Alþýðublaðið - 07.06.1967, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 07.06.1967, Qupperneq 4
ÍMMMM) Rltstjórl: Benedikt Gröndal. Símar 14900—14903. — Auglýsfngasfml: 14900. — Aðsetur: Alþýðuhúsiö við Hverfisgötu, Rvík. — Prentsmiðja Aiþýðublaösins. Sfmi 14905. — Áskriftargjald kr. 109.00. — t Iausa- sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurlnn. STYRJÖLDIN HÖRMULrEGIR atburðir hafa gerzt í Austurlönd- um nær. Styrjöld er hafin milli Arabaríkja og ísra- els. Eins og fyrri daginn, þegar bardagar hefjast, er erfitt að átta sig á, 'hver hleypti af fyrsta skotinu. Hitt er augljóst, hver skapaði þá spennu, sem orðið hefur orsök styrjaldarinnar. Það var forseti Egypta- lands, Nasser, sem vó að lífsbagsmunum Ísraelsríkis með lokun Akabaflóa og hótun um stöðvun siglinga til hafnarborgar ísraels þar. Þetta gerði harm, þótt Sam. þjóðirnar hafi lýst flóann alþjóðlega siglingaleið- Hann kærði sig og kollóttan um, þótt meginhluti sigl- ingaþjóða heims litu eins á málið. Hann hefur líklega þótzt báðum fótum í jötu standa, þar sem hann hafði Sovétríkin ein stórveldanna sínum megin. í trausti á þau gekk hann gegn samþykkt Sameinuðu þjóðanna og almenningsáliti í lýðfrjálsum löndum. Afleiðingin hefur orðið styrjöld. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem alheimskommúnisminn sýnir, að hann hefur meiri á- huga á upplausn og ringulreið en friði. Afstaða vestrænu stórveldanna, Bandaríkjanna, Bret'a og Frakka, um hlutleysi í þessum átökum er hyggileg. Vonandi tekst öryggisráðinu að koma á r vopnahléi, áður en miklar hörmungar hafa gerzt. A þá vogarskál munu íslendingar leggja lítið lóð sitt. SIRKUSINN ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur oftar en einu sinni beint þeirri fyrirspurn til Þjóðviljans, hvernig Alþýðubanda lagið muni greiða atkvæði á Alþingi um kjörbréf upp bótarmanna, sem landskjörstjórn væntanlega úthluti þingsæti vegna atkvæða I-listans. Þjóðviljinn hefur ekki fengizt til þess að svara. Forsætisráðherra beindi sams konar fyrirspurn til formanns þingflokks Al- þýðubandalagsins í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld. Hann fékkst ekki heldur til þess 'að svara. Þetta er sar.nrrlegá athyglisvert. - Alþýðublaðið hefur þegar sagt, að hér sé um vanda mál að ræða, sem athuga þurfi gaumgæfilega. En Al- þuðubandalagið taldi í upphafi hér ekki vera um vanda að ræða. Það afneitaði Hannibal Valdimars- sýni og lista hans, og Þjóðviljinn taldi I-listann utan flokka. Af þeirri áfstöðu var aðeins hægt að draga eina álvktun: Að Alþýðubandalagið mundi standa við þessa skoðun á Alþingi og telja listannutanflokka. Þá ályktun hafa hvorki formaður þingflokksins né Þjéðviliirm viljað staðfesta. Það er út í bláinn að svara með því að heimta að aðrir flokkar taki fyrst af stöðu til málsins. Hér er um að ræða mál, sem fyrst cg fremst snertir Alþýðubandalagið. Þegar aðrir flokk ar móta afstöðu sína til málsins, þurfa þeir m. a. að hafa hliðsjón af því, hvernig Alþýðubandalagið sjáKt lítur á þann sirkus, sem nú er sýndur á vegum þess. 4 7. júní 1967 — ALÞÝ0UBLAÐIÐ Bótagreiöslur almannatrygginganna / REYKJAViK Útborgun ellilífeyris hefst að þessu sinni fimmtudaginn 8. júní. Útborgun annarra bóta, þó ekki fjölskyldubóta, hefst mánudaginn 12. • r r X jum. !