Alþýðublaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 1
ÞriSjudagur 9. maí 1967 48. tbl. 101 tbl. VERÐ 7 KR. * i þessa mynil af ráðstefnu Verkfræðingafélagsin, sem i liófst í gær ng stendur yfir' ,<[ næstu tvo dag. Upplausn hjá Alþýðu- bandalaginu vestra EFTIR BROTTFÖR HANNIBALS Frá ráðstefnu Verkfræðingafélagsins: Slæm vatnsból eru í meirihluta hér í gærmorgun hófst ráðstefna Verkfræðingafélags íslands um vinnslu sjávarafurða. Mörg er- indi voru flutt bæði fyrir og eftir hádegi. Ráðstefnan var sett að Hót el Sögu kl. 9,15. Dr. Þórður Þor bjarnarson opnaði ráðsefnuna með ávarpi. Fyrir hádegi var meðal annars fjallað um fiskistofna á ís landsmiðum og áhrif veiðanna á þá| stöðu sjávarútvegs í íslenzku efnahagslífi, hreinlæti í freðfisk framleiðslu og síldarflutninga. Eft ir hádegi töluðu tveir erlendir að- ilar, dr. R. M. Love frá Skotlandi og dr. Ettrup Petersen frá Dan- mörku. Meðal þeirra, sem fluttu crindi á ráðstefnunni í gær voru þeir Jón Jónsson, fiskifræðingur, Jónas Haralz, hagfræðingur og Guð laugur Hannesson, gerlafræðing- ur. Síldarstofnar á íslandsmiðum. Jón Jónsson, fiskifræðingur tal aði um fiskistofna á íslandsmið- Um og álmif veiðanna á þá. Um síldarstofninn sagði hann m.a.: „Við mat okkar á stærð síldarstofnanna og áhrifum veiðanna á þá er nauð synlegt að geta greint á milli hinna einstöku stofna og athuga hvern þeirra sérstaklega. Þetta er aðallega gert með athugunum á hreistursgerð, kynþroska og fjölda hryggjarliða. íslenzku síldarstofn arnir eru blandaðir mestan hluta ársins og einungis aðskildir yfir hrygningartímann. Stærð íslenzku síldarstofnanna á árunum 1962-64 hefur verið áætluð eftir endur- heimtun á merktri síld. Samkvæmt því nam stærð beggja íslenzku stofnanna 931 þúsund tonnum, en var komin niður í 475. þús. tonn árið 1964. Dánartala af völdum veiðanna var nokkuð jöfn öll árin eða um 33% á ári, og er það mun hærra en hjá norska síldarstofnin um.“ Þess ber að skjóta hér inn í, að síldveiði íslendinga byggist á þremur sildarstofnum og eru tveir þeirra íslenzkrar ættar, en sá þriðji er af norskum úppruna og kemur hingað í ætisléit. Ennfrem ur sagði Jón, að talið væri, að frekari stóraukning í þessa stofna muni ekki hafa í för með sér til svarandi aukningu í afla. Sú veiði, sem byggist á norska síldarstofninum, var lítil en nokk uð jöfn á árunum 1950 — 1960 og komst aldrei yfir 50 þúsund tonn á ári. Eftir 1960 hefur þessi veiði hins vegar aukizt gífurlega og var komin yfir 500 þúsund tonn árið 1965 og það ár nam norska síldin 93% af heildarsíldveiði íslend- inga norðanlands og austan. Hrc.irdæti í freðfiskframleiðslu. Guðlaugur Hannesson, gerlafræð ingur talaði um hreinlæti í freð fiskframleiðslu. Kvað hann eitt helzta meinið í íslenzkum matvæla iðnaði vera skilningsskortur á nauðsyn hreinlætis og hve þrifnað arkennd þeirra, sem að matvæla Framhald á 13. síðu. ALGJÖR upplausn er nú ríkj- andi í röðum Alþýðubandalags- ins eftir að Hannibal Valdimars- son dró framboð sitt til baka. Á kjördæmaráðsfundinum síðastlið- inn fimmtudag' var