Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 13
Síml 4188» FransmeSur f London. (Allez France). Sprenghlægileg og snilldar vel gerð, ný, fronsk-ensk gaman- mynd í litum. Robert Dhéry Diana Dors. Sýnd ki. 5, 7 og 9 Venjulegur fasismi Afburðagóð heimildarmynd um þýzka nazismann. Enskt tal. Sýnd kl. 9. BJorn Sveinblörnsson hæstaréttarlögmaður Lögfræðiskrifstofa Sambandshúsinu 3. hæS. Símar: 13343 og 23338. Allt til raflagna Rafmagnsvörur Heimilistæki. Utvarps- og sjónvarps- tæki. RAFMAGNSVÖRU- BÚÐIN S.F. Suðurlandsbraut .12 Sími 81670 BÆNDUR Nú er rétti tíminn til að skrá vélar og tæki sem á að selja. TRAKTORA MÚGAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI Við seljum tækin. Bíla- og Búvélasalan v/Miklatorg, sími 23136. BÍLAMÁLUN - RÉTTINGAR BREMSUVIÐGERÐIR O. FL, BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ VESTURÁS HF. Súðavogi 30 — Síml 35749. Framhaldssaga effir Nicholas Johns ANGI ÓTTANS — Hvað gerðist? Hann sleit sig lausan og sett- ist á rúmstokkinn. Hann starði fram fyrir sig og fór svo að tala. — Hún datt og þóttist hafa meiðst. Þegar ég tók hana upp, byrjaði hún að — hún hlýtur að vera óvenju heimsk, Hervey, fyrst hún hélt hún gæti látið mig gleyma þér. Ég — ég sagði henni það, en þá varð hún brjáluð og — fór að 'kalla mig alls konar ónefnum. Hervey þagði. — Hún kallaði mig morðingja. sagði Chris. — Hún hrópaði það og hrópaði þangað til mér fannst böfuð mitt vera að springa. Ég bað hana um að þagna, en það var til einskis. — Svo þetta gerðist á enginu, sagði Hervey dræmt. Það var engu líkara en hún ætti erfitt um mál. — En Maisie fannst. . . hún þagnaði. — Hvað gerðir þú þá Chris, þegar hún vildi ekki þagna? Hann tók með báðum höndum um höfuðið. — Ég. . . ég hræddi hana víst. Hún tók á rás. Ég sá hana hlaupa yfir heiðina. Hervey reyndi að vera róleg, en rödd hennar var skræk af hræðslu. — Hvað gerðirðu þá, Chris? Hljópstu á eftir henni? Reyndu að muna það. Hvað gerðirðu þegar þú sást Hervey hlaupa yf- ir heiðina? Eltirðu hana? Hann hristi höfuðið. — Ég man það ekki. Hervey kraup við hlið hans og tók um tirandi hendur hans. — Þú verður að muna það, Chirs. Hann stundi. — Ég man ekki neitt — aðeins að ég jafnaði mig hérna á túninu. Og — það — það var tveim stundum eftir að Maisie hljóp út !á heiðina. Her- vey sá sér til mikillar skelfing- ar að augu hans voru stór og þrungin ótta. — Skilurðu það ekki Hervey — ég missti minnið aftur. Hervey vissi að það myndi verða örlagaríkt fyrir manninn, sem hún elskaði ef hún léti und- an ótta sínum. Með miklum erf- iðismunum tókst henni að ná valdi á sér og hún reyndi að róa hann. Hún brosti meira að segja og sagði glaðlega. — Þú ímyndar þér allt mögu- legt, vinur minn. Mamma var að hita te. Viltu ekki komu og fá þér bolla? - Nei. Hún reyndi aftur. — Þú hefur ekki gott af að sitja hér einn, Chris. Henni kom dálítið til hugar. — Á ég að hringja í Berring lækni og biðja hann um að gefa þér eitthvað róandi? — Nei. Chris skalf ekki lengur. Her- vey fann að hann hafði breytzt. Rödd hans var sterkari og ró- legri. Spurn var í augum hans og ákafi. — Segðu mér, hvað gerðist þessar tvær stundir, Hervey? Það verð ég að fá að vita. Hvert fór ég? Hvað gerði ég? Ég man ekkert — alls ekkert. Hún snéri sér undan til að forðast augnaráð hans. — Komdu inn í eldhús og fáðu þér tebolla, sagði hún aft- ur. Hann stökk á fætur og greip um úlnlið hennar. Rödd hans var há og hvell. 17 — Þú leynir mig einhverju, Hervey. Hann itók fyrir augu sér og tók svo hendurnar frá augun- um og leit rannsakandi á hana. — Hefur eitthvað hræðilegt gerzt? Hún kom engu orði upp. Hún þorði ekki að segja honum frá Maisie Barlow. Hún endurgalt augnatillit hans en varir hennar titruðu. — Ég hlýt að hafa elt hana yf- ir heiðina, sagði hann dræmt. — Það síðasta sem ég man er, að ég hljóp á eftir henni. En náði ég henni? Hann tók fast um úln- lið Hervey. — Hvar er hún núna? Og þegar hún svaraði engu: — Hvar er Maisie Barlow? Hvað kom fyrir hana? Þú verður að segja mér það, Hervey. Hún vissi að það var til einskis að leyna hann þessu lengur, en 'hún vissi líka að hún varð að segja honum sannleikann eins varlega og unnt var og