Alþýðublaðið - 08.06.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.06.1967, Blaðsíða 3
Sigyrganga ísraelsmanna heldur áfram: NEW York, 7. júní (Ntb-Reuter). ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dagr, að krafizt skyldi vopnahlés í Austurlöndum nær, ekki síðar en klukkan 20,00, að íslenzkum tíma. Það var Nikolaj Federenko, fulltrúi Sovétríkjanna, sem lagði fram þessa tillögu, — og krafðist atkvæðagreiðslu þegar í stað, — en hann hafði einnig beðið þess, að ráðið yrði kallað saman til skyndifundar. — Fréttir frá vígstöðvunum herma, að, fsraelsmenn hafi sótt fram hvarvetna, náð Jerúsalem á sitt vald og þeir segjast hafa gjörsigrað her Egypta og náð fram til Súezskuröarins. Áður náðu þeir borginni Sliarm E1 Sheikh á sitt vald, — en hún er við mynni Akabaflóa og er því siglingabann Egypta um flóann að engu orðið. Kortið sýnir Ísraelsríki og legu þess inn á milii Arabaríkjanna. Jórdaníustjórn tilkynnti í dag, að hún mundi fallast á kröfu Öryggisráðsins um vopnahlé, — en stuttu síöar hélt Hussein, Jórdaníukonungur, ræðu í útvarp ið í Amman og sagði, að Jórdanar mundu verjast til síðasta manns, — en ísraelsmenn héldu áfram árásum sínum á Jördana, þótt' þeir síðarnefndu hefðu tilkynnt, að þeir vildu fallast á vopnahlé. fsraelsmenn segjast hafa alla Jerúsalem á valdi sínu og í dag héldu meðlimir ísraelsku stjórn- arinnar ræður við Grátmúrinn í liinni gömlu Jerúsalem, — en það er helgasti staður Gyðinga. Day- an landvarnarráðherra sagði við þetta tækifæri, að héðan myndu ísraelsmenn aldrei fara framar. Haft var eftir ungum hermanni, ísraelskum, að styrjöldin hefði verið tilvinnandi til þess að fá að standa á þessum heilaga stað. ísraelski yfirhershöfðinginn Yitzhak Rabin, sagði í kvöld, að hersveitir Egypta væru nú hvar- vetna á flótta, og ísraelskar her- sveitir hefðu nú náð meiri hluta Sínaískaga á sitt vald. Rabin sagði einnig, að ísraelsmenn liefðu náð miklum hluta Jórdaníu á sitl' vald, — meðal annars bæ- num Jeríkó við Jórdaná. Sovétstjórnin hefur tilkynnt, að hún muni slíta stjórnmálasam- bandi við ísrael, ef ísraelsmenn hætti ekki bardögum þegar í stað. ísraelsmenn hafa tilkynnt, að þeir muni fallast.á vopnahlé, ef Arabar geri það einnig, — en fréttir hermdu, að stjórnir Egyptalands og Sýrlands vildu ekki hlýða kröfu Öryggisráðsins. Sovétstjórnin sagði ennfremur, að ef ísraelsmenn gengju ekki að kröfunni um vopnahlé og bar- dagarnir héldu áfram, — yrðu Sov étmenn að grípa til annarra ráð- stafana. Utanríkisráðherra Bretlands, George Brown, sagði í ræðu í dag, að Bretar gætu ekki haldið fast við vopnaútflutningsbann sitt til landanna fyrir botni Mið- jarðarhafs, ef Bandaríkin og Sov- étríkin vildu ekki gera slíkt hið sama og Bretar hafa gert. Bandaríkjamenn þverneita þeim ásökunum egypzku stjórnar- innar, að þeir hafi veitt ísraels- mönnum -hernaðarlega aðstoð, — en egypzka herstjórnin segir frá- leitt, að ísraelsmenn hefðu getað unnið þessa sigra án utanaðkom- andi aðstoðar. Sovézk blöð birtu í dag fregnir vestrænna fréttastofa af sigrum ísraelsmanna, án nokkurra athuga semda. Óstaðfestar fréttir frá Moskvu hermdu, að sendiherrar Arabaríkjanna hefðu allir gengið á fund Gromykos, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, — til þess að biðja Sovétstjórnina að rétta Aröbum hjálparhönd í stríðinu við ísrael. í Kairó gekk lífið sinn vana- gang í dag, bankar og verzlanir voru opnar----egypska herstjórn- in segir, að froskmenn frá óvina- landinu hafi verið teknir hönd- um í höfninni í Alexandríu í dag. Bla'ðið A1 Ahram, sem talið er málgagn