Alþýðublaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 5
ist er mikil- g kennslugrein Rætt við Jón E. Guðmundsson myndlistarkennara JON E. Guðmundsson mynd- listarkennari í Miðbæjarskólan- um er mórgum að góðu kunnur, bæði fyrir kennslustörf sín, brúðuleiktoúsið, sem liann rak í mörg lár og málaralist, en Jón hélt sýningu í Miðbæjarskólan- um í vetur á verkum sínum og Jón E. Guðrnundsson. seldust öll málverkin á sýning- unni. Blaðamaður Alþ.bl. ræddi nýlega við Jón í vinnustofu hans. — Hvað viltu segja okkur um skólamál og þá sérstaklega, hvað viðkemur myndlistarkennslu í skólum? — Um skólamál get ég sagt ýmislegt. Það hefur verið lítill almennur skilningur á myndlist innan skólanna. Síðustu ár hef- ur þó skilningurinn aðeins auk- izt iá því, að myndlist sé jafn náuðsynleg og annað, sem kennt er innan skólaveggjanna. Það hefur borið mikið á því, að inn í kennslustarfið í mynd- list hefur verið sett fóik, sem ekki hefur kynnt sér neitt varð andi myndlist: Þess vegna verð- um við að endurnýja þetta á nýj- an og betri hátt og bæta um frá því sem verið hefur, því með nýjum skólum vaxa kröfurnar til méiri menningarauka, og á síðasta þingi var áætlað sérstakt fé af kostnaði við skólabyggingar til skreytinga skóla og mun það hafa mjög mikil áhrif á sálarlíf barnanna og einnig uppeldislegt giidi fyrir þau. — Hvað eru margir kennslu- tímar í myndiist í barnaskólun- um. ' ¦'•• . — Okkur myndlistarkennurun um hefur verið sagt að taka við t.d. 30 bórnum í bekk tvo tíma á viku og getur hver og einn séð það í hendi sinni, að ekki er hægt að komast yfir mikið og ekki hægt að sinna öllum sem skyldi á svo skömmum tíma. — Hvað hefur verið gert til bóta? — Ýmis slík mál eins og þessi hefur Alþýðuflokkurinn tekið til íhugunar og mun berjast ótrauð ur fyrir því að úr þessu verði bætt. Ég mun í haust fara utan til að halda ófram listnámi í sambandi við listgreinar innan skóla og kynna mér, hvernig muni vera bezt að haga list- kennslu í skólum í framtíðinni. Allt næsta ár og jafnvel lengur mun ég dvelja bæði á Norður- löndum og á ítalíu og kynnast listkennslu í skólum þar, bæðí ibarnaskólum, unglingaskólum og jafnvel æðri skólum. En sér- staka áherzlu mun ég leggja á að kynna mér málaralist eins og áður. — En hvað um brúðuleikhús- ið þitt. Ertu alveg hættur við það? — Já, ég er algjörlega hætt- ur við brúðuleikhúsið og ætla að helga mig eingöngu málaralist- inni og myndlistarkennslu í skól um. Annars tek ég með mér í ferðalagið heila brúðuhijóm- sveit og mun jafnvel sýna erlend is, ef ég hef tíma til. Einnig getur verið að ég haldi þar mál- verkasýningu, áður en ég kem heim. — Hefur þú ekki búið til brúð urnar sjálfur? — Jú, ég hef gert það. Ég ei í alþjóðlegum. félagsskap brúðuleikhúsmanna og hefur fé- lagsskapurinn sýningar 2-3 á ári víðs vegar um heim og koma þá saman félagar frá ýmsum lönd- um. En því miður hef ég ekki haft aðstöðu til að taka þátt í sýningum með þeim hingað tii. Rætt vi» Ólöf u Jónsdéffiar rithöfund — Hvað vilt þú segja um kosn ingarnar og þá kosti sem