Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 2
Blóðug vika í Vietnam SAICON, 25. mai (NTB-Reuter) — Mannfall Bandaríkjamanna í Vietnam í síðustu viku var meira cn í nokkurri annarri viku stríðs- ins. Nú hafa alls rúmlega 10.000 Bandaríkjamenn fallið í styrjöld- inni. 33 7 Bandaríkjamenn féllu í síðustu viku og 2.282 særðust, en áður hafa aldrei fallið meira en 264 Bandaríkjamenn á einni viku. Orsök þessa mikla mannfalls voru hinir blóSugu bardagar á vopnlausa svæðinu milli Norður- og Suður-Vietnam. Þessum aðgerð- um lauk í dag þegar Bandaríkja- menn og bandamenn þeirra héldu tmrtu af suðurhluta svæðisins og skildu eftir sig sviðna jörð og brennd sveitaþorp. Um 9.600 bænd ur hafa verið fluttir af suðurhluta svæðisins svo að gera megi misk- unnarlausar sprengjuárásir á her- sveitir kommúnista, en tilgangur- inn er að koma í veg fyrir að þeir noti vopnlausa svæðið fyrir griða- Stað. AÐALFUNDI S.H. LAUK í GÆRKVELDI Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hófst í gær- tnargun að Hótel Sögu í Reykjct- vik. Fundarstjóri var kjörinn Hux- ley Ólafsson, framkvæmdastjóri, Keflavík, og til vara Björn Guð- Viu ndsson, framkvæmdastjóri, Vestmannaeyjum. Ritari var kjör- $nn Helgi Inghnundarsoíi, skiptafræðingur, Reykjavík. í upphafi fundarins lagði for- viaðúr S.H., Gunnar Guðjónsson, forstjóri, fram skýrslu stjórnar fíyrir starfsárið 1966. Fundinum lauk í gærkveldi og var stjóm sam takarina endurkjörin. í ræðu formanns kom meðal annafs fram: Heildarframleiðsla liraðfrystra sjávarafurða hjá frysti húsum innan SH á árinu 1966 var 60.848 smálestir, eða 11.511 smá- lestum minni en árið 1965. Fram- leiðsla frystra fiskflaka (einnig fiskblokkir) var 31. 385 smál eða 10,8% minni en árið 1965. Fram- leiðsla frystrar síldar var 18.161 smál. samanborið við 24.289 smál. 1965 eða 25,3% minni en 1966. Heilfrysting á flatfislá jókst nokkuð, en að öðru leyti var fram leiðslusamdráttur í flestöllum af- urðaflokkum. Framleiðsluhæstu frystihúsin innan SH eru Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum, 4.095 tonn, ís- björninn hf., Reykjavík, 3.619 tonn, Hraðfrystihúsið á' Kirkju- sandi hf. 3.107 tonn, Hraðfrysti- stöð Vestmannaeyja 3.068 tonn, Fiskiðjuver Bæjarútgerðar Reykja víkur 2.682. í útflutningi þjóðarinnar árið Sovétbrúður og dráttarvélar íf vörusýningadeild Sovétríkj- amla í íþróttahöllinni í Laugar- rlal; eru vörur frá nokkrum út- flutningsfyrirtækjum. Þar eru sýndir bílar, landbúnaðarvélar, brffcíur, hljóðfæri, bækur, logsuðu tæki og teppi svo að nokkuð sé nefnt. Útflutningsfyrirtækið Avtoex- port sýnir fimm manna Volgubif- reið, Moskvíts-bíl og 10 manna rútubíl. Traktoroexport sýnir 2 dráttarvélar og ýmis önnur land- búnaðarverkfæri. Verzlunarfyrir- tækið Stankoimport sýnir ýmis Framhald á 15. síðu. 1966 skipuðu hraðfrystar sjávar- afurðir enn sem fyrr fyrsta sess. Voru þær 26,6% af heildarútflutn ingsverðmæti eða samtals 1612 Framhald á 15. síðu. Hornakórallinn hlaut ágætar undirtektir Þjóöleikhúsið frumsýndi í Gíslason og Sigríður Þorvalds fyrrakvöld nýtt íslenzkt leikrit dóttir. Vegna fjarveru Ieikhús Hornakóralin eftir Odd Björns gagnrýnenda Alþýðublaðsins, son, Kristján Árnason og Leif Ólafs Jónssonar, mun eitthvað Þórarinsson. Leikurinn hlaut dragast að blaðið birti dóm mjög góðar undirtektir áhorf- um sýninguna, en þessi mynd enda, en með aðalhlutverk þar er af einu atriðanna úr leikn- fara Þóra Friðriksdóttir, Ró- um. (Ljósm.: Bjl.) bert Arnfinnsson, Erlingur Norðmenn minnast 60 ára gamals slyss: REISA MINNISVARÐA SAUDANESKIRKJUGARDI í sumar verður afhjúpaður í kirkj u garðinum á Sauðanesi á Langanesi minnisvarði um 15 norska sjómenn, sem fórust með norska selfangaranum Fridtjof við Langanes fyrir réttum sextíu árum. Samtök skipstjóra í Tromsö standa fyrir því, að þessi minnis- varði verði reistur, en selfangar- inn var einmitt frá þeim bæ. í Seyðisfjarðarblaðinu Austra er sagt frá slysinu í stuttri frétt 12. október 1907. Þar segir svo frá tildrögum slyssins: „Gufuskipið „Fridtjof" frá Tromsö .skipstjóri Johan Larsen, fórst við Langanes 5. þ.m. og drukknuðu þar 15 skipverjar, en aðeins einn komsl' lífs af, véla- meistari Eiias Samueisen, skolaði honum á land á flaki. Skipið fór frá Tromsö 24. sept. sl. til sel- veiða norður í höf, lenti það norð- ur að eyjunni Jan Mayen og tók þar þrjá skipbrotsmenn, en er skipið hélt þaðan aftur laskaðist það svo í ísnum, að skipstjóri af- réð að leita fyrstu hafnar á ís- landi. En er þeir komu upp undir Langanes, þann 5. þ.m. skall á ofsastórhríðarveður og fórst skip- ið norðan við nesið skammt frá bænum Skálum, og þangað heim komst' vélmeistarinn og lá' þar, er siðast fréttist, töluvert veikur. Þann 7. október voru 7 lík rekin á land. Útgjöi-ðarmaður skipsins, Gjæ- ver að nafni, á heima í Tromsö. 2 26. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.