Alþýðublaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 10
Alþýðuflokkurinn i>’rh. aí. 7. siðu. ins fjár er þörf til húsnæðismál- anna og ég vænti þess, að unnið verði að því að afla þess. Húsnæði er það, sem öllum mönnum er nauðsyn og reynsla liðinna ára sýnir, að menn klífa þrítugan ham arinn til að koma fram vilja sin- um í því efni. Gífurlegur sparnað- ur hefur orðið samfara þéirri miklu fjárfestingu og þvi finnst mér ekki nema eðlilegt, að áfram- thaldandi sparnaður landsmanna verði fyrst og fremst notaður til ihúsnæðismálanna. Dreg ég enga dul á, að með þeim orðum mín- um á ég öðru fremur við það, að Lífeyrissjóður allra landsmanna verði, er til kemur, látinn taka þátt í uppbyggingu húsnæðismál- anna í landinu, auk þess sem ýms- ar aðrar leiðir koma sjálfsagt til fereina. Það er nauðsynlegt fyrir okkur jafnaðarmenn, að við ger- um okkur ljóst, að eins og við byggðum upp almannatrygginga- kerfið á fjórða og fimmta áratug aldarinnar, þannig verðum við nú að helga okkur baráttunni fyrir húsnæðismálunum lásamt öðrum 'brýnustu hagsmunamálum fólks- ins í landinu. Og við unga fólkið vildi ég segja það, að vissulega er eðlilegast að það styðji Al- þýðuflokkinn — ef það vill, að þróunin í húsnæðismálunum verði ör og hagijvæm. Mér er auðvitað fúllljóst, að allir flokkar segjast vilja vel í húsnæðismálunum — og sjálfsagt meina þeir það. En unga fólkið hefur reynsluna fyrir sér. í húsnæðismálunum hefur þá tekizt langbezt, þegar Alþýðuflokk urinn hefur farið með stjórn þeirra. Það er viðurkennt a'f öll- um sanngjörnum mönnum og auð- velt að færa sönnur á, hvenær sem er. Það væri því óvarlegt að hætta þessu brothætta fjöreggi unga fólksins í annarra hendur. Og til þess vona ég að komi ekki, því að þá væri ekki að vita hvað við tæki. Eagni Alþýðuflokkurinn sigri í vor er húsnæðismálunum borgið — og hag unga fólksins þar með, Með þeim orðum læt ég máli mínu lok- ifr. Átvinnuöryggi ‘ Frh. úr opnu. , aflatregðu nú í vetur að öllu leyti á kostnað tíðarfarsins. Ef útgerðartímabil báta hér í verstöðvunum styttast frá því er verið hefir, munu afleiðingar þess koma frám á kjörum og af- i komuöryggi launþeganna til .lands og sjávar í verstöðvunum. • Sjálfsagt munu menn ekki verða í á eitt sáttir um aðgerðir til úr- bóta á þessu sviði. En ég vil þó - benda á fátt eitt. Það verður með löggjöf að koma á betra skipu- ’ lági við nytjun fiskimiða báta- flotans. Það verður að takmarka þorskanetaveiðar frá því, sem nú er. Hæfilegt fyrst í stað væri, að . þær væru leyfðar aðeins frá 1/3 , ár.hvert, þó að þyrfti að alfriða þekktar hrygningarstöðvar. Það verður að gera mögulegt að i taka upp línuveiðar í auknum mæli svo að starfstímabil bát- anna lengist að hausti og fram- an af vertíð og þar með fram- leiðslutímabil fiskvinnslustöðv- anna. Ég efast ekki um að þær þjóð félagsráðstafanir, sem gera þyrfti í mun hærra verði á línu- fiski og lækkuðum beitukostn- aði, myndi borga sig fljótlega fyrir heildina. Nytjun miðanna yfir sumarið er ekki eins mikið vandamál. Við megum ekki treysta um of á stopular síldveið ar vegna atvinnuöryggis þeirra sjávarplássa, sem liggja fjarri þeim. Leggja verður 'áherzlu á frek- ari útfærslu fiskveiðilandhelg- innar, því að staðfestar upplýs- ingar liggja fyrir frá öðrum fisk- veiðiþjóðum, sem veiða við ís- land, um minnkandi afla, þrátt fyrir aukna sjósókn. , Ég hefi nú rætt hér nokkuð um atvinnustofna og grundvöll þess að atvinna og framleiðslu- tímabil í sjávarbæjunum geti verið sem jöfnust yfir árið. Þessi mál eru svo samofin framtíðar- öryggi og afkomu vinnustéttanna í landi og á sjó, að verkalýðs- hreyfingin verður að láta sig þau meira skipta, en verið hef- ir og varðar því miklu á hvern hátt brugðizt verður við þeim vandamálum, sem þar kunna að steðja að. Islenzkt þjóðfélag er og verð- ur í næstu framtíð matvælafram leiðsluþjóðfélag, sem framleiðir nauðsynleg og eftirsótt matvæli á heimsmarkaðinn. Hafið í kring um landið er aðalauðlind okkar, þar er því uppspretta þess auðs, Balastore gluggatjöldin © Balastore gluggatjöldin eru í senn þægileg og smekkleg. Uppsetning er afar auðveld, og létt verk að halda þeim hreinum. Fóanleg í breiddum fró 40-260 sm (hleypur á 10 sm). Margra óra ending. Framleiðum vindutjöld í öllum stærðum eftir móli. •C !