Alþýðublaðið - 06.06.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 06.06.1967, Blaðsíða 13
KflMyjQiG SBÍ Ó, Siml 4198S Leyniinnrásin (The Secret Invasion) Hörkuspennandi og vel gerð ný, amerísk mynd í litum og Panavision. Stewart Granger Mickey Rooney. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Allra síðasta sinn. ALFiE Heimsfræg ný amerísk mynd. íslenzkur texti. Aðalhlutverk: Michael Caine. Sýnd kl. 5 og 9. BÆNDUR Nú er rétti tíminn til að skrá vélar og tæki sem á að selja. TRAKTORA MÚGAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI Við seljuin tækin. Bíla- ©g Búvélasalan v/Miklatorg, sími 23136. BÍLAMÁLUN - RÉTTIN6AR BREMSUVIÐGERÐIR O. I'L. BIFREIÐAVERKSTÆÐEÐ VESTURÁS HF. Súðavogi 30 — Síml 35746. Ökukennsla - æfingatimar Get bætt við mig nemendum. Kenni á Ford Consul Cortina. Sími 41104. AUGLÝSIÐ í AlþýSublaðinu Ég hef alltaf verið fljótfær, það undrast allir, sem vita að ég var fædd og uppalin í Manc- hester. — Hugsarðu aldrei áður en þú talar? var ég einu sinni spurð, þegar ég hafði fundið upp rök fyrir hugmynd, sem mér kom til hugar einni mínútu fyrr-. — Farið iþér illa með pen inga? spurði bankastjórinn, þeg ar ég var komin einu sinni enn yfir í ávísanaheftinu mínu. — Norðlenzk stúlka ætti að vera jarðbundnari_____ stundi faðir minn. En ég var ekki jarðbundin og hafði fátt þeirra góðu hæfileika, sem sagt er að íbúar þessarar óhreinu borgar hafi til að bera. Faðir minn átti heima í Manc- hester og hafði hennar góðu eig inleika. Mér er sagt, að svo hafi einnig verið um móður mína, en hún dó áður en ég fæddist. Eftir andlát hennar kom systir föður míns, Maud og sá um heimilið. Hún var elskuleg og dekraði við mig. Hún hristi höfuðið yfir fljót- færni minni, en reyndi ekki að breyta mér. Þegar ég var næst um tvítug fór hún heim til London og ég sá um húsið og föður minn. Vitanlega réði pabbi yfir mér. En ég naut þess sama og flestar móðurlausar telpur. Ég fékk að ráða — að vissu marki. Hann lét allt eftir mér. Ég fékk næga peninga og að skemmta mér. Við bjuggum í útjaðri Manchester umkringd af stórum húsum og fjölskyldum og heim sóttum hvert annað. Tuttugasti og þriðji afmælis dagur minn kom og fór. Pabbi gaf mér miklar gjafir að venju og m. a. var hann svo heimsk ur að gefa mér heilt ferða- töskusett. Veizlan stóð til fimm um morguninn og á meðan kom mér tvennt til hugar. Fyrst að pabbi væri farinn að halda aftur af mér, annað að ég vildi nota töskurnar. Meirihluti vina minna voru annað hvort trúlofaðir eða næst um þvi. Tvær meira að segja giftar. Ég hafði tekið eftir því upp á síðkastið að ég var farin að hugsa um brúðkaupsgjafir. Þær, sem ekki voru trúlofaðar voru að gera eitthvað spenn- andi. Tvær voru flugfreyjur. Ein nvkomin heim frá Tokíó. Fjórða ætlaði að „tína epli í Kanada". Starf mitt virtist leiðinlegt í samanburði við ævintýri vina minna. Vikuna eftir afmælisboðið las ég auglýsingar í Lundúnablaði upphátt við morgunverðarborðið — Það vantar einkaritara í tízkuhús í Mayfair. Unnið á laugardögum. Pabbi bærði ekki á sér. Hann vildi ekki, að ég færi að heim an og það var ekki hægt að komast undan þeirri kröfu. Hann var næstum 2 metrar á hæð, enn myndarlegur með lið að brúnt hár og blá augu und ir þéttum brám. — Finnst þér ekki réttlátt að ég geri eitthvað skemmtilegra tuttugu og þriggja ára en vél- rita í vöruhúsi? — Þú ert fullorðin. — Ekki kemurðu . þannig fram við mig. — Þú ert ranglát, sagði hann og fékk sér smjör. Vikurnar liðu og ég hafði nóg að gera. Síminn hringdi lát- laust og mér var boðið mikið út. Ég komst ekki til Tókíó, ekki einu sinni til Lundúna. Styrk hönd föður míns hélt aft ur af útþrá minni. Ég hætti að vinna hjá vöru- húsinu og fór að vinna í lista- verkaverzlun. Vinnan og lista- verkaverzlunin entust í mánuð og vöruhúsið tók aftur við. Ég bauð fimm vinkonum í heim- sókn, þegar vinnukonan fór í frí. Allt var á öðrum endanum, vaskurinn fullur af diskum og plötuspilarinn í fullum gangi. Pabbi sagðist ætla að sitja í setustofunni og horfa á sjón- varpið og við gætum „masað“ annars staðar. Hávaði og stund arringulreið olli honum engu hugarangri. Mér þótti gaman að leika á aðra og stundum, þegar ég var í góðu skapi setti ég eplaköku í rúmið hans pabba eða gerði