll þátt- takendur í og tökum eina alvar- lega allra hluta. (Þetta mætti líka orða á þann veg að það eina sem við tökum alvarlega sé ■ að taka ekkert alvarlega, og er það sjón- armið álveg í anda Baksíðunnar, svo líklega er rétt ,að varpa nafn- inu óperettuþjóð fyrir róða, þótt það sé réttnefni, en taka upp heit- ið baksíöuþjóð í staðinn.) En svo að aftur sé vikið að reyfaranum, þá hefði það líka þótt bíræfið hjá reyfarahöfundi að láta söguhetjuna stefna Iheim til sín með því að stefna í þveröfuga 'á'tt, og þó er enginn kominn til með að segja nema það geti síðar orðið hin rétta átt, „því þið vitið að jörðin er líkt og hnöttur í lag- inu“, segir Steinn Steinarr ein- hvers staðar. En varla er þó í þessu tilviki um að ræða áhrif frá því ágæta skáldi, þar sem harla ólíklegt verður að teljast að brezkir sjósóknarar séu mjög vers eraðir í Ijóðum hans. Og þó er aldrei að vita, nema svo kynni að vera. Raunar getur verið að fleiri á- hrifa gæti frá íslenzkum ljóð- mælum í þessum reyfara öllum jsamaii, Eii^hvers staðar er til kvæði um Skarphéðinn í brenn- unni og þar er eldstungum og reyka og öllu því hafurtaski lýst með mestu ágætum. Og hvað ger- ist ekki í ævintýraskipnu Brandi eftir að það hefur verið fangað öðru sinni; það kemur upp í því eldur, svo að við lá að gjörvöll skipshöfnin fengi tilefni til að leika þá Njálssyni í baráttu við logana. Raunar munu skipverjar ekki hafa verið líklegir til stór- ræða og í þeim eldfimari vökvi en góðu hófu gegnir, — en þó hefði nú líklega verið rétt, svona til öryggis, hjá Rósinkranz að fara með kvikmyndavélar niður að skip inu, því að ekki er víst að hann hefði aftur íengið annað jafn- gott tækifæri til að filma Njáls- brennu. Ef þér talið ekki kurteislega við mig, gef ég yður enn einu sinni vitlaust númer. TE Adam lét af eplinu forðum ginnast, sem ýmsum er gjarnt um að tala, afsökun mætti þó einhverja kannski finna í Evu fagurgala. Miklu er þó verra að láta tælast af tei, sem tjáir oss lögreglusaga, þvílíku sulli. Og sjálfsagt' kvenmannslausu. Svei því alia daga. Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna fengu í dag að ræða við George Papandreou fyrrverandi forsætisráðherra, í fyrsta sinn síðan byltingin var gerð . . . Tíminn. Mér fannst dálítið athyglis- vert hvaða myndir blöðin birtu ism daginn, þegar þau sögðu frá opnun Náttúru- gripasafnsins, og sjálfsagt gætu sálfræðingar lcsið eitt- hvað út úr þvi. AlþýðublaðiS birti myndir af öndum og gæs uni, Þjóðviljinn kom auðvitað m:eö ránfuglana, íhaldsblaðið Mogginn kom ir ð igeirfugl- inn og Tíminn i rti myndir af apaköttum . Nú Iengjum við nafnið á Brandi og köllum liann Eldi- brand . . . Mikið er ég hissa á honum Hannibal mínum þessa dag_ ana. I»að er eins og hann viti eklti í hvorn fótinn liann á að stíga. Og hann sem var svo ákveðinn í pólitíkinni í gamla daga. . , .

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.