Alþýðublaðið - 07.06.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 07.06.1967, Blaðsíða 9
þossara framkvæmda og ber það enn eitt órækt vitni þess hve Ver.tfirðingum er annt um vel- ferðamál sinna heimabyggða. Starfsaðstaða fyrir héraðslækni hér á Þingeyri er nokkuð góð eft ir því sem gengur og gerist. Hér er sjúkraskýli með sjö sjúkrarúm- um og má í því sambandi geta þess að sængurkonur í héraðinu fá alla aðhlynningu og læknisað- stoð við barnsfæðingar þar og þurfa eigi að leita til sjúkrahúsa á ísafirði eðá Patreksfirði í þeim efnum. Að vísu mætti gera ýms ar umbætur á starfsaðstöðu hér- aðslæknis hér en ég tel að eitt mikilvægasta framfaramálið í heil brigðisþjónustu þessa hérað sé bygging góðs dvalarheimilis fyrir aldrað fólk. Margt af þessu gamla fólki er hraust og þarf ekki á mikilli læknisaðstoð að halda en þarfnast aðhlynningar og góðs samastaðar. Þetta fólk vill vera þar sem það hefur alið allan sinn aldur og það getur búið hér ef aðstaða er sköpuð. Bygging dvalar hcimilis fyrir aldrað fólk víðar um Vestfirði er eitt þeirra mála sem Alþýðuflokkurinn á Vest- fjörðum mun berjast fyrir“. Þú minntist áðan á fram- kvæmdaáætlun fyrir Vestfirði. Hvernig taka Vestfirðingar þeim áióðri stjórnarandstæðinga að eng in framkvæmdaáætlun sé fyrir hendi? ,.Verkin sýna merkin. Vestfirð- ingar þurfa ekki að byggja á orð um eða umsögnum eins eða neins í þeim efnum. Framkvæmdirnar tala. Stórfelldar aðgerðir í vega- málum, hafnarmálum, flugvalla- gerð og aðrar framkvæmdir ó Vestfjörðum samkvæmt þessari áætlun eru sýnilegar hverjum Vestfirðingi, jafnvel seinheppnum stjórnarandstæðingum. Þessi mál flutningur stjórnarandstæðinga beinist því ekki gegn ríkisstjórn inni og stjórnarflokkunum eins og fyrirhugað var, heldur gegn Vest firðingum sjálfum, gegn framtaki Vestfirðinga og trú á framtíð síns byggðarlags. Erfið lífsbarátta hef ur aldrei höggvið skarð í kjark og sóknarhug Vestfirðinga. Það munu þessar léttvægu og mark- litlu fullyrðingar framsóknar- manna og kommúnista enn síður megna en þessi ódrenglyndi mál flutningur mun bitna á þeim ein um sem hann tileinka sér eins og' makalegt er“. Að lokum þetta. Hvað finnst þér um kosningahorfur fyrir A- listann á Vestfjörðum? ,,Um það atriði get ég verið stuttorður. Allt frá því að ég fór fyrst að fylgjast með stjórn- málum og kosningum þá hefi ég aldri fundið eins mikinn hljóm grunn fyrir störfum og stefnu A1 þýðuflokksins sem nú. Alþýðu- flokkurinn er í sókn um allt land. Við vestfirzkir Alþýðuflokks mer.n munum ekki láta hlut okk ar eftir liggja til þess að efla Al- þýðuflokkinn, þann flokk sem starfar af ábyrgð og nær árangri". Guðmundur Vésteinsson. Guðmundur Vé- steinsson í níunda sæti í Vest- fjarðakjördæmi GUÐMUNDUR VÉSTEINSSON skipar 9. sæti á lista Alþýðu- flokksins í Vesturlandskjör- dæmi. Guðmundur er fæddur 4. október 1941 og hefur síðastliðin sex ár starfað sem tryggingafull- trúi á bæjarfógetaskrifstoflunnjj á Akranesi. Guðmundur Vésteins son hefur tekið virkan þátt í starfi ungra jafnaðarmanna og Alþýðufiokksins. Hann á' meðal annars sæti í stjórn SUJ og hef- ur gengt ; formennsku F.U.J. á Akranesi um nokkurt skeið. Guð- Framhald á 15. síðu. lýsing frá Reykja- rgöngu 1967 OFURLÍTIÐ LEIÐRÉTT mótmæla erlendum her- )ku íslendinga í hernað'ar- prurn Víetnam og Angóla. ítmæla fasisma á Spáni, í f\.fríku, í Grikklandi — við i ísland fordæmi allar fas irskonar stuðning við þær. ótmæla árásar- og yfir- [ heimi sem er — við krefj r þjóðir, allt frá íslandi til ifa frjálsar og óáreiftar í VIÐ GÖNGUM EKKI til þess að mótmæla yfir- gangi Araba við ísrael. Ástæðan er sú, að Sovétríkin styðja Araba gegn ísrael. VIÐ GÖNGUM EKKI til þess að mómæla inn- limun Tíbets í kínverska stórveldið og ein- ræði kínverska kommúnista þar. Ástæðan er sú, að við erum bandamenn ofbeldisseggj- anna. VIÐ GÖNGUM EKKI til þess að mótmæla ein- ræði og kommúnískri kúgun í Austur-Ev- rópu. Ástæðan er sú, að skoðanabræður okk ar ráða ríkjum þar. Ensk fataefni Nýkomin ensk karl- mannafataefni í góðu úrvali. Einnig efni í staka jakka. Stakar drengjabuxuf í öllum stærðum £»©rgils Lækjargötu 6 A. Sími 19276 PEYSUR - PEYSUR Mikið úrval af kven- barna og herra- peysum. Ullarnærfatnaður. Ullarsokkar, þykkir og þunnir. Teppi, kerrupokar. Ullarvöruverzlunin FRAMTÍÐIN LAUGAVEGI 45. Bréfaviðskipti Þýzkur kaupmaður, 38 ára gamall, kvæntur, óskar eftir hréfa skriftum við íslending. Áhugamálin eru íþróttir, stjórnmál. tónlist, (klassísk og þjóðlög), bókmenntir og landa- fræði. Vill skrifa á þýzku eða ensku. Hefur mikinn á- huga á íslandi og sérstaklega íslenzkri menningu, mun því hugsanlega koma einhvern tíma í heimsókn til ís- lands. Nafn og heimilisfang Þjóðverjans er: Ullrich Holztapfel, 3440 Eschwege, Reichensachserstr. 15. Deutschland. SÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA vill ráða starfsmann sem er vanur afgreiðslu- störfum í verzlun. Upplýsingar kl. 10-12 árdegis. Sölunefnd varnarliðseigna. 1 . -i 1' Hauser Kúfupennar og fyllingar fyrir skóla, skrifstofur, viðskiptalíf. merké, sem hægt er að treysta. Athugið vandlega vörumerkið, þegar þér þurf ið að fá yður nýja fyllingu. ;j Biðjið um H A U S E R fyllinguna með hinni glæsilegu áferð. * Heildverzlun AGNAR K. HREINSSON Pósthólf 654 sími 16382. 7. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.