Alþýðublaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 8
KASTUÓS Grikkland í hers höndum GRIKKLAND er paradís ferðamanna frá Evrópu og Ameríku. Nú eru margir uggandi um það, hvort þessi paradís sé nú lokuð, en herforingjastjórninni er um- hugað um, að hræða ekki frá sér efnaða ferðamenn, sem koma með fulla vasa <af dollurum, mörkum og krónum. Það er nauðsynlegt fyrir nýju stjórnina, að valdatakan sé viðurkennd utanlands og það er mik- ilsvert fyrir herforingjaklíkuna, að Grikkirnir sjálfir lifi í beirri trú 'að svo sé. 28. MAÍ síðastliðinn áttu að fara fram almennar kosningar í Grikklandi. Sunnudaginn þann hefðu menn séð svart á hvítu þá þróun, sem átt hefur sér stað í iandinu á undanförnum árum í átt til lýðræðislegrar þingstjórnar, sem býður öllum þegnum jafnan rétt. Aðfaranótt 21. apríl tók her inn öll völd í sínar hendur í Grikklandi og komið var á stjórn- ariiáttum, sem helzt líkjast hinu fasistiska einræði, sem Metaksás kom á 4. ágúst árið 1936. Frjálsar kosningar hefðu lík- lega farið á þann veg, að hægri sinnar hefðu fengið um 30% at- kvæða, Miðflokkasamband Papan- dreous um 60% og sósíalistíski þjóðarflokkurinn EDA afganginn. Nýju valdhafarnir telja sig verjendur Grikklands og fulltrúa hins „sanna lýðræðis". En einn aðili stjórnarinnar sagði nýlega í sjónvarpsviðtali, að stjórnin vildi ekki ónáða þjóðina með kosningum, sem bæði væru ónauð synlegar og dýrar. Stjórnmála- mehn, verkamenn, stéttafélagsfor- menn, bændur, leikarar, rithöfund ar, tónlistarmenn, stúdentar og kennarar voru teknir höndum og fluttir í fangelsi eða til fanga- búða á klettaeyjum í Eyjahafi. Hið dapurlega ástand, sem nú ríkir í landinu vekur spurningar um tengsl Bandaríkjanna og Nato við 'herforingjaklíkuna, en jafn- framt sýnir það ljóslega þá kúg- un, sem grískir borgarar eiga við að búa, að atburður þessi gat átt sér stað. Það vekur ótal spurn- ingar varðandi herinn, öryggið og lögregluna. Kommúnistaótti. Gríski herinn er í stórum drátt um skipulagður eftir sama mynzt- ri og herir annarra Nato-landa. Miðað er við hinn ,,hugsaða ó- vin", Sovét. Lögreglan úti á landi er skipulögð eftir hernaðarlegu mynztri. Hið sama er að nokkru leyti að segja um lögreglu borg- anna. Lögreglumennirnir eru all- ir sjálfboðaliðar, þeir búa í „her- búðum" og mega ekki starfa nær heimilum sínum en sem svarar 200 kílómetrum, nema þeir hátt- settu. Miklar fangageymslur eru á hverri lögreglustöð og bara í Stór-Aþenu, sem tekur yfir Aþenu og Pireus, eru meira en 60 lög- reglustöðvar. Nafnalistar. Þeir, sem stóðu að uppreisninni fyrir fimm vikum beittu fyrir sig Andreas Papandreou FYRIR ferSamenn gilda þessar reglur: „STJÓRNIN óskar þess, aS útlendingar eiga aS virSa land iS, sem þeir heimsækja, og þess vegna er alþekktum lands hornaflækingum bannaS aS koma á grískt yfirráSasvæSi. Þessir illa klæddu, illa þefj- andi, síShærSu flakkarar þvæl- ast um iSjulausir og sofa hvergi nema á bekkjum". Grísku konungshjónin, Anna María og Konstantín. her og lögreglu. Þeir höfðu í höndunum lista yfir 600 stjórn- málamenn, þeirra . á ineðal feðg- ana Papandreou og 100 þingm. til viðbötar. Þeir voru ihandteknir af herlögreglunni. Meðal þeirra, sem teknir voru fastir, voru ýmsir Grikkir, sem höfðu flúið land eft- ir borgarastyrjöldina en snúið heim eftir að þeim hafði verið lofað, að þeir yrðu ekki dregnir fyrir. log og dóm, þegar heim kæmi. Skriðdrekar