Alþýðublaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 3
PULL TOGETHER Kynningarrit um norræna samvinnu Alþýðublaðinu hefur borizt lit- prentuð bók um Norðurlönd og norrænt samstarf. Er bókin á ensku og nefnist; Five northern countries pull together. Norður- landaráð kostar útgáfuna, en blaðá fulltrúar utanríkisráðuneyta land- anna fimm hafa haft umsjón með útgáfu bókarinnar. í ritinu er að finna greinar- góðar upplýsingar um Norður- lönd og rakin saga norræns sam- starfs og Norðurlandaráðs og skýrt frá hlutverki þeirrar stofn unar. Bókina prýða fjölmargar myndir, sumar litprentaðar, frá öllum löndunum fimm. Á kápu- síðum eru myndir af listaverk- um eftir norska málarann Peder Balke og landkönnuðinn Friðþjóf Nansen, fánar og skjaldarmerki Norðurlanda og á baksíðu er sól- armynd, sett saman úr 24 mynd um, sem teknar eru með klukku stundar millibili og lýsa skemmti- lega sólargangi í norðlægu landi. SINUBRUNAR SKAÐLEGIR FUGLAHREIÐRUM Mikið hefur verið um sinubruna og virðist það vera árlegt fyrir- bæri um þetta leyti árs. Eins og kunnugt er, er alger- lega bannað að brenna sinu eftir 1. maí á vorin og hefur það verið eitt af aðalbaráttumálum Sam- bands dýráverndunarfélaga, því hreiðurgerð fugla og varptími er þá almennt talin hafinn og iþarf vart að útmála þetta mál frekar. í fyrradag kveiktu drengir í mosa, skammt frá Krýsuvíkurvegi. Einnig var kveikt í sinu við Ás- garð, en þar er mikið fuglalíf, Blaðamenn Allslierjaratkvæöagreiðsla um lieimild handa félags- stjórn Blaöamannafélags ís- lands til boöunar vinnu-. stöðvunar fer fram í skrif- stofu félagsins að Vestur- götu 25 þriðjudaginn 9 og miövikudaginn 10. maí kl. 10—10 báða dagana. og eitt það fjölskrúðugasta í ná- grenni Stór-Reykjavíkur. Þá var í gær kveikt í sinu í skógræktargirðinu Hákonar Bjarna sonar, skógræktarstjóra, við Hval- eirarvatn. Tveir menn úr slökkvi- liði Hafnarf.|arðar urðu varir við brunann og mátti ekki miklu muna að ver færi. Hefði ekki svo fljótlega orðið vart við sinu_ bruna þennan, má fastlega gera ráð fyrir, að sumarbústaðurinn sem er í skógræktargirðingunni hefði brunnið, ásamt fleiru. Svo sem við er að búast í slík- um girðingum, er þar. mikið af sinu sem er mjög eldfim í slíkum þurrkum, eins og verið hafa að undanförnu. Foreldrar og forráðamenn barna og unglinga, ásamt kennur- um í skólum, eru beðnir um að áminna og brýna fyrir börnum og unglingum að kveikja ekki í sinu, mosa eða gróðri, því nú er hafinn varptími fjölda fugla, fyrir utan það, að land okkar er ekki það gróðurmikið, að það megi við skakkaföllum í þessu efni. Mikil mófspyrna gegn Mao í Subvestur-Kína PEKING, 8. maí (NTB-Reuter) — Á veggblöðum_ sem fest voru upp í Peking í dag var hvatt til „frelsunar“ mikilvægasta Iand búnaðarhéraðs Kína, Szechuan, sem er í suðvesturhluta landsins. Önnur veggblöð skýra frá blóð_ ugum bardögum milli fylgis- manna Mao formanns og andstæð inga menningarbyltingarinnar í borgunum Chengtu og Chungking í þessu fylki. Þessar fréttir benda til þess, að andstæðingur Mao Tse-tungs, Liu Shao-chi forseti, eigi enn miklu fylgi að fagna þrátt fyrir hinar ýmsu mótmælaaðgerðir