Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 4
GX££iQÍ> Ritstjóri: Benedikt Grondai. Símar 14900—14903. — Auglýsingasími: 14906;— Aðsetur: Allíýffuhúsið' við Hverfisgötu, Rvik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sitnt 14905. — Askriftargjald kr. 105.00. — t lausa- sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Aiþýðuflokkurlnn. Hanníbal og Larsen Alþýðubandalagið þóttist í öndverðu ætla að sameina ; róttækt og frjálslynt fólk í öflugum flokki. Þannig ; fékk það til liðs við sig marga kjósendur, sem veittu ,því brautargengi af allt öðrum ástæðum en sækjast !eftir þingmennsku og metorðum .Jafnaðarmenn töldu þessa tilrann hins vegar vonlausa, vegna forustu og þátttöku kommúnista í samtökunum. Reynslan víðs vegar um heim hafði sannað, að samvinna við þá af 'hálfu lýðræðissinna er dæmd til að mistákast. Þess vegna gegndi furðu, þegar Hannibal Valdimars son lagði trúnað á fagurgala kommúnista. Raunar mun honum hafa verið mjög í mun að halda áfram þingmennsku, en hann átti að geta séð fram á, að kommúnistar yrðu svikráðir. Samt gekk Hannibal þeim á hönd samtímis því sem til dæmis Aksel Har- sen í Danmörku sagði skilið við kommúnista af því að hann taldi þá ósamstarfshæfa og hefur síðan tekið upp málefnalegt samstarf við jafnaðarmenn, en það gerbreytir viðhorfum í dönskum stjórnmálum. Nú kemur í ljós, að Hannibal Valdimarssyni skjátl- aðist. Hann gat vitaskuld ekki sameinað íslenzka al- þýðu í samtökum kommúnista. Hannibal er þessa dag ana reynslunni ríkari. Kommúnistar beittu stuðnings menn hans ósvífnum bolabrögðum, og þess vegna hef ur Hannibal tekið upp baráttu gegn þeim með fram- boði sínu í Reykjavík. Hins vegar gætir mikillar ó- raunhæfni í málflutningi hans og viðbrögðum. Hann mælist til fylgis og atkvæða í Reykjavík í von um á- framhaldandi þingsetu, en sá stuðningur ho-num til handa kynni að fleyta skoðanabræðrum Magnúsar Kjartanssonar eins og Geir Gunnarssyni og Ragnari Arnalds inn í alþingishúsið við Austurvöll, þó að Hannibal yrði úti. Helzta von hans virðist sú, að hon um skoli á þing sem uppbótarþingmanni Magnúsar Kjartanssonar. Aksel Larsen fór öðru vísi. Hann tók afleiðingunum af vonbrigðum sínum í samstarfi við kommúnista. Ak sel Larsen þróaðist til lýðræðislegra skoðana og á- byrgrar afstöðu. Þess vegna er hann nú áhrifamikill 'aðili að dönskum stjórnmálum. Hannibal Valdimarss. kiallar hins vegar yfir sig þá hættu að verða pólitískt vjðundur hálfur inni og hálfur úti í Alþýðubandalag- iþu, þar sem kommúnistar ráða og drottna. ÍHannibal Valdimarsson hefði átt að taka atburðun- urn í Alþýöubandalaginu öðru vísi en ætla sér þann sicáldlega garpskap að komast brott þaðan eins og Kári úr Njálsbrennu. íslenzk verkalýðshreyfing á ann að hluíverk skilið en örlög Bergþórshvols. 4 26. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Nemendurnir sem útskrifuðust úr Leiklistarskóla Þjóöleikhússins. Tíu ungir leikarar LEIKLISTARSKÓLA Þjóðleik- hússins var slitið sl. mánudag og voru þá brautskráðir frá skól- anum 10 ungir leikarar. Skólastjóri skólans, Guðlaug- ur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri, sleit skólanum. Þakkaði hann nemendum fyrir góðan námsár- angur og kennurum fyrir vel unnin störf á síðasta skólaári. Hann gat þess ennfremur, að þetta væri í fyrsta