Alþýðublaðið - 07.06.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.06.1967, Blaðsíða 5
UNGT FÖLK RÆÐIR UM KOSNINGARNAR MJÖG er nú skammt til kosn- inga. Forystumenn stjórnmá'la- flokkanna hafa nú þegar látið ljós sitt' skína, bæði í hljóðvarpi og sjónvarpi, í blöðum og á mannfundum. Kjósendur, en svo eru allir þeir nefndir fyrir kosn- ingar, sem náð hafa tuttugu og eins árs aidri, halda sínar kapp- ræður, ýmist á vinnustöðum, á lieimilum eða jafnvel á' götum úti. Alþingi götunnar, eins og kunnur stjórnmálamaður orðaði það, er í fullum gangi, og næst komandi mánudag verður lýðum ljóst, hverjum það hefur skipað á bekki alþingis við Austurvöll, hverjir fara með stjórn landsins næstu fjögur árin. Blaðamaður Alþýðublaðsins leit inn á einn vinnustað um kaffileytið síðdegis í gær. Úr kaffistofunni bárust háVærar raddir ungra manna, og var auð- heyrt', að ekki ríkti algjör ein- ing um hvernig landinu skyldi stjórnað í.næstú framtíð. Þetta var á Viðtækjavinnu- stofunni h.f., Laugarvegi 178 og í stormahléi tókum við tvo unga menn tali, þá Ásgeir Þormóðs- son og Ólaf Þorsteinsson. Ásgcir Þormóðsson. Stefnumál AlþýÖu- flokksins hafa náð fram aö ganga ÁSGEIR er húsgagnasmiður, lauk námi um sl. áramót og hef- ur síðan starfað á Viðtækja- vinnustofunni. — Hvenær vaknaði á’hugi þinn á stjórnmálum, Ásgeir? - Ég var aðeins fjórtán ára, Iþegar ég gekk í Fél. ungra jafn- aðarmanna. — Telur þú, að núverandi rík- isstjórn hafi vel tekizt að koma fram stefnumálum jafnaðar- manna? — Alþýðuflokknum hefur tek- izt að hera fram til sigurs mörg af sínum höfuðstefnumálum, og mætti nefna þeirri fullyrðingu til stuðnings stórátak í húsnæð- ismálum, launajafnrétti kvenna og sífellt víðtækari trygginga- löggjöf. Fyrir iðnnema er það ómetanlegur stuðningur, að hafa fengið aðild að byggingaráætl- uninni í Breiðholti. — Hvað vilt þú segja okkur um starfsaðferðir stjórnarand- stöðunnar? — Þær hafa einkennzt af ó- þarfa barlóm, og hefur framsókn verið í fararbroddi þeirra úrtölu manna. í því sambandi mætti minnast á landbúnaðarmálin, sem um langan tíma hafa ver- ið rekin á óheilbrigðum grund- velli, og hefur Gylfi Þ. Gísla- son skeleggast barizt fyrir breyttum vinnubrögðum í þeim málum. — Hver eru helztu hagsmuna mál iðnnema í dag? — Ég tel, að þeirra mesta hags munamál sé að fá fasta samn- inga milli Iðnnemasambandsins og meistarafélaganna um mann- sæmandi kaup. En eins og kunn- ugt' er, hefur nemum alla tíð verið ætlað smánarkaup þótt undanfarin ár hafi þeir verið yfirborgaðir. Samt vita allir, að i meistarar taka fullt gjald fyrir j vinnu iðnnema. — Hvernig leggjast kosning- arnar á sunnudaginn í þig, — Mér er kunnugt um fjölda fólks, sem nú ætlar að kjósa Alþýðuflokkinn í fyrsta sinn, og því spái ég honum miklum sigri í þessum kosningum. Iðnnemum gert kleift að eignast eigið húsnæði ÓLAFUR Þorsteinsson er nemi í útvarpsvirkjun, og því er ekki úr vegi að spyrja hann um starf- Ólafur Þorsteinsson. semi Iðnnemasambandsins, en Ólafur er ritari þess. — Það er óhætt að segja, að starfsemi Iðnnemasambandsins hefur um langt skeið verið löm- uð vegna pólitískra afskipta kommúnista, og er það enn. Þeir hafa beitt félaginu í þá'gu flokksvélarinnar, og má sem dæmi nefna, að formaður félags- ins skrifaði nýlega undir áskor- un í Alþýðubandalagsblaðið, þar sem hann sem formaður sam- bandsins hvetur til stuðnings G- listann. — Hefur málefnum iðnnema ekkert þokað í rétta átt undan- farið. •— Vissulega. Ráðherrar Al- þýðuflokksins beittu sér t. d. fyrir því, að iðnnemum var gef- inn kostur á aðild að byggingar- á'ætluninni í Breiðholti. Þá hef- ur Alþýðuflokkurinn lýst því yf- ir, að iðnnemum verði gefinn kostur á' viðbótarlánum þeim, sem meðlimir verkalýðsfélag- anna fá. Verður það ákvæði vænt anlega sett inn í húsnæðismála- lögin við