Alþýðublaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 3
ísrael: Sundrung meðal Araba Framhald af 1. síðu. leiðingar fyrir heimsfriðinn og frelsi skipa á hafinu. Hann sagði að ísraelsstjórn teldi að á'lyktun- artillaga SÞ frá 1957, sem ábyrgð ist' frjálsar siglingar á Akabaflóa, væri enn í fullu gildi. Utanríkisráðherra ísraels, Abba Eban, leggur af stað í ferðalag á morgun til höfuðborga vestrænna Herstyrkur landanna LONDON, 23. maí (NTB- Reuter) — Herafli Arabíska sambandslýðveldisins hefur tvöfaldazt síðan í Súezstríð- inu 1956. í egypzka herafl- anum eru nú 190.000 her- menn og þar vVð bætast 50.000 menn í egypzka þjóð- arverðinum. Egyptar munu nú hafa 90.000 menn undir vopnum og ráða yfir mun fullkomn- ari vopnum en fyrir ellefu árum. Sömu sögu er að segja um ísraelsmenn, vopnabúr þeirra liefur batnað stórkost- lega, og nú eru í ísraelska hernum 71.000 menn en þar við bætast 200.000 menn úr varahernum. Árið 1956 gátu í.sraelsmenn Jfmtt 250.000 menn til vopna, þar af all- margar konur, því ógiftar konur verða að gegna her- þjónustu. Af þeim 190.000 mönnum sem þjóna í egypzka herafl- anum eru 160.000 í land- hernum, 15.000 í flughern- um, 11.000 í flotanum. Egypt ar eiga auk þess 100 eld- flaugar og starfa 4.500 við þær varnir. Egyptar eiga 500 herflugvélar, aoallcga sovézkar. Vm 3.006 manns eru í ís- raelska flotanum. Flugher- inn ræður yfir 450 flugvél- um, aðallega frönskum. Sýrlendingar hafa 48.000 menn undir vopnum og ráða yfir 250 flugvélum. Jórdan- íumenn hafa 30.000 menn undir vopnunu ríkja, þar sem hann mun gera grein fyrir viðhorfum stjómar sinnar til áStandsins. Meðan þessu fer fram halda ísraelsmenn áfram að efla varnir sínar, en ísraels- stjóm er sögð líta á deiluna við Arabalöndin sem milliríkjadeilu, sem ekki verði leyst með vopnum. I Moskvu lýsti sovétstjómin því yfir í kvöld, að hún mundi leggj- ast gegn hvers konar árásarað- gerðum fyrir botni Miðjarðarhafs, að sögn Tass. □ Vonleysi MikiII mannfjöldi hafði safnazt saman á flugvellinum í Kairó við komu U Thants í dag og hrópaði „Egyptar munu sigra“ og „Lifi Í'íasserlP. Tilgangur heinisóknar hans er að fá Nasser til að fallast á að SÞ gegni einhvers konar frið- argæzluhlutverki fyrir botni Mið- jarðarhafs þrátt fyrir brottflutn- ing gæzlusveita SÞ frá landamær- um ísraelg og Egyptalands. Heim- ildir AFP herma, að litlar líkur séu til þess að viðræður hans við Nasser beri árangur. Nokkur Arabaríki hétu Egypt- um stuðningi í dag í deilu þeirra við ísraelsmenn. Forsætisráð- herra Sýrlands, Youssef Zouayen, kom í óvænta heimsókn til Kairó skömmu eftir að U Thant kom þangað og sagði: „Orð stoða ekki. Það er kominn tími til að berjast.“ Áður hafði Nasser forseti skorað á stjórn írans að hætta olíusend- ingum til ísraels. Stjórn íraks til- kynnti að hún mundi senda fjöl- mennt herlið og flugvélar til Eg- yptalands, og Kuwait kvaðst mundu senda sjálfboðaliða til Si- naiskaga. I □ Klofningur Hins vegar hafa deilur risið upp með Sýrlendingum og Jórdaníu- mönnum, sem hafa vísað sendi- herra Sýrlendinga í Amman og ræðismanni þeirra í hinum jórd- anska hluta Jerúsalem úr landi vegna atburðar þess á landamær- um Sýrlands og Jórdaníu á sunnu- daginn, þegar 16 manns biðu bana í sprengjutilræði, sem gert var með vitund sýrlenzku stjórnar- innar. Mikil spenna hefur ríkt í sambúð Sýrlendinga og Jórdaníu- manna á undanförnum mánuðum. Enda hallast Sýrlendingar að Rúss um en Jórdaníumenn að vestur- veldunum. Sýrlendingar hafa sak að Jórdaníumenn um linkind í garð ísraelsmanna og hvatt til upp reisnar gegn Hussein konungi. í New York komu meðlimir Ör- yggisráðsins með brezka fulltrú- anum, Caradon lávarði í broddi fylkingar, saman til fundar í skrif stofu dönsku sendinefndarinnar, en talið er að ráðið verði fljót- lega kailað- saman til formlegs