Alþýðublaðið - 02.06.1967, Page 7

Alþýðublaðið - 02.06.1967, Page 7
^* irnc uai í nnoc;t;m\v r " *£ í w » W t*** » x ww Kvennaskólanum i Reykjavík slitið Fj/rir 25 árum iileinkaði Sigfiis Halldórsson tónskáld Sfómanna- deginum tónverkið „Stjáni blái“ við Ijóð Amar Arnarsonar. í tilefni af þessvm tímamóUim ætlar nú fulltrúaráð Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarjirði að geja verkið út, og er það raddsett aj Róbert A. Ottóssyni fyri-r kór með píanóundirleik, en káputeikning er gerð aj höfundi Sigfúsi Halldórssyni. KVENNASKOLANUM í Reykja vík var sag't upp laugardaginn 20. maí s.l. aff viffstöddu f jölmenni. Skólaslitaræffu flutti frú Hrefna Þorsteinsdóttir settur skólastjóri í orlofi frú Guðrúnar P. Helga- dóttur. Forstöðukonan gerði grein fyr- ir starfsemi skólans þetta skólaár- ið og skýrði frá úrslitum vorprófa. 225 námsmeyjar settust í skólann í haust og 35 brautskráðust úr skólanum í vor. Hæstu einkunn á lokaprófi hlaut Soffía Eggerts- dóttir námsmær í 4. bekk Z. 9,37. Miðskólaprófi luku 32 stúlkur, en landspróf þreyta 27. Á miðskóla- prófi hlaut hæstu einkunn Ásta Ásdís Sæmundsdóttir 9,14. Ungl- ingaprófi luku 63 stúlkur. Hæstu einkunn hlaut Guðný Ása Sveins- dóttir 9,43. Prófi upp í 2. bekk luku 63 stúlkur. Hæstu einkunn þar hlaut Sigríður Jóhannsdóttir 9,52. Mikill mannfjöldi var við skóla- uppsögnina, og voru Kvennaskól- anum færðar góðar gjafir. Fyrir hönd Kvennaskólastúlkna, sem út skrifuðust fyrir 25 árum talaði frú Guðrún Gísladóttir og færði sá árgangur skólanum forkunnar- fagran fundarhamar gerðan af Ríkharði Jónssyni. Fyrir hönd Kvennaskólastúlkna, sem braut- skráðust fyrir 20 árum talaði frú Borghildur Fenger og færðu þær Systrasjóði peningagjöf til minn- ingar um látna bekkjarsystur sína Guðrúnu Steinsen. Frú Arn- dís Nielsdóttir talaði fyrir hönd 15 ára árgangs og færðu þær skól- anum peningagjöf í Listaverka- sjóð skólans. Fyrir hönd 10 ára árgangs talaði Guðný Friðsteins- dóttir, færðu þær Systrasjóði einnig peningagjöf. Að lokum tal- aði Guðný Hinriksdóttir fyrir hönd 5 ára árgangs og gáfu þær skólanum peningaupphæð til frjálsra ráðstafana. Þá barst Systrasjóði peningagjöf frá frú Agnesi Kragh. Sömuleiðis frá frú Kristensu og Vilhelm Steinsen, bankaritara og Emil Ágústssyni til minningar um frú Guðrúnu Stein- sen, látna dóttur og eiginkonu. Forstöðukonan þakkaði eldri nemendum skólans alla tryggð, sem þeir hefðu sýnt skóla sínum og kvaff skólanum og hinum ungu námsmeyjum mikinn styrk að vin áttu þeirra. Hún væri þeim öllum hvatning. Þá fór fram verðlaunaafhend- ing. Verðlaun úr Minningarsjóði fru Thoru Melsted, veitt fyrir beztan árangur í bóklegum grein- um á lokaprófi, hlaut Soffía Eggertsdóttir 4. bekk Z. Þá voru veitt verðlaun úr Thomsenssjóði fyrir beztan árangur í útsaumi. Þau hlaut Sigríður D. Benedikts- dóttir 3. bekk C. Verðlaun úr Framhald á bls. 10. Frá aðalfundi Hagtryggingar Ályktun frá aðalfundi söl umiðstöðvarinnar Þýðing hraðfrystiiðnaðarins fyrir íslenzkt þjóðarbú er öllum landsmönnum vel ljós. Þar á sér stað mikil verðmætasköpun vegna vinnslu sjávaraflans í mat væli, sem fullnægja kröfum nú- t'íma neytendamarkaða. Hrað- frystiiðnaðurinn hefur veitt jafn- asta atvinnu og er, ásamt sjávar- útvegnum, undirstaða atvinnu- uppbyggingar í fjölmörgum sjáv- arplássum landsins. í hraðfrysti- iðnaðinum og fiskiflotanum, sem annast hráefnisöflun vegna hans, liggur bundið mikið fjármagn. Ár- legur útflutningur hraðfrystra sjávarafurða er um Va af heildar- útflutningsverðmæti þj óðarinnar. Alþjóð er kunnugt um, að erf- iðleikar þeir, sem steðjuðu að AUSTURRÍSK - ÍSLENZKA FÉLAGIÐ STOFNAÐ í VÍN Hinn 1. febrxiar 1967 var í Vín stofnað Austurrísk-íslenzka félag- ið, og var formaður kosinn hr. Herbert Praek, áður forstjóri þjóð banka Austurríkis, og aðalritari hr. Ivan von Wimpffan forstjóri Austurríkishússins. Josefsplatz 6 (Palais Pálffy). Eitt af fyrstti verkefnum félags ins var að undirbúa íslenzka sýn- ingardeild í 4. alþjóðlegu ferða m'álasýningunni