Alþýðublaðið - 06.06.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.06.1967, Blaðsíða 8
Hafd'is Sigurbjörnsdóttir, húsfreyja: „ÉG SKORA Á ALLAR KONUR AD VEITA ALÞÝÐUFLOKKNUM BRAUTAGENGI" Árni Gunnars. ALÞYÐUR MEIRIÁH í upphafi þessara fáu orða minna vil ég skora á allar þær ungu konur, sem hér eru staddar í dag að vinna A-listanum allt það, sem þær mega, fyrir komandi alþingiskosningar. — Og reyndar nær'þessi áskorun mín um stuðn- ing A-listans einnig til allra, sem iiér eru staddir, þótt ég hyggist einkum beina máfi mínu til kven- þjóðarinnar. Það er ekki nema eðlilegt og sjálfsagt að ég rökstyðji nokkuð jþessa áskorun mína. Því skyldum við fremur kjósa A-listann en aðra lista? Ástæðan er sú, að dbæði hefur Alþýðuflokkurinn unn ið meir og betur fyrir þau mál, *em okkur eru helgust, og eins ■er hann líklegri til að gera það áfram. í þeásu sambandi hef ég í huga þann mikilsverða árangur og áfanga, sem náðist til hagsbóta iyrir okkur konur hinn 1. janúar ■s. 1. En það mun ykkur öllum iikunnugt um, að þá tókst loks að koma því merka mannréttinda- «iáli í höfn að konur fengju sömu ilaun og karlar fyrir sömu störf. Víst skipti þetta nokkru máli fyr ir okkur fj'árhagslega, en stórum mikilsverðari var þó sú viðurkenn ing, sem við fengum með þess- um hætti. Nú þegar, aðeins 6 mán- uðum síðar, verkar það á mann >sem ljótur draumur, að konur skuli hafa búið við það ófremdar- ástand að þiggja lægri laun en skarlar fyrir sömu vinnu. Sigur í liþessu máli vannst fyrir forgöngu Alþýðuflokksins. Það er óumdeilt. IWálið var ekki baráttumál Sjálf- stæðisflokksins, hins stóra og sterka, isem þykist vera flokkur allra stétta og gæta hagsmuna allra. Málið var heldur ekki bar- áttumál Framsóknarflokksins, .sem þykist vera svo vinstrisinnað- Ur og framsækinn fyrir hinar vinnandi stéttir. Og málið var Sheldur ekki baráttumál Alþýðu- bandalagsins svokallaða, sem þyk- ist vera brjóstvörn verkalýðshreyf ingarinnalr og vinstri manna í landinu. Allir þessir flokkar létu ■sig málið harla litlu skipta og höfðu vissulega ekkert frumkvæði á því. Alþýðuflokkurinn einn hafði frumkvæði og forgöngu í málinu ®g löggjöfin var sett á fyrir hans baráttu. Iiefði ekki áhugi Alþýðu- flokksins fyrir þessum merku ..■kvennamálum verið vakandi, stæð um við enn í sömu sporum í dag. Er þá að undra, þótt ég vilji nhvetja konur til þess að styðja Alþýðuflokkinn um land allt? Annar málafloi-.kur, sem Alþýðu flokkurinn hefur því miður ekki stjórnað, en er okkur konum mik- ið áhugamál, er heilþrigðismálin. Hafdís Sigurbjörnsdóttir. — Alþýðuflokkurinn hefði betur stjórnað þeim málum á liðnum ár- um, þá væru þau betur komin en undir áhugalausri forystu og stjórn Sjálfstæðisflokksins eru heilbrigðismál þjóðarinnar í ó- fremdarástandi og er mikil nauð- syn á að bæta úr því. Heilbrigðis- málin eru gott dæmi um áhuga- leysi Sjálfstæðismanna fyrir fé- lagsmálum og heilbrigðismálum almennings. Sjálfstæðismenn hafa stjórnað heilbrigðismálum þjóðar- innar lengur en nokkrir aðrir og samt eru þau jafn illa komin og raun ber vitni Miðað við það, hve Alþýðuflokknum hefur tekizt vel við stjórn og forystu annarra mála, er ekki að undra þótt ég sé þess hvetjandi, að Alþýðuflokkur- inn á næsta kjörtímabili taki við stjórn þeirra. En það getur ekki orðið nema honum aukist fylgi og með því að heilbrigðismálin eru að fornu og nýju áhugamál okk- ar kvenna, hlýt ég að skora á kon ur að þær veiti Alþýðuflokknum brautargengi til þess að hann m. a. megi bæta jákvæðum áhrifum sínum þeim til framgangs. Gott er að bera saman heil- brigðismálin og húsnæðismálin. Til þess að sjá hve Alþýðuflokkn- um farnast stórum betur við for- ystu þeirra félagsmála, sem hann hefur stjórnað. í 'húsnæðismálum hafa orðið gífurlegar framfarir á öllum sviðum. íbúðir hafa stækk að og þeim hefur fjölgað