settu svip á götu- lífið í Aþenu fyrstu dagana, eftir að 'herinn tók völdin, en nú hafa þeir haldið til þeirra staða, þar sem auðveldara er að beit'a þeim, en inni í Aþenu eru götur mjóar og illa gerðar fyrir skriðdreka, nema nokkur breiðstræti í mið- borginni. Skriðdrekum hefur áður verið beitt til þess að hræða Grikki. Þegar póstmenn lögðu niður vinnu til þess að mótmæla því, að Konstantín kpnungur hrekti Ge- org Papandreou frá völdum, voru skriðdrekar sendir á vettvang, og fhver sá, sem þrjózkaðist við að fara til vinnu, átti von á að vera dreginn fyrir herrétt. 50. hver borgari í Grikklandi er í lögreglunni. Þegár Papandreou sat að yöldum, reyndi. hanri að draga smátt og smátt úr þessum lögreglufjölda, en jafnskjótt og stjórri 'Növasar tók við, var lög- reglan styrkt að nýju. .. _; KYP. ¦ KYP-leyniþjónusta Grikklands hefur auga með öllum borgurum, bæði innan lands og utan. Hver einstaklingur á sitt kort í skápum öryggislögreglunnar, og þar er skráð, hvernig skoðanir hann hef- ur látið í ljósi, hvernig toann hef- ur hagað sér og við hverju má búast af honum. Það er svo á- kveðið í samræmi við þessar upp lýsingar, hverjir fá aff lifa mann- sæmandi lífi og hverjir ekki. Þeir, sem toafa aðra stjórnmála- skoðun en valdhafarnir, geta ald- rei gert sér vonir um að fá að njóta almennra mannréttinda svo sem réttaröryggis, málfrelsis og réttar til að kjósa sér starf. Gríska lögreglan hefur góða æfingu í að vaka yfir ihjörðinni fyrir valdhaf- ana og hlýða skipunum, Eftir að Metaksás kom einveldinu á, lögðu þýzkir sérfræðingar á náðin um skipulagningu hinnar séi-stöku ör- yggislögreglu, sem einkum hefur snúið sér að vinstrisinnum og framfarasinnum. Eftir hertökuna. var gríska lög reglan endurskipulögð, fyrst eftir brezkri fyrirmynd, síðan eftir amerískri — án þess þó, að þunga miðjan, hin sérstaka, öryggislög- regla væri lögð niður. Sú mann- marga lögreglusveit, sem starfar í Grikklandi, ætti að eiga auðvelt með að halda uppi lögum og reglu, en réttaröryggi verður þar ekki til svo lengi sem grískur lög- reglumaður fær prósentur af hverjum skúrk, sem hann kemur með, og meðan kennt er á lög- regluskólanum, að líta beri á manneskjurnar svo sem tvo hópa, annars vegar séu fainir góðu og gildu þjóðernissinnar, hins vegar glæpsamlegir kommúnistar og fylgifiskar þeirra. Lokaður hermannaheimur. Orsakir þess, að herinn tók völd in í sínar hendur, er eflaust að finna innanlands í Grikklandi. Lýðræðislegri stefna ógnaði þeim, sem hingað til hafa haft Framhald á 15. síðu. 1. Unnar Stefánsson, viðskiptafr., Reykjavík. 5. Sigríður Sigurffardóttir, húsfreyja, Stokkseyri. 9. Eggert Sigurlásson, hús- gagnabólstrari, Vestm.eyj. HERJÓLFU ENGINN neitar víst því, að Þórarinn Þórarinsson Tímarit- stjóri sé sléttmáll og áheyrileg- ur ræðumaður. Þess vegna vakti það nokkra athygli, að honum varð mismæli í sjónvarpskynn- ingunni á Framsóknarflokknum á þriðjudagskvöld. Þvi átti maður naunxast von á af Þór- arni. Nú er þáð svo, að öllum '.get- ur skjátlazt, og þá ekki Þ.órár'ni Misms Þórarinssyni síður en öðrum. Hitt er umhugsunarvert, hvers vegna og hvernig honum varð mismæli í sjónvarpinu. Skammrofið. . Þórarinn ætlaði að koma höggi á ríkisstjórnina vegna . erfiðleika sjávarútvegsins og vildi'. segja, að sá vandi yrðí ekki'leystur með upþbótum. Þá g 2. júhí 1967 ALÞYÐUBLADIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.