Alþýðublaðið - 03.06.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.06.1967, Blaðsíða 9
SÍÐUSTU fjórir netabátarnir tóku upp net sín núna rétt fyrir mán I aðamót. Það voru Haukur 22. 5. og fékk samtals 358.650 kg., Vík- ingur 22. 5. með 341.530 kg., Að- albjörg 30. 5. með 191.620 kg. og síðast, en ekki sízt, Helga II. 30. 5. og fékk alls 793.520 kg., sem er mesti afli báts miðað við út- haldstíma, en hann byrjaði ekki veiðar fyrr en 17. marz. Skip- stjóri er kunnur netakóngur, Ár mann Friðriksson. Nokkrir minni bátanna eru á handfærum og hafa aflað vel. Val- ur landaði um 10 tonnum 1. 6. og sama dag voru Ásbjörg með tæp 7 tonn og Þórir með 12—13 tonn. Einnig hafa trillur aflað vel. Humarveiðar eru tiltölulega nýbyrjaðar og hafa tveir bátar, sem gerðir eru héðan út orðið vel varir. T. d. fékk Hafnarberg tæpt tonn af slitnum humar í fyrsta róðrinum eftir tveggja daga úti_ vist. Þá landaði Þórarinn Olafs- son um 700 kg., einnig af slitnum humar. Nokkrir bátanna eru á trolli, en ástæðulaust er að birta fréttir af þeim, því fólk les um þá jafnvel daglega í sambandi við landhelgisbrot. Síldarbátarnir eru nú óðum að tínast austur. Verðið á síld í bræðslu má teljast gott, miðið við ástæður, og héldu marg ir, að það yrði enn lægra. Skyn samari hluti síldarsjómanna er yf- irleitt allánægður, en í öllum stéttum eru menn, sem aldrei er hægt að gera ánægða og berja höfðinu við steininn gegn öllum skynsamlegum rökum. Einn bát- ur a. m. k. tók ís og salt og ætlar að reyna að gera túr til Þýzkalands. Hann og Gísli Árni fóru í slíkan leiðangur í janúar s. 1. og gerðu mjög góða túra. Verðið úti mun samt vera eitt- hvað lægra núna. Árangur af veiðum með þorska nót gaf auma útkomu að ekki sé iiii t iiiii ii n ■■ mi iii mnii ii ■■ i n 11111111'n iii m imi iii ■■111111111111 ■■ nar eins voru berir veggir og nak- ið steingólf. Engin teppi né neitt annað til að skýla sér með. Þær skulfu af kulda á nóttunni á gólfinu, en þó var svo þröngt og margt um mann- inn, að ekki var unnt að hreyfa sig án þess að vekja þann, sem næstur lá. Til þess að ná í vatn þurftu fangarnir að klífa kletta og var því lítið eftir af skóm margra eftir nokkra daga. Fæðið var aðeins brauðmatur. Salerni voru engin, og þegar konurnar þurftu að ganga örna sinna, slógu þær hring um- hverfis staðinn, til þess að a)l- ir hermennirnir og karlmenn irnir, sem þarna voru nálægt sæju ekki til þeirra. meira sagt. Má öruggt telja, að útgerðarmenn og sjómenn fari að gefa línuveiðum meira auga, þeg ar loðnuvertíðinni lýkur næsta vet ur og mundi það að minnsta kosti tryggja meiri atvinnu í landi. Togararnir. Þorkell Máni lagði af stað á- leiðis til Reykjavíkur frá Austur- Grænlandi á hádegi á fimmtudag með fullar lestar. Þá voru Hall- veig Fróðadóttir og Jón Þorláks- son komin með ca. 150 tonn hvor, en urðu að hætta veiðum, því ís var kominn yfir veiðisvæðið. — Einnig er vitað. að Maí var á sömu slóðum og einnig Víkingur og var hann búinn að fá góðan afla. Karlsefni seldi í Englandi í vikunni fyrir 11.880 sterlings. pund og var hann ekki nema 15 daga í túrnum frá því að hann fór á veiðar og þar til að hann kom að utan til Reykjavíkur. Sur- price og Marz seldu í Englandi á fimmtudag fyrir