Alþýðublaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 4
Rítstjóri: Bencdikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasfml: 14906. — Aðsetur: AlþýðuhúsiS við Hverfisgötu, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — i lausa- sölu kr. 7.00 eintakiö. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Síldarverðið Það mun hafa glatt alla góða íslendinga, að sam- komulag varð milli f ulltrúa sjómanna, útgerðarmanna og oddamannsins í verðlagsráði um síldarverðið. Hinn glæsilegi síldarfloti ísleridinga er haldinn úr höfn. Honum fylgja góðar óskir. Sjómennirnir eru mestu kunnáttumenn við síldveiðar, sem til eru í veröldinni. Og skipin eru hin fullkomnustu, sem nokkur þjóð hef ur á að skipa. Þegar saman fer dugnaður og kunn- átta áhafnarinnar og fullkominn tækniútbúnaður skip anna, er von á góðum árangri. Allir góðir íslendingar vona, að síldarvertíðin færi þjóðinni góða björg í bú. .Síldarkaupendum mun að vísu þykja verðið í hæsta lagi. í því sambandi er þess að geta, að verðið á isíldarafurðum er nú mjög'lágt. Vonir standa til, að verð á sumum þeirra að minnsta kosti muni fara hækkandi alveg á næstunni. Mundi það draga úr erf- iðleikunum. En ekki eru allir ánægðir með það samkomulag, sem orðið hefur og að síldarflotinn skuli kominn á veiðar. Þjóðviljinn hamast gegn samkomulaginu, og Tíminn lætur sér fátt um finnast. Ef oddamaðurinn hefði gert samkomulag við síldarkaupendur, hefði verið skilj- anlegt, að stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu reynt að gera sér mat úr því og kallað það samsæri ríkisstjórn ar og atvinnurekenda gegn sjómönnum og útvegs- mönnum. Menn eru orðnir slíku svo vanir, að eng inn hefði líklega orðið hissa á því. En þegar síldar- verðið er ákveðið með atkvæðum fulltrúa sjómanna og útgerðarmanna, sýnir það glórulaust ofstæki, að stjórnarandstöðublöðin skuli snúast gegn því. Þjóðviljinn er greinilega kominn úr öllum tengslum við sjómenn og útgerðarmenn af einskærum áhuga á iþví að síldveiðar hef jist ekki til þess að geta kennt rík iíjstjórninni um það. Síldveiðisjómenn tóku þegar af- stöðu með fulltrúa sínum í verðlagsráði. Samtífe síld- veiðisjómanna ályktuðu þegar í stað, að „fulltrúar seljenda í verðlagsráði hafi við ákvörðun bræðslusíld arverðs tekið þá skástu afstöðu, sem um var að ræða, eftir þeim lögum, sem verðlagsráð verður lað vinna eftir og miðað við hið lága heimsmarkaðsverð, sem er á síldarafurðum í dag." Þjóðviljinn er hins vegar á allt snnarri skoðun en síldarsjómennirnir. Hann hefur ekki áhuga á neinu öðru en að geta ráðizt á ríkis- stjórnirya. En þao verður honum ekki til framdráttar til fram- báðar. II i:. m &t>: ¦¦¦¦ Hinir fallegu og vin- sælu Tauíiscílier SOKKAR fást í flestum vefnaðarvöru- verzlunum um land allt í hinum sígiida lit, «_ B RO NC E og öðrum tízkulitum. Einnig eru að koma á mark- aðinn nýjar gerðir af TAUSCHER sokkabuxum fyrir börn og fullorðna, sem iþykja bæði fallegar og hentugar. Tauschersokka- verksmlðjyrnar leggja mikla áherzlu á vöru- vöndun og vörugæði. Hefur þessi stefna stutt að sífellt aukinni eftirspurn og sölu á TAUSCHER vörum. Umboilsmenn! Agúst Armann hi. Sími 22100. á krossgöfum •SIFELLT PIP. Vegfarandi hefur sent okkur bréf, sem er á þessá leið: „Það er alveg makalaust hve íslenzkir bílstjórar eru duglegir a¥S flauta. Þeir flauta í tíma og ótíma og oftast nær algjörlega að tilefnislausu. Ég hef dvalið í mörgum stór- borgum erlendis, sérstaklega í Evrópu, þar liggja víðar þungar sektir við því að flauta að óþörfu og er raunar víðast bannað, nema um beinan háska sé að ræða. En það er engu líkara, en íslenzkir bílstjórar kunni hreint enga mannasiði í þess- um efnum. Ég bý í fjölbýlishúsahverfi og þar er alls ekki óalgengt að hrökkva upp af værum blundi klukkan tvö eða þrjú, eða jafnvel enn seinna að nóttu við háværar bílflautur. Er þetta hvimleitt mjög. - Þá getur maður oft heyrt, þegar verið er að úvarpa jarðarförum frá Dómkirkj- unni, er bílstjórar bókstaflega liggja á flautun- um eins og stundum er sagt, að því er virðist al- veg við kirkjudyrnar. Er þetta að sjálfsögðu mikill dónaskapur. Ekki má heldur gleyma þeim sið, sem margir hér virðast hafa, og það er ef þeir mæta kunningja sínum á öðrum bíl, að flauta þá bg flauta. • HLJÓÐMERKI NAUÐSYN- LEG. I Það er auðvitað alveg nauðsyn- legt að bílstjórar geti gefið hljóðmerki til að vara við hættu, enda er skylda lögum samkvæmt að hafa bíla þannig útbúna, að þetta sé unnt. Mér finnst einnig réttlætanlegt að gefa stutt hljóðmerki, til að ýta við bílum fyrir framan mann, þegar fyrir löngu er komið grænt umferðarljós, en enginn hreyfir sig. Það er bókstaflega éins og mörg- um bílstjórum hreinlega detti ekki í hug að fylgjast með umferðarljósunum meðan þeir bíða. Gæti það áreiðanlega greitt talsvert úr um- ferðinni, ef menn gerðu sér að reglu, að fylgjast með ljósunum, en vera ekki að horfa í búðar- glugga eða á vegfarendur. Ég vil Ijúka þessum fáu línum með áskorun til valdhafanna í umferðarmálum um að taka upp „þögula umferð" og banna stöðugt flaut í tíma og ótíma og jafnvel sekta menn, sem misnota þetta annars nauðsyiilega hljóð- merki." Við hér á krossgötunum getum ekki verið annað en sammála þessum skoðunum vegfaranda. Hann hefur vissulega mikið til síns máls. — K a r 1. Mmmmm 4 2. júní 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.