Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 8
 B. B. UM ÁSTINA Einn maður nægir mér ekki", segir Brigitte Bardot. „Eg hef alltaf fvo elskhuga i takinu, svo að ég eigi til skiptanna4 Þegar ég rakn|aði við, sagði læknirinn minn: „Skammastu þín ekki, Brigitte?“ Ég sagði, að það gæti allt farið út í 'hafsauga fyrir mér. Ég man, að ég sagði við hjúkrunarkonu: ,,Ég vil vera ein — ein, ein, EIN, heyrið þér það!“ En hún fór ekki frá mér, 5. marz 1.958: Ég hef bara áhuga á einum hlut — kynferðismálum! Eins og ég vil hafa þau. Ég finn aðeins til öryggiskenndar þegar maður læs- ir mig inni af því að hann þolir ekki, að aðrir menn horfi á mig. 17. júní 1958 = Mig vantar elskhuga! Ég þjáist af öryggisleysi gagnvart lífinu. .// mig. Ég veit það allt saman, en mér er skítsama. 10. nóvem:ber 1958: Það er ekkert háleitt við (ástina. Hún er aðeins tveir líkamir sem snertast. 26. nóvember 1958: Ég vil helzt lialda vináttu við gömlu elskhugana mína. 12. desember 1958: Hverju ég er hrifnust af hjá karlmanni? Munninum á honum, tönnunum, að hann sé ekta. Mér dauðleiðist! Ég hef alltaf lifað í algerri ringulreið. Ástin er það eina sem skiptir mig nokkru máli. Ástin! „Einn maður nægir mér ekki“, segir Brigitte Bardot. ,,Ég héf allt af tvo elskhuga í takinu, svo að ég eigi til skiptanna.“ Brigitte Bardot, hin heimsfræga franska kvikmyndastjarna og þokkadís sem færir landi sínu á ári hverju meiri erlendan gjald- eyri en allur franski bílaiðnaður- inn, hefur þótt fremur brokkgeng í ástamálum, enda hefur hún sín- ar ákveðnu skoðanir á þeim efn- um og þræðir ekki slóð fjöldans. í ótal blaðaviðtölum hefur hún sagt sitt af hverju um ástina og ekki hlíft eiginmönnum sínum þrem, elskhugum og vinum. Hér sjáið þið álit hennar á ýms- um tímum, og ekki er annað hægt að segja en að hún sé opinská í tali: 22. júlí 1956 um eiginniann sÉ'n, Koger Vadim: Ég hugsaði með sjálfri mér: Hann er glæsilegur eins og guð. Hann er dökkur yfirlitum, hann er hávaxinn, hann er sterkur — og ég elska hann. En hann? Hann elskar mig aldrei! Æ, ég verð sjvo «|hamingjusömv Hann bauð mér í kvöldverð. Ég fór og var hjá honum til klukkan sex um morg- uninn. September 1956: Ég veit hvernig ég er, og ég veit líka hvernig ég vil gjarnan vera. En ég er ekki viss um, að ég viti lengur 'hvernig ég var áður. Það er sagt, að ég sé óholl æskulýðnum skaðleg fyrirmynd. Það er líka sagt, að ég hafi ekk- ert hjarta. Og ég er ásökuð um að vera hóra. Ég finn það hvar sem ég fer, að fólk afklæðir mig með augnaráði sínu. 2. janúar 1957: Það er búið að segja kynstrin öll af ljótu um mig. En einhvern tíma ætla ég að skrifa ævisögu mína og segja fólki sannleikann. Júní 1957: Roger Vadim eyðileggur hjóna- band okkar með framkomu sinni og siðum. Hann borar í nefið á sér! Hann hrýtur þegar hann sefur, og hann labbar um íbúðina allan dag inn í nærfötunum einum klæða. Og það versta af öllu saman — hann hagar sér fremur sem bróð- ir minn en elskhugi. 14. júlí 1957: Ég hef andstyggð á að leika í kvikmyndum. Minn draumur í líf- inu er að hafa ekkert að gera og geta legið í leti daginn út og daginn inn. Nei, það er nú annars fullmikið sagt, en ef ég segði hvað ég vildi helzt hafa fyrir stafni, myndi enginn þora að birta það! Ágúst 1957: Aldrei aftur! Ég hata hjónabönd. Bara einn maður alltaf. Ég vil vera frjáls. Ég vil hafa marga karlmenn í tákinu. Septeniber 1957: Bráðum verð ég alveg laus við Boger. En ég get ekki lifað án ástar, Það þýðir ekki, að ég sé ó- trygglynd. En ég get ekki lifað bara fyrir eirin mann. Ég verð að lifa mínu eigin lífi. Og ég verð alltaf að vera ástfangin af ein- hverjum! 