Alþýðublaðið - 02.06.1967, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 02.06.1967, Qupperneq 8
M I i f»T-Í ■ nnrimw - * »i Grikkland í hers höndum GRIKKLAND er paradís ferðamanna frá Evrópu og Ameríku. Nú eru margir uggandi um það, hvort þessi paradís sé nú lokuð, en herforingjastjórninni er um- hugað um, að hræða ekki frá sér efnaða ferðamenn, sem koma með fulla vasa áf dollurum, mörkum og krónum. Það er nauðsynlegt fyrir nýju stjórnina, að valdatakan sé viðurkennd utanlands og það er mik- ilsvert fyrir herforingjaklíkuna, að Grikkirnir sjálfir lifi í beirri trú að svo sé. 28. MAÍ síðastliðinn áttu að fara fram almennar kosningar í Grikkiandi. Sunnudaginn þann hefðu menn séð svart á hvítu þá þróun, sem átt hefur sér stað í iandinu á undanförnum árum í átt til lýðræðislegrar þingstjórnar, sem býður öllum þegnum jafnan rétt. Aðfaranótt 21. april tók her inn öll völd í sínar hendur í Grikklandi og komið var 'á stjórn- ariháttum, sem helzt líkjast hinu fasistiska einræði, sem Metaksás kom á 4. ágúst árið 1936. Frjálsar kosningar hefðu lík- lega farið á þann veg, að hægri -sinnar hefðu fengið um 30% at- kvæða, Miðflokkasamband Papan- dreous um 60% og sósíalistíski þjóðarflokkurinn EDA afganginn. Nýju valdhafarnir telja sig verjendur Grikklands og fulltrúa íhins „sanna lýðræðis". En einn aðili stjórnarinnar sagði nýlega í sjónvarpsviðtali, að stjórnin viidi ekki ónáða þjóðina með kosningum, sem bæði væru ónauð synlegar og dýrar. Stjórnmála- menn, verkamenn, stéttafélagsfor- menn, bændur, leikarar, rithöfund ay, tónlistarmenn, stúdentar og kennarar voru teknir höndum og fluttir í fangelsi eða til fanga- búða á klettaeyjum í Eyjahafi. Hið dapurlega ástand, sem nú ríkir í landinu vekur spurningar um tengsl Bandaríkjanna og Nato við herforingjaklíkuna, en jafn- framt sýnir það ljóslega þá kúg- un, sem grískir borgarar eiga við að búa, að atburður þessi gat átt sér stað. Það vekur ótal spurn- ingar varðandi herinn, öryggið og lögregluna. Andreas Papandreou Kommúnistaótti. Gríski herinn er í stórum drátt um skipuiagður eftir sama mynzt- ri og herir annarra Nato-landa. Miðað er við hinn „hugsaða ó- vin“, Sovét. Lögreglan úti á landi er skipulögð eftir hernaðarlegu mynztri. Hið sama er að nokkru leyti að segja um lögreglu borg- anna. Lögreglumennirnir eru all- ir sjálfboðaliðar, þeir búa í „her- búðum“ og mega ekki starfa nær heimilum sínum en sem svarar 200 kílómetrum, nema þeir hátt- settu. Miklar fangageymslur eru á hverri lögreglustöð og bara í Stór-Aþenu, sem tekur yfir Aþenu og Pireus, eru meira en 60 lög- reglustöðvar. FYRIR ferðamenn gilda þessar reglur: „STJÓRNIN óskar þess, að útlendingar eiga að virða land ið, sem þeir heimsækja, og þess vegna er alþekktum lands hornaflækingum bannað að koma á grískt yfirráðasvæði. Þessir illa klæddu, illa þefj- andi, síðhærðu flakkarar þvæl- ast um iðjulausir og sofa hvergi nema á bekkjum". Nafnalistar. Þeir, sem stóðu að uppreisninni fyrir fimm vikum beittu fyrir sig Grísku konungshjónin, Anna María og Konstantín. her og lögreglu. Þeir höfðu í höndunum lista yfir 600 stjórn- málamenn, þeirra á meðal feðg- ana Papandreou og 100 þingm. til viðbótar. Þeir voru Ihandteknir af herlögreglunni. Meðal þeirra, sem teknir voru fastir, voru ýmsir Grikkir, sem höfðu flúið land eft- ir borgarastyrjöldina en snúið heim eftir að þeim hafði verið lofað, að þeir yrðu ekki dregnir fyrir