heildarendurskoðun þeirra á næstunni. — Hver telur þú að verði höf- urmál næsta þings. — Ég álít að stærstu verk- efni næsta þings verði að koma á lífeyrissjóði fyrir alla lands- menn, endurskoðun laganna 'um húnæðismál og svo heildarfrum- varp það um afskipti ríkisins af æskulýðsmálum, sem mennta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, hefur látið undirbúa. Viðskiptavinirnir bjartsýnir Á FÖRNUM vegi hittum við ungan mann, sem fæst við iðn, sem fremur er ný af nálinni hér- lendis, a.m.k. í höndum karl- manna. Hann heitir Eiríkur Ósk- arsson, hárgreiðslumeistari og starfar á hárgreiðslustofu föður síns, Óskars Árnasonar, Grettis- götu 62. — Hvernig fellur þér starfið, Eiríkur? — Alveg ágætlega. Þetta var svolítið erfitt fyrst til að byrja með, en nú vildi ég ekki fyrir nokkurn mun skipta á þessu og herraklippingum. — Er eklci orðið þröngt um ykkur á Grettisgötunni, — Plássið þar er alltof lítið, en úr því rætist vonandi fljótlega, þar sem við ætlum að opna nýja stofu við Há'aleitisbrautina. Þar verður á efri hæð snyrtistofa, snyrtivöruverzlun og hárgreiðslu- stofa, en á neðri hæðinni rak- arastofa. Við gerum okkur vonir um að opna rakarastofuna í haust, en hinar eins fljótt og auðið verður. — Verður þú var við nokkurn barlóm eða svartsýni hjá hús- mæðrunum. — Nei, þvert á mót'i. Konurn- ar virðast mjög ánægðar með til- veruna og líta framtíðina björt- Eiríkur Óskarsson. um augum. Enda stingi allur barlómur í stúf við þá velmeg- unartíma, sem við lifum á. Koparpípur og Rennilokar. Fittings. Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Blöndunartæki. Burstafell byggingavöruverzlun Réttarholtsvesri 3. Simi 3 88 40. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. SVARA ÞÚ, BJARNI! Á FUNDI stjórnmálaforingj- anna í sjónvarpinu á mánu- dagskvöld innti Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra Lúff- vík Jósepsson eftir afstöffu hans til þeirra atkvæffa, sem listi Hannibals Valdimarssonar komi til með aff fá í Reykja- vík. Um þetta eru skiptar skoff- anir. Þjóðviljinn afneitar lista Hannibals, og yfirkjörstjómin í Reykjavík telur hann utan flokka. Hannibal kveðst aftur á móti bjóða sig fram fyrir Al- þýffubandalagiö, og landkjör- stjórn vill reikna þvi atkvæði hans og láta I-listann koma til áíifa viff úthlutun uppbótar- þingsæta eins og G-listann. Lúffvík vék sér undan aff svara. Hann sagði, að G-listinn væri um land allt listi Al- bandalagsins, en vildi hvorki eigna þvi atkvæffi I-listans í Reykjavík né a fneita þeim. Hins vegar starði hann á Bjarna forsætisráðherra og bað hann að svara spurningunni! Skollaleikur. Þögn er líka svar. Lúffvík er ekki eins fávís og hann lætur. Fyrir honum mkir að hafa í þessu efni frjálst val. Hann vill fyrir kosningar, að frambjóff- endur kommúnista á G-listan- um fái atkvæði Alþýöubanda- lagsins, en eftir kosningar mun hann áreiffanlcga eigna þvi þau atkvæöi, sem falla á lista Hannibals Valdimarssonar. Þá mun Lúðvík naumast ætlast til þess, að Bjarni Benediktsson svari fyrir hann. Slík afstaffa sannar bezt 6- heilindi Lúðviks Jósepssonar. Hann temur sér hentistefnu í þessu máli eins og endranær. En alþingi verffur aff skera úr um, hvernig úrskuröa beri at- kvæffi Hannibals Valdimarsson- ar í sambandi við úthlutun upp- bótarþingsætanna. Þjóðviljinn staöhæfir, aff sá úrskuröur fari eftir því, hver veröi meirihluti á næsta alþingi. Málgagn kom- múnista læzt með öðrum orö- um vita afstöffu annarra flokka i þessu máli. Foringi Alþýffu- bandalagsins þykist aftur á móti enga skoðun hafa á mál- inu og spyr um afstöðu Bjarna forsætisráöherra. Lúðvík Jós- epsson lætur sér nægja að horfa á hann í sjónvarpinu og segja: Svara þú, Bjarni! Er hægt að hugsa sér meiri skollaleik með kjósendur og atkvæði? 7. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.