Alþýðublaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 9
KASTUÓS Einvaldur í tómarúmi DR. SALAZAR, sem nýlega átti 78 ára afmæli, hefur ríkt sem einvaldur í Portúgal í 35 ár, en hann hefur aldrei valið sér eftir mann og enginn samstarfsmanna hans er sjálfkjörinn til að taka við stjórninni að honum látnum. Þegar hann fellur frá, skilur hann eftir sig tómarúm, sem jafn vel stuðningsmenn hans eru farn ir að óttast. Dr. Salazar komst til valda 1932 þegar einræðisherrar voru enn í tízku. Honum hefur tek- izt að halda völdunum með því að varpa andstæðingum sínum í fangelsi, en ef til vill ekki sízt með því að gera stöðugar breyt ingar á stjórn sinni. Þannig hef- ur hann komið í veg fyrir, að aðrir stjórnmálamenn hafi hald- izt svo lengi við völd, að þeir gætu stofnað völdum hans í hættu. Þess vegna er það skilj- anlegt, að menn velti vöngum yfir því hvers vegna dr. Franco Nogueira, sem er 47 ára gamall, hefur gegnt embætti utanríkis- ráðherra lengur en nokkur annar maður. □ ENGAR UMRÆÐUR. Franco Nogueira var eitt sinn frjálslyndur í skoðunum, en bar áttan gegn þjóðernissinnum í ný lendum Portugala í Afríku hef- ur átt hug hans allan, og þegar þar við bætist undirgefni hans við dr. Salazar, er engin furða þótt menn, sem hann eitt sinn kallaði vini sína, hafa snúið við honum baki. Auk þess er hann ekki sú manngerð, sem gæti orð- ið einræðisherra, þótt hann sé þrár og framgjarn maður. Nýlega veitti Salazar Duarte Nuno prinsi, sem gerir tilkall til portúgölsku krúnunnar, hæli í Portúgal og leyfði honum að setj ast að í konungshöllinni. En það er með öllu óhugsandi, að prins- inn getið tekið.við stjórnartaum- unum. Enginn getur fyllt það póli tíska tómarúm, sem skapast þeg ar Salazar fellur frá. Og það sem verra er: Enginn ræðir um þetta alvarlega ástand, sem menn verða að taka afstöðu til áður en langt um líður ekki einu sinni miðstéttarfólkið í Lissa- hon, sem smám saman er að vaxa fiskur um hrygg. í Portúgal hefur ekki orðið vart neinna frjálslyndra hræringa eins og á Spáni, sem er sex sinn_ um stærra en Portúgal og þrisv- ar sinnum fjölmennara. Andstæð ingum stjórnarinnar og skoðunum þeirra er enn haldið í spenni- treyju. Ritskoðun er svo nákvæm, að- hún nær til allra auglýsinga nema auglýsinga eftir þjónustu- fólki og húsnæði. Með öllu er ó- kleiffc að halda saklausustu fundi án þess að fá leyfi til þess hjá leynijögreglunni, PIDE. Á síðasta áratug slakaði dr. Salazar örlítið á klónni, leyfði Delgado hershöfðingja að gefa kost á sér í forsetakosningum og fylgismenn hans féngu að halda fram skoðunum, sem voru and- stæðar stefnu stjórnarinnar. En þegar Delgado hershöfðingi tók þetta frelsi of bókstaflega, herti doktorinn tökin á nýjan leik. Nú er hershöfðinginn látinn. Hann var myrtur. Frá öðrum andstæðingum dr. Saíazars heyr- ist hvorki . hósti né stuna. Hen- rique Galvao liöfuðsmaður, sem frægur varð þegar hann rændi farþegaskipinu „Santa Maria“ 1961, dvelst í Suður-Ameríku og Dr. Salazar. hefst ekkert að. Hann hefur ver- ið dæmdur í 18 ára fangelsi að honum fjarstöddum. Varela Gom es höfuðsmaður dúsar í fangelsi vegna tilraunar þeirrar, er hann gerði til að steypa stjórninni með byltingu 1962. Og prófessor Az- vedo Gomes, hinn gráhærði óbug andi lýðræðissinni, fórst í bíl_ slysi fyrir einu ári. Með honum hvarf síðasti fulltrúi hinna virðu legu andstæðinga stjórnarinnar úr hópi hinna gömlu lýðveldis- sinna, sem börðust gegn