} Lítið inn, þegar þér eigið leið um Laugaveginn! Húsgagnaverzlun KRISTJÁNS SI6GEIRSS0NAR HF. Laugavegi 13, sími 13879 sem við höfum til að nytja og skipta okkar í milli. Þess vegna er okkur nauðsyn að nytja þá auðlind af skynsemi og hagsýni. íslenzku þjóðinni fjölgar nú 'árlega um 2% á ári. Þær nýju atvinnugreinar, sem lagt hefir verið út í að undanfömu, þar á ég við hina svokölluðu stóriðju byggða á virkjun fallvatna, mun ekki gera meira en taka á móti þeirri fjölgun, sem bætist á vinnumarkaðinn á hverju ári. Sjávarútvegurinn verður því um ófyrirsjáanlega framtíð höfuð- aflgjafi atvinnulífsins hjá þjóð okkar. Á honum og gengi hans verðum við að byggja framtíðar- vonir okkar um batnandi lífs- kjör og afkomuöryggi. Góðir verkalýðsfélagar, við skulum vona, að um það standi vörð í framtíðinni samvirk, sterk og vel skipulögð verkalýðshreyf- ing. Kvikmyndir Frh. úr opnu. hefur komizt að því, að móðir hans ihafði einhverju sinni svikið föður hans og lagzt með öðrum. Loks verður honum ljóst, að hann getur ei lifað hér lengur; hann þráir frelsi. Hann ákveður að flytjast brott með vini sínum til Stokkhóhns. Kvikmynd þessi er mjög vel I gerð og afburða vel leikin. Það er aðeins tónlistin, sem ekki verkar eðlilega. Barnavagninn er fyrsta mynd Widerbergs; gerð 1963. Hún fjall- ar um Stokkhólm nútímans; vanda ' mál unglinganna ög umburðarleysi foreldranna. Ung stúlka hittir; kærulausan dægurlagasöngvara, sem gerir hana ólétta og stekkur feáðian burtu. Hún finnur hiann seinna, hann þykist ætla að taka á sig ábyrgð föðurins, en stingur enn af. Hún kynnist öðrum, sem er nærgætnari gagnvart henni og ekki eins kærulaus. Kvikmyndin lýsir cVg vel andlegu getuleysi borg arbúa, fólki sem situr heima og horfir sljóum augum á heimsku- legar skrípamyndir í sjónvarpi; fólki, sem er orðið andlega sfein- gelt; fólki sem líður áfram í eins konar blekkingu. Velmegunin og tæknin eru búin að yfirbuga fólk- ið andlega, það nennir varla leng- ur að hugsa sjálfstætt. Eiga þess- ar lýsingar ekki einnig við íslenzkt þjóðfélag í dag? Og hvað er þá til bjargar (nema bylting?) EISENSTEIN Síöasta kvikmyndin sem klúbb- urinn sýndi, var Október eftir rúss neska kvikmyndameistarann Ser- gei M. Eisenstein. Hann er meist- ari klippingarinnar; hann sýndi fyrstur manna fram á, hversu myndskiptingin væri mikilvæg í kvikmyndagerð. Það þarf ekki að líta á Október nema einu sinni til að sannfærast. Myndin er gerð í tilefni af tíu ára afmæli bylting- arinnar, þeim heimssögule'gu at- burðum, er gerðust í Rússlandi fyr ir 50 árum. Minnisstæðustu atrið- in eru fjöldagönguatriðin frá Petro grad, en öll er myndin glöggt dæmi um það, hversu klippingar geta haft mikið að segja í kvik- mynd. Læt ég svo máli mínu lokið að Iðnaðarbanki Islands h.f. LÆKJARGÖTU 10B, REYKJAVÍK. Frá 15. maí verður afgreiðslutími bankans þannig: Kl. 9,30 til 12,30 og kl. 13,30 til 16. Ennfremur eru sparisjóðs- og hlaupareiknings deildir bankans opnar til lafgreiðslu kl. 17—19 á föstudögum. Frá 15. maí til 30. september verður bankinn lokaður á laugardögum. <§> HELAVÖLLUR RE YK JAVIKURMOTIÐ: í kvöld kl. 8,30 keppa KR - VÍKINGUR MÓTANEFND. hvert sem hérfarið # ferðatrygglng ALMENNAR TRYGGINGAR P PÓSTHÚSSTRÆTI * SlMI 17700 RADI^NETTEl tækin eru byggð fyrir hin erfiðustu skilyrði ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti18 sími 16995 Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2. Bátabylgjur þessu sinni með þökk fyrir ánægju legar sýningar og von um áfram- haldandi starfsemi Kvikmynda- klúbbs Menntaskólans. Lesið Alþýðublaðið 10 12. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.