Alþýðublaðið - 07.06.1967, Síða 1

Alþýðublaðið - 07.06.1967, Síða 1
Miðvikudagur 7. júní 1967 — 48. árgangur 132. tbl. — Verff 7 kr, Beirut og London 6. júní (NTB-REUTER). Arabalöndin hófu olíustríð við Stóra-Bretland og, Bandaríkin í dag, eftir að þessi ríki höfðu verið sök- uð um að taka virkan þátt í styrjöldinni fyrir botni Miðjarðarhafs. Kairóútvarpið sagði í dag, að Bretar og Bandaríkjamenn væru þegar farnir að berjast við hlið ísraelsmanna. Stjórn íraks hefur gefið út skip un um að olíuleiðslum skuli lok- að og Kmvatt, Sýrland og Al- sír hafa bannað olíuútflutning til Bandaríkjanna og Bretlands Um leið voru öll amerísk og brezk olíufélög í Álsír sett undir eftirlit ríkisins og Líbanon bannaði, að olíuskip Breta og Bandaríkja- manna yrðu fyllt með olíu, sem ke-mur þangað í leiðslum frá Saudi-Arab(u og írak. Bagdad-útvarpið gaf til kynna dag, að frekari aðgerða væri að vænta. Skömmu áður en olíustríðinu var lýst yfir, ásökuðu mörg Ar- abalönd Breta og Bandaríkjamenn fyrir að hafa látið flugher vemda ísrael allan mánudaginn og brezk ar orustuflugvélar hafi auk þessa raðizt á egypzkar stöðvar í dag. Stjórnir Bandaríkjanna og Bret- lands hafa þverneitað þessum á- sökunum. Þessi ákvörðun Arabaríkjanna er í samræmi við fyrri yfirlýsing ar þess efnis, að olíusala verði stöðvuð til hvers þess lands, sem ljái ísraelsmönnum lið. Eignir, sem tilheyra félögum eða borg- urum þessara landa, sem styðja ísrael, verða metnar í samræmi við „rétt stríðsins", var sagt eftir fi.nd Arabaleiðtoga í Bagdad. Það kemur harðara niður á Bret um en Bandaríkjamönnum, að Ar- abalöndin hætta olíusölu til þeirra. Kuwait sér Bretum fyrir 83% allrar þeirrar olíu, sem Bret ar nota, en 5,2% eru keypt frá i; Samkomulag í i; OryggisráBinu i| ;[ New York 6 6. (NTB-REUTER) Var þetta samþykkt á stutt- |[ ■(l Öryggisráðið samþykkti sam um fundí seint í gærkvöldi, en (i i» hljóða seint í gærkvöldi að þá höfðu Goldberg, fulltrúi |l 11 kref jast þess að ísraelsmenn og Bandaríkjanna og Federenko, r [( Arabar hættu þegar i stað fulltrúi Sovétríkjanna setið á '( (i vopnaviöskiptum og kæmu á löngum einkafundum ásamt (i vopnahiéi. Framihald lá 15. síðu. f írak. í Bretlandi hefur verið til- kynnt, að landið eigi enn birgðir af oliu, svo að um benzínskömmt- un verði ekki að ræða fyrst um sinn. Fréttin um olíustríðið kom eft- ir að Nasser hafði lokað Súez- skurði. Þar með lengjast sigling- ar til Indlands og Ástralíu um 13 dægur — og sterlingspundið hefur fallið í verði. I stærstu hafnarborgum Suður- Afríku er nú mikill viðbúnaður til þess að taka á móti hinum ó- vænta skipafjölda, sem nú kemur þar við á leið sinni austur, en nú verður nóg að gera í hafnarborg- unum Durban og Cape Town. í höfnum þessara borga er þegar mikill skipafjöldi. Búizt er við að skammta verði olíu til þessara skipa, svo að hafnarborgimar verði ekki strax uppiskroppa. Bú- izt er við, að farþegaskip verði látin ganga fyrir, ef vöntun verð- ur á olíu. I Harold Wilson, forsætisráðh. ! Bretlands, sagði í ræðu í neðri , deild þingsins í dag, að Egyptar hefðu ekki haft lagalegan rétt til : þess að loka Súez-skurði og hann [varaði Arabalöndin við afleiðing- um þeirra gerða þeirra að hætta | allri olíusölu til Bretlands og Bandaríkjanna. Wilson fór mjög hörðum orðum um þá fullyrðingu jEgypta, að Bretar og Bandaríkja- menn hefðu aðstoðað flugher ísra els. Hann lýsti það rakalausa lygi. — Forsætisráðherrann lét í þa® skína, að Bretar kynnu að semja um olíukaup af öðrum, og þá gæti farið illa fyrir Arabalöndun- um. Hann sagði, að Bretar væru jekki í stríði við Egypta og þeir hefðu því engan rétt til að loka fyrir þeim skurðinum eða beita þá kúgun í sambandi við olíuna. jVarðandi vopnasölu til stríðsland- anna, sagði hann, að vinslit Eg- ypta við alla þá, sem sendu vopn Frh. á 15. síðu. I STRÍÐÍD - bls. 3 Alþýðuflokkurinn vill AUKNA MENNTUN - FJÖL- BREYTTARA MENNINGARLÍF ALLIR viðurkenna, að undanfarin ár hafi orðið stórstígari framfarir og meiri umbætur í skólamálum og mennir jar- málum en nokkru sinni fyrr. Naestum öll skólalöggjöfin hefur verið endurskot! uð og færð í nútíma horf. Efnt hefur verið til vísindalegra rannsókna á sjálfu skólakerfinu, og eru þær í höndum fær- ustu sérfræðinga. Verið er að semja alls • herjar menntamálaáætlun fyrir íslend- inga. Komið hefur verið nýrri skipan á byggingamál skólanna og samskipti ríkis og bæja — og sveitarfélaga í því sam- handi: Aldrei hem. meira fé veriff vertt til skólabygg- inga en nú. 1956 voru fjárveitingar til skólabygg- inga 18 millj. kr. í fyrra var hliffstæff upphæff 143 millj. kr. Byggingarkostnaffur hefur auffvitaff hækk aff. En í raunverulegum verffmætum eru framlögin samt þreföld við þaff, sem þau voru fyrir tíu árum. Aldrei áffur hefur orðiff jafnmikil breyting á einum áratug. Á undanförnum árum hefur rikisvaldlð stutt llstir og vísindi meira og betur en átt hefnr sér stað áður, enda er nú fjölbreyttara listalíf í landinu og vís- indastarfser-i ^Mugrí en nokkru sinni fyrr. Samt þarf enn að bæto starfsaðstöðn islenzkra listamanna. Á síðasta þingi var samþykkt, að verja mætti Z% af hygsring-arkostnaði til listaskreytinga í þeim. Miðað við skólabyggingar í fyrra hefðu þetta getað orðið 3.5 millj. kr. Einnig hefur verið ákveðið að athuga möguleika á starfsstyrkjum listamanna. Kjör isl. visindamanna þarf að bæta til þess að hvetja enn fleiri unga menn til þess að leggja fyrir sig vísinda nám og vísindastörf og koma í veg fyrir, að þeir leiti starfa annars staðar. Stuðningur ríkisins við námsmenn heima og er- lendis hefur veqff stóraukinn undanfarið. í raun- verulegum verðmætum er stuðningurinn vii hvern námsmann tvöfalt meiri en hann var fyrir tfu árum. Þannig vill Alþýðuflokkurinn halda áfram að starfa. Menntun og visindi eru undirstaða framfara. Listirnar gera lífið betra og fegurra.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.