rúm 13.000 sterlingspund. Þá landaði Ingólf- ur Arnarson í Reykjavik í vik- unni 275 tonnum af blönduðum fiski. Afli togaranna hefur, eins og sjá má, verið mjög góður undan- farið og svo ég taki eins til orða og sérfræðingar Morgunblaðsins, þegar þeir geta um góðan afla togaranna, þá telja þeir einung- is upp togara Tryggva Ófeigsson- ar, þá hafa togarar B. Ú. R ekki farið varhluta af því fiskiríi held ur. Mest hefur aflazt af þorski á A-Grænlandi, sem aðallega hefur farið í herzlu. Til dæmis um afla togaranna, þá hefur Þormóð- ur Goði komið þrisvar sneisafull- ur á tæpum tveim mánuðum, 412 tonn, 443 tonn og nú er verið að landa úr honum ca. 400 tonnum. Sennilega fer þetta hálf í taug_ arnar á þeim, sem vilja leggja Bæjarútgerðina niður. Skipstjóri á Þormóði er ungur maður, Magn ús Ingólfsson, og er lítið gefinn fyrir fréttamenn blaða og sjón- varps, því hann neitaði þeim al- gerlega um viðtöl, en ég er nokk uð viss um, að sumir aðrir hefðu þegið slíkt með þökkum. Ekki kæmi mér á óvart, að útkoman á togurunum yrði betri núna í ár en mörg undanfarin Fiskiríið hefur verið betra, og þegar þeir hafa selt aflann er- lendis hafa sölurnar margar hverj ar verið afbragðsgóðar. Um daginn sendu nokkrir tog- araskipstjórar Hampiðjunni tón- inn, og má slíkt merkilegt telj- ast. Hef ég fyrir satt, að a. m. k. einn þeirra hafi aldrei notað net frá henni. Þeir voru ekki margir togaraskipstjórarnir á stríðsárun- um, sem vildu koma henni fyrir kattarnef. Það væri líka einkenni legt fyrirkomulag að leggja aldrei orð í belg meðan dugmiklir at- hafnamenn byggja upp iðnfyrir- tæki, sem kostar milljónir kr., en loksins þegar verksmiðjan er orðin samkeppnisfær, þá eiga 19 menn að ráða örlögum hennar. Eins og geta má nærri, sparast einnig töluverður gjaldeyrir með þessu innlenda fyrirtæki, og ef þessir 19-menningar reynast hafa ■ rangt fyrir sór, þá ætti að refsa ■ þeim með því að taka ekki gilda reikninga vegna úttektar á veið- arfærum erlendis. Pétur Axel Jónsson. H and avinnusýning nemenda Húsmæðraskóla Reykjavíkur verð- ur opin laugardag 3. júní frá kl. 2—10 og sunnudag 4. júní frá kl. 10—10 s.d. SKÓLASTJÓRI. TIL LEIGU er aðstaða til reksturs matstofu í húsnæði Sjó- mannastofunnar, Vík Keflavík. Allar upplýsingar gefa Hörður Hallsson sími 2107 og Jóhannes G. Jóhannesson, sími 1579 Keflavík. Sjómannadagsráð Keflavíkur og Njarðvíkur. Fornmunir óskast Gamlar byssur, olíulampar, gömul húsgögn, tréskurður, gamalt postulín og glervörur, hvað eina, sem er 50 ára eða eldra. Svör óskast send Alþýðublaðinu merkt 800. Byggingasamvinnufélag vélstjóra. FRAMHALDSAÐALFUNDUR Byggingasamvinnufélags vélstjóra verður hald inn að Bárugötu 11, mánudaginn 5. júní kl. 20.30. Áríðandi að félagsmenn mæti. t STJÓRNIN. TERYLENE CRÉPBLÚSSUR í telpna- og kvenstærðum. HÚS EIGENDUR Tökum að okkur að annast frágang lóða, svo sem gangstéttalögn, hellur eða steypu. Kant- steinslögn og steypu, j'arðvegsskipti, frá- rennslislagnir og malbikun með útleggjara og vibrovaltara. Vönduð vinna á vægu verði. — Leitið tækni- legra upplýsinga og tilboða í síma 36454 — milli kl. 13 og 18,30. Heimasímar: 37824 — 37757 — 41290. HLAÐPRÝÐI HF. 3. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.