Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 1
Föstudagur 26. maí 1967 - 48. árg. 123. tbl. - VERÐ 7 KR. Verkfall á kaupskipum A miðnætti í nótt kom til verkfalls yfirmanna á kaup- skipaflotanum. Nær verkfall- ið til stýrimanna, vélstjóra og loftskeytamanna á öllum skip- um hins íslenzka kaupskipa- flota. í fyrrakvöld var boðað til sáttafundar með Torfa Hjart- arsyni, sáttasemjíara ríkisins, en sá fundur bar engan árang- ur. Aftur var boðað til sátta- fundar með deiluaðilum í gær dag og hófst hann klukkan 17. Hófst verkfallið á mið- nætti í nótt eins og ákveðið hafði verið, kæmu deiluaðilar sér ekki saman fyrir þann tíma. Nokkur kaupskip voru stödd í Reykjavíkurhöfn í nótt, þegar verkf allið skall á. Má- þar nefna Vatnajökul, Goðafoss og Detti Pramhald á 15. síðu Egyptar tilkynntu í dag, aS israelskur varSflokkur hefSi reynt að fara yfir landamærin á GazasvæSinu í nótt, en verið hrakinn á flótta. TalsmaSur egypzka hersins sagSi, að Egyptar hlytu að líta á þetta sem árásaraSgerS, en í Tel Aviv var fréttin borin til baka og sagt, að cnginn fótur væri fyrir henni. Skömmu eftir að Egyptar skýrðu frá þessu atviki, fór U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, frá Kairó áleiðis til New York að loknum tveggja daga viðræðum sínum við Nasser forseta og aðra egypzka leiðtoga. Hann kom við í Róm á leiðinni og ræddi iþar við Fanfani utanríkisráðherra, sem sagði að viðræðunum loknum, að hann væri hvorki bjartsýnn né LAR SELD TIL N-KÖREU Síðastliðinn miSvikudag birti Þjóðviljinn æsiíregn undir stórri fyrirsögn um að nú ætti að selja tvö af skipnm Jökla hf. til Suð- ur-Kóreu. Átti blaðið varla orð til að lýsa hneyksian sinni á því, aS ef til vill ætti annaðhvort þess- ara skipa eftir að bera nafn Syng man Rhee, og fylgdu bollalegging ar í svipuðum dúr. í fréttatilkynningu sem blaðinu barst frá Jöklum hf. í gær segir að vegna fjárhagserfiðleika við rekstur hafi félagið neySzt til að selja tvö skip til NorSur-Kóreu. Kaupandi þar er Korea Equip- ment Import Cerporation og verSa skipin afhent í Póllandi í Mæsta mánuði. Að líkindum hvín öSruvísi í tálknum ÞjóSvilrans eftir þessar wpplýsingar, þegar kemur í ljós, að þaS eru hvítþvegnir Norður- kóreanar, sem kaupa skipin en ekki Bandaríkjaleppar í Suður- Kóreu, eins og blaðið komst aS orði. Stendur nú líklega ekki á því að ritst.iórar Þjóðviljans leggi blessun sína yfir söluna, þegar í ljós er komið, að það eru skoSana bræður þeirra sem kaupa. hf. I fréttatilkynningu Jökla segir m.a. á þessa leiS: Ástæðan til sölu skipanna er fjárhagserfiðleikar viS rekstur þeirra. Eins og kunnugt er tók Eimskipafélag tslahds hf. að sér flutninga á frystum fiski fyrir SöIumiSstöS hraðfrystihúsanna frá 1. apríl 1965. Þá voru eigi lengur verkefni fyrir skipin hér og hafa þau því síðan verið í flutningum erlendis. íslenzkum aðilum var gefinn Framhald á 14. síðu. svartsýnn með tilliti til ástands ins. Sérfróðir menn í Kairó segja, að U Thant hafi ekki tekizt að fá Nasser forseta til að fallast á tillögur er hann kunni að hafa borið fram um friðsamlega lausn deilunnar. í Tel Aviv ræddu stjórnmálaforingjar og herforingj ar ástandið á fundum í dag, og forseti landsins, Zalman Shazar, ákvað að hætta við heimsókn sína til