Alþýðublaðið - 08.06.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.06.1967, Blaðsíða 4
EBSSHD Rltstjóri: Benedikt Gröndal. Simar 14900—Í4903. — Auglýsingasimi: 14906. — Aösetur: AlþýðuhúsiS við Hverfisgötu. Rvik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Slmi 14905. — Askriftargjald kr. 105.00, — t lausa* söiu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurkm. ÞjóÖviljinn, ísrael og Arabar UM fátt hefur Þjóðviljinn skrifað meira um langt skeið en styrjöldina í Vietnam og hörmungar hennar. 'Ekki hefur mátt á milli sjá, hvort aflið væri sterkara á síðum Þjóðviljans: friðarástin eða fordæmingin á Bandaríkjamönnum. En nú hefur brotizt út ný styrjöld, og hún er því miður nær okkur íslendingum. Þar eigast við mörg Arabaríki annars vegar og Ísraelsríki hins vegar. Ar- abaríkin eru yfirleitt ekki lýðræðisríki og þjóðfélög þeirra eru sambland af auðvaldsskipulagi og miðalda- þjóðfélagi. Á öðru leitinu er þar ofsalegur auður olíu- fursta og stórjarðeigenda, en á hinu leitinu örsnauður og ómenntaður manngrúi. Ísraelsríki er hins vegar eitt þeirra ríkja sem lengst hefur komizt á braut sósíal ismans eftir lýðræðisleiðum. Það er ekki aðeins fram- farasinnaðasta ríki í Austurlöndum nær heldur einnig þótt víðar væri leitað. Þetta ríki hefur nú orðið fyrir árás grannríkja sinna, Arabaríkjanna. Leiðtogi þeirra, Nasser, hefur lýst því yfir, að markmið Arabaríkjanna sé að koma ísrael fyr ir kattarnef og gera landið aftur að heimkynni Araba. Þótt hula sé yfir upphafi vopnaviðskiptanna, getur ekki leikið skuggi af vafa á því, að Nasser og leið- togar Arabaríkjanna bera ábyrgð á því, að styrjöld er skollin á í Austurlöndum nær- Þeir eru árásaraðili. En nú vill svo undarlega til, að í gær, eftir fyrsta dag styrjaldarinnar, hafa ritstjórar Þjóðviljans ekkert um málið að segja. Allt í einu er öll friðarástin frá Vietnam rokin út í veður og vind. Nú er árásaraðili ekki fordæmdur. Nú er styrjöld ekki hörmuleg. Nú eru mannslíf ekki lengur mikils virði. Nú er heims- friðurinn ekki í hættu. Hvernig skyldi geta staðið á þessu? Hvernig má það vera, að ritstjórar Þjóðviljans fordæma ekki styrjöld? Hvernig getur það verið, að Þjóðviljinn hefur enga athygli veitt því, að sósíalískt lýðræðisríki hefur orðið fyrir árás ríkja, sem stjómað er af afturhaldssömum einræðisseggjum? Skýringin er nærtæk. Sovétríkin hafa lýst yfir stuðningi við Arabaríkin. Og þá veit Þjóðviljinn, hvaða skoðun hann á að hafa. Þá á hann ekki að lof- syngja frið. Þá á hann ekki að harma styrjöld. Þá má skjóía, varpa sprengjum og brenna, án þess að Þjóð- viljinn mótmæli. Hver getur treyst þeim flokki, sem hefur slíkt mál- gag.n? 4 B. júní 1967 — ÖKUMENN! Látið stilla í tíma, áður en skoðun hefst, Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. Björn Sveinbjörnsson hæstaréttarlögrmaSur Lögfræðiskrifstofa Sambandshúsinu 3. hæð. Símar: 13343 og 23338. Ítalskir, franskir og býzkir KVENSKÓR Stórglæsiiegt úrval ] Ver» frá kr. 383 j Nýjar sendingar j SKÓVAL, Austurstræti 18 (Eymundssonark j allar a) SMURSTÖÐIN Sætúni 4— Sími BmiEn er smurSúí' flJÖÚ. úi SðUuis allar tcsttssair af ösnurolftf Koparpípur og Rennilokar. Fittings. Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Blöndunartæki. KARLMANNASKOR frá Frakklandi Mjög fallegt úrval i Verð kr. 425 og kr. 496 1 Burstafell byeEÍngavÖMiverzIun Réttarholtsvegl S. Siml 3 88 40. SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. ★ UNGUR KJÓSANDI SKRIFAR: Mér finnst ég óneitanlega loks- ins nú að verða endanlega maður með mönnum, þegar ég fæ að kjósa í fyrsta skipt'i, og þess vegna hef ég talsvert velt því fyrir mér hvernig ég á að verja atkvæði mínu, ef þannig má 'að orði komast. Mitt pólitíska minni er ekki svo langt að ég muni neitt af viti eða gagni af því sem skeði áður en núverandi stjórnarflokkar byrjuöu að stjórna landinu, engu að síður hef ég reynt að verða margs fróðari bæði af samtölum við vinnu- félaga mína og af lestri. Hjá vinnufélögunum er það eins og gengur, að þeir eru langt frá' því að vera sammála og hafa ólíkar stjórnmálaskoðanir. Sumir bölva ríkisstjórninni og öllu, sem hún gerir en aðrir taka svari hennar. Ég þarf auðvitað ekki að taka það fram, að aldrei hefur verið rætt meira um pólitíkina, en einmitt núna þessa dagana, þegar kosningarnar nálgast. Einhvernveginn hafði ég alltaf liugsað mér, að það væri bezt að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn, — stærsta flokkinn, og vera bara eins og svo margir aðrir og berast með straumnum. En innst inni var ég þó einhvernveginn ekki alveg sáttur við þessa afstöðu mína, og fór að hugsa málið betur. Það varð til þess að ég ákvað að í að minnsta kosti þessum kosningum skyldi ég kjósa Alþýðuflokkinn. Ég fylgdist með í sjónvarpinu, þegar flokkarnir kynntu stefnu sína og eins þegar fulltrúar þeirra héldu ræður nokkrum dögum Frh. 10. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.