Alþýðublaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 8
Páll páfi VI. ★ Hirðisbréf páfa um ábyrgð. okkar í þróunarlöndunum. í hirðisbréfi Páls páfa VI. til kaþólsku kirkjunnar og alls heimsins, talar páfinn sérstak- lega um lijálp við þróunarlöndin Og þar keraur fram sá athyglis- verði boðskapur, að fé það, er jðnaðarlöndin leggja í vígbúnað, „sem er storkun við þá fátæku,” verði lagt í sjóð til hjálpar hin- um fátæku þróunarlöndum. Auk þess varar páfi við þeim veiku hlekkjum í kapítalismanum, sem koma fram í því, að hinar ríku þjóðir hagnýta sér með „frjálsri sanikeppni” vöruskipti fátæku landanna og einnig afleiðirigar einka eignaréttarins í þróunar- löndunum, þar sem nokkrir li'fa við allsnægtir, en aðrir í sárustu fátækt,- Páfi skrifaði undir hirðisbréf 28. marz og var það m. a. sent U Thant, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdastjóra UN- ESCO, René Mahou, og fx-am- kvæmdastjóra Fao, Senn. Hirðisbréfið ber yfirskriftina „Populoum Progressio" (Fram- farir þjóðanna), og í því eru 13 þúsund oi-ð. Bréfinu er skipt í tvo aðalkafla, sem síðan er aftur skipt í þrjár greinar. Fyrst er talað um í bréfinu þau takmörk, sem þjóðir þróun- arlandanna setja sér. Þar er nefnt sern helzta takmark baráttan við fáæktina og fx’elsi. ★ Kirkjan og þróunarlöndin. Páfinn gagnrýnir einnig trú- boðastarf kirkjunnar. Hann segir að kirkjan hafi alltaf barizt fyrir bættum kjörum þessa fólks, sem hún færir fagnaðarerindið og hann heldur áfram: ,,En margir trúþoðar blanda saman hugsun- arhætti og lífsháttum sinna eigin heimalanda og boðun fagnaðar- erindisins. í dag verður kii-kjan fyrst og freipst að reyna að skýra merka atburði nútímans og túlka þá sarnkvæmt fagnaðarerindinu. ★ Djarfar umbætur og fjár- hagsáætlun. Fyrsti kafli hirðisbréfsins. end- ar á því, að Páll páfi minnir á, „ef jörðin er sköpuð fyrir alla mepn, má hver einstaklingur eiga rétt á því, sem er nauðsynlegt til framdráttar lífinu. Öll önnur rétt indi, þar með eignarréttur og frjþls verzlunarréttur, eru neðar sett en þessi fyrsti og fremsti róttur mannverunnar. Hvað viðkemur eignarrétti, vís- ar. páfi til kirkjufeðranna og ipipnir á, að eignarréttur sé ekki skilyrðislaus réttur. Þjóðfélagið gqtur krafizt eignarnáms til dæm- is á jarðsvæðum, sem ekki eru notuð eða illa notað. Ekki er heldur hægt að umbera ótakmax-k- aða yfirfærslu fjár til annai’ra landa. Páfi endurtekur fordæmingu fyrirrennara sinna á kapitalisman- um og ótakmarkaðri frjálshyggju. Það er ekki sjálf iðnaðarstefnan, sem er skaðleg, heldur það kerfi, sem kom henni á. Djai’flegar um- bætur eru nauðsynlegar og páfinn heitir á biskupa sína að standa þar í fararbroddi, eins og þegar er orðið í nokkrum löndum. Það þarf áætlunarbúskap til að leysa vandamál þi’óunarlandanna. Og það er verkefni stjórnarvalda að ákveða aðferðir til þess. Páfi livetur einnig opinber yfirvöld til að aðstoða einkaframtak innan þessarar áætlunar, og forðast þannig áhættu af of mikilli sam- yrkjustarfsemi, sem gæti hindrað mikilvægi hvei’S einstaklings. Páfinn ræðir síðan offjölg- unarvandamálið og segir um það: Það er satt, að oft aukast erfið- leikarnir í fjármálum vegna of mikillar fólksfjölgunar. Fjölgun- in er svo ör, að auðlindir land- anna nægja ekki til að sjá fólk- inu fyrir nauðþurftum. Það virð- ist því komið í algei’t ófi’emdar- .ástand.. Það er því mikil freist- ing að stöðva hina öru fólks- fjölgun með róttækum aðferð- um. Það er öi’uggt, að opinber yfirvöld .gætu t.d. gert sitt með fræðsluherferð. Hún verður að sjálfsögðu að vera í samræmi við siðferðileg lög og vii’ða tilhlýði- legt frelsi. Ekkert er meira virði en réttur mannanna til að giftast og eignast börn og foreldrarnir sjálfir verða að ákveða fjölda barna sinna með að taka ábyrgð- ina gagnvart Guði, gagnvart sjálf- um sér,' gagnvart þeim börnum, sem þau þegar hafa eignast og gagnvart þjóðfélaginu, sem þeir tilheyra. Foreldrarnir eiga í í þessu að fylgja kröfum sam- vizku sinnar í samræmi við lög Guðs, réttilega túlkuð, og studd í trausti til Guðs. í öðrum kafla hirðisbréfsins kemur páfi aftur fram með uppá- stungu þá, er hann fyrst flutti í Indlandsferð