Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 10
M.S. „GULLFOSS fer frá Reykjavík í kvöld til Torshavn, Hamborgar og Kaupmannahafnar. Farþegar eru beðnir að koma til skips kl. 5. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. AÐALFUNDUR Húsmæðrafélags Reykjavíkur verður haldinn að Hallveigarstöðum mánudaginn 8. maí kl. 8 síðdegis. Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Spilað verður bingó. Kaffi. STJÓRNIN. FRAMBOÐSLISIAR ivið alþingiskosningarnar í Reykjavík, sem fram eiga að fara, sunnudaginn 11. júní 1967, skulu afhentir í skrifstofu yfirborgarfógeta, Skólavörðustig 12, eigi síðar en miðvikudag- inn 10. maí 1967. Yfirkjörstjórnin í Reykjavík, 5. maí 1967. Kristján Kristjánsson, Sveinbjörn Dagfinnsson. Páll Líndal. Eyjólfur Jónsson. Jónas Jósteinsson. Lönd undir garðyrkju- stöðvar í Reykjavík Sambvæmt samþykkt Borgarráðs 14. marz sl., eru hér með auglýst til umsóknar 3 lönd und- ir garðyrkjustöðvar. Upplýsingar um löndin og leiguskilmála veita skrifstofustjóri og garð- yrkjustjóri, sem jafnframt taka á móti skrif- legum umsóknum er þurfa iað berazt fyrrr 5. júní n.k. Reykjavík, 5. maí 1967. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík. 600 atkvæði Frh. af bls. 7. kvæSum hér í kjördæminu eftir þá opiriberu sundrungu, sem nú ríkir í höfuðstöðvum banda- lagsins í Eeykjavík. í síðustu alþingiskosningum hlaut Alþýðuflokkurinn 537 at- kvæði hér í kjördæminu og hélt uppbótarþingsætinu með naum- indum. Uppbótarþingsætið féll okkur þá í skaut vegna margra hagstæðra tilviljana varðandi úr slit í öðrum kjördæmum, sem ekki er hægt að gera ráð fyrir að endurtaki sig. Úrslit sveitar- stjórnarkosninganna í fyrra í öðrum kjördæmum undirstrika þessa skoðun rækilega. Við þurfum nú um það bil 600 at- kvæði til að halda uppbótar- þingsætinu svo öruggt sé. Mark- mið okkar í kosningabaráttunni er að ná þessu atkvæðamagni. Að því ber öllum velunnurum Aiþýðuflokksins að vinna, en við skulum gera okkur grein fyrir því, að til þess að ná markinu þarf mlkið starf og samstillt átak. Bardot Framhald úr opnu. ar mín tautaði ég alls konar gróf- yrði og sagði aftur og aftur: „Mér er skítsama hvað gert verður við mig.‘“ 20. nóvember 1960= Kannski verð ég dauð á morg- un. Þess vegna verð ég að lifa enn villtara lífi í dag! Apríl 1962: Einhver amerískur prófessor hefur sagt, að myndirnar mínar muni eyðileggja allt siðferði. Fínt! Það ætti að útrýma öllum siðferð- isboðorðum. Ég vil alltaf eiga fleiri en einn elsk'huga, svo að ég geti tekið þann næst'a þegar ég verð leið á þeim sem ég er með í tak- inu. Ágúst 1962: Ég verð að reyna að finna til- gang í lífi mínu. Ég þarf lá fersku lofti að halda. Ég hef keypt reynslu mína dýru verði. En nú veit ég nákvæmlega hvers konar manneskja ég er. Mér verður ekki breytt. Ég var aðeins sköpuð í einu augnamiði — til að sofa . . . 14. janúar 1963: Fyrir Brigitte Bardot er aðeins til eitt þýðingarmikið í þessari veröld — Brigitte Bardot. 7. maí 1963: Og ég sem hélt, að frægðin myndi færa mér hamingju! P. S. Brigitte Bardot á nú von á öðru barni sinu með þriðja eigin- manni sínum, þýzka milljarðamær ingnum Giinther Sachs. Kastljós Frh. úr opnu. ★ KÆRLEIKUR. Trú mín grundvallast á ást, sagði Svetlana, og hún lagði á það áherzlu, að þessi afstaða væri ósamrýmanleg hugmynd- um kommúnista um stéttar- baráttu og byltingu. Hún kvaðst telja, að þetta tvennt gæti ekki farið saman. Þegar Svetlana hafði svarað spurningum blaðamanna í eina klukkustund ■ — og játað, að þeir væru „ekki eins voðaleg- ir og hún hefði talið” — hélt hún aftur til griðastaðar síns á Long Island, þar sem hún vonar að hún geti lifað kyrr- látu lífi og að henni verði gert kleift að helga sig störfum þar sem sköpunarþrá hennar fái notið sín. En hún er enn ekki viss um, hvort hún ætlar að setjast þar að fyrir fullt og allt, því, eins og hún kemst að orði, „hjónaband kemur aðeins í kjölfar ástar.” Hún veit ekki enn, hvort henni muni þykja vænt um Ameríku eða hvort Ameríku muni þykja vænt um hana. Einnig verður hún að taka tillit' til tveggja barna sinna, sem hún skildi eftir í Rússlandi. Hvort henni tekst að helga sig ritstörfum er enn á huldu. Ákæran jsem hún beindi gegn sovétskipulaginu var svo víð- tæk, kom af svo miklum sjóði persónulegrar reynslu frá tíma Stalins og hjó svo að rótum meginreglna og aðferða arf- taka Stalíns, að ráðamenn í Moskva gátu ekki látið sem þetta skipti þá engu máli. SIHURSTðÐIN Ssetóni 4 *— Sími 16*2-27 BQIiim er smurður fijðít «g td. BbSjum aRáf téguaair aí smurolítf BlLAKAUP Bílar við allra hæfi Kjör við allra hæfi. Opið tli kl. 9 á hver ju kvöldi. BfLAKAUP Skúlagötu við Rauðará. Sími 15813. Rverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. fEtif.aacilci Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 20070. 5SIÍMflD VANTAR BLAÐBURÐAR- FOL.K í EFTIRTALIN HVERFI: MIBBÆ I og II HVERFISGÖTU EFRI HVERFFSGÖTU NEÐRI LAUGAVEG NEÐRI GNOÐARVOQ RAUÐARARHOLT BRÆÐRABORGARSTÍG LAUGARÁS FRAMNESVEG BOGAIILÍÐ 10 6. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.