Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 4
mmm Eitstjórl: Bencdikt Grðndal. Simar 14000—14903. — Auglýsingasíml: 14906. — A'ðsctur: All>ýðuhúsið við Hveríisgötu, Hvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Simi 14905. — Askriftargjald kr. 105.00. — í lausa- sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Norrænn útvarpsstjórafundur ÚTVARPSSTJÓRAR Norðurlanda sitja fund í Reykjavík þessa dagana. Samstarf útvarpsstöðvanna á Norðurlöndum er meira og nánara en menn gera sér almennt grein fyrir. Tilkoma sjónvarpsins hefur og gert samstarfið enn eðlilegra og raunar nauðsyn- legra. Vissar takmarkanir eru á því, að unnt sé að nota sama útvarpsefni á Norðurlöndunum öllum. En eftir að sjónvarpsmyndin kom til sögunnar er slíkt auðveldara, auk þess sem 'nauðsyn þess verður meiri vegna hins mikla kostnaðar, sem gerð sjónvarpsefnis iiefur í för með sér. Við undirbúning íslenzka sjónvarpsins var höfð mik il og náin samvinna við sjónvarpsstöðvar hinna Norð urlandanna. Þær létu í té margvíslega aðstoð, bæði að því er snertir tæki, sem notuð eru á reynslutíman- um, og þjálfun tæknimanna. Þessa aðstoð er vert að þakka. Hitt verður einnig að vona, að gott samstarf takist varðandi dagskrár. Við viljum gjarnan efla og treysta tengsl okkar við hin Norðurlöndin með því að sýna dagskrár frá þeim. Og sjónvarpið veitir gott tækifæri til þess að kynna ísland og íslenzka menn- ingu á hinum Norðurlöndunum. ítalska vikan UM þessar mundir stendur hér yfir ítölsk vörusýn- ing og kynning á ítalskri menningu. ítalir eru gömul viðskiptaþjóð okkar íslendinga. Þeir hafa um langan aldur keypt af okkur saltfisk og skreið, en við höf- um keypt af þeim ýmsar iðnaðarvörur. Miklar fram- farir hafa orðið á Ítalíu á árunum eftir stríð. ítalir eru komnir í fremstu röð iðnaðarþjóða í Evópu. Þeir eru eitt þriggja stóru ríkjanna í Efnahagsbandalag- inu, og hafa utanríkisviðskipti þeirra aukizt mjög á undanförnum árum. Salífiskur og skreið verða áreiðanlega áfram mikil- vægar úflutningsvörur hér á landi. Þess vegna er og verður Ítalía mikilvægur markaður fyrir íslenzkan sjávarútveg. Og framleiðsla ítala er svo fjölbreytt, að vandaiítið er að kaupa þaðan margar vörur við samkeppnishæfu verði. Hins vegar er ekki enn neinn markaður að ráði fyrir hraðfrystar vörur á Italíu. En efnahagur þjóðarinnar er orðinn svo góður, að lítill vaíi 'er á.því, að aðstaða mun bráðum skapast þar fyr- ir hraðfrystan fisk. Þegar þar að kemur mun sá mark aður eflaust vaxa mjög ört. Þeim markaði verða ís- lendingar uð vera reiðubúnir til að sinna. Auglýsið í Alþýðublððinu 4 6. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ MK 0NDULA UÁRGREIBSLUSTOFA Aðalstræti 9. - Simi 13852 hArgreiðslustofa ÓLAFAR 13 ’ÖRNSnÓTTUR Hátúni 6. Slmi 15493. SkólavörSustig 21 A. Sími 17762. GUFUBAÐSTOFAN HÓTEL LOFTLEIOUM Sími 40613. Kvenna- og karladeildir: Mánudaga til föstudaga 8-8 Laugardagá 8-5 Sunnudaga 9-12 f.h, Býður yður: Gufubað, sundlaug, sturtubað, nudd kolbogaljós, hvíld. Pantið þá þjónustu er þér óskið í síina 22322. GUFUBAÐSTOFAN Hótel Loftleiðum ANDLITSBÖÐ ' J KVÖLD- SNYRTING HAND- SNYRTING EÓLU- AÐGERÐIR STELLA ÞORKELSSON snyrtisérfræðingur Hlégcrði 14, Kópavogl. SNYRTING REYKJAVÍK, á marga ágæta mat- og skemmtistaði. Bjóðið unnustunni, eiginkonunni eðo gestum á einhvern eftirtalinna staða, eftir því tivort þér viljið borða, dansa - eða hvort tveggja. NAUST við