þannig að hann efaðist aldrei um traust hennar á honum og fengi enga hugmynd um ótta hennar eða grunsemdirnar i hug hennar. — Maisie er á sjúkrahúsinu, sagði hún rólega. — Það var kall að á lækninn áður en ég fór af læknastofunni. Hann sleppti takinu á úlnlið hennar. — Á sjúkrahúsi? Hversvegna? Hann gaf henni ekkert færi á að svara. — Af hverju segirðu ekkert, Hervey? Hvað kom fyrir hana? Hervey vætti þurrar varirnar með tungubroddinum og neyddi sjálfa sig til að svara: — Hún fannst meðvitundar- laus á heiðinni. Það var ráðizt á hana. Chris stirðnaði upp, svo var engu líkara en hver vöðvi í lík- ama hans brygðist og hann féll máttlaus á rúmið. Það var engu líkara en hann vissi ekki lengur af nærvist Herveyar. Hún tók um hendur hans en þær voru máttlausar og lífvana. — Chris — elskan mín. Trúðu nú ekki því versta, bað hún. — Þú gerðir það ekki. Hann hló hijómlausum hlátri.. — Ég hélt ekki heldur að ég hefði myrt Anítu Tolsworth. Ég hélt að það væri tilviljjun að ég missti minnið á þeirri stundu og mundi ekki hvar ég hafði verið. Hann leit á hana. Andlit hans var tekið af þjáningu. — Ég hlýt að hafa náð Maisie. Ég hlýt að hafa ráðizt á hana. Hún veinaði af skelfingu. — Nei Chris, segðu þetta ekki! — Ég hlýt að hafa náð, henni, endurtók Ihann elns og hann heyrði ekki orð hennar. — Hún kallaði mig morðingja og ég var reiður við hana. Ég var með svo óþolandi höfuðverk. Ég man að ég hljóp á eftir henni. Svo man ég ekki meira fyrr en ég stóð hérna fyrir utan. Hervey, það er ekki til neins að blekkja sjálfan sig lengur. Hún reyndi að halda aftur af honum, þegar hann gekk til dyra. — Hvert ætlarðu, Chris? Hann var hinn rólegasti þegar hann leit á hana. — Ef ég hefði vitað fyrr, hvað gerðist hefði ég farið beint til lögreglunnar. Ég fer þangað núna. Hún stökk að dyrunum og stóð fyrir framan hann með bakið við dyrnar. — Þú ferð ekki fet, Chris. — Jú, Hervey. Ég hef tekið mína ákvörðun. Ég verð að fara til lögreglunnar og segja þeim, að ég hafi ráðizt á hana. Hervey greip um vonina eins og drukknandi maður grípur um stráið.— Við vitum ekki, hvort þú gerðir það, Chris. Rödd hans var róleg og næst- um rabbandi. — Aníta Tolsworth dó og eng- inn veit — jafnvel ekki nú — hvort ég myrti hana eða ekki. Enginn veit það með vissu, ég ekki heldur. Nú hefur verið ráð- izt á aðra stúlku og ég var þar nærstaddur. Hvað þýðir það? Hvað heldurðu að lögreglan á- líti? Skilurðu ekki, að það er ekki til neins að bíða unz þeir sækja mig . . . ? — Ég veit að þú gerðir það ekki, Chris! Þú gæth aldrei gert slíkt! Hann brosti sorgarbrosi. í stað ótta hans var komin uppgjöf. — Þú líkist Helen Tolsworth, sagði hann rólega. — Hún trúði líka á mig í blindni. En . . . ég er farinn að trúa því, að hún hafi logiö, þegar hún sagði, að ég heiói veriö hjá henni meðan morðið var framið. Innst inni hef ég víst ailtaf óttazt það. Hann rétti úr sér. — Hleyptu mér fram, hjá, Hervey. Ég verð að ger^ það, sem mér ber að gera. Hún andaði þungt. Bíddu Chris bíddu, bað hún. — Ég var á sjúkrahúsinu. Maisie hafði enga skýrslu gefið. Bíddu þang- að til hún er komin til meðvitund ar. Eins og stendur bendir ekk- ert til þess, að þú hafir gert það, Lögreglan dregur sínar ályktan- ir. Bíddu þangað til hún segir að þú hafir gert það — eða ein-i hver annar. Bíddu tii morguns, Darrow yfirlögregluþjónn sagð- ist koma hingað til að tala við þig á morgun. Gerðu þetta fyrir, mig, Chris. Augu hennar voru full af tárum. Hann tók utan um hana og kyssti létt á hár hennar. — Gott og vel elskan min — en farðu nú niður. Ég vil helzt| vera einn. SEXTÁNDI KAFLI Hún lá lengi vakandi um nótt- ina og hlustaði á fótatak Chris þar sem hann gekk um gólf í her bergi sínu. Hún var fegin þegar dagaði. Hún heyrði að móðir hennar var að elda morgunmatinn og fór á fætur og gekk niður í eld- húsið. Mamma hennar leit á- hyggjufull á hana. ÚRVAISHÉTTIB á virkum dögum oghátidum A matseðli vikunnar. STEIST LIFUR BÆJáMBJÚGU EIIBáKJéT Á hverri dós er till, um framreiðshi KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ BARNADÝNUR og RUMDÝNUR BÓLSTCRIÐJAN Freyjugötu 14, síml 12292. 26. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.