Kanada, fresta fyrirhug- aðri heimsókn sinni til íslands og halda heimleiðis. ? Satímis létu flaggskip 6. bandaríska flotans, „Little Rock", og sex önnur bandarísk herskip úr höfn í Gaeta og Napoli á í- talíu. Sagt var, að skipin hefðu haldið á æfingar einhvers staðar á Miðjarðarhafi. í 6. flotanum eru 50 herskip, 25.000 menn og 200 flúgvélar. og er „Little Rock" búið eldflaugum. í Kairó er sagt, að fjölskyldur banda- MEIRAUM ÍSRAELS* DEILUHA, Á BLS.3 rískra diplómata verði fluttar til Aþenu einhvern næstu daga. ? StríSsástand í ísrael. í ísrael ríkir hernaðarástand, en lífið' gengur sinn vana gang, þótt umferð sé minni á vegum en venjulega og skrifstofur séu lokaðar. Á götunum stöðvar fólk kunningja sína og spyr hvðrt a® styrjöld munií-brjótast út. Ea enginn getur Jsvárað. Af opinberrf hálfu er sagt, að afstaða ísraé&tjórnar til lokun. ar Akabaflóa sé óbrej'tt. Landil muni verja hagsmuni sína á fló- Framhald á 14. síðu. ÁVARP TIL STUÐNINGSMANNA A-LISTÁNS Á rúmlega 50 ára starfsferli hefur Alþýðuflokkurinn ávallt átt í fjárhagserfiSleikum vegna nauSsynlegrar starfs- semi sinnar___Flokkurinn hefur stuSzt viS fylgi fólks, sem lítiS hefur verið aflögufært um fjármuni. — Þetta hefur þó bjargazt með almennri þátttöku stuSningsmanna hans þótt hver hafi þar ekki látiS stóra skammta. NauSsynlegur kosningaundirbúningur hefur á síðari ára- tugum vaxið mjög og krafizt siaukins fjármagns. — ÞaS er á þessu undirbúningsstarfi, sem úrslit kosninganna geta oltiS. Þetta gera fjársterkari flokkarnir sér ljóst og spara þess vegna í engu allan tilkostnaS. Þessum þætti kosningabar- áttunnar verSur ekki mætt á annan veg, en meS almennri fjársöfnun. AlþýSuflokkurinn fer þess vegna enn einu sinni bónarveg til allra stuSningsmanna sinna og velunnara og biður þá, hvern eftir sinni getu. að Iáta af hendi fé í kosningasjóS flokksins. Fyrir hönd fjáröflunarnefndar munu eftirtaldir aðilar veita fé móttöku: Emelía Samúelsdóttir, sími 13S89, og íxifstofa Alþýðuflokksins í Reykjavík, símar 15020 — 13374. Fjáröflunarnefnd Alþýðuflokksins í Reykjavík: Emelía Samúelsdóttir Gylfi Þ. Gíslason. Eggert G. Þorsteinsson. RÍKISSTJÓRN fSLANDS HAR ATBURÐBNA í GRIICKLAND! I sambandi viS umræður, sem fram fóru í Evrópuráðinuí Strass- bourg nú í vikunni viðvíkjandi at- burðum þeim, sem nýlega hafa átt sér stað . Grikklandi, þar sem lög- legri lýSræðisstjórn hefur verið vikið frá með valdi og mannrét-t indi borgaranna takmörkuð, gaf fastafulltrúi Islands hjá Evrópu- ráðinu svofellda yfrlýsingu af hálfu ríkisstjórnar íslands. „íslenzka ríkisstjórnin harmar mjög, að þessir atburðir hafa gerzt, sérstaklega vegna þess, að Grikkland hefir verið skoðað sem vagga lýðræðis, þar sem lýðræðis legir stjórnarhættir hafa verið í heiðri hafðir. Einnig vegna þess, verið á milli landa okkar. og að að náin og góð tengsl hafa jafnan íslendingar virða og meta grísku þjóðina. íslenzka ríkisstjórnin lætur í ljósi þá ósk og von, að lýðræðis- legir stjórnarhættir verði aftur upp teknir hið fýrsta í Grikk- landi, og mannréttindaskrá Evr- ópuráðsins, sem bæði löndin eru aðilar að ásamt öðrum meðlim- um Evrópuráðsins, verði haldin í heiðri." (Frá utanríkisráðuneytinu).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.