verulega j landinu siðustu árin samfara því að lánakerfi Húsnæðismálastofn- unarinnar hefur verið aukið og eflt. Er nú svo komið, að miklum mun auðveldara er að fá lán til íbúðabygginga en áður fyrr og þar af leiðir, að ungt fólk á miklu auðveldara með að koma þaki yfir sig. Hefur þetta gerzt fyrir mjög ötula forystu Alþýðuflokksmanna í húsnæðismálum þjóðarinnar. Á þessa þróun mála hljótum við kon ur að 'horfa stórum augum, því að húsnæði fjölskyldunnar hlýtur að vera eitt mikilvægasta atriðið í okkar augum. Með hliðsjón af þróuninni í húsnæðismálunum er því ekki óeðlilegt að ég skori á konur að þær veiti Alþýðuflokkn um brautargengi til enn frekari sóknar í þeirn málum allri þjóð- inni til hagsbóta. í skóla- og menntamálum, sem Alþýðuflokkurinn hefur stjórnað nú um áratugaskeið, hafa orðið gífurlegar framfarir. — Nýir skólar hafa verið byggðir og fjárframlög til þeirra stór- aukin. Góðar og vandaðar menntastofnanir eru mikilvægar í augum kvenþjóðarinnar. í þeim munu börn okkar fræðast og menntast, þar taka þau þroska sinn og verða að nýtum og góð- um og gegnum mönnum. Þar eru þau búin undir lífið, þaðan ganga þau út í lífið. Við hljót- um því að telja það mikilvægt, að til þessara stofnana sé vand- að og að þær reynist hlutverki sínu vaxnar. Á engan er hallað þótt ég segi það sem almennt' er viðurkennt að núverandi mennta- málaráðherra hafi reynst betri og duglegri í því embætti en nokkur annar sem því hefur gegnt. Undir hans forystu og fyrir mikla framsýni Alþýðu- flokksins hefur verið stór sókn í skóla- og menningarmálum landsmanna síðustu árin, sókn, sem engan veginn er enn séð fyrir endann á — nema Alþýðu- flokkurinn fari illa út úr þess- um kosningum. Ég sagði áðan, að við mæður og börn okkar ættum mikið undir því, að skól- ar og aðrar menningarstofnanir þjóðfélagsins væru vel úr garði gerðar. Það hafa þær verið síð- ustu árin og eru í dag. Ég þyk- ist því hafa ástæðu til þess að skora á allar konur, sem skiln- ing hafa á þessum málum, að veita Alþýðuflokknum brautar- gengi í komandi kosningum svo að takast megi að halda áfram þessari mikilvægu sókn. í lokin vil ég koma að máli sem ég tel að hafi mikla þýðingu. Á ég þar við nauðsyn þess, að viðskiptalíf höfuðstaðarins verði Framhald á bls. 10. Góðir fundarmenn! Það er ekki ætlun mín að hella yfir ykkur pólitískri áróðursþulu. Hins vegar langar mig til að reyna að útskýra hvers vegna ég er Alþýðuflokksmaður, jafnaðar- maður. Jafnaðarstefnan hefur æv- inlega heillað mig, ekki aðeins vegna hinna augljósu kosta, sem hún hefur fram yfir aðrar stjórn- málastefnur, — heldur og vegna þess, að hún er afsprengi fólks- ins, launastéttanna og varð til þeirra vegna. Hún hlýtur því að geta þjónað okkur betur en þær stjórnmálastefnur, sem hafa orð- ið til vegna liagsmuna einstakra þjóðfélagshópa.. Jafnaðarstefnan varð fyrst og fremst til vegna þeirra hugsjóna, að hver maður ætti rétt á því að hljóta þann skerf, sem honum bæri af þjóð- arauði og að við skyldum bera hvers annars byrðar þegar á móti blési. Ég hef aldrei séð annað til Rædur tveggja ræðumanna á kaffifundi unga fólks- ins á Sögu á sunnudaginn in ur ut EINS og komið hefur fram hér í þættinum, átti ný hljóm plata með Dátum að koma á markaðinn um maí-júní. Seinni partinn sl. föstudag var henni dreift í hljóðfæraverzlanir í Reykjavík. En viti menn. Strax i daginn eftir bannar útgefand inn alla sölu á umræddri plötu < og síðan hvert einasta eintak i tekið til baka. Og hver er ásætðan? kann í einhver að spyrja. Áður en því j . er svarað, er rétt að minnast í á það, að hljóðritun plötuhnar hér heima þótti takast me.ð af- brigðum vel og vóru þeir, er hlut áttú áð máli,'sérstaklega 1 ánægðir með útkomuna. i En þegar búið var að dreifa g 6. júní 1967 --- ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.