konung dæminu á fyrstu áratugum aldar innar. □ STÚDENTARNIR ÞÖGULIR. Jafnvel háskólastúdentar, sem ætið hafa verið ötulustu baráttu menn málfrelsis í Porlúgal, hafa orðið að beygja sig fyrir vél- byssum og stálhjálmum. Allt hef ur þetta gert það að verkum, að kommúnistar fullir ofstæki og trúareldmóði, hafa ágætt svig- rúm. Handtökur og fangelsisdóm ar eru daglegir viðburðir, en tölu verður hópur fanga kemst undan, þar sem sumir fangaverðirnir láta sem þeir taki ekki eftir þvi, að þessir menn snúa rakleitt aftur til bækistöðva neðanjarðarsam- taka þeirra, sem þeir starfa í. Starfsemi þeírra er fremur’ sak- leysisleg eins og skipulagning verkfalla og mótmælaaðgerða með al verksmiðjufólks og fiskimanna. Barátta þeirra^ beinist gegn kapí talisma í öllum mjmdum og bein ist einkum gegn útlendingum, sem hafa mikil ítök í portúgölsk um iðnaði. Eitt sinn státaði dr. Salazar af því, að hann hefði haldið Portú gal utan við styrjaldir og verndað landið gegn erlendum bröskurum. En uppreisn afrískra þjóðernis- sinna í Angola 1961 breytti þessu. Til þéss að heyja skæru- hernað gegn velvopnuðum hryðju verkamönnum þurfti peninga. Lausnin á þessu vandamáli var sú að laða að erlendar fjárfest- ingar, og var það auðvelt, þar sem kaup verkamanna í Portúgal er lágt. En á hinn bóginn hefur hin snögga og öra iðnvæðing, sem átt hefur sér stað í Portúgai á alsíðustu árum, skapað ný vandamál. Framfærslukostnaður- inn hefur sífellt aukizt og verka menn krefjast kauphækkana, ekki aðeins af hinum erlendu hús- bændum sínum heldur einnig löndum sínum. Og þar sem stjórn inni er það lífsnauðsyn að halda efnahagslífinu gangandi, fá verka menn vilja sínum framgengt með þeim afleiðingum að framfærslu kostnaðurinn eykst enn meira. Opinberir starfsmenn fengu ný- lega 25% kauphækkun. Ofan á allt þetta bætist, að nýr sölu- . skattur hefur valdið því, að 'vöru verð hefur hækkað um 7—20%. Undir venjulegum kringumstæð . um skapar mikil erlend fjárfest_ ing nokkurs konar „efnahagsund ur“ eins og á Spáni, sem ætti að geta bætt um lífskjör fólksins. En í Portúgal er hverjum ein- asta escudo þjóðarteknanna só- að í styrjaldaraðgerðir sem miða að iþví að viðhalda portú gölskum yfirráðum í Afríku, og þess vegna hefur velmegun í- búanna í Portúgal ekki aukizt. Nokkrir borgarbúar hafa að sjálf sögðu notið góðs af þessum fjár- festingum, sem sést á auknum fjölda smábíla og sjónvarpsloft- neta, en helmingur landsmanna, sem stundar landbúnaðarstörf býr við sömu sultarkjör og fyrr. Duglegir og framtakssamir land- búnaðarverkamenn flytjast í stór hópum til Frakklands og Þýzka- lands, en þeir sem halda kyrru fyrir rétt draga fram lífið. í fyrra fóru 90.000 Portúgalar úr landi í atvinnuleit. □ . MENTTUNARSKORTUR Skortur á ménntun gerir það að verkum, að margir karlar og konur flytja ekki til bæjánna, nema þá til þess að stunda dag- launavinnu. Aðeins 7% þjóðárinn Framháld á 15.' síðu. Enskir og danskir herrahattar mjög fjölbreytt úrval fallegir litir i '7Í fallegt lag ’ 1 nýkomið. ' ' NÝKOMIÐ Sokkar og sokkabuxur fyrir táninga — Margir litir. KATARÍNA, Suðurveri HÖFUM FLUTT alla starfsemi okkar frá Spíta'lastíg 6 að Súða- vogi 14. Jens Árnason hf. Vélsmiðja, Súðarvogi 14. — Sími 16956. Skrifstofur vorar eru fluttar að Lágmúla 9, III. hæð. Símanúmer breytist og verður 81400. Samábyrgð íslands á fiskiskipum. ’ " 9. maí 1967 - ALÞVÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.