Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 9
, í Alþýöuflokksfélagi Reykjavíkur. Tók Ijósmyndari blaösins, Bjarnleifur Bjarnleifsson mynd þessa i. Fyrir enda borðsins situr Björg vin Guðmundsson, formaður Alþýðuflokksfélagsins, honum á vinstri mdur Jónsson, gjaldkeri. félagsins, Aðalsteinn .Halldórsson, varaformaður og Emanúel Morthens fjár- ðið sitja, talið frá vinstri: Emilía Samúelsdóttir, Páll Jónsson og Arnbjörn Kristinsson, ritari félags- %ni Valdimarsdóttur, Lúðvík Gizur arson ■og Björgvin Vilmundarson. ið í 12 ár mi Rondotríósins lega ósmekklega út, því þessi tækni á ekki við hvaða lög sem er. í ítalska salnum var Rondó-trí óið og hélt uppi ósviknu fjöri og það var ekki annað að sjá á gestunum en að þeir kynnu að meta innlifun hljómsveitarmeð- limanna oig hið prýðisgóða laga- val. Þegar kom að því að tríóið færi í pásu, gripum við tæki- færið og veittum þeim eftirför, þeirra erinda að spyrja nokk- urra spurninga. Hvenær var Rondó-tríóið stofnað? Það eru 12 ár síðan, svarar hljómsveitarstjórinn Matti Kar- Við byrjuðum í Félags'heimili Kópavogs og vorurn fastráðnir þar í tvö ár. Eftir það spiluðum við vítt og breitt um landið. Þó ótrúlegt megi virðast, hefur Rondó starfað svo til óslitið í þessi tólf ár. í upphafi var mark miðið að liafa lagaval og flutn- ing þannig, að það félli í smekk sem flestra og þetta hefur ekki breytzt öll þessi ár, þó að tölu- vert hafi verið um mannaskipti- í hljómsveitinni. Hins vegar hef ég verið með hljómsveitinni frá upphafi, reyndar sá eini í tríó- inu. I-Iinir tveir heita Einar Jóns son, en hann meðhöndlar trommukjuðana af hinni mestu prýði; Artur Moon heitir bassa- leikarinn, einn af þeim fáu, sem igeta brosað, án þess að fara út af laginu. Og óperusöngvari með hljóm sveitinni er hinn frægi Matti Karels, bætir Arthur við bros- ‘andi. Taktu hann ekki alvarlega, heldur hljómsveitarstjórinn á- fram. Yfirleitt syngjum við allir þrír, en það segja margir, að það heyrist hæst í mér. Þ.e.a.s. þegar hann yfirgnæfir ekki sönginn með harmónikk- unni, skýtur trommuleikarinn inní. Það gefur auga ieið, að á þessum 12 árum hlýtur að hafa komið eitthvað fyrir, sem er í frásögu færandi. Já, það hefur að sjálfsögðu ým islegt gerzt, svarar Matthías, en þetta eru yfirleitt svo persónuleg, atvi'k. Nema þá, er við fórum til Vest mannaeyja alveg í kolbrjáluðu veðri, enda vorum við 12 tíma á leiðinni. Tólf vindstig, bætir Arthur við og það er auðséð, að honum hryllir við tilhugsunina. Þegar við komum í land, segir Einar, var ekið beint í Alþýðu- húsið og þarna stóðum við fölir og ennþá ekki búnir að venjast því að þurfa ekki að halda sér í til að missa ekki jafnvægið og sungum ,,Ég er farmaður fædd- ur á landi“. En þetta var nú bara í fyrstu syrpunum, síðan fórum við að jafna okkur. Það er ákaflega gaman að skemmta Vestmannaeyingum, heldur Matti áfrarn, en það er alltaf mikil áhætta að fara til Eyja, því að við eigum alltaf á hættu að verða veðurtepptir upp undir viku. Við höfum í möfig, ár spilað á hinum ýmsu skemmtunum Al- þýðuflokksins og vil ég færa hér fram okkar beztu þakkir fyrir ihinar góðu móttökur. Hér í Klúbbnum höfum við verið tvisvar áður, en vorum fast ráðnir 5. maí sl. og það er mála sannast, að við getum ekki hugs að okkur betra og elskulegra fólk en það, sem skemmtir sér hér. En nú var pásan á enda og þremenningarnir lögðu frá sér kaffibollana og héldu enn á ný í sviðsljósið. SVIÐS LJÓS NJARÐVÍKINGAR. Gar$!önd — Kartöflugarðar. Ákveðið er að leigja út land fyrir garðávaxta- ræktun í Leirdal í Innri-Njarðvík. Þeir, sem áhuga hafa fyrir leigu, hafi sam- band við skrifstofu Njarðvíkurhrepps, Þóru- stíg 3, Ytri-Njarðvík, eða í síma 1202, er veit- ir allar nánari upplýsingar. Sveitarstjórinn, Njarðvíkurhreppi. Skógræktarfélag Reykjavíkur ^ aiiH m Triapionfyr Fjölbreytt úrval af trjám og runnum. Nú er rétti tíminn til ► • gróðursetningar í garða og sumarbúsíaðalönd. Skógræktarstöðin Fossvogsbletti 1 RAFGÆZLUMANNSSTAÐAN Á SEYÐISFIRÐI er laus til umsóknar fyrir rafvirkja. Raf- magnsdeildarpróf æskilegt. Umóskn með upp- lýsingum um menntun og fyrri störf, send- ist Rafmagnsveitum ríkisins á Egilsstöðum eða Laugavegi 116 Reykjavík, og er á báðum þeim stöðum að fá frekari upplýsingar um störf eða kjör. RAFORKUMÁLASKRIFSTOFAN Starfsmannahald — Laugavegi 116. RAFSTÖÐVARSTJÓRASTAÐAN VIÐ GRÍMSÁRVIRKJUN er laus til umsóknar fyrir vélstjóra eða raf- virkja með rafmagnsdeildarpróf. Umsókn með upplýsingum um menntun og , fyrri störf, sendist Rafmagnsveitum ríkisins á Egilsstöðum eða Laugavegi 116 Reykjavík, • og er á báðum þeim stöðum að fá frekari upp- lýsingar um störf og kjör. Umsóknarfrestur til 15. júní. RAFORKUMÁLASKRIFSTOFAN Starfsmannahald — Laugavegi 116. 26. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ó

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.