Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 15
„ Hver stund með Camel léttir lund!“ Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar af mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði. BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN Ein mest selda sígarettan i heiminuni. MADE IN U.S.A. SKÁTAMÓTI BOTNSDAL ! Nú í sumar, dagana 29. júní— 1 2. júlí mun Skátafélág Akraness : gangast' fyrir skátamóti í Botns- dal í Hvalfirði. Er boðið til þess ; skátum hvaðanæva að af landinu, en aðallega ætlað skátum af Suð- ur- og Vesturlandi. ‘ < Náttúrufegurð í Botnsdal er , margrómuð. Tjaldað verður í ; gróskumiklum skógi, sem er um- ; kringdur fjöllum: Þyrill, Hvalfell ) og Botnssúlur, svo að nokkuð sé j nefnt. Slík mót sem þetta hafa s áður verið haldið 3var i Botnsdal, • 1957, 1960 og 1963, og hafa tekizt ' mjög vel. : Dagskrá verður að skátavísu f jöl- breytt, þar sem fram fara störf við tjaldbúðir, leikir ásamt .keppn um í skátaíþróttum, en hverju kvöldi lýkur með varðeldi. Farið verður í gönguferðir um nágrennið ó' fagra og skemmtilega staði, -m.a. að hæsta fossi lands- ins, Glym, sem fellur fram í hrika legu gljúfri. Gengið verður á f jöll í nágrenninu og getur hver valið ferð við sitt hæfi. Fjölskyldubúðir, sem sérstak- lega eru ætlaðar eldri skátum með fjölskyldur sínar, verða stað- settar í fögru rjóðri á’ árbafcka. Geta þeir keypt' sér mat á móts- stað ásamt því að taka þá í dag- Iegum störfum mótsins. Þetta er ’ orðinn fastur liður í skátamótum hérlendis og hefur gefizt vel. Var byrjað á þessu í Botnsdal 1960. Heimsóknardagur er á laugar- dag síðdegis. Er foreldrum og al- menningi þá heimilt að heimsækja mótið. Skátafélögum hafa verið send- ar nánari upplýsingar um mótiB og er skátum bent' á að hafa sam- band við foringja sínn. Þátttökugjald verður 450 krón- ur og innifalið í því allir matar, aðstaða á mótinu, mótsmerki og söngbók. Þátttökutilkynningar skulu bafa borizt fyrir 15. júní. RADI^NETTE tækin eru byggð lltti ■ fyrir hin erfiðustu skilyrði ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti18 sími 16995? Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2. Bátabylgjur SGvétbrúður Framhald af bls. 2. kbnar málmsmíðavélar, fullkomna rennibekki, vélhefla og borvélar, svo "nokkuð sé nefnt. Svo er fyrirtækið Energomach- export, sem flytur út ýmislegan útbúnað tengdan orkuvinnslu (gufukatla og túrbínur, rafala o. s.frv.) ennfremur bræðsluofna fyrir stál og létta málma, log- skurðartæki og m. fl. Raznoexport sýnir ýmiskonar sovézk hljóðfæri, byssur af ýms- um tegundum, skíði, skauta, barna leikföng, borðbúnað o.fl. Novoexport flytur út þjóðlega listmuni og handavinnu, — teppi, koparstungur, skartgripi o.fl. Á sýningunni eru mörg gólfteppi frá þessu fyrirtæki með austurlenzk- um mynztrum: - Fyrirtækið Mazhdunarodnaja — Kniga annast sölu á sovézkum bók um, tímaritum, blöðum, frímerkj- um og hljómplötum. Loks er auglýsingafyrirtæklö Vneshtorgreklama, sem starfar á •sviði utanríkisverzlunar. Þetta fyr irtæki annast' alls konar verzlunar auglýsingar fyrir sovézkar útflutn ingsvörur og sinnir jafnframt pöntunum erlendra fyrirtækja um auglýsingastarfsemi í Sovétríkj- unum. Mikil aðsókn hefur verið á vöru sýninguna til þessa. Aðalfundur Frh. af 2. síðu. millj. kr. (f.o.b.) samanborið við 1607 millj. kr. 1965. Er þetta mest' ur árlegur útflutningur hrað- frystra sjávarafurða til þessa, að því er verðmæti snertir. Helztu markaðslönd SH árið 1966 voru Bandaríkin og Sovétrík- in, en þessar tvær þjóðir eru að- alkaupendur frystra sjávarafurða frá íslandi. Verðmæti útfluttra sjávarafurða á vegum SH var um 70% heildarútflutningsverðmætis frystra sjávarafurða árið 1966. Árið 1954 hóf rekstur sinn dótt- urfyrirtæki SH Coldwater Sea- food Corporation, er það fiskiðn- aðarverksmiðja í Naticoke í Mary- land i Bandaríkjunum. Á aðal- fundi SH 1965 var ákveölð að leggja drög að stofnun nýrrar verksmiðja, sem betur fullnægði kröfum tímans. Hófst vinna við bygginguna í aprílmánuði síðast- liðinu. Vonir standa til, að þessi nýja verksmiðja muni styrkja mjög samkeppnisaðstöðuna í USA. Verkfall Frh. af 1. síðu. foss. Nokkur flutningaskip eru væntanleg til Reykjavíkur næstu daga. Gullfoss lagði úr höfn í gær, og sleppur hann þvf undan verkfallinu, unz hann kemur til baka, standi verkfallið svo lengi. Fyrirsjá- anlegt er, að standi verkfall yfirmanna á kaupskipaflotanum lengi yfir, kann það að leiða til ýmis konar erfiðleika, hvað Varðar samgöngur og flutninga til landsins svo og samgöngur á sjó innanlands. Skömrou eft- ir miðnætti er Alþýðublaðið fór í prentun stóð enn sátta- fundur milli deiluaðila. ALÞÝÐUBLAÐIO 15 26. maí 1967

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.