gegn honum að undanförnu. Á veggblöðunum segir „Frelsið Dæmdur fyrir landhelgisbrot Skipstjórinn á brezka togaran- um Boston Kestral var í gær dæmd ur í 300 þús. kr. sekt. Var dómurinn kveðinn upp í Nes kaupstað, en þangað var farið með togarann. Hlaut skipstjórinn 300 þús. kr. sekt, sem skal greiðast til Landhelgissjóðs íslands og varðar 8 mánaða varðhaldi, ef sú sekt verður ekki greidd innan fögurra vikna. Einnig var ákærða skylt að greiða allan sakakostnað, þar með talin 15.000 kr. til sækjanda, Braga Steinarssonar, og 15.000 kr. til handa verjanda. Ragnari Aðal- steinssyni. Afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. Sakborningur áfrýj aði dómnum og að settri trygg ingu héit togarinn úr höfn í gær. Suðvéstur-Kína“ og „Niður með Li Ching-chuan“, sem er forystu- maður kommúnistaflokksins í Szechuan. Áður hafa veggblöð skýrt frá því, að herliði hafi ver- ið beitt gegn hópum byltingar- manna í héraðinu. ANNAÐ kvöld verður frumsýnd í Austurbæjarbíói ný revía og nefnist hún Úr heiðskíru lofti Revíuleikhúsið stendur að sýning unni og er hún í tveimum þátt- um, sem aftur skiptast í mörg at- riði. Fyrri þátturinn skiptist í 11 atriði og sá seinni í þrjú og þátt- takendur gyu þau Arnar Jónsson, Bj’arni Steingrímsson, Nína Sveinsdóttir, Oktavía Stefánsdótt ir, Sigurður Karlsson, Sverrir Guðmundsson og Þórhildur Þor- leifsdóttir. Höfundar eru Jón Sig- urðsson og fleiri. Brezki leikstjór inn Kelvin Palmer stjórnar reví- unni og búninga og tjöld hefur gert Una Collins. Dansatriði hef- ur Þórhildur ÞorJeifsdóttir ann- ast. í hljómsveitinni eru Jón Sig- urðsson, Leifur Benediktsson, Sig urður T. Magnússon og Snæbjörn Kristjánsson. — Revían er hvorki stað- né tíma bundin, sagði Arnar Jónsson leik- ari í gær, er nokkrir þátttakenda revíunnar boðuðu til fundar með blaðamönnum, — skiptingar í henni eru hraðar og atriðin eru Fyrir tíu . dögum liermdu blöð rauðra varðliða að Li Ching-chu- an og ritari flokksráð?ins í Szes- huan hefðu leyst upp samtök menningarbyltingamaanna í fylk- inu og fangelsað leiðtoga þeirra. Framhald á 14. síðu frekar stutt hvert eða frá 2-10 mínútum. Og sýningin öll tekur tvo tíma. Annars vildu aðstandendur reví unnar lítið láta uppi um efni henn ar, enda mun það æði fjölbreytt eins og eftirfarandi nöfn á atrið- um gefa til kynna: Dýragarðurinn Unglingasöngur, Sjálfvirki vitjand inn, Barnaheimilið, Martröðin, en þetta eru aðeins 5 ai' 14 atriðum revíunnar. Fyrstu sýningar revíunnar eru þegar ákveðnar, frumsýning mið- vikudag kl. 11.30 í Austurbæjar bíói, sýning í Stapa í Njarðvíkum á föstudag og á ann;m í hvíta- sunnu í Austurbæjarbíói. Fyrirhugað er að sýna revíuna yfirleitt um helgar í Austurbæjar bíói og á mánudögum í stærstu bæjum í nágrenni . Reykjavíkur, og verða sýningar eitthvað fram í júnímánuð. Miðasala hefst í dag í Austur- bæjarbíói á sýninguna á morgun og yfirleitt hefst miðasala tveim- ur dögum fyrir sýningu. Ný revía fmm- sýnd á morgnn Oktavía Stefánsdóttir, Sverrir Guðmundsson, Sigurður Karlsson og Bjarni Steingríinsson í atriðinu Barnaheimilið. 9. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.