kjörin nefnd, sem hefur fullt umboð til að gangra endanlega frá framboðslist anum. Nefndin er eingöngu skip- uð mönnum, sem eni ákveðnir andstæðingar kommúnistamia og eru þeir allir staðráðnir í að sætta sig ekki við yfirgang komniúnista í Alþýðubandalag- inu. Samkomulag var um, að Stein- grímur Pálsson verði í efsta sæti listans. Nefndin hefur ákveðið, að Teitur Þorleifsson, kennari í Reykjavík, verði í öðru sæti, en því neita kommúnistamir ákveðið og heimta, að Ásgeir Svanbergs- son, bóndi á Þúfum (Kína-kommi) sem var í þriðja sæti listans, flytjist í annað sæti. Kommúnist- arnir em alls ekki til viðtals um neina aðra menn, sem nefndin hefur boðið upp á til samkomu- lags, í það sæti. Eins og málin standa nú munu þeir kommúnistar, sem á listan- um voru, neita að vera ó ihonum. Hins vegar eru Hannibalistar staðráðnir í að bjóða fram í and- stöðu við kommúnista. Nú þegar er vitað, að Ásgeir Svanbergsson neitar að vera á listanum, nema því aðeins, að hann fái annað sæti listans. Sömu leiðis er vitað, að -þeir Einar Gunnar Einarsson, fulltrúi á ísa- firði; Guðsteinn Þengilsson, lækn ir á Súgandafirði, Guðmundur Friðgeir Magnússon, sjómaður á Þingeyri, Heimir íngimarsson,, smiður á Bíldudal, Skúli Guðjóns son, bóndi á Ljótunnarstöðum og Játvarður Jökull Júlíusson, bóndi að Miðjanesi í Reykhólasveit hafa allir í hótunum um að vera ekki á listanum, ef Ásgeir fær ekki annað sæti listans. Ekki er vitað nú sem stendur, hvort kommúnist ar muni bera fram sérlista. Fundir nefndarinnar, sem á- kvarða skal framboð Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum, stóð yfir á ísafirði í gær og 'átti að ganga frá málunum í gærkvöldi eða nótt. Framhald á 14. sáðu Clay síefnl fyrir réíí HOUSTON, Texas, 8. maí (NTB-Reuter) KviðdómstóU í Houston í Tex as birti í dag ákæru á hendur Cassius Clay, heimsmeistara í þungavigt, þar sem haun hefur neitað að gegna herþjónustu. Lög fræðingur Clays sagði skömmu síðar, að Clay mundi gefa sig fram við lögregluna af fúsum vilja síðar um daginn. Clay var sviptur heimsmeistara tigninni þegar hann neitaði að gegna herþjónustu og alríkisdóm ari synjaði bón Clays um að hann fengi að sleppa við lögsókn. Clay neitar að gegna herþjónustu af Framhald á 14. síðu. Menntamálaráðherra á Al- þýðuflokksfundi á Akureyri Á laugardaginn var héldu Al- þýðufíokksmenn í Norðurlandskjör dæmi eystra fund á Akureyri, og sat Gylfi Þ. Gíslason fundinn. Alþýðublaðið hefur spurt Gylfa um horfur í kjördæminu og sagði hann: —Fundurinn á Akureyri var einstaklega ánægjulegur. Þar voru mættir flokksmenn frá Akureyri, Húsavík, Dalvík og Ólafsfirði og ríkti hjá þeim öllum mikill áhu'gi á því að gera hlut Alþýðuflokks ins sem beztan í kosningunum. Eins og kunnugt er jók Alþýðu flokkurinn mjög fylgi sitt í þessu kjördæmi í bæjarstjórnarkosnlng unum. Mér fannst áberandi hversu mikið var þarna af ungu fólki og nýjum stuðningsmönnum Alþýðu flokksins. Umræðurnar voru hinar fjörug ustu og fundurinn allur hinn á- nægjulegasti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.