sinni. Það er ekki nóg að berjast við hungrið. Spurn ingin er, hvort hver og einn sé tilbúinn til að borga t. d. meira í skatt til hjálpar þróunarlönd- unum, að kaupa framleiðsluvörur þróunarlandanna hærra verði, eða t.d. sjálfur að fara til þró- unarlandanna til hjálpar. Það hlýtur að vera skylda auð- ugu landanna.að hjálpa fátækum þjóðum. Það á t. d. við um menntun verkfræðinga og vís- indamanna. En til að komast hjá hvers konar nýrri nýlendustefnu er nauðsynlegt að stofna alþjóð- legan sjóð til að styrkja þróun- arlöndin. Slfk alheimssamv^.ina mun útiloka samkeppni og tryggja stjórnmálalegt frelsi þró- unai’landanna. til að velja sjálf það þjóðfélagskerfi, er þau óska. ★ Umbætur á alþjóðaverzlun. En öll þessi hjálp væri til einsk- is, ef menn tækju með annarri hendi það, er þeir gæfu með hinni — eins og nú er. Þetta er nefnilega árangur af núverandi verzlunarsamböndum. Frjáls sam- keppni hefur brugðizt á þessu sviði, segir páfi, og þess vegna verðum við að setja spurningar- merki við það hugtak. Það verð, sem myndast „frjálst” á markaðn- um, getur haft alvarlegar afleið- ingar fyrir þróunarlöndin. Verð- ið verður að festa með alþjóða samningum. Styrkja verður iðn- að, meðan á uppbyggingu stendur og tryggja verður framleiðslu lífs nauðsynlegra framleiðsluvara. ★ Hið nýja nafn á friði er: Þ r ó un. Rauði þráðurinn í síðustu grein hirðisbréfsins er um „alheims kæi’leikann,” sem á sérstaklega að beina að þróunarlöndunum. — Einnig á að veita athygli þörf hinna ungu fyrir skilning og hvatningu, og í þróunarlöndunum er hætta á, að unga fólkið eigi sérlega erfiða aðstöðu. Páfi hvetur það fólk, sem á viðskipti við þróunarlöndin að sýna íbúum þeirra somu fram- komu og íbúum sinna heima- lapda og fara ekki eftir „ómann- úðlegum meginreglum einstaklings hyggjunnar.” Páfinn lýsir á- nægju sinni yfir því* hversu margir ungir menn starfi í þró- unarlöndunum og sérsta|dega þeii’ri tilskipan, sem gildir á viss- um stöðum í heiminum, þar sem hægt er að skipta á herþjónustu og vinnu í þróunarlöndunum. Hið nýja nafn friðarins er þró- un, segir páfinn að síðustu og hvetur þróunarlöndin til að vinna saman að henni. Þjóðii’nar eru sjálfar ábyrgar fyrir sinni þróun, en hún getur ekki orðið í ein- angrun. Löndin verða að gera með sér samninga til að gera samvinnuna áþreifanlega. Heima- stjórn hlýtur að vei’a takmai’kið og surnir álíta kannski, að slíkt séu hugarórar, en svo gæti verið, að einmitt þá, sem hafa þá skoðun, vanti raunsæi og van- meti afl þeirra þjóða, er vilja lifa í bróðerni. ★ 'Áskorun til kristinna manna og stjórnmála- manna. Páfinn lýkur hirðisbréfinu með því að hvetja kaþólska menn til að endurnýja stjórnmálalífið með nýjum hugmyndum og án þess beinlínis að bíða eftir leiðsögn. Páfinn hvetur sérstaklega for- eldra til að ala börnin upp með þessum hugsunarhætti, blaðamenn til að birta heiminum vandamál fátæklinganna: Þeir ríku eiga að vita, að fátæklingarnir sitja úti fyrir dyrum þeirra og bíða eins og Lazarus við boi’ð auðmanns- ins. Að síðustu hvetur páfinn stjórn málamennina til að hvetja þjóð- irnar til alheimssamábyrgðar. Daglegt brauð á að vei’a rnerki um bróðerni. I ★ Orð vonarinnar. Katolsk Ugeblad skrifar í leið- ara um hið nýja hirðisbréf páfa og segir þar m. a.: „Populorum progressio” átti að koma út á skíi’dag, en kom sjö dögum seinna. Þess vegna ganga þær sögur í Róm, að vissir menn hafi reynt að fá páfann til að breyta sumum setningum, sem voru álitnar of róttækar. Hvort sem þetta er satt eða ekki og hvort þessir vissu menn liafi get- að breytt einhverju, skal ósagt látið. En það er þó staðreynd, að margir, sem áður samþykktu, að kirkjan hefði hönd í bagga með stjórnmálunum — eru nú áhyggjufullir, ekki sízt síðan páfi hélt ræðu sína í Sameinuðu þjóðunum, um að kii’kjan bland- aði sér í stjórnmálin. Nýja hirð- isbréfið er ekki heldur pólitík. Það er siðfræði, sem það kennir. Og þess vegna er liún ekki inn- legg í deilurnar milli austurs og vesturs, milli kommúnista og andkommúnista, milli Vai-sjár- bandalagsins og Atlantshafsbanda Framhald á 15. síðu. 8 9. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.