fundar til að ræða ástandið. Bret- ar munu beita sér eindregið fyrir því, að SÞ aðhafist eitthvað í mál- inu til að koma í veg fyrir styrj- öld. Wilson forsætisráðherra sendi í kvöld George Brown utanríkisráð herra til Moskvu og George Thom son aðstoðarutanríkisráðherra til Washington, og eiga þeir að reyna að koma því til leiðar, að eitthvað verði gert til að varðveita friðinn fyrir botni Miðjarðarhafs. Brown utanríkisráðherra átti að fara til Moskvu í gær, en förinni var frest að vegna ástandsins. Bretar hafa þungar áhyggjur eins og sjá má af því, að brezkum togurum hefur verið ráðlagt að yfirgefa þau svæði þar sem til átaka getur komið. □ Rússar varkárir Rússar hafa ráðlagt Nasser for- seta að fara með gát, samkvæmt góðum heimildum. Þótt egypzka Framhald á 14. síðu Nær 2ja milljards kréna gjaldeyrisvarasjóður Þegar vinstri stjórnin fór frá völdum var enginn gjald- eyrisvarasjóður til, raunar var 144 millj. kr. Gjaldeyris- heild í árslok 1959. En í lok sl. árs hafði myndast gjald- eyrisvarasjóður er nam 1915 milljónum króna. í viðskiptum þjóðarinnar við önnur lönd hefur verið greiðsluafgangur öll árin 1960—’66 nema 1963, 1966 og af- gangrur á tímabilinu í heild. Þetta hefur stuðlað að því, þjóðin eignaðist gjaldeyrisvarasjóð í stað nettóskulda gagn- vart útlöndum í árslok 1959. Gjaldeyrisstaðan licfur síðan verið þessi (miðað við árslok og núgildandi gengi): 1959 144 millj. kr. 1960 127 — — 1961 527 — — 1962 1150 — — 1963 1311 —- — 1964 1593 — — 1965 1912 — — 1966 1915 — — Oft er sagt, að þótt við höfum eignast gildan gjaldeyris- varasjóð hafi heildarskuldir þjóðarinnar gagnvart útlöndum vaxið. Það er jafnvel sagt, að allur vöxtur gjaldeyrisvara- sjóðsins eigi rót sína að rekja til aukningar lána til langs og skamms tíma. Ef heildargjaldeyrisstaðan í árslok er borin saman við heildarstöðuna í lok 1965 verður niður- staoan þessi: 1959 1965 milij. kr. millj. kr. Gjaldeyrisstaða — 144 — 1912 Föst erlend lán — 2491 — 3912 Stutt vörukaupalán — 50 — 554 —• 2685 — 2554 í árslok var heildarstaðan gagnvart útlöndum þ.e.a.s. öll erlend lán að frádregnum gjaldeyrisvarasjóðnum, 2554 míllj. en I árslok 1959 voru heildarskuldirnar 2685 millj. kr. Teknir í landhelgi í fyrrinótt tók varðskipið Óð- inn vélbátana Lundey RE-381, Svein Sveinsson, GK-363 og Bald ur KE-97, að meintum ólöglegum togveiðum út af Hraunum. Og síðdegis í gær tók þyrla Landhelgisgæzlunnar vélbátana Kára GKK-146, Gullfara GK-111 og Kristján RE-250 einnig að meintum ólögleguni togveiðum. Mál skipstjóranna verður tekið fyrir í hcimahöfn bátanna. TALID AD IKVEIKJA VALDIÐ ELDSVODANUM 280 SAKNAÐ BRÍÍSSEL, 23. maí (NTB-AFP) — 281 manns er saknað eftir brunann mikla í vöruhúsinu „Innova- tion“ í Briissel í gær. Grunur leikur á, að um í- kveikju hafi verið að ræða. Mörg vitni segja, að eldurinn 'hafi komið upp á þremur stöðum á öllum hæðum hússins samtím- is. Óhugsandi er talið, að eldur- inn hafi getað breiðzt eins skjótt út og raun bar vitni. Lögreglan rannsakar nú hvort sú tilgáta sé rétt, að andstæðingar Bandaríkjanna, sem efndu til mót- mælaaðgerða gegn stefnu Banda- ríkjanna í Vietnam fyrir utan verzlunina í síðustu viku, hafi verið valdir að brunanum. Banda- rísk söluvika hófst í verzluninni fyrir helgi, og flugumiðar sam- taka róttækra vinstrisinna er kalla sig „Baráttuna fyrir friði og frelsi þjóðanna", funduzt í verzl- uninni. Á fjórðu hæð hússins var veit- ingasalur, sem tók 800 manns, og var hann troðfullur þegar eldur- inn kom upp. Auk þeirra sem fór- ust í eldslogunum, biðu margir bana við það að fleygja sér út um glugga, sumir í logandi klæðum. 34 lík hafa verið grafin úr brunarústunum, en mjög erfitt er um vik þar sem enn logar í rúst- unum og hætta er á að brunnir veggir hrynji. 24. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.