Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 16
NÚ er stærsta fegurðarsam- keppni landsins framundan, og í þetta skipti þurfa menn ekki að láta sér nægja að horfa á myndir af þátttakendum ellegar þeytast langar leiðir á svo kallaða fram- hoðsfundi (sem auðvitað eru bara isýningar), heldur fer nú meiri partur keppninnar fram 1 sjón- varpi og hver stjórnmálaflokkur (fegurðarmálaflokkur) fær þar vissan tíma til þess að kynna sína menn og láta þá tala, því að auðvitað mega þeir ekki þegja. Fólk :hefur ekki svo lítið af sínum sjarma í því sem út úr því kemur «g hvernig andlitið speglar blæ- Ihrigði sálarlífsins jafnótt og tal- færin ganga. Á hinn bóginn skipt- ir það ekki meginmáli hvað þeir isegja því það sem þeir segja að þeir meina jafnmikið allir. Og það sem þeir segja er þar að auki evo lítill partur iaf öllu því sem þeir meina að þeir geta alltaf sagt á eftir að einmitt þetta hafi hann ekki haft tíma til að segja. Ergo: (Einn gæti t.d. farið að lesa upp iúr Heljarslóðarorustu og annar úr Passíusálmunum, og sá þríðji iupp úr Andrés Önd á dönsku, og jþað yrði auðvitað einhver að gera eem verið hefði lengi í Danmörku «g talaði baunversku með af- Ibrigðum vel, mér dettur í hug Hannibal. Þá ráða stjórnmálafíokkarnir (fegrunarflokkarnir) hvernig þeir nota tímann sem þeim er gefinn í sjónvarpinu. Þeir flokkar sem telja sig hafa stór úrval af sætum mönnum láta marga koma fram og segja einhverja speki í örfáum orðum. Má vænta að þeir vitni í Shakespeare og Hávamál og í Laotse (og Magnús vitnar í Bibl- íuna), og víki svo fyrir næsta manni. Aðrir flokkar sem telja sig eiga einstaka afburða sjarm- öra láta þá vera lengi í einu frammi fyrir háttvirtum kjósend- um svo að þeir geti teigað í sig þeirra þokka og hátignarlega reisn. Slíkir menn ættu annað hvort að tala af hógværð' og lítil- læti um daginn og veginn, um sól arlagið eins og það er á Gróttu, lyktina sem þessa dagana stígur upp úr malbikinu á götum Reykja víkur, ellegar beitilyng og lamba gras, nú eða þá hitt að fara með valda kafla úr fornsögunum, eink um þar sem barizt er við tröll og forynjur og forfeður vorir gengu berserksgang. Einnig kemur til greina að kveða rímur. Mundi það sérstaklega fara vel Gils Guð- mundssyni og Eysteini. Auðvitað skyldu stjórnmála- flokkar (fegrunarflokkar) huga að klæðaburði frambjóðenda, því að í öllum fegrunarsamkeppnum (ég er á móti þessari fleirtölu, en verða að láta undan fyrir tíðar- andanum í þessu tilfellí) skiptir ekki litlu hvernig múnderingin er. Þegar um kvenfólk er að ræða þykir miklu varða að þær hafi sem allra minnst utan á sér. Gegn ir sama máli um karlmenn í sum um tilfellum, en í öðrum tilfell- um ættu þeir að vera sem allra mest klæddir, t.d. í duggarapersy um, herklæðum að fomum sið, ellegar bara eins og Þórður á Sæbóli. Þá gæti t.d. Bjarni Ben. komið fram í sundbol og Eggert í peysu. Á eftir fundinum verður far* ið í mótmælagöngu til bauda ríska sendiráðsins . . . Þjóðviljinn. Það er makalaust, hvað þeir geta rifizt um þessar leiðir í pólitíkinni. Eins og þær séu ckki allar sama markinu brenndar: að vera níðurleið- ir . . . ERFITI NÁM Trén eru byrjuð að bruma og blómin að springa út. í loftinu er einhver angan eins og af síldargrút. Bráðum er kjördagur kominn og kemur nokkuð fljótt, en stjórnmálamennirnir stauta stafrófið dag og nótt. A B C D og áfram, en illa gengur það og langt mun ennþá í land, að þeir læri að kveða að. i \ í ? I» \ i’ (» \ í Ég var búinn að segja þér, að fá þér stærri hund! Ekki er ofsögum sagt af því live sumir eru alltaf lieppnir. Svakaleg spæling var þetta, þegar löggau stoppaði haun Óla Ketils um hvítasunnuna, en kallinn stóð sig vel . . . Ósköp gengur á hjá stjórn- málamönnunum núna. Ætli það standi eitthvað til hjá þeim? . . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.