eitthvað álíka barna legt. Pabbi þóttist ekkert sjá fyrr en ég sprakk úr hlátri. Þá hristist hann af hlátri líka. Húsið, sem við bjuggum í var annað húsið, sem pabbi eignaðist eftir hjónaband sitt. Hann var hreykinn af því að bafa aldrei greitt krónu í húsa- leigu um ævina. Hann var heildsali og eftir því sem við- skiptin jukust batnaði smekkur pabba. Það skorti ekkert á heim ili mínu frá flöskum í barskápn um til þykkra baðhandklæða uppi á lofti. Pabbi var ekki mikið fyrir áð sýnast, en hann naut þess að hafa það gott. Hann átti stóran bíl, sem ég varð stundum bílveik í en alltaf breykin af. Hann bauð mér oft í mat á góð veitingahús. Ég gekk á skóla í Sviss. Hann naut þess að eiga peninga og alltaf voru einhverjir sem vildu njóta þeirra með mér. Annað hvórt í stóra, hraðskreiða bílnum eða með því að hlusta á plöturnar enduróma um herbergið. Það var furðulegt að svo lag legur og lífsglaður maður skyldi ekki kvænast aftur. Þegar ég spurði hann svaraði hann að hann hefði enn tímann fyrir sér. Hann var svo laglegur og öruggur og vel klæddur að ég var sannfærð um að margar ekkjur væru á hælum hans. En engin hringdi til pabba nema vinir hans, hann fékk engin bréf með kvenmannsrithönd. Hann fór í vinnuna, í klúbbinn og út með mig. Við vorum eins og tveir pípar s\einar, húsið tandurhreint og það var vinnukonunni að þakka. Hún hafði verið hjá okkur í 10 ár og sást aldrei nema á laugardögum. Húsið angaði af bónlykt og svínakótilettur biðu á borðinu. Mig langaði enn til að breyta um lifnaðarháttu. Ég talaði við vinkonur mínar og þá menn, sem ég þekkti. Ég var að hug- leiða þetta vandamál janúar- morgun meðan við pabbi sátum við morgunverðarborðið. Hann setti sultu á brauðsneiðina og sagði: —- Við ætlum að opna eitt útibú í viðbót. — Gott. sagði ég utan við mig. — Hvar núna? — í Kanada. — Ein vinkona mín ætlar að tína epli í Kanada, sagði ég og hugsaði um nýju ferðatöskurn- ar. — Epli eru tínd á haustin, sagði pabbi. — Ég fer til Van couver og verð þar í 6 mánuði. Kannske lengur. Ég hellti niður kaffi. — Hvað sagðirðu? — Við ákváðum það á fundi í gær. Það þarf að þjálfa suma mennina sem taka við þar. Hann braut saman blaðið sitt. — Lestu ekki blaðið pabbi! Hvað um mig? Má ég fara til Kanada? — Ef þú vilt. Mér hafði aldrei fyrr komið til hugar, að pabba langaði kannske að hafa mig ekki alltaf í eftirdragi. — Þú ert skrímsli! sagði ég og skellti könnunni á borðið. — Ég hef verið að reyna að kom ast eitthvað og þú hefur ekki einu sinni leyft mér að fara til Lundúna. Og núna ætlarðu sjálfur til Kanada og skilja mig eftir eina. — Komdu ef þú vilt. — Ég vil það ekki. — Hugleiddu málið. Liggur ekkert á. Nokkrar vikur tiv stefnu. Hann kyssti mið viðutan og fór í vinnuna. Hann kom allt af löngu á undan veslings und irmönnunum. Ég þvoði upp og fór inn í herbergið mitt. Ég þurfti ekki að fara í vinnuna fyrr en eft ir hálftíma. Það var kalt úti og inni. Pabbi fann aldrei fyrir kulda og ég var alltaf að flýta mér. Ég settist og fór að mála mig. Þetta var andlit Machesterstúlku sem þráði að verða sólbrún und ir ókunnri sól. Móðgun mín sljóvgaðist í svölu herberginu. Þessi breyting á háttum mínum kostaði umræður og ég ætlaði að ræða við Harry. Strákar höfðu elt mig á rönd um frá því ég var fimmtán ára og ég var vön að segja pabba að það væri vegna þess, að þeim þætti ég svo skemmti le£. En þó ég hefði stundum verið skotin var ég komin að þeirri niðurstöðu að eitthvað vantaði í mig. Ég varð aldrei ástfangin. Sumir strákanna voru ljómandi sætir en ég leið aldrei yfir þeim, ég kaus frekar Harry. Fólk sagði að Harry líktist pabba, þegar hann var ungur. Hann leit beint í augu manns eins og pabbi, hann hataði skraut eins og hann elskaði sannleikann og hló að fljót- færni. En þó Harry líktist pabba í innræti gerði hann það ekki í útliti. Fólk tók eft- ir pabba hvar sem hann var en enginn sá Harry. Hann var hvít ur og gugginn og hafði nefbrotn að í skóla. Hann var ekki lag- legur. Mér fannst hann skemmti legri en strákarnir í sportbílun um. BÍLAR TIL SÖLU. Buick árgerð 1951, Chevrolet station árgerð 1954, 2 Chevrolet fólksbifreiðir árgerð 1953, Lincoln árgerð 1954. Seljast ódýrt. Sími 36051. 6. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.