Alþýðublaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 14
Ávarp til stubningsmanna A-listans A rúmlega 50 ára starfsferli hefur Aljiýðuflokkurinn ávallt átt í fjárhagserfiðleikum vegna nauðsynlegrar starfs- semi sinnar. — Flokkurinn hefur stuðzt við fylgi fólks, sem Jítið hefur verið aflögufært um fjármuni. — Þetta hefur þó bjargazt með almennri þátttöku stuðningsmanna hans þótt hver hafi þar ekki látið stóra skammta. Nauðsynlegur kosningaundirbúningur hefur á síðari ára- tugum vaxið mjög og krafizt síaukins fjármagns. — Það er á þessu undirbúningsstarfi, sem úrslit kosninganna geta oltið. Þetta gera fjársterkari flokkarnir sér ljóst og spara þess vegna í engu allan tilkostnað. Þessum þætti kosningabarátt- unnar veröur ekki mætt á annan veg. en með almennri fjár- söfnun. Alþýðuflokkurinn fer þess vegna enn einu sinni bónarveg til allra stuðningsmanna sinna og velunnara og biður þá, hvern eftir sinni getu, að láta af hendi fé í kosningasjóð flokksins. Fyrir hönd fjáröflunarnefndar munu eftirtaldir aðilar veita fé móttöku: Emilía Samúelsdóttir, sími 13989, g oSkrifstofa Alþýðuflokksins í Reykjavík, símar 15020 og 13374. Fjáröflunardeild Alþýðuflokksins í Reykjavík: Emilía Samúelsdóttir Gylfi Þ. Gíslason Eggert G. Þorsteinsson. Ingólfs-Caf Gömlu dansarnir í KVÖLD KL. 9. Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar- Baldur Gunnarsson stjórnar. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12826. Rýmingarsala Þar sem ég hefi ákveðið að hætta verzluninni, verða nú allar vöru- birgðir (einnig smásöluvörurnar) seldar út með miklum afslætti og byrjar salan í dag og heldur áfram meðan birgðir endast. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 8. Orlofsheimiil Frh. af 1. síðu. að vaxa með sinni samtíð. Orlofsnefndin í Reykjavík tek ur við umsóknum frá og með 1. júní á skrifstofu Kvenréttindafél. íslands að Hallveigarstöðum við Túngötu mánud., þriðjud., fimmtu d. og föstud. kl. 4—6 e. h., en á miðvikud. kl. 8—10 að kvöldi sími 18156. Orlof húsmæðra er skemmtileg framvinda félagsmála okkar og hver og einn þátttakandi gefur því sitt gildi. (Frá Orlofsnefnd húsm. í Rvík) Aðaifundur Framhald af bls. 2. starfsmannahald nam 180 millj. kr. lendingar- og eldsneytiskostn- aður hækkaði um 200% á árinu og var mætt með hækkuðum fargjöld um innanlands, en fargjöld á flug leiðum til útlanda 'hafa ekki hækk að í nokkur ár. Færeyjaflugi var haldið uppi allt árið. Félagið hélt einnig uppi ískönnun við Græn- land, en mun ekki endurnýja þá samninga. Raufarhöfn bættist við sem við komustaður innanlands. Farþegar til staða innanlands voru sem hér segir: Rvík—Akureyri 32.897, til Vestmannaeyja 22.000, Egilsstaða 19.000, ísafjarðar 15.000, Sauðár- króks 4.000, Hornafjarðar 3.800, Patreksfjarðar 3.500, Húsavíkur 2.850. Á leiðinni Rvík—Kaup- mannahöfn 16.500. Flugfélagið 'hefur, eins og að undanförnu, lagt ríka áherzlu 'á að kynna ísland erlendis með því að bjóða hingað blaðamönnum og ferðaskrifstofumönnum. Örn Johnson ræddi um kaupin á Boeing-þotunni og sagði, að Ex- port-Importbankinn í New York mundi lána 80% verðsins gegn ríkisábyrgð, Boeingfélagið lánaði 10% gegn 2. veðrétti í vélinni, en Flugfélagið sjálft borgaði 10%. Afhending vélarinnar átti að fara fram í maímánuði, en dregst um mánuð vegna framleiðslu véla til styrjaldarinnar í Viet-Nam. Áherzla hefur alltaf verið lögð á tækjakaup, en byggingarfram- kvæmdir á Reykjavíkurflugvelli látnar sitja 'á hakanum meðal ann ars vegna óvissu um framtíð vall- arins. Þau mál krefðust þó skjótr- ar úrlausnar. Því næst voru lagðir fram endur skoðaðir reikningar félagsins. Góðfúslega endurnýið fyrir helgi-dregið á mánudag. EHDURnVJUn IVKUR 6 HflDECI DRAllRRDDGSI Vörusýingsn ^ Frh. af 3. síðu. sýningardeildin ‘hér er minnsta sýningardeildin á vörusýningunni, 150 fermetrar, en hefur þó vakið mikla athygli. Þar vinna nú sex manns. 8 viðskiptafyrirtæki Ung- verja sýna í deildinni og eru þar sýndar meira en 40 vörutegundir, m. a. vefnaðarvörur, prjónavörur, skór, regnfatnaður, loðkápur og leðurvörurö Einnig ýmis konar matvörur, niðursuðuvörur og sult ur, auk þess sælgæti og molasyk- ur. Síðast, en ekki sízt álbúsá- höld, sem vakið hafa athygli. VesiurJlslendlngar Frh. af 2. síðu. deildarþingmaður, Erik Stefanson þingmaður og fleiri. Fyrir hönd undirbúningsnefnd- arinnar afhenti Haraldur Bessa- son prófessor töfluna og flutti stutta ræðu. Sendihcrra svaraði, þakkaði fyrir hönd íslenzku ríkis- stjórnarinnar gjöfina og tók m. a. fram, að töflunni yrði valinn góð ur staður á íslandi. Ýmsar fleiri ræður voru fluttar, éinkúm til að þakka þeim, sem mesta vinnu hafa lagt fram í sam bandi við gjöfina. (Frá forsætisráðuneytinu) 14 2. júní 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.