kjós- endur eiga um að velja? — ÉG vil reyna að feta hinn gullna meðalveg, vil að saman fari hæfilegt frelsi og nokkurt aðhald, en það er einmitt þetta, sem Alþýðuflokkurinn berst fyr- ir. Hvorki auðvald né einræði, eru hans stefnumið, heldur ham- ingja fólksins. Hann vill, að unga fólkið geti eignazt sínar eigin íbúðir án þess að verða að fórna fyrir það heilsu sinni. Hann er sá flokkur, sem hefur barizt mest fyrir bætt um tryggingum, en góðar trygg- ingar eru sú styrka hönd, sem ver falli þann, er ill örlög vilja slá til jarðar. Hann er því flokkur allra já- kvæðra manna, jafnt ungra sem gamalla, flokkur þeirra, sem kunna að meta landið, sem við stöndum á, en sjá jafnframt, að við verðum að standa saman, Frh. á' 15. síðu. Málverk eftir Jón E. Guðmundsson, málað á árunum 1937—1938. Málverkið heitir Atvinnubótavi-nna og eigandi þess er Björgúlfur Lúðvíksson. Aðallinn við för mína utan er, eins og ég sagði áðan, að kynnast listgreinum innan skólaveggj- anna, hvernig kennslan er skipu lögð, svo að við getum fylgzt betur með þróun myndlistar frá uppeldislegu sjónarmiði. — Eru þá kannske hugsanleg ar breytingar á þeirri kennslu á næstu árum? — Eftir því sem við bezt vit- um er reynt að glæða þá grein innan skólanna eins og aðrar, sem þurfa íhugunar og lagfær- ingar við. Alþýðuflokkurinn hefur bar- izt fyrir þessu og gert mikið í skólam!álum, síðan þessi rikis- stjórn tók við og vonandi verð- ur hún áfram við völd. Ég vona að engar breytingar verði, svo að ríkisstjórnin geti unnið á- fram að þeim málum, sem hún hefur lagt fyrir sig og sem til mikilla framfara horfa. — Viltu segja eitthvað , í sambandi við kosningarnar, sem standa fyrir dyrum? — Ég hef verið innan Alþýðu flokksins, síðan ég var ungling- ur og ekkert hvarflað þar frá, •því að mér hefur líkað vel við stjórn og stefnu Alþýðuflokks- ins. Ég vil því segja að lokum: Ég vona, að kjósendur hugsi sig vel um, áður en þeir ganga að kjörborðinu 11. júní, og kjósi A-LISTANN. Nú getum v/ð fcoð/á Volkswagen-bíl, sem kosiar J36.800,- krónur Hvers konar bíll er það? Nýr VOLKSWAGEN 1200 Hann et meS hina viðurkenndu 1.2 lítrd vál, sem er 41.5 h.o. — Siálfvirko innsogi ¦— Al-sam- hraSastilltur fjögurra hraSa gír- kassa — Vokva-bremsur. Hann er með: RúSusprautu —> Hitablóstur á framrúðu á þrem stöðum — Vindrúður, til að fyr- irbyggja dragsúg i loltræstingu .— Tvær hitalokur viS fótrými aS framan og tvær afturí. Hann er með: öryggislæsingar á dyrum — Hurðahúna, sem eru felldir inn i hurðarklæðningu, og handgrip ci hurðum. Harvn er með: Stillanleg fram- sæti og bök — þvotlekta leður- líkisklæðningu ó sætum — Plast- klæðningu i lofti — Gúmmímott- ur ó gólfi — Klæðningu ó hlið- Um fótrýmis að framan. Hann er með: Krómaða stuðara — Krómaða hjólkoppa — Króm- lista á hliðum. Þér getið fengið VW 1200 í perluhvítum, liósgróum, rubí-rouðum og bltium lit. Og: verSiS er kr. 136.800,— mm0f SKO0BD 06 REYNSLUAKIÐ 21240 HEILDVFRZLUNIN HEKLA hf Laugavegi 170172 -H- 2. júní 1967 -- ALÞÝÐUBLABIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.