Vesturgðtu. Bar, mat- salur og músik. Sérstætt umhverfi, sérstakur matur. Sími 17759. ÞJÖÐLEIKHÚSKJALLARINN við Hverf Isgötu. Veízlu og fundarsalir - Gestamóttaka — Sími 1-96-36. INGÖLFS CAFE við Hverfisgðtu. - Gðmlu og nýju dansarnir. Sími 17826. KLÚBBURINN við Lækjarteig. Mat- ur og dans. ftalski salurinn, veiði- kofinn og fjórir aðrir skemmtisalir. Sími 35355. HÁBÆR. Kfnversk restauration. Skólavðrðustig 45. Leifsbar. Opið frá kl. 11 f.h. til 2,30 og 6 e. h. til 11.30. Borðpantanir 1 síma 21360. Opið alia daga. LÍDÓ. Resturation. Bar, danssalur og matur. Hljómsveit ðiafs Gauks. KÓTEL BORG við Austurvöll. Rest uration, bar og dans f Gyllta saln- um. Sími 11440. HÓTEL LOFTLEIÐIR: BLÓMASALUR, opinn alla daga vik- unnar. VÍKINGASALUR, alla daga nema miðvikudaga, matur, dans og skemmtikraftar eins og auglýst er hverju sinni. Bcrðpantanir I síma 22-3-21. CAFETERIA, veitingasalur með sjáifsafgreiðslu opinn alla daga. HÓTEL SAGA. Grillið opið alla daga. Mímis- og Astra bar opið alla daga nema miðvikudaga. Sími 20600. ÞÓRSCAFÉ. Opið á hverju kvðldL SÍMI 23333. krossgotum ★ ÆFINGAFLUG YFIR BORGINNI. Við birtum hér nýlega bréf frá nágranna flugvallarins þar sem kvartað var yfir óþægindum og hávaða frá flugumferðinni. Hér birtum við annað bréf frá Austurbæingi, sem að vísu segist' ekki búa alveg 1 næsta nágrenni við flugvöllinn, en þó alveg nægilega nálægt. Hér kemur bréfið: Mér hefur nú satt bezt að segja algjörlega ofboðið nú síðustu daga, þegar ég hef séð stórar flugvélar (ég er ekki svo flugfróður að kunna skil á flugvélateg- undum) vera í æfingaflugi liér yfir höfuðborginni og að æfa lendingar á flugvellinum í Reykjavík. Stundum hafa vélarnar komið ógnarbratt niður og stundum komið fljúgandi yfir borgina með aðeins einn hreyfil i gangi. Mér finnst að, þetta sé glæfra- háttur, sem ekki eigi að líða. Ef þetta æfingaflug er nauðsynlegt ætti það að fara einhvers staðar annars staðar fram en yfir höfðum okkar Reyk- víkinga. Það er löngu orðin nauðsyn að flyt'ja flug allra stærri véla til Keflavíkur, það gerir minna til þótt einh-.srjar smáflugvélar hafi bækistöð á Reykjavíkurflugvelli. ★ MILDI AÐ SLEPPA VIÐ SLYS. Það hlýtur í rauninni að vera mesta miJdi, að hér skuli ekki hafa orðið meiri- háttar slys af völdum hmnar miklu flugumferðar í loftinu yfir borginni. Svo lágt fljúga flugvélarn- ar yfir miðbæinn, að ég hef það fyrir satt', að á Alþingi verði háttvirtir þingmenn að gera hlé á máli sínu meðan drunurnar eru að hljóðna. ÞaS segir sig sjálft, að borgarbúar geta ekki enda- laust unað þeim óþægindum, sem flugvöllurinn skapar og þess vegna verður íyrr eða síðar, von- andi þó fyrr, að láta að þeirri kröfu, að dregið verði úr flugumferð í Reykjavík og allt' flug stærri véla flutt til Keflavíkurflugvallar. ,,Einn úr Austurbænum.” Það er vafalaust rétt, sem Aust- urbæingur segir, að flugumferðin skapar hér marg- vísleg óþægindi. Þróun tímans hlýtur að leiða það í ljós, að Reykjavíkurflugvöllur stenzt ekki þær kröfur, sem gera verður til flugvalla, nema þá að algjör bylting verði í framleiðslu flugvéla sem hefj ast á loft lóðrétt og lenda lóðrétt. Gífurlegar fram- farir verða á hverju ári í flugvélasmíði og erfitt að spá jafnvel ár fram í tímann. Slíkar flugvélar geta verið á næsta leiti og þá mun væntanlega koma sér vel að hafa flugvöll svo gott sem í miðri borginni. — K a r 1. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.