egypzku stjórnarinnar, Frétatilkynning frá Veðurstofunni Aðfaranótt 7. júní um kl. 03.00 fannst allsnarpur jarðskjálftakipp ur í Mýrdal. Fólk vaknaði víða við skjálftan og smáhlutir féllu um koll, en engar fréttir hafa bor- izt af skemmdum. Jarðskjálfta- mælar að Vík og Skammdalshóli munu hafa sýnt nokkra kippi um nóttina. Jarðskj'álftamælarnir í Reykja- vík sýndu þrjá jarðskjálfta kl. 23, 02,58 og 06,15. Upptök þeirra voru Fyrirlestur um hjartasjukdóma Prófessor J. F. Goodwin frá London dvelst nú hér á landi í boði Háskóla íslands og Hjarta- verndar. Mun hann flytja fyrir- lestur í I. kennslustofu Háskólans í dag, fimmtudag 8. júni kl. 20.00. Fyrirlesturinn, sem fluttur ver'ð- ur á ensku, nefnist „Problems of eardiomyopathy". Prófessor Goodwin er mjög kunnur í fræðingrein sinni, hjartasjúkdómum, og er prófessor við Hammersmith-spítalann í London, sem er háskólasjúkrahús, þaðan eru útskrifaðir sérfræð- ingar í hinum ýmsu greinum lækn isfræði. (Frá Háskóla íslands.) sagði í dag, að fullvíst væri, að Bretar og Bandaríkjamenn hjálp- uðu Israelsmönnum, — en rit- stjóri blaðsins á að hafa greint Nasser forseta frá því í gær, að bandarískri eldflaug hafi verið skotið að höll hans. í dag voru á kreiki fréttir þess efnis, að Nasser, forseta Egypta- í um 150 km. fjarlægð frá Reykja vík, sennilega í Mýrdalsjökli. Nán ari staðsetning verður að bíða eft ir niðurstöðum mælinga víðar á landinu. lands, liefði verið vikið frá og; Hussein Jódaníukonungur ættii fyrir sér sömu örlög, — en aðrir: lýstu þessar sögusagnir staðlausa stafi. Alþjóða Rauði Krossinn hefur hafið flutning á iyfjum og blóð- vökva til styrjaldarlandanna. Fleiri jarðskjálftar hafa mælzt frá Mýrdalsjökli og nágrenni hans í vetur, en jarðskjálftinn kl. 02. 58 í nótt var einna sterkastur þeirra. Fer&afólkið komib til Amman Nú hefur heyrzt frá íslenzka ferðafólkinu, sem er í Austur landaferð á vegum Sunnu. Ferðaskrifstofan fékk skeyti frá hópnum í gær og var það sent frá Amman í fyrradag og ferðafólkið þá statt í Amm- an. Sagði í skeytinu að öll- um liði vel og allir væru við góða heilsu. Stjórnarráðið náði sambandi við danska sendiráðið í Amman í gær og munu Islendingarnir verða samflota dönskum ferðamanna hóp til Líbanon, strax og fært verður og bíða þar eftir að flugvöllurinn opnist, en hann var enn Iokaður í gær. GLÆSILEGUR F.U.J.- FUNDUR í HAFNARFIRÐI Á þriðjudaginn var hélt F.U. auglýsingum og tilheyrandi. J. í Hafnarfirði kosningafund í En reyndin varð sú hjá þess- Alþýðuhúsinu þar í bæ. Á fund um stærsta flokki kjördæmis- inn mættu þeir Gylfi Þ. Gísla- ins að á fundinn mættu 37 ung son, menntamálaráðherra, Jón ir íhaldsmenn úr öllu kjördæm Á. Iléðinsson, viðskiptafræð- inu. Sýna þessir tveir fundir ingur og Karl Steinar Guðna- svo eklti verður um villst að son, kennari. unga fólkið velur Alþýðuflokk- Fundarstjóri var Ingvar Vikt *nn fyl-st allra flokka, því hin- orsson, formaður F.U.J. í Hafn-ir stjórnmálaflokkarnir tveir arfirði og fundarritari Gunn- llafa ekki eil,u sinni boðið Iaugur Sveinsson. Fundurinn Lnsu fólki í Reykjaneskjör- var fjölsóttur og mættu um 60 dæmi upp á fundi. Á fundinum ungir Hafnfirðingar þar auk í fyrrakvöld tóku til máls auk nokkurra eldri Alþýðuflokks frummælanda tveir félagar úr manna. Um síðustu helgi höfðu F-U-J- Þeir Guðlaugur Bjarna- ungir Sjálfstæðismenn í s°n, verkamaöur og Hrafnkell Reykjaneskjördæmi haldið Ásgeirsson, lögfræðingur. fund í Ilafnarfirði með miklum Framhald á bls. 14. Snarpur Jarðskjálftakippur 8. júní 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.