í Vín 20. febrúar til 6. marz. s.I. Nokkrir félagsfund- ir eru í undirbúningi og verða sýndar kvikmyndir og haldnir fyr irlestrar. Einnig hyggur félagið á hópferð til íslands. í fyrsta félagsbréfi félagsins þakkar félagsstjórnin Loftleiðum h.f. fyrir stuðning við félagið. Utanáskrift félagsins er Öster- reichisch-Islándische Geselles- chaft, 1010 Wien, Josefsplatz 6 (Palais Pálffy). Frá utanríkisráðuneytinu. hraðfrystiiðnaðinum £ byrjun þessa á‘rs, stöfuðu af minnkandi hráefni, auknum innlendum til- kostnaði og lækkuðum verðum á erlendum mörkuðum. Erfiðleikar þessir voru þaff miklir, að hrað- frystihúsin í heild hefðu kom- izt í þrot hefði ekkert verið að- hafzt. Með lögum um ráðstafan- ir vegna sjávarútvegsins, sem m. a. fela í sér, að hið opinbera ábyrgist' greiðslu allt að 75% af verðfalli hraðfrysts fisks, stóðu vonir til, að unnt yrði að fleyta hraðfrystiiðnaðinum yfir erfið- leikana um sinn. Misheppnuð vetrarvertíð hefur gert þá von að engu, að áfram verði haldið án frekari aðgerða. Til þess að eðlilegur rekstur og nauðsynlegur þróttur skapist á ný í íslenzkum hraðfrystiiðn- aði, verður ekki hjá því komizt, að hið fyrsta verði framkvæmt algjört endurmat á rekstraraff- stöðu hraðfrystihúsanna. í því efni telja hraðlfrysKihúsaeigend- ur, aff um eftirfarandi leiðir sé að velja; A8 gengið sé rétt skráð eða nauðsynlegar upphætur greiddar Framhald á bls. 10. AÐALFUNDUR Hagtryggingar hf. var lialdinn laugardaginn 20. maí s.l. í veitingahúsinu Sigtúni. Fundarstjóri var Árni Guffjónsson hrl. en Sigurffur Sigurffsson lög- fræffingur var ritari. í skýrslu félagsstjórnar var skýrt frá starfsemi skrifstofu- rekstri og hag félagsins. Bifreiða- tryggingar eru enn umfangsmesta starfsgrein enda þótt Hagtrygging hafi nú tekið upp flestar almenn- ar tryggingagreinar. Fjöldi á- byrgðartryggða bifreiða hafði auk izt um 20% og eru nú í ábyrgð- artryggingu á sjöunda þúsund bif reiðar hjá félaginu. Lægsti ið- gjaldaflokkur félagsins var opn- aður 1. maí s.l. eins og gert hafði verið ráð fyrir þegar félagið var stofnað. % tryggjenda fluttust í þennan flokk og nemur lieildar- lækkun iðgjalda til þessa sér- staka hóps á yfirstandandi trygg- ingarári um 3 milljónir króna. Frá því Hagtrygging tók til starfa fyrir tveim árum hafa bif- reiðatryggingaiðgjöld almennt lækkað mjög mikið, tjónabætur hafa í sumum tilvikum verið aukn ar, launagreiðslur til starfsfólks og bifvélavix-kja hafa verið aukn ar um og yfir 40%, en með þess- um aðferðum hefur verið unnt að breyta afkomu bifreiðatrygginga í landinu almennt þannig að nú eru bifreiðati-yggingar ekki lengur taprekstur heldur talinn vera eft- irsóknarverð og sæmilega arðvæn leg þjónustustarfsemi. Talið var að heildarsparnaður bifreiðaeigenda í landinu á þessu ári vegna hinna lækkuðu trygg- ingaiðgjalda nemi eigi lægri fjár- hæð en 40-50 milljónum króna. Þaff var einnig á það bent að bif- reiðatryggingar muni vera eina þjónustustarfsemin í landinu sem lækkað hefur á undanförnum tveim árum. Heildarvelta félagsins á árinu var rúmar 20 milljónir og hagn- aður 3.088.000,00 kr. Hlutafé er 12 milljónir og hefur nú verið innkallað. Samþykkt var á fundin Framhald á bls. 15. BRIDGE-KEPPNI KÓPAVOGS LOKIÐ Bifreiðaverkstæði Péturs Maack sigraði í Bridge-firmakeppni Kópavogs. Keppt var um farandbikar sem Sparisjóður Kópavogs gaf á sín- um tíma. Alls tóku þátt í keppn- inni 32 firmu og er röð þeirra efstu þannig: 1. Bifreiðaverkst'. P. Maack. 2. Bakarí G. Jóhannessonar. 3. Efnagerðin Valur. 4. Blikksmiðjan Vogur. 5. Borgarbúðin. 6. Kópavogs Apótek. 7. Blómaskálinn. 8. Biðskýlið Borgarholtsbraut 9. Borgarsmiðjan. 10. Málning h.f. 11. Kron, Álfhólsvegi. 12. Sjúkrasamlagið. j 13. íslenzk húsgögn. 14. Litaskálinn. 15. Hraðfrystihúsið Hvammur. 16. Lokbrá. Stjórnin óskar Pétri Maack tiTj hamingju með bikarinn og flytur öllum fyrirtækjum þakkir sínan fyrir tryggð þeirra við Bridge- félagið og heilir á áframhaldandi stuðning þeirra. 2. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.