skiptið, sem nemendur væru útskrifaðir, eft- ir að námstíminn í skólanum var lengdur í þrjú ár, og kennslu- stundum í hverri viku var fjölg- að. Einnig hafa skapazt miklu betri skilyrði fyrir skólann, þar sem öll kennsla fer nú fram í hinu vistlega húsnæði á leik- sviðinu i Lindarbæ. Nú var í fyrsta skipti tekin til meðferðar heil leikrit í skólanum, þar sem nemendur sýndu tvo einþátt- unga, Yfirborð, eftir Alice Ger- stenberg og Dauði Bessie Smith, eftir Edward Albee fyrir próf- dómendur og kennara og auk þess höfðu nemendur eina sýn- ingu á fyrrgreindum leikritum fyrir gagnrýnendur blaðanna og aðra gesti. Leikstjóri var Kevin Palmer. Kennarar við skólann voru í vetur 13. Þetta er í tíunda skiptið, sem leiKnstarnemar eru brautskráðír frá Leiklistarskóla Þjóðleikhúss ins, en alls hafa 69 nemendur Frh. 10. síðu. ★ KOSNINGAR NÁLGAST. Þá er orrahríð kosninganna hafin í blöðunum af fullum krafti og bráðlega fá þeir sem sjónvarpstæki eiga einnig að sjá frambjóð- endur flokkanna skeggræða í sjónvarpssal og geta hlustað á þá í hljóðvarpinu um leið. Maður, sem lengi og náið hefur fylgzt með stjórnmálum ræddi við þann sem þetta ritar fyrir nokkru. Hann sagði meðal annars: Ég man ekki eftir því, að stjórnarandstaða hafi nokkru sinni verið jafnslöpp og málefnalega snauð og nú fyrir alþingiskosningarnar í vor. Þeir hafa engin mál og allur þeirra málflutningur ber þess svo greinilega vott, að þeir eru ekki trúaðir á sigur- möguleika sína 11. júní næstkomandi. Lítum bara á Alþýðubandalagið, sagði hann. Þar er nú allt endanlega spningið í loft upp. Logar allt í illdeilum og hatri og brigzl- yrðin og svigurmælin ganga þar á víxl og vegur nú hver þar að öðrum, sem áður störfuðu saman. Hér í Reykjavík vita allir hvernig málin standa og munu líklega fáir treysta þeim til að stjórna landinu, sem ekki einu sinni geta unnið saman innan síns svokallaða flokks. Á Suðurnesjum eru réttlínukommarnir svo óánægðir með að Þjóð- varnarmaður (ef enn leyfist að nota það orð) skuli vera í efsta sæti listans, að búast má við miklu af útstrikunum. Á Vestfjörðum er einingin löngu far- in út um þúfur og allt upp í loft’. i! ★ FRAMSÓKNARHÖFT. Og ef litið er á Framsóknarflokk- inn, sagði þessi maður, þá er hann nú staddur á eyðimörk hugsjónaleysisins eftir langa veru í stjórnarandstöðu. Flokksforingjarnir eru búnir að rugla landslýð allan með tali sínu um „hina leið- ina,” „nýju leiðina, „þriðju leiðina” og „jákvæðu leiðina,” að enginn veit' lengur hvað þeir eiga við. Það eina bitastæða, sem hrokkið hefur upp úr foringjum þessa flokks upp á síðkastið, er að þeir ætli að „stjórna eins og áður.” Þá stjórn þekkja þeir, sem eldri eru, en unga fólkið man hana akki. Því þætti hinsvegar að líkindum harla undarlegt', ef standa þyrfti í margra klukkutíma biðröð til að kaupa sér eina skó, ganga um allan bæ í vonlausri leit að hárgreiðu eða rafmagnsperu en þannig var ástandið þegar Framsóknarherr- arnir höfðu þau völd, sem þeir nú sækjast eftir. Ég held að þessar kosnlngar getl ekki farið nema á einn veg, sagði maðurinn að lokum. Stjórnarflokkarnir munu halda meirihluta sínum, því líti hver í eigin barm, vita allir þann sannleika, að fólk hér á landi hefur aldrei búið við betri lífskjör en síðustu átta árin. — Karl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.