lög og dóm, þegar heim kæmi. Skriðdrekar settu svip á götu- lífið í Aþenu fyrstu dagana, eftir að herinn tók völdin, en nú hafa þeir haidið til þeirra staða, þar sem auðveldara er að beita þeim, en inni í Aþenu eru götur mjóar og illa gerðar fyrir skriðdreka, nema nokkur breiðstræti í mið- borginni. Skriðdrekum hefur áður verið beitt til þess að hræða Grikki. Þegar póstmenn lögðu niður vinnu til þess að mótmæla því, að Konstantín konungur hrekti Ge- org Papandreou frá völdum, voru skriðdrekar sendir á vettvang, og hver sá, sem þrjózkaðist við að fara til vinnu, átti von á að vera dreginn fyrir herrétt. 50. hver borgari í Grikklandi er í lögreglunni. Þegár Papandreou sat að völdum, reyndi. hann að draga smátt og smátt úr þessum lögreglufjölda, en jafnskjótt og stjórn Növasar tók við, var lög- reglan styrkt að nýju. ÆíiM KYP. • KYP-leyniþjónusta Grikklands hefur auga með öllum borgurum, bæði innan lands og utan. Hver einstaklingur á sitt kort í skápum öryggislögreglunnar, og þar er skráð, hvernig skoðanir hann hef- ur látið í ljósi, hvernig 'hann hef- ur hagað sér og við hverju má búast af honum. Það er svo á- kveðið í samræmi við þessar upp lýsingar, hverjir fá að lifa mann- sæmandi iífi og hverjir ekki. Þeir, sem hafa aðra stjórnmála- skoðun en vaidhafarnir, geta ald- rei gert sér vonir um að fá að njóta almennra mannréttinda svo sem réttaröryggis, málfrelsis og réttar til að kjósa sér starf. Gríska lögreglan hefur góða æfingu í að vaka yfir ihjörðinni fyrir valdhaf- ana og hlýða skipunum, Eftir að Metaksás kom einveldinu á, lögðu þýzkir sérfræðingar á riáðin um skipulagningu hinnar séx-stöku ör- yggislögreglu, sem einkum hefur snúið sér að vinstrisinnum og framfarasinnum. Eftir hertökuna var gríska lög regian endurskipulögð, fyrst eftir brezkri fyrirmynd, síðan eftir amerískri — án þess þó, að þunga miðjan, hin sérstaka öryggislög- regla væri lögð niður. Sú mann- marga lögreglusveit, sem starfar í Grikklandi, ætti að eiga auðvelt með að halda uppi lögum og reglu, en réttaröryggi verður þar ekki til svo lengi sem grískur lög- reglumaður fær prósentur af hverjum skúrk, sem hann kemur með, og meðan kennt er á lög- regluskólanum, að líta beri á manneskjurnar svo sem tvo hópa, annars vegar séu hinir góðu og gildu þjóðernissinnar, hitts vegar glæpsamlegir kommúnistar og fylgifiskar þeirra. Lokaður hermannaheimur. Orsakir þess, að herinn tók völd in í sínar hendur, er eflaust að finna innanlands í Grikklandi. Lýðræðislegri stefna ógnaði þeim, sem hingað til hafa haft Framhald á 15. síðu. 1. Unnar Stefánsson, viðskiptafr., Reykjavík. 5. Sigríður Sigurðardóttir, liúsfreyja, Stokkseyri. 9. Eggert Sigurlásson, hús- gagnabólstrari, Vestm.eyj. ENGINN neitar víst þvi, að Þórarinn Þórarinsson Thnarit- stjóri sé sléttmáll og áheyrileg- ur ræðumaöur. Þess vegna vakti það nokkra athygli, að honum varð mismæli í sjónvarpskynn- ingunni á Framsóknarflokknum á þriðjudagskvöld. Því átti maður naumast von á af Þór- arni. Þórarinssyni síður en öðrum. Hitt er umhugsunarvert, hvers vegna og hvernig honum varð mismæli í sjónvarpinu. Skammrofið. Nú er það svo, að öllum _get- ur skjátlazt, og þá eklii Þórárni Þórarinn setlaði að koma höggi á ríkisstjórnina vegna . erfiðleika sjávariítvegsins og vildi'. segja, að sá vandi yrði ekki.Teystur með upþbótum. Þá S 2. júhí 1967 - ALÞÝÐUBLA0IÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.