7. janúar 1958: Ég lifi í nútiðinni, frá degi til dags, án þess að ákveða neitt fyrirfram. Ég er eins og dýr eða barn. Ást og sj'álfsagi eiga ekki saman. 28. janúar 1958: Elskhugi minn? Ég elska hann ekki. Hann er bara' bolinn minn! 11. febrúar 1958: Ég get ekki ásakað Jean Loui fyrir r eitt. Hann var bara ekkert tengdur mér. Það er skýringin. Ég þarfnaðist hans svo mikið, en 'hann var alltaf í burtu. Og smám saman vandist ég því *að lifa án hans. En ég þarf að hafa karl- mann hjá mér allar stundir. 22. febrúar 1958 = (Eftir fyrstu sjálfsmorffstilraun- ina.): 19. ijúní 1958: Mér finnst svo gaman að sitja í kjöitunni á gömlum konum. Ég get bara ekki stillt mig um það. Roger segir að ég elski alveg eins og barn. 21. september 1958: Ég veit vel hvað sagt er um 15. febrúar 1958: í dag fékk ég nýtt tilboð frá Hollywood um að koma þangað og leika í kvikmynd. En ég er hrædd. Ég veit ekki við hvað. Hér í París leik ég innan um vini og félaga, það er eins og að vera í fjölskyldu, og þá er ég örugg. „September 1959: móðir. Ég er ekki sköpuð til að ala börn. 10. sepember 1959: Anette Ströybejí(g hefur .ekki bundið endi á mína dásamlegu vináttu við Roger Vadirn. Aðeins á hjónaband okkar. Ég er mjög hrifin af Anette. Janúar 1960: Þegar ég var fimmtán ára var ég að leita að einhverju. Ekki að- eins í ævintýralandi. Ég veit ekki hvað það var. Ef til vill var ég að reyna að.skilja sjálfa mig. 22. febrúar 1960: Ég get ekki elskað karlmann alla tuttugu og fjóra tíma sólar- hringsins. Hvernig á ég að geta stuðzt við Jacques? Hvernig á hann að geta gefið mér það ör- yggi sem ég þarfnast? Hann þarfn ast sjálfur öryggis. 12. maí 1960: Ég er ómöguleg móðir, og ég kæri mig ekkert um að vera öðru vísi en ég er. Ég sé barnið mitt bai'a einu sinni á dag, tvisvar á sunnudögum. Ég er alls ekki góð móðir, mér þykii-' það leitt, en ég er svona gerð. i 16. ágúst 1960: Jacques er alltaf að segja fólki, að hann kunni tökin á mér. En hann ræður ekki yfir mér. Ég vil ekki láta annað fólk skipta sér af mér. Ég geri það sem mig langar til og gef engar skýringar á mínu háttalagi. 20. ágúst 1960: (UM Jacques Charrier eftir skilnað þqirra): Ég hef misst bróður og eignazt stóran son! Ég er orðin. leið á að elska menn. KannSki fer ég bara í rúmið með konum á næstunni. Ég vil ekki bera ábyrgð á því sem ég segi, ekki einu sinni tveim mín- útum eftir að ég læt það út úr mér. í Les CabroIIes 28. september 1960: Ég kom hingað til að fela mig. Ég vil útiloka mig frá öllum ytri áhrifum. Ég vil vera tóm, al'ger- lega tóm. Ég þarfnast einskis. Ég vil vera ein og sicoða sam- vizku mína í næði. Hvers vegna látum við Jacques ekki hvort annað í friði? Fyrst var það bara í gamni. Ég. var of viss í minni sök. En ég elskaði Jacdues og vildi halda í hann. En svo missti ég stjórn á mér. Ég gat ekki hugsað skýrt. Ég verða að ákveða hvorn' ég vil heldur, manninn minn sem ég elska, eða -elskhuga minn, Samy, sem 4 dá- samlega vel við mig líkamlega séð. Ég skil ekki lengur sjálfa mig. Ef við giftum okkur aftur yrði það dýrlegt í tíu daga, en færi svo aftur norður og niður. Við 'höfum sagt of margt, sem ekki gleymist. Þegar ég giftist Jaeques ákvað ég að vera 'góð. En nú er það of seint. Október 1960: (Eftir aðra sjálfsmorffstilraunina): Meðan ég var að koma til sjáifr- Frh. 10. síðu. S ,6. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.