>: Útborgun fjölskyldubóta, með þremur börnum eða fleiri í fjölskyldu, hefst fimmtudaginn 15. júní. Útborgun fjölskyldubóta með einu eða tveimur börnum í fjölskyldu, hefst þriðjudaginn 20. júní. Bætur greiðast gegn framvísun nafnskírteinis bótaþega. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. ★ ALMENNINGSGARÐUR REYKVÍKINGA. Borgarbúi skrifar: „Heiðmör.k er útivistarsvæði og almenningsgarður Reykvíkinga. Þangað leggur leið sína fjöldi fólks allt' sumarið, en þó sérstaklega um helgar, þegar gott er veður, enda er staðurinn einkar vel fallinn til útivistar. Kjarrið og bollarnir í hrauninu veita afdrep og skjól og umhverfið er hlýlegt og aðlaðandi. Á síð- ustu árum hefur gróðurinn fært út kvíarnar til mikilla muna og þarna vaxa nú orðið alls konar grös og blómjurtir. Oft er líka talsvert um ber í Heiðmörk, þegar líður á' sumarið, einkum bláber og krækiber. Eitt.skortir þó á, að bæjarbúar geti að fullu notfært sér þetta prýðilega útivistarsvæði. Stjórn borgarinnar hefur láðst að skipuleggja al- menningsferðir í Heiðmörk. Þangað ganga engir strætisvagnar, þótt ótrúlegt sé. Þetta er furðulegt sleifarlag og algerlega óviðunandi. ★ STRÆTIS V AGNAFERÐIR í HEIÐMÖRK. í raun og veru ætti ekki að þurfa að fjöiyrða um svo sjálfsagðan hlut eins og strætis- vagnaferðir í Heiðmörk. En staðreyndin er þó sú, að við getum komizt svo að segja, hvert á land sem er á sómasamlegan hátt og með skikkanleg- um tilkosínaði, nema í okkar eigin almennings- garð, þangað liggur að vísu vegnefna, en farar- tækið, sem ætti að flytja fólkið á staðinn, fyrir- finnst ekki. Auðvitað eiga margir bíl sjálfir og geta komizt bæði þetta og annað á eigin spýtur. En það leysir ekki stjórn bæjarins undan þeirrl skyldu að gera öðrum kleift að komast þessa leið fram og til baka með eðlilegum hætti. Líklega væri heppilegast að skipu- leggja strætisvagnaferðir í Heiðmörk þannig, að ekið væri hringinn, upp hjá Rauðhólum og niður hjá Vífilsstöðum, með viðkomustöðum á leiðinni eftir þörfum. Lágmarkskrafan ætti að vera aö strætisvagnar gengju í Heiðmörk um helgar þrjár til fjórar ferðir á dag yfir sumartímann, svo að allir bæjarbúar ættu þess kost að njóta hollrar útiveru í þessum ágæta almenningsgarði borgar- innar.” Mér sýnist bréfritari hafa lög að -mæla, og raunar hefur mig oft furðað á því, að ekki skuli fyrir löngu vera búið að taka upp strætisvagnaferðir í Heiðmörk. Staðurinn er ein- staklega vel til þess fallinn að dvelja þar á góð- viðrisdögum að sumrinu. Ef skipulagðar væru ferð- ir þangað um helgar, gæti fólk skroppið þetta, eftir því sem á stæði,strax að morgni eða þá ekki fyrr en eftir hádegi, án þess að kosta miklum pening til. Vonandi rekur borgarstjórnin af sér slyðru- orðið í sumar og tekur upp fastar strætisvagna- ferðir í Heiðmörk, — þá fyrst verður þetta raun- verulega almenningsgarður Reykvíkinga